Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 14
I fyrir 15 árum LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 Sigrún Pátursdóttir, fyrrum ráðskona á Bessastöðum, er enn á kafi í bridge: Hef aldrei spilað meira „Eg hef spilað af krafti alla tíð síðan viðtalið var tekið við mig. Það má segja að ég hafi aldrei spilað meira,“ segir Sigrún Pétursdóttir, fyrrum ráðskona á Bessastöðum. DV átti viðtal við Sigrúnu fyrir 15 árum þar sem hún sagði frá áhuga sínum á bridge. Undir fyrirsögninni „Get ekki hugsað mér skemtilegra áhugamál", sagði Sigrún að hún hefið verið búin að vinna í nokkur ár á Bessastöðum þegar hún fór að leita sér að áhugamáli. Kynntist hún bdrige og fannst það strax mjög sniðug íþrótt. „Einhverra hluta vegna byrjaði ég ekki að spila af alvöru fyrr en um 1973. Og í dag finnst mér synd hve seint ég byrjaði því bridge er eitt það alsniðugasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur," sagði Sigrún fyrir 15 árum. Hún er sama sinnis í dag og bókstaflega á kafi í bridge. „Ég spilaði í fjögur ár hjá þremur félögum í einu: Bridgefélagi kvenna, Bridgefélagi Skagfirðinga og Bridgefélagi Kópavogs, þrjú kvöld í viku jafnframt því sem ég sinnti starfi mínu á Bessastöðum. Ég skil stundum ekki hvernig ég komst yfír þetta allt saman. Ég hætti í ráðskonustarfinu 1990 og gat þá sinnt bridgeinu meira,“ segir Sigrún í dag. Sigrún sagði forðum að Vigdís Finnbogadóttir forseti hefði sýnt bridgeáhuga hennar mikinn skilning og svo hafi einnig verið um Kristján Eldjárn og Halldóru. Kristján hafi verið góður bridgespilari og þau oft rætt um bridge. Sigrún hefur spilað með mörgum makkerum og kynnst fjöldamörgum í gegn um bridgeið. Segir hún það ekki sist vera vegna ánægjulegra kynna sem gaman er að spila bridge. Sigrún situr í stjórn Bridgesambandsins en það keypti eigin húsnæði að Þönglabakka 1 fyrir 2 árum. Sigrúnu finnst að meira mætti fjalla um bridge og gera fyrir bridgeíþróttina Bridgeinu hefði ekki verið gert nógu hátt undir höfði þó islenskir bridgespilarar hefðu náð þeim stórkostlega árangri Sigrún Pétursdóttir, áöur ráðskona á Bessastööum, meö bridgespilin. að verða heimsmeistarar 1991. „Það er mikið af geysigóðum spilurum sem leggja allt undir til að komast áfram í bridge og því mætti sinna því meira.“ Þó bridge hafi ávallt verið fyrirferðarmikið í lífi Sigrúnar hefur annað áhugamál tekið æ meiri tíma í seinni tíð, leiklistin. Sigrún hefur veriö með í uppfærslum Snúðs og Snældu, leik- félags eldri borgara, frá upphafi, 1992, og gegnt formennsku siðastliðin fjögur ár. „Leiklistin hefur verið að færa sig upp á skaftið. Ég vissi ekki að í mér blundaði þessi mikli leiklistaráhugi. Ég hef meira að átttw' revns segja orðið að hætta viö þátttöku í íslandsmóti kvenna í sveitakeppni vegna hennar," segir Sigrún. „Leiklistin er frekt og krefjandi áhugamál. Maður er er nær alveg frá spila- mennskunni þær sex vikur sem sýningar standa 5dir og svo eru æfingarnar strangar. En ég hef lært heilmikið um leiklist á þessum tíma og hlotið ómetanlega reynslu." Sigrún segir að Vigdís forseti hafi ekki átt beinan þátt í að hún fékk áhuga á leiklist en hún hafi hins vegar séð allar sýningar Snúðs og snældu. „Vigdís var mjög upptekin þegar ég debuteraði á sviði en frestaði DV-mynd E.ÓI. atriðum í dagskrá sinni svo hún kæmist á fyrstu frumsýninguna. Henni vildi hún ekki missa af.“ -hlh kaormurínn Séra Sigurður Arnarson, prestur í Grafarvogi: Tilbreyting í spennusögum „Ég er alltaf með nokkrar bækur í takinu og gengur því stundum illa að klára. Enda er mikið af lesefni á borðinu hjá mér sem tengist starfinu, bréf og fleira slíkt,“ segir sr. Sigurður Amarson, prestur í Grafarvogi. Hann segir að bók bókanna, Biblían, sé alltaf uppi við en annars lesi hann bækur af öllu tagi. „John Grisham er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég var að klára eina sem nefíst The Partner. Hún fjallar um lögmann sem hverfur skyndilega. Allir halda að hann sé látinn en hann reynist hafa flúið til Suður-Ameríku með væna peningafúlgu. Sagan segir frá flóttanum og endurkomu hans til Bandaríkjanna. Atburðarrásin er mjög spennandi. Það er gott að breyta til og lesa eitthvað sem er gerólíkt því sem maður les dags daglega." Sigurður var nýkominn heim frá Bandaríkjunum þegar DV ræddi við hann og hafði keypt nokkrar bækur þar. Þar á meðal var bók sem hann fann í bókbúð í Boston og nefnist Church Chuckles. „Þetta eru alls konar brandarar um kirkjustarf, erfiðleika við ræðugerð, samskipti við fólk og fleira. Bráðgóðir brandarar." En lesefnið er einnig á alvarlegri nótum. Áður en Sigurður fór utan las hann bækling frá Þjóðmálanefnd þjóðkrikjunnar um sjálfsvíg. „Þetta er greinasafn um siðferðilega og trúarlega afstöðu til sjálfsvíga og afstöðu kirkjunnar til þeirra. Höfundar eru prestar, kennarar í guðfræðideild og einn djákni, Guðrún Eggertsdóttir. Þetta er mjög athyglisverð lesning." Siguður vill endilega minnast á bók eftir ömmusystur sína, Rannveigu Smith, sem bjó lengi i Bandaríkjunum. Bókin kom út 1944 og formála skrifaði vinur Rannveigar, Halldór Laxnes. 1 bókinni lýsir hún lífinu vestra í stuttum köflum. Sigurður segist alltaf Vídalínspostillu innan seilingar, sérstaklega ef prédikanir eru framundan, auk Prédikunarsafns Sigurbjöms Einarssonar biskups og bókar sr. Þorsteins Briem, Himinn í augum. „Eg finn alltaf eitthvað nýtt í þessum bókum.“ Loks vill Sigurður minnast á ritgerð Sigurðar Grétar Sigurðssonar hafa guðfræðings sem hann las í fríinu. „Ritgerðin er um tilurð, þróun og stöðu safnaðarins í Grafarvogi og er gagnmerk og fræðandi lesning." Sigurður skorar á Þódísi Kristmundsdóttur, prófessor í lyfjafræði við Háskóla íslands, að vera næsta bókaorm. „Hún les mikið og hefur fjölbreytt áhugasvið," Sigurður. segir METSðLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Helen Fieldlng: Bridget Jone's Diary. 2. Catherine Cookson: The Branded Man. 3. Colin Dexter: Death is Now My Neighbour. 4 Ruth Rendell: The Keys to the Street. 5. Margaret Atwood: Alias Grace. 6. Kathy Lette: Mad Cows. 7. Louls de Bernléres: Captain Corelli's Mandoiin. 8. Frederick Forsyth: lcon. 9. Maeve Binehy: Evening Class. 10. Irvine Welsh: Ecstasy. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Andrew Morton: Diana: Her True Story. 2. Bill Bryson: Notes from aö small Island. 3 Paul Wllson: The Little Book of Calm. 4. Fran McCourt: Aangela's Ashes. 5. John Gray: Men are from Mars, Women are from Venus. 6. Andrew Morton: Diana: Her New Life. 7. Bill Watterson: It's a Magical World. 8. Blll Bryson: The Lost Continent. 9. Blll Bryson: Neither Here Nor There. 10. Griff Rhys Jones, ed.: The Nations Favorite Poems. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dlck Francls: 10-lb Penalty. 2. Catherine Cookson: The Desert Crop. 3. Clive Cussler: Flood Tide. 4. Ruth Rendell: Road Rage. 5. Jack Hlggins: The President's Daughter. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Tlm Graham: Diana, Prncess of Wales. A Tribute. 2. Audrey Daly: Diana, Princess of Wales. 3. Michael Palln: Full Circle. 4. Dlckie Blrd: My Autobiography. 5. Dlana: Her Life in Photographs. (Byggt á The Sunday Times) BANDARIKIN SKÁLDSÖGUR - KILJUR: 1. Patricla Cornwell: Cause of Death. 2. Danlelle Steel: Silent Honor. 3. Scott Turrow: The Laws of Our Fathers. 4. Richard N. Patterson: Silent Witness. 5. Tom Clancy: Executive Orders. 6. Catherlne Coulter: The Offer. 7. Judlth McNaught: Remember When. 8. Frederick Forsyth: lcon. 9. Taml Hoag: Dark Paradise. 10. Jude Deveraux: Legend. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Andrew Morton: Dlana: Her True Story. 2. Andrew Morton: Diana: Her New Life. 3. James McBrlde: The Color of Water. 4. Marla Angelou: The Heart of a Woman. 5. Jonathan Harr: A Civil Action. 6. Stephen E. Ambrose: Undaunted Courage. 7. Jon Krakauer: Into The Wilde. 8. Mary Plpher: Reviving Ophelia. 9. Andrew Weil: Spontaneous Healing. 10. Jlll Mathews: Hanson. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Charles Frailer: Cold Mountain. 2. Sldney Sheldon: The Best Laid Plans. 3. Patricla Cornwell: Unnatural Exposure. 4. Caleb Carr: The Angel of Darkness. 5. Nlcholas Sparks: The Notebook. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Fran McCourt: Aangela's Ashes. 2. Monty Roberts: The Man Who Listens to Horses. 3. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 4. Paul Relser: Babyhood. 5. John Berendt: Midnight in The Garden of Good and Evil. (Byggt á New York Times Book Review)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.