Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 23
> I LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 Hjálparstofnun kirkjunnar aðstoðar börn á Endlandi: > > > > > I > i > > i > > > > > > i i i i i i i vitum hvert peningamir fara - segir Anna Úlafsdóttir fræðslufulltrúi „Þaö sem okkur finnst skipta mestu i þessu er að Indverjar stofn- uðu bæði samtökin sem við vinnum með. Þeir skilgreina sjálfir vandann og benda á lausnir. Bæði samtökin vinna fyrir fátækasta fólkið og þeir peningar sem við söfnum nú renna til þess að mennta ákveðinn hóp barna,“ segir Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hjálparstofnunin gerði nú nýlega samning við Mylluna um að þrjár krónur af hverju seldu Heimilis- brauði rynni til hjálparstarfsins á Indlandi og segir Anna að samning- ur eins og þessi sé stofnuninni mjög mikilvægur. Anna segir samtök indversku kirkjunnar vera með heimavistar- skóla þar sem bömin búi og fái fæöi, klæði, húsnæði og í raun allt sem þau þurfi. Hin samtökin, Social Action Movement, reki eigin for- skóla til þess að búa bömin undir skólagöngu í almenna kerfinu. Hún segir foreldrana ólæsa, þeir vinni mikið og því þurfi börnin á hjálp að halda til þess að komast inn í al- menna skólakerfið. Styrkja börn til mennta „Samtökin vinna mjög mikið ann- að félagslegt starf, styrkja fólkið t.d. til þess að leita réttar síns og kenna því að stofna verkalýðsfélag til að auka samtakamátt sinn. Þau styrkja bæði foreldra og börn en peningam- ir frá okkur fara fyrst og fremst í það að mennta böm og unglinga til starfs- eða iönnáms," segir Anna. Hún segir að þau fylgist vel með þeim peningum sem frá þeim fari. Þeir fari í ákveðið afmarkað og viðráðanlegt verkefni sem tekur mið af einstaklingum en ekki í hít- ina til ríkisstjóma eins og í mörgu öðru hjálparstarfi. Hún segir að í skóla Samtaka indversku kirkjunn- ar séu um þúsund böm en íslend- ingar styrki 260 þeirra. „Markmiðið er að skapa einstakl- ingum í litlu þorpunum einhverjar þær aðstæður að þeir eigi mögu- leika í lífinu. Stéttaskipting er mik- il og fátækir eru eiginlega dæmdir til þess að vera fátækir áfram. Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hversu litlir fjármunir geta hjálpað okkur mikið. Sem dæmi get ég nefnt að það kostar aðeins 1.390 kr. að dekka allan kostnað við skólagöngu eins barns á þessu svæði í heilan mánuð, fot, mat og allan aðbúnað í skólanum.“ Hentar íslendingum Fyrir utan fjárframlög Myllunnar nú segir Anna að fósturforeldrar á íslandi styðji ákveðin böm, borgi framfærslu þeirra. „íslenskt dagsverk, framhalds- skólanemar, BÍSN, Stúdentaráð, iðn- skólanemar og fleiri, lagði í vetur peninga til beggja þessara félaga. Þeir peningar fara eingöngu til þess að byggja upp iðnnám og við einbeit- um okkur að ööru,“ segir Anna og bætir við að þessi leið sem nú er farin, í samstarfi við Mylluna henti almenningi á íslandi. Fólk vilji yfirleitt láta eitthvað af hendi rakna og svona þurfi fólk lítið fyrir því að hafa. Anna vonast til þess að geta átt samstarf af þessu tagi við fleiri fyr- irtæki á íslandi á næstunni. -sv Börnin í skólanum þvo sjálf föt sín og matarílát. Dotiö geyma þau hvert í sín- um kistli, allt í röð og reglu. Anna Ólafsdóttir er fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hún segir stofnunina fylgjast vel með því f hvað það fé fer sem héðan kemur. DV-mynd E.ÓI. Kostnaðurinn við að hafa þessi indversku börn í skóla er aðeins 1.390 krónur á mánuði. Inni í því er matur, föt og allur aðbúnaður í skólanum. ALTERNATORAR 0G STARTARAR fyrir vöruhíla, rútur og vinnuvélar. VALEO alternatorar fyrir M. Benz, Man, Scania, Volvo, Ivaco, Daf o.fl. 'Nýtt’ Ný gerð CHALLENGER alternatora eru kolalausir, hlaða helmingi meira, miklu meira í haegagangi, sterkbyggðari og endast miklu lengur. Fáanlegir fyrir M. Benz, Man, Scania, Volvo, Ivaco, Daf o.fl. EFEL startarar í alla vörubíla, rútur og vinnuvélar. Einnig allir varahlutir fyrir Bosch vörubíla- og rútubílastartara. EFEL varahlutir eru staðalbúnaður í mörgum vélum. Mjög hagstætt verð. Yfir 30 ára reynsla hér á landi. Einnig TRUMATIC gasmiðstöðvar, bukkamótorar og lyftumótorar. VALEO, EFEL og CHALLENGER umboðið BÍLAKAF HF. Borgartún 19 - Sími 552-4700 - Fax 562-4090 41ut "S 533 2000 Miðstærð af Mexíkópizzu Meö öörurn pizzum kosta Nachos eða kjúklingavængir aðeins 300 kr. Kórónaöu svo góöa máltíö með mexíkóskum eðaldrykk. QJbrona
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.