Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
[%'iðsljós «
Ulrika Jonsson, sænskættuð og vinsæl sjónvarpskona í Bretlandi:
Yfir sig ástfangin af
Stan Collymore
Ástin 1 lífí knattspymukappans
Stans Collymores hjá Aston Villa
(áður Liverpool og Nottingham For-
est) er sænskættaða sjónvarpskon-
an Ulrika Jonsson. Hún stjómar
vinsælum þáttum á sjónvarpsstöð-
inni ITV á borð við Gladiators og
Shooting Stars.
Stan er þriðji maðurinn í lífi Ul-
riku, sem nýlega varð þrítug. Hún
var fyrst gift sjónvarpstökumanni
og eignaðist með honum son fyrir
þremur áram. Hún skildi við eigin-
manninn og tók saman við annan
sjónvarpsmann sem var sex árum
yngri en hún. Ulrika var enn með
þeim manni þegar hún kynntist hin-
um 26 ára Stan, sem oft er kallaður
„Stan the Man“ í Bretlandi. Þau
hittust fyrst á kaffihúsi í Birming-
ham í sumar og segir hún það hafa
verið ást við fyrstu sýn.
„Mér líður eitthvað svo vel í ná-
vist hans,“ segir Ulrika um nýju ást-
ina. „Það er að mörgu leyti þægilegt
að fora út með manni sem er jafn
þekktur og hann. Hann hefur
reynslu af því að vera i kastljósi
fjölmiðlanna. Þær fáu vikur sem við
vorum saman áður en fregnin
breiddist út um samband okkar
vom frábærar. Þá gátum viö virki-
lega kynnst hvort öðm náið. Þetta
breyttist um leið og slúðurblöðin
komust að sambandi okkar. Það
setti okkur ákveðnar skorður," seg-
ir Ulrika en þau skötuhjúin hafa
verið vinsælt myndefni fjölmiðla í
Bretlandi að undanfórnu.
Hún segist hafa fengið mikinn
áhuga á fótbolta að nýju. Hún hefði
sem krakki haft mikinn áhuga á
íþróttinni í Svíþjóð og m.a. spilað
þar í ónefndu liði. Hún segist ætla
að halda með Aston Villa í vetur,
nema þegar kærastinn leikur gegn
MEmchester United!
Ulrika Jonsson, kærasta Stans
Collymore hjá Aston Villa. Myndar-
kona sem piltur hefur nælt sér í!
«r
Natasha Henstridge.
Uma Thurman
neitaði nektinni
Uma Thurman.
Leikkonan snoppufríða, Uma Thurman,
hefur uppgötvað hógværðina í sjálfri sér.
Hún þoldi ekki þá miklu nekt sem hún varð
að sýna í hlutverki sem henni bauðst i kvik-
myndinni Modesty Blaise, Hógværa Blaise.
Myndin er byggð á samnefndri, kynþokka-
fullri teiknimyndapersónu. Mörgum þótti
þessi ákvörðun Umu undarleg í ljósi þess að
hún hefur oft áður berað sig í kvikmyndum.
Hver man t.d. ekki eftir henni í Dangerous
Liaisons?
Nú horfir hún á eftir hlutverkinu til
hinnar ungu og kynþokkafullu Natasha
Henstridge sem m.a. hefur leikið í Species.
Natasha á þann sérstaka feril í kvikmynd-
um að hafa varla sést öðmvísi en í Evu-
klæðum!
Courtney Love
fataþjófur?
, *
Stjömu- «.
rnar geta verið
haldnar stelsýki
eins og annað fóik.
Leikkonan Courtney Love
virðist a.m.k. ekki vera betur
launuð en það að hún greip
með sér fatnað að verðmæti
um 1 milljón krónur eftir að
hafa klæðst honum í tísku-
myndatökum að kvöldlagi
á hóteli einu í New York
nýlega. Sagan segir að hún
hafi beðið stilistann að
koma daginn eftir til að
ná í fotin. Þegar hann I
kom var Courtney búin •
að yfirgefa hótelið - með !
tískufotin 1 töskunum. U
Fatahönnuðurinn fékk 'ú
klæðnaðinn ekki til ^ Courtney Love í fínu
baka fyrr en mán- »;• dressi, spurning hvort
uði síðar. Á þeim 'Mg. þaa sé stoliö?
" tíma sást til
stelpunnar á op-
inbemm vettvangi
í fmu fotunum, bros-
andi út að eyrum!
Rosanne neitaði kleinuhringjunum
Rosanne, kjaftfor sem fyrr.
Það er engin lognmolla í kringum
í hina sveru sjónvarpsstjörnu, Ros-
anne. Hún kom fram sem gestaleik-
ari í grínþættinum 3rd Rock from
the Sun á sjónvarpsstöð einni í
Bandaríkjunum nýlega. Þar var
hún varla fyrr komin á tökustað
þegar hún heimtaði kleinuhringi.
Tökuliðið varð við þeirri beiðni án
tafar. En þegar sykursætu hringirn-
ir bárust setti Rosanne á sig snúð og
neitaði bakkelsinu. Sagði hringina
bölvað ruslfæði!
Þegar tökur hófust kom síðan í
ljós að Rosanne hafði ekki æft hlut-
verkið í þættinum betur en svo að
hún mundi ekki línurnar. Hún varð
að hafa þær á spjöldum við hlið
tökuvélanna! Sagan segir í
Hollywood að framleiðendur ann-
arra grínþátta, sem samið hafa við
Rosanne um gestahlutverk, geti nú
vart beðið eftir að fá hana til starfa!
Grínistinn Carrey:
Gerði samning
við kennarann
Þeir sem hafa séð grínleikarann
Jim Carrey, t.d. í myndinni Mask,
hafa kannski velt því fyrir sér
hvernig náunginn skyldi hafa verið
í æsku. Hann var víst ekkert lamb
að leika sér við, allt af þvi ofvirkur.
Sítalandi, flissandi, geiflandi og
hermandi eftir hinum og þessum.
Bekkjarkennari hans í grunnskóla
mun hafa geflst upp á þessu, gert
samning við Carrey um að hann
fengi að halda 15 mínútna leiksýn-
ingu í lok hvers skóladags gegn því
að hann héldi kjafti í kennslustund-
unum! Þetta mun hafa gengið upp
og var líklega vísir að leikaraferli
kappans.
Jim Carrey, geiflandi sem fyrr.