Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 30
3° %éttaljós LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 T>V ísraelskir leyniþjónustumenn með allt niður um sig í Jórdaníu - reyndu að drepa Khaled Meshal: Banvænt taugagas í eyra leiðtogans Hver segir að morðtilræði, mis- heppnuð eða vel lukkuð, hafi aðeins illt í fór með sér? Mesta klúðrið í sögu ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad hefur þvert á móti breytt andrúmsloftinu milli samninga- nefnda ísraela og Palestínumanna til hins betra. Að sögn þeirra sjálfra. Og kannski er einhver von til þess að loksins fari að þokast eitthvað í friðarátt, eftir margra mánaða þrá- tefli. Hér er auðvitað átt við tilraun út- sendara Mossad, sem ferðuðust með fölsuð kanadísk vegabréf, til að myrða Khaled Meshal, einn leiðtoga íslömsku hreyfingarinnar Hamas í Amman í Jórdaníu í síðasta mán- Erient fréttaljós —-- ----- uði. Khaled slapp lifandi frá og ísra- elska stjómin kallaði yfir sig reiði, ekki bara erlendra ríkja, heldur einnig stjórnarandstöðunnar heima fyrir og jafnvel eigin liðsmanna. Stjórnmálaskýrendur segja að vegna þess hvernig fór i Amman standi Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, í mikilli þakkar- skuld við Bandaríkjamenn og hann sé því viðkvæmari fyrir þrýstingi af þeirra hálfu. „Bandarikjamenn eiga inni stór- an greiða hjá Bibi (gælunafn Net- anyahus) fyrir að róa Jórdani og gagnrýna hann ekki opinberlega. Það gefur þeim betra tak á honum í friðarferlinu," segir evrópskur stjómarerindreki. Fjörugur hádegisverður í Jerúsalem Breska blaðið Sunday Times seg- 1 Ahmed Yassin, stofnandi Hamas- hreyfingarinnar fékk frelsi vegna klúðursins í Amman. ir að rekja megi upphaf klúðursins til hádegisverðarboðs á heimili ísra- elska forsætisráðherrans þann 23. september síðastliðinn. Gestur Net- anyahus var Danny Yatom, yfir- maður Mossad. Báðum mönnunum var mikið niðri fyrir og þeir létu hátt. Netanyahu mun hafa krafist þess að hefnt yrði fyrir 24 ísraelska borgara sem týndu lífi í sprengjutilræðum skæruliða Hamas í júlí og september. Auk þess sem hann vildi ná fram hefndum fyrir árás sem gerð var á líf- verði menningarfulltrúa ísraelska sendiráðsins í Amman þremur dögum áður. Heimildarmenn segja að Netanyahu hafi kraf- ist þess að ráðist yrði til atlögu gegn einhverjum leiðtoga I Amman. „Hverjum sem er,“ á Net- anyahu að hafa sagt. Yatom mótmælti harð- lega. Hann benti á að ekki mætti spilla samskiptun- um við Jórdani, tryggustu bandamenn Israela í arabaheiminum. Auk þess sem morð af þessu tagi gæti stefnt öryggi útsend- ara Mossad á skrifstofunni í Amman í voða. Netanyahu gaf sig ekki og fékk sínu framgengt að lokum. Næsta dag var Yitzhak Mordechai land- varnaráðherra látinn vita af því sem til stóð og þar með var boltinn kominn af stað. Danny Yatom var ekki eini Mossad- maður- inn sem leist illa á fyrir- ætlanir forsætisráðherrans. Yfir- maður skrifstofunnar í Amman, maður sem kallaður er KM, mót- mælti einnig kröftuglega. Hann sagði að tveggja ára starf væri unn- ið fyrir gýg ef allt færi á versta veg, auk þess sem of lítill tími væri til stefnu. Netanyahu er hins vegar sagður hafa hringt hvað eftir annað í Yatom og krafist þess að eitthvað yrði gert. „Bibi vildi fá góða gjöf á Rosh Hashana (nýársdegi gyðinga). Það sem hann hafði upp úrkrafsinu var einhver skammarlegasta og heimskulegasta aðgerð Mossad frá upphafi," segir einn starfsmaður leyniþj ónustunnar. Netanyahu viðurkenndi eftir á að aðgerðirnar hefðu mistekist en árásin hefði engu að síður verið nauðsynleg. Byrjun aðgerðanna lofaði þó góðu. Átta ísraelskur leyniþjónustu- menn flugu til Amman. Fjórir voru með fölsuð kanadísk vegabréf, hinir með evrópsk. Tveir þeirra skráðu sig inn á Intercontinental hótelið i borginni. Mörgum þykir það undar- legt þar sem erlendir blaðamenn í borginni hafa þar að jafnaði sama- stað. Foringi hópsins kom sér hins vegar fyrir í ísraelska sendiráðinu. Bílstjórinn sá þá Útsendarar Mossad létu til skarar skríða fimmtudaginn 25. september, aðeins tveimur dögum eftir hádegis- verðcirboðið heima hjá Netanyahu í sjúkrahúsi í Amman. Hussein Jórdaníukonungur gerði Netanyahu þá Ijóst að ef Meshal gæfi upp öndina, yrðu ísraelsku útsendararnir dregnir fyrir dómstóla og hengdir á al- mannafæri. Þá létu ísrael- ar loks undan þrýstingi og afhentu móteitrið sem bjargaði lífi Meshals. Hann var þá kominn í önd- unarvél og vart hugað líf. En aftur að árásinni sjálfri. |- Fylgdar- menn Mes- ; hals brugð- ust skjótt við. Jer- úsalem. Klukkan tíu þann morgun var Khaled Meshal á leið til vinnu sinnar. Þrjú ung börn hans sátu aft- ur í bílnum. ísraelsku leyniþjónustumennirn- ir voru ekki betri en svo að bílstjóri Meshals varð þeirra var þegar þeir veittu bíl hans eftirfor um götur jór- dönsku höfuðborgarinnar á grænni Hyundai-bifreið. „Ég sagði Meshal að grænn Hyundai væri á eftir okkur,“ segir bílstjórinn í viðtali við Sunday Times. „Við komum á skrifstofuna um klukkan hálfellefu. Bíllinn var þá búinn að fara fram úr okkur og tveir menn, evrópskir í útliti, biðu við úti- dymar. Þeir litu út eins og ferða- menn og svo virtist sem arabískur leiðsögumaður væri með þeim.“ Skjót viðbröað bílstjór- ans og lífvaröarins Atburðarásin gerðist nú mjög hröð. Bandaríska blaðið Was- hington Post segir að fimm sjónar- vottar beri að annar evrópulegu mannanna, ljóshærður náungi, hafi elt Meshal og teygt sig aö vinstra eyra Hamas-leiðtogans. Hann var með torkennilegt verkfæri í hend- inni og frá því heyrðist hár hvellur. Meshal sagði síðar að sér hefði fundist eins og rafstraumur færi niður bakið á honum. Tilræðismað- urinn hafði sprautað banvænu taugagasi inn í eyra leiðtogans. Nokkrum klukkustundum síðar lá Meshal milli heims og helju á Bílstjóri hans réðst þegar á ljóshærða manninn og skellti honum f jörðina. Tilræðismaðurinn missti gleraugun af sér og bílstjórinn náði þeim. Að sögn þriggja sjónarvotta tóku tilræð- ismennirnir tveir sfðan á rás. Þá kemur til sögunnar Mo- verið þjálfaðir til þess ama,“ segir Abu Seif. Lífvörðurinn gerði þá nákvæmlega það sem gert er í hasarkvikmyndum. Hann stöövaði næsta bíl og fékk öku- manninn til að gefa allt í botn. Eftir stuttan eltingarleik nam bíll Israels- mannanna staðar og tilræðismenn- irnir stukku út. Talið er að þeir hafi ætlað að skipta um bíl. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu. Ljós- hærði maðurinn var ekki lengur með vopnið fest við handlegg sinn. Abu Seif náði mönnunum tveim- ur og upphófust nú töluverð slags- mál. Ljóshærða manninum tókst þá að lemja lífvörðinn í hausinn með einhverjum hörðum hlut. Mikið sár hlaust af og þurfti átján spor til að loka því. Með aðstoð nærstaddra vegfar- enda tókst mönnum Meshals að hafa ísrelsku leyniþjónustumennina und- ir og voru þeir fluttir á lögreglustöð. Þar kom í ljós að mennirnir voru með kanadísk vegabréf en þegar þeir afþökkuðu alla aðstoð kanadíska ræðismannsins vöknuðu grunsemd- ir um að maðkur væri í mysunni. Semjum við kónginn KM, yfirmaðurAmman-skrifstofu Mossad, fékk það óskemmtilega verk að hringja í yfirmann jór- dönsku leyniþjónustunnar og segja honum hvers kyns var. „Þetta eru mínir menn. Ekki skaða þá. Við semjum beint við kon- unginn," sagði KM. Nú þegar upp hafði komist um strákinn Tum braust út mikil reiði í garð ísraelsmanna. Kanadamenn urðu æfir og kölluðu sendiherra sinn í ísrael heim. Hussein Jórdan- íukonungi var heldur ekki skemmt. Heimildarmenn segja að hann hafi neitað að hitta Netanyahu sem á að hafa flogið til Jórdaníu eftir klúðr- ið. Opinberlega hefur þó ekki verið staðfest að Netanyahu hafi farið til Jórdaníu. Nú fóru í hönd flóknar samninga- viðræður sem urðu til þess að Ah- med Yassin, stofnanda Hamas- hreyfmgarinnar, var sleppt úr ísra- elsku fangelsi þar sem hann afþlán- Benjamin Netanyahu ræðir viö aðstoðarmann sinn, Danny Naveh, á fundi þar sem ísraelska stjórnin ræddi morðtilræðið gegn Khaled Meshal. hammed Abu Seif, þrítugur lífvörð- ur Meshals og séfræðingur í austur- lenskum bardagaíþróttum. Hann hóf þegar eftirfór en ísraelsmenn- irnir tveir sluppu fyrir horn um tvö hundruð metra frá og stukku inn í bifreið sem var á ferð. „Ekki bar á öðru en þeir heföu aði lífstíðar fangelsisdóm. Hann var fluttur til Jórdaníu en fékk að fara heim til Gaza nokkrum dögum sfð- ar. ísraelsku tilræðismennirnir fengu einnig að fara frjálsir ferða sinna frá Jórdaníu. Byggt á Sunday Times, Was- hington Post og Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.