Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Qupperneq 34
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 Frískur hlaupahópur á Sauðárkróki: Umsjón ísak Öm Sigurðsson Allt annað að hlauna Undanfarin tvö ár hefur stór hópur fólks á Sauðárkróki hlaupið saman 4 sinnum í viku að sumarlagi og er hóp- urinn hátt í 60 manns. Einn forvígis- manna hópsins er Árni Stefánsson, íþróttakennari á Króknum, en Árni á að baki langan frægðarferil sem markvörður i knattspyrnu. „Hugmyndin að þessum hlaupahópi kom upp á árshátíð sjúkrahússins á Króknum snemma árs 1996. Þá kom Óskar Jónsson læknir að máli við mig og spurði hvort ég væri ekki tilbúinn að vera með hlaupahóp. Mér leist strax vel á hugmyndina og að höfðu samráði við íþróttakennara staðarins ákváðum við að reyna að hrinda þessu i framkvæmd," sagði Árni. Einn þeirra sem stundaö hafa æfingar í hlaupahopnum frá upphafi er Snorri Björn Sigurösson, bæjarstjóri Sauðárkróks. keppnisíþróttum. Fyrir 5 árum eða svo tók ég eftir því að líkamlegt ástand mitt var ekki gott, ég var farinn að mæðast á því einu að þramma stigana í skóla staðar- ins,“ sagði Snorri Bjöm sem er 47 ára. „Þá ákvað ég að fara að æfa hlaup og æfði einn til að byrja með. Ég var afskaplega feginn þeg- ar hlaupahópurinn byrjaði síðast- liðið vor og hef verið með í honum frá byrjun. Það er allt annað að hlaupa í hóp heldur en einsamall. Hópurinn gefur miklu meira að- hald og heldur öllum við efnið, auk þess sem miklu skemmtilegra er að æfa saman i hóp. Ég hefði aldrei trúað því hve slakandi það er að skokka, það losar einhvern veginn um allt stress hjá manni. í hlaupahópnum á Króknum er fólk á öllum aldri, sumir eru komnir vel yfir fimmtugt og þeir yngstu eru um tvítugt. Samheldn- in er mikil og í sumar tókum við okkur saman og grilluðum og fór- um einnig saman út að borða á veitingastað. Ég er byrjaður að taka þátt í hlaupakeppni og fór til dæmis hálfmaraþon í sumar í Reykjavík- urmaraþoninu. Því miður gætti ég þess ekki að teygja nógu vel á eft- ir og líðanin var hörmuleg daginn eftir. Fyrir stuttu hljóp ég með fé- lögum mínum í hópnum frá Varmahlíð og út á Krókinn, vega- lengd sem er rúmir 25 km. Ég gætti þess þá vel að teygja á eftir og mér leið stórvel eftir hlaupið, fann ekki fyrir strengjum," sagði Snorri Bjöm. „Við héldum vel sóttan fyrirlestur á Króknum þar sem hugmyndin var kynnt og í kjölfarið hóf um 30-40 manna hópur hlaupaæfingar. Við hlupum 4 sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- dagsmorgna, og að sjálfsögðu var læknirinn Óskar Jónsson í þeim hópi. Hópurinn hefur haldist nokkuð vel og þeir eru ekki margir sem failið hafa úr. Auðvitað komu upp álagsein- kenni, sérstaklega hjá þeim sem ekk- ert höfðu æft áður, en fæstir létu þau stöðva sig.“ Mikill áhugi „Upphaflega áætlunin var sú að hlaupa aðeins að sumarlagi en áhug- inn var svo mikill að allan síðasta vet- ur vorum við með hlaupaæfingu á laugardagsmorgnum. Á liðnu sumri stækkaði hópurinn enn frekar og er nú á bilinu 50-60 manns. Mætingin er jöfn og góð og 30-40 manns úr þessum hópi koma nánast alltaf. Með vetrin- um verður að sjálfsögðu stefnt að því að æfa áfram á laugardögum. Við end- uðum sumarið með því að 17 hlauparar úr hópnum hlupu frá Varmahlíð og út á Krókinn, 25-26 km vegalengd. Hópurinn lagði að baki samtals 330 km þann dag. Hlaupahópnum á Sauðárkróki er skipt í tvennt, skokkara og gönguhóp. Skokkararnir eru margir hverjir I sumar voru það á milli 50 og 60 manns sem tóku þátt í æfingum hlaupahópsins á Sauðárkróki. DV-myndir Pórhallur komnir í mjög góða æfingu en við reynum að beina byrjendum inn í gönguhópinn. Þegar þrekið eykst hjá göngumönnunum fara þeir yfir í skokkhópinn. Það sem er hvað best viö þetta er hve vel bærinn styður við bakið á hópnum. Við fáum aðstöðu við sund- laug bæjarins, þar byrjum við og end- um með því að fara í sturtu og flestir mýkja stirða vöðva í heita pottinum á eftir. Sérstök áhersla er lögð á góðar teygjuæfingar en mikilvægi þeirra verður seint ofmetið. Það gefur ein- stökum hlaupurum í hópnum gott að- hald að vera í svo stórum hópi, ailir eru vakandi fyrir því að spyrja hvort ekki eigi að mæta á æfingu og það er erfitt að skorast undan,“ sagði Árni Stefánsson sem hélt í gær upp á 44 ára afmælið sitt. Mæddist í stigunum Einn þeirra sem stundað hafa æfingar í hlaupahópnum frá upp- hafi er Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri Sauðárkróks. „Ég hef aldrei veriö neinn íþróttamaður og hafði aldrei tekið þátt í neinum Bíleigendur Við lækkum vöruverð um 20% Splndilkúlur Escort ‘86-’90 -4,000 3.920. Spindilkúlur Charade ‘88 6400 4.480. Spindllkúlur Charade ‘87 6.100 4.080. .... Spindilkúlur Audi 100 ‘83-’90 7400 5.920. Spindilkúlur BMW 5 seris ‘81-’87 6400 4.640. Ökuljós Charade ‘88 6400 5.120. Ökuljós Sunny ‘86-‘88 7400 6.320. ökuljós Escort ‘86—‘90 6400 4.160. Afturljós á vörubfla 8.800 2.240. Loftbarkar 40-45 mm 800 640 pr m. Hjólkoppar 13“ 0400 1.920. varahlutir Hamarshöföal >567 6744 Nám í svæðameðferð/viðbragðsfræði á ísafirði 1. áfangi 15.-18. október. Nuddskóli Reykjavíkur Sími 557 5000 (Kristján), 462 4517(Katrín) hóp 11.október:,Vföa- vangshlaup Islands Keppni fer fram í Reykja- vík og hefst klukkan 14 í yngstu aldursflokkum. 13-14 ára stúlkur hlaupa 1 km, | 15-16 ára meyjar hlaupa 1,5 j km, 15-16 ára sveinar, 17-18 | ára piltar og konur, 17 ára og eldri, hlaupa 3 km. 19-39 ára karlar og öldungaflokkur, 40 ára og eldri, hlaupa 8 km. ; Keppt er jafnframt í 4 manna sveitum í öllum flokkum, nema í öldungaflokki þar sem keppt er í 3 manna sveit- um. 12. oktSri Chinmoy friðarkeppnishlaupio Hlaupið hefst klukkan 14 | við Ráðhús Reykjavíkur. Vegalengd er 2 mílur (3,2 km). Flokkaskipting verður ákveðin síðar. Verðlaun verða veitt þeim sem fyrstir koma í mark. Einnig verða þeim veitt verðlaun er ná bestum árangri á heimsmæli- kvaröa i þessu alþjóðlega hlaupi. Upplýsingar gefur Sri Chinmoy maraþonliðið í síma 553 9282. I 15.nóvember: Stjörnuhlaup FH Hlaupið hefst klukkan 13 við íþróttahúsið við Kaplakrika í Hafnarfirði. Vegalengdir (tímataka á öll- um vegalengdum) og flokka- skipting fyrir bæði kyn. 10 ára og yngri hlaupa 600 metra, 11-12 ára hlaupa 1 km, 13-14 ára hlaupa 1,5 km, 15-18 ára hlaupa 3 km, 19-39 ( ára og 40 ára og eldri hlaupa | 5 km. Allir sem ljúka hlaup- inu fá verðlaun. Upplýsingar Igefur Sigurður Haraldsson í síma 565 1114. 31.desember:, Gamlárshlaup IR IHlaupið hefst klukkan 13 við ÍR-húsið. Hlaupnir verða 9,5 km með tímatöku, flokka- skipting verður fyrir bæði kyn. Upplýsingar um hlaupið gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskars- son í síma 557 2373 og Gunn- ar Páll Jóakimsson í síma 565 6228. 31. desember: Gamlárshlaup UFA Hlaupið hefst klukkan 12 við Dynheima á Akureyri og hlaupnir verða 4 og 10 km með timatöku. Upplýsmgar um hlaupið gefur Jón Árna- son í síma 462 5279. 31. desember: Gamlárshlaup KKK Hlaupið hefst klukkan 13 við Akratorg á Akranesi. i Vegalengdir í hlaupinu eru 2 og 5 km. Upplýsingar um hlaupið gefur Kristinn Reim- arsson í síma 431 2643. -ÍS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.