Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 34
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
Frískur hlaupahópur á Sauðárkróki:
Umsjón
ísak Öm Sigurðsson
Allt annað að hlauna
Undanfarin tvö ár hefur stór hópur
fólks á Sauðárkróki hlaupið saman 4
sinnum í viku að sumarlagi og er hóp-
urinn hátt í 60 manns. Einn forvígis-
manna hópsins er Árni Stefánsson,
íþróttakennari á Króknum, en Árni á
að baki langan frægðarferil sem
markvörður i knattspyrnu.
„Hugmyndin að þessum hlaupahópi
kom upp á árshátíð sjúkrahússins á
Króknum snemma árs 1996. Þá kom
Óskar Jónsson læknir að máli við mig
og spurði hvort ég væri ekki tilbúinn
að vera með hlaupahóp. Mér leist
strax vel á hugmyndina og að höfðu
samráði við íþróttakennara staðarins
ákváðum við að reyna að hrinda
þessu i framkvæmd," sagði Árni.
Einn þeirra sem stundaö hafa æfingar í hlaupahopnum frá upphafi er Snorri
Björn Sigurösson, bæjarstjóri Sauðárkróks.
keppnisíþróttum. Fyrir 5 árum eða
svo tók ég eftir því að líkamlegt
ástand mitt var ekki gott, ég var
farinn að mæðast á því einu að
þramma stigana í skóla staðar-
ins,“ sagði Snorri Bjöm sem er 47
ára.
„Þá ákvað ég að fara að æfa
hlaup og æfði einn til að byrja
með. Ég var afskaplega feginn þeg-
ar hlaupahópurinn byrjaði síðast-
liðið vor og hef verið með í honum
frá byrjun. Það er allt annað að
hlaupa í hóp heldur en einsamall.
Hópurinn gefur miklu meira að-
hald og heldur öllum við efnið,
auk þess sem miklu skemmtilegra
er að æfa saman i hóp. Ég hefði
aldrei trúað því hve slakandi það
er að skokka, það losar einhvern
veginn um allt stress hjá manni.
í hlaupahópnum á Króknum er
fólk á öllum aldri, sumir eru
komnir vel yfir fimmtugt og þeir
yngstu eru um tvítugt. Samheldn-
in er mikil og í sumar tókum við
okkur saman og grilluðum og fór-
um einnig saman út að borða á
veitingastað.
Ég er byrjaður að taka þátt í
hlaupakeppni og fór til dæmis
hálfmaraþon í sumar í Reykjavík-
urmaraþoninu. Því miður gætti ég
þess ekki að teygja nógu vel á eft-
ir og líðanin var hörmuleg daginn
eftir. Fyrir stuttu hljóp ég með fé-
lögum mínum í hópnum frá
Varmahlíð og út á Krókinn, vega-
lengd sem er rúmir 25 km. Ég
gætti þess þá vel að teygja á eftir
og mér leið stórvel eftir hlaupið,
fann ekki fyrir strengjum," sagði
Snorri Bjöm.
„Við héldum vel sóttan fyrirlestur á
Króknum þar sem hugmyndin var
kynnt og í kjölfarið hóf um 30-40
manna hópur hlaupaæfingar. Við
hlupum 4 sinnum í viku, mánudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugar-
dagsmorgna, og að sjálfsögðu var
læknirinn Óskar Jónsson í þeim hópi.
Hópurinn hefur haldist nokkuð vel og
þeir eru ekki margir sem failið hafa
úr. Auðvitað komu upp álagsein-
kenni, sérstaklega hjá þeim sem ekk-
ert höfðu æft áður, en fæstir létu þau
stöðva sig.“
Mikill áhugi
„Upphaflega áætlunin var sú að
hlaupa aðeins að sumarlagi en áhug-
inn var svo mikill að allan síðasta vet-
ur vorum við með hlaupaæfingu á
laugardagsmorgnum. Á liðnu sumri
stækkaði hópurinn enn frekar og er
nú á bilinu 50-60 manns. Mætingin er
jöfn og góð og 30-40 manns úr þessum
hópi koma nánast alltaf. Með vetrin-
um verður að sjálfsögðu stefnt að því
að æfa áfram á laugardögum. Við end-
uðum sumarið með því að 17
hlauparar úr hópnum hlupu frá
Varmahlíð og út á Krókinn, 25-26 km
vegalengd. Hópurinn lagði að baki
samtals 330 km þann dag.
Hlaupahópnum á Sauðárkróki er
skipt í tvennt, skokkara og gönguhóp.
Skokkararnir eru margir hverjir
I sumar voru það á milli 50 og 60 manns sem tóku þátt í æfingum hlaupahópsins á Sauðárkróki.
DV-myndir Pórhallur
komnir í mjög góða æfingu en við
reynum að beina byrjendum inn í
gönguhópinn. Þegar þrekið eykst hjá
göngumönnunum fara þeir yfir í
skokkhópinn.
Það sem er hvað best viö þetta er
hve vel bærinn styður við bakið á
hópnum. Við fáum aðstöðu við sund-
laug bæjarins, þar byrjum við og end-
um með því að fara í sturtu og flestir
mýkja stirða vöðva í heita pottinum á
eftir. Sérstök áhersla er lögð á góðar
teygjuæfingar en mikilvægi þeirra
verður seint ofmetið. Það gefur ein-
stökum hlaupurum í hópnum gott að-
hald að vera í svo stórum hópi, ailir
eru vakandi fyrir því að spyrja hvort
ekki eigi að mæta á æfingu og það er
erfitt að skorast undan,“ sagði Árni
Stefánsson sem hélt í gær upp á 44 ára
afmælið sitt.
Mæddist í stigunum
Einn þeirra sem stundað hafa
æfingar í hlaupahópnum frá upp-
hafi er Snorri Björn Sigurðsson,
bæjarstjóri Sauðárkróks. „Ég hef
aldrei veriö neinn íþróttamaður
og hafði aldrei tekið þátt í neinum
Bíleigendur
Við lækkum vöruverð um 20%
Splndilkúlur Escort ‘86-’90 -4,000 3.920.
Spindilkúlur Charade ‘88 6400 4.480.
Spindllkúlur Charade ‘87 6.100 4.080.
.... Spindilkúlur Audi 100 ‘83-’90 7400 5.920.
Spindilkúlur BMW 5 seris ‘81-’87 6400 4.640.
Ökuljós Charade ‘88 6400 5.120.
Ökuljós Sunny ‘86-‘88 7400 6.320.
ökuljós Escort ‘86—‘90 6400 4.160.
Afturljós á vörubfla 8.800 2.240.
Loftbarkar 40-45 mm 800 640 pr m.
Hjólkoppar 13“ 0400 1.920.
varahlutir Hamarshöföal >567 6744
Nám í svæðameðferð/viðbragðsfræði
á ísafirði
1. áfangi 15.-18. október.
Nuddskóli Reykjavíkur
Sími 557 5000 (Kristján), 462 4517(Katrín)
hóp
11.október:,Vföa-
vangshlaup Islands
Keppni fer fram í Reykja-
vík og hefst klukkan 14 í
yngstu aldursflokkum. 13-14
ára stúlkur hlaupa 1 km,
| 15-16 ára meyjar hlaupa 1,5
j km, 15-16 ára sveinar, 17-18
| ára piltar og konur, 17 ára og
eldri, hlaupa 3 km. 19-39 ára
karlar og öldungaflokkur, 40
ára og eldri, hlaupa 8 km.
; Keppt er jafnframt í 4 manna
sveitum í öllum flokkum,
nema í öldungaflokki þar
sem keppt er í 3 manna sveit-
um.
12. oktSri Chinmoy
friðarkeppnishlaupio
Hlaupið hefst klukkan 14
| við Ráðhús Reykjavíkur.
Vegalengd er 2 mílur (3,2
km). Flokkaskipting verður
ákveðin síðar. Verðlaun
verða veitt þeim sem fyrstir
koma í mark. Einnig verða
þeim veitt verðlaun er ná
bestum árangri á heimsmæli-
kvaröa i þessu alþjóðlega
hlaupi. Upplýsingar gefur Sri
Chinmoy maraþonliðið í
síma 553 9282.
I 15.nóvember:
Stjörnuhlaup FH
Hlaupið hefst klukkan 13
við íþróttahúsið við
Kaplakrika í Hafnarfirði.
Vegalengdir (tímataka á öll-
um vegalengdum) og flokka-
skipting fyrir bæði kyn. 10
ára og yngri hlaupa 600
metra, 11-12 ára hlaupa 1 km,
13-14 ára hlaupa 1,5 km,
15-18 ára hlaupa 3 km, 19-39
( ára og 40 ára og eldri hlaupa
| 5 km. Allir sem ljúka hlaup-
inu fá verðlaun. Upplýsingar
Igefur Sigurður Haraldsson í
síma 565 1114.
31.desember:,
Gamlárshlaup IR
IHlaupið hefst klukkan 13
við ÍR-húsið. Hlaupnir verða
9,5 km með tímatöku, flokka-
skipting verður fyrir bæði
kyn. Upplýsingar um hlaupið
gefa Kjartan Ámason í síma
587 2361, Hafsteinn Óskars-
son í síma 557 2373 og Gunn-
ar Páll Jóakimsson í síma 565
6228.
31. desember:
Gamlárshlaup UFA
Hlaupið hefst klukkan 12
við Dynheima á Akureyri og
hlaupnir verða 4 og 10 km
með timatöku. Upplýsmgar
um hlaupið gefur Jón Árna-
son í síma 462 5279.
31. desember:
Gamlárshlaup KKK
Hlaupið hefst klukkan 13
við Akratorg á Akranesi.
i Vegalengdir í hlaupinu eru 2
og 5 km. Upplýsingar um
hlaupið gefur Kristinn Reim-
arsson í síma 431 2643.
-ÍS