Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 31 * ' ** * Sigurður Karlsson leikari gerir það gott í Finnlandi - verður þar áfram til vors: Þennan mann þurfum við! - sagði leikhússtjórinn í Vasa þegar Sigurður bauð fram krafta sína í haust Siguröur Karlsson, leikari og fyrrum formaður Leikfélags Reykja- víkur, gerir það gott í Finnlandi um þessar mundir hjá leikhúsinu í Vasa. Hann tók sér frí til áramóta frá hamaganginum í Borgarleikhús- inu til að leika hlutverk í Heimaeyj- arfólkinu eftir August Strindberg. Þar kemur hann ffam ásamt öðrum íslendingi, Borgari Garðarssyni, sem lengi hefur starfað ytra. Nú hef- ur Sigurður þekkst boð Vasaleik- hússins um hlutverk í öðru verki, leikriti Arthurs Millers, Horft af brúnni, sem firumsýnt verður nk. gamlárskvöld. Heimaeyjarfólkið var frumsýnt um síðustu helgi og sagði Sigurður í samtali við helgarblaöið að ffum- sýningin hefði tekist vel. Áhorfend- ur hefðu sýnt góð viðbrögð. En af hverju ákvað Sigurður að skella sér til Finnlands? Jú, hann hafði kynnst leikhússtjóranum i Vasa, Thomas Backlund, á leiklist- arráðstefnu í Reykjavík fyrir nokkr- um árum. Þegar ffi var fram undan hjá Sigurði í haust ákvað hann að senda Backlund bréf og athuga hvort hann ætti vinnu handa sér. Backlund var aldeilis á þvi eða eins og hann lýsir í viðtali við Vasabla- det nýlega: „Ég mundi eftir honum sem manninum sem hafði boðið mér upp á svarta dauða og hugsaði: Þennan mann þurfum við!“ Sigurður sagðist hafa lesið þetta og ekki annað getað en hlegið. Hann hefði hitt manninn einu sinni og séð um að skenkja brennivín á ráð- stefnunni. Núna passaði hann sig á að eiga alltaf til flösku handa leik- hússtjóranum! Með þýskum hreim „Mér líður vel héma. Á næstu dögum hefjast æfingar á Horft á brúnni og þar fer ég með stærra hlutverk en í leikriti Strindbergs. í Heimaeyjarfólkinu leik ég þýskan prófessor sem talar Finníands- sænskuna með þýskum hreim. í verki Millers reynir meira á tungu- málið sem hér er talað,“ sagði Sig- urður. íhúar Vasa eru í kringum 55 þús- und. Með nágrannabyggðum eru um 100 þúsund manns á svæðinu, þar af talar um þriðjungur sænsku. Sænskan er einmitt tungumál Vasa- leikhússins sem er eina sinnar teg- undar i bænum og vel sótt, að sögn Sigurðar. Tekur tæplega 300 manns í sæti og hefur verið að fá um 44 um rekstur Vasaleikhússins, líkt og þær sem hann í raun tók sér ffí frá í Borgarleik- húsinu. Eitt verk í gangi í einu „Hér er allt mjög friðsælt núna. Átök voru einhver fyrr á árum. Hér er sá háttur hafð- ur á að eitt leikrit er í gangi í einu. Fyrir fram eru ákveðn- ar 35 sýningar á því fram i desember og bætt við sýning- Sigurður ásamt leikhússtjóranum Thomas Backlund, sem einnig leikur í verkinu. Hann bauð Sigurði að koma út, mundi eftir honum á leiklistarráðstefnu í Reykjavík fyrir sjö árum sem manninum sem hefði boðið honum upp á svarta dauða. Nú segist Sigurður ekki þora annað en að eiga flösku handa leikhússtjóranum! Skúladóttir leikstjóri, skaust til hans í kringum frumsýninguna. Kom aftur til íslands í byrjun vik- unncir. Hún sagði við DV að sér hefði litist vel á leikhúsið í Vasa og sýninguna sem bóndi sinn tæki þátt 1. „Ég get auðvitað ekki verið hlut- laus en það var gífúrleg stemning á frumsýningunni. Fólk skemmti sér vel, stóð upp i lokin og klappaði. Það er nokkuð sem við erum ekki vön hér heima nema þá kannski helst í Óperunni. Ég get auðvitaö ekki dæmt um frammistöðu Sigurð- ar en áhorfendum þótti hann fynd- in, var farið að hlæja áður en hann hóf upp raust sína. Ætli það hafi ekki aðallega verið þýski framburð- ur hans á Finnlandssænskunni," sagði Ásdís og hló. -bjb Sigurður Karlsson, lengst til hægri, í hlutverki sínu í Heimaeyjarfólki Strindbergs. Þar leikur hann þýskan prófessor. þúsund áhorfendur á ári. Aðspurður sagðist Sigurður ekki hafa orðið var við pólitískar erjur um ef með þarf. Áður en Heimaeyj- arfólkið var frumsýnt var búið að selja í sextíu prósent af miðunum á þessar 35 sýningar. Hér vita bæjarbúar að þeir geta ekki dregið það fram eftir öllu að fara í leik- hús. Þetta er fyrir- komulag sem við mættum spá í á ís- landi. Sýna eitt verk nokkrum sinnum í viku í ákveðinn tíma. Síðan er það bara frá og næsta leikrit tekur viö,“ sagði Sigurður sem reiknar með að koma aftur til starfa í Borgarleikhúsinu í mars á næsta ári. Sigurður dvelur einn síns liðs í Finnlandi. Eiginkona hans, Ásdís Elísabet Sif Haraldsdóttir: Dansaði í Royal Al- bert Hall í London „Þetta var náttúrulega mjög gaman. Sérstaklega að sjá alla þessa frægu dansara. Ég hef kom- iö þarna áður en bara sem áhorf- andi. Það eru margir atvinnu- menn orðnir nærri þrítugir án þess að hafa komist þangað,“ sagði Elísabet Sif Haraldsdóttir dansari við helgarblaðið í samtali frá London i gær. Hún kom fram á alþjóðlegri danssýninu 1 Royal Albert Hall í fyrrakvöld, ein- hverri þeirri frægustu sem dönsurum býðst. Elísabet og ensk- ur félagi hennar, James Jordan, voru í hópi 40 annarra para sem þarna komu fram. Elísabet og James tóku þátt í International Championship keppninni sl. þriðjudag og lentu í 5. sæti í s- amerískum dönsum í flokki 16-20 ára. Elísabet er 16 ára og James 19 ára. Tveimur dögum fyrr kepptu þau í Imperial Championship og hrepptu silfrið í sínum flokki. Elísabet hefur verið í Englandi frá því í febrúar sl. og æft og keppt víða í dansinum. Hún hefur unnið í fataverslun í London með dansinum og segist vera á leið- Elísabet Sif Haraldsdóttir. inni í skóla ytra. Draumurinn er hins vegar að verða atvinnumað- ur í dansíþróttinni. Þess má geta að eitt íslenskt par, Hrafn Hjartarson og Helga Bjömsdóttir, komst í undanúrslit í standard-dönsum i keppninni á þriðjudag. Fleiri dansarar voru frá íslandi sem stóðu sig ágætlega í London. -bjb Nýdönsk á svið heldur tónleika í Háskólabíói 24. október Ein ástsælasta hljómsveit landsins hin síðari ár ætlar að gleðja áhangendur sína með stórtónleikum I Háskóla- bíói 24. október. Þar verða leikin nokkur af þekktustu lögum sveitarinnar, auk nok- urra nýrra. Nýdönsk hefur gefið út sex hljómplötur sem allar hafa notið mikilla vinsælda. Að auki vann sveitin plötu með Megasi og aðra með eigin tón- list úr leikritinu Gauragangi. Nýdönsk var kröftug í tón- leikahaldi á sínum tíma en hefur ekki leikið á tónleikum í þrjú ár. Ný plata að koma Tónleikamir í Háskólabíói eru haldnir í tengslum við út- gáfu nýrrar plötu sveitarinn ar, Grænmeti og ávextir Platan er tvöfóld og inniheld- ur bestu lög Nýdanskrar til þessa, áður óútgefið efni, þrjú ný lög, tónleikaupptökur og nýjar útgáfur af eldri lögum. Guðmundur Pétursson gítar- leikari og KK verða sérstakir gestir Nýdanskrar á hljóm- leikunum. -sv f -9 % ......., i ^ w • * . * {fiMTtÍír* Nýdönsk leikur nú í fyrsta sinn á tónleikum í þrjú ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.