Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVF.INN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJANSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http7/www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Sparnaður á silfurfati
Hagfræðistofnun Háskólans hefur reiknað, að sparn-
aður þjóðarinnar vegna lækkunar iðgjalda í bílatrygg-
ingum nemi 2,3 milljörðum króna á þessu ári. Þar af er
1.1 milljarður beinn spamaður bíleigenda og 1,2 milljarð-
ar sparnaður þjóðarinnar af 0,4% lækkun vaxtastigs.
Minni útgjöld heimilanna af bílatryggingum lækka
vísitölu neyzluverðs. Stór hluti skulda heimilanna er
verðtryggður með tengingu við vísitölur. Þar af leiðandi
verða vextir lægri en ella hefði orðið. Þess vegna leggst
1.2 milljarðs sparnaður ofan á 1,1 milljarðs sparnað.
Þetta er árangurinn af framtaki nokkurra manna í Fé-
lagi íslenzkra bifreiðaeigenda. Þeir neituðu að trúa full-
yrðingum íslenzkra tryggingafélaga um, að tap væri á
bílatryggingum hér á landi. Þeir bentu á, að bílatrygg-
ingar væru mun ódýrari í nágrannalöndunum.
Niðurstaðan af athugunum leiddi til samnings við er-
lent tryggingafélag um að koma inn á íslenzka markað-
inn með lægri tryggingar en áður höfðu þekkzt hér á
landi. Gömlu fáokunarfélögin neyddust til að lækka sín-
ar tryggingar og þjóðin öll naut framtaks fárra.
Auðvelt verður fyrir þjóðina að tapa aftur þessum 2,3
milljörðum á ári. Það gerir hún með því að halda tryggð
við fáokunarfyrirtækin, svo að nýja tryggingafélagið
festist ekki í sessi og verði á endanum keypt af fáokun-
arfyrirtækjunum eins og fyrra Skania-dæmið sýndi.
Stór hluti þjóðarinnar heldur enn tryggð við einokun-
arflugfélagið, sem sagði, að tap væri á rekstri innan-
landsflugs, áður en það lækkaði verð til að mæta nýrri
samkeppni. Þar sem of fáir fluttu sig milli félaga, mimu
innlend flugfargjöld hækka að nýju á næsta ári.
Meðan samkeppnin stendur í innanlandsflugi spara
landsmenn ógrynni fjár í flugfargjöldum og annað eins í
minni verðbólgu á samkeppnistímanum. Þegar sam-
keppnin dofnar aftur, missir fólk sparnaðinn til baka,
bæði fargjaldasparnaðinn og verðbólgusparnaðinn.
Tímabundinn sparnaður þjóðarinnar í innanlands-
flugi og vonandi varanlegur sparnaður hennar í bíla-
tryggingum eru hrein skiptimynt í samanburði við
sparnaðinn, sem hlytist af samkeppni banka. Okkur
vantar sárlega útlendan banka hingað til lands.
Reiknað hefur verið, að íslenzkir bankar taka tvöfalt
meira af veltunni í rekstrarkostnað en útlendir bankar.
Þetta stafar af gífurlegum afskriftum vegna tapaðra út-
lána. Vaxtamunur inn- og útlána er tvöfalt hærri en
hann væri við eðlilegan rekstur bankanna.
Af samanlögðum slíkum ástæðum telja stjórnvöld víða
á Vesturlöndum hagkvæmt að auka viðskiptafrelsi er-
lendra aðila og stækka þannig markaðinn, svo að sam-
keppni aukist og fólk spari peninga. Þetta dregur úr
verðbólgu og léttir stjórnvöldum vinnu sína.
Hér á landi eru stjórnvöld hins vegar lítt gefin fyrir
samkeppni. Þau knúðu fram sameiningu flugfélaga og
eru að reyna að sameina banka. Öll slík sameining dreg-
ur úr samkeppni og hækkar kostnað fólks. Hún hækkar
vísitölur, sem stjórnvöld reyna að halda niðri.
Dýrasta fáokunarhneigð stjórnvalda felst í kvótakerf-
um landbúnaðar og sjávarútvegs. Þessi opinberu
skömmtxmarkerfi draga úr samkeppni í atvinnulífinu,
sem sést bezt af snöggum flutningi auðs í fáar hendur.
Uppboð veiðileyfa mundu færa þjóðinni hagnaðinn.
Þjóðin verður sjálf að hafa þrek til að gæta hagsmuna
sinna. Hún getur ekki treyst, að alltaf séu einhverjir úti
í bæ, sem færi henni vinning á silfurfati.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 ]0"V
Kínverskur átakavöllur á íslandi
Ofsinn í ráðamönnum í Peking
vegna einkaheimsóknar Liens
Chans, varaforseta Tævans, hing-
að til lands, hefur vakið undrun
og hneykslan hér frekar en reiði,
því að menn skilja ekki, hvers
vegna gripið er til svo harkalegra
aðgerða. Þær eru úr öllu hófi mið-
að við tilefnið.
Skýringarnar á þessu eru marg-
ar. Sumar snerta ísland, aörar
eiga erindi til ríkisstjóma ann-
arra landa og loks er nauðsynlegt
að líta til mála heima fyrir í Kína
til að leita svara við spurningum í
þessu samhengi. Svaranna er frek-
ar að leita í Peking en á íslandi.
Kínverskum stjómvöldum hef-
ur veriö nokkurt kappsmál und-
anfarin ár að rækta samskipti við
íslensk stjórnvöld. Frammámenn
á flestum sviðum þjóðlifsins hafa
heimsótt Kína og þeim hefur ver-
ið tekið með kostum og kynjum.
Kínverskar sendinefndir hafa
einnig komið hingað. Nú kynnast
íslendingar hins vegar hinni hlið-
inni á kínverska stjórnkerflnu,
þegar talsmenn þess koma fram af
hroka sem fulltrúar fjölmennustu
þjóðar heims og segjast ekki taka
neitt mark á skýringum viðmæl-
enda sinna.
Þessi framganga gagnvart ís-
lendingum á að minna ráðamenn
annarra þjóða á þau vandræði,
sem hljótast af því að fara ekki að
duttlungum Pekingvaldsins. Kín-
verjar geta hugsað sem svo, að
ekki tapist mikið á því að binda
enda á viðskipta- og jafnvel stjórn-
málatengsl við íslendinga. Þeir
hljóta þó einnig að hafa í huga, að
annarra þjóða mönnum gæti þótt
vafasamt að stofna kínversk við-
skiptatengsl, ef þeim kynni að
verða ógnað vegna þess eins, að
hæflleg kurteisi er sýnd tævönsk-
um varaforseta í einkaheimsókn.
Harðstjórn
Kína er stjórnað af Kommún-
istaflokki Kína, sem aldrei hefur
fengið umboð hinnar fjölmennu
kínversku þjóðar heldur hrifsaði
til sín völdin eftir borgarastyijöld.
Andstæðingar kommúnista í
henni settust einmitt að á eyjunni
Erlend tíðindi
Björn Bjarnason
Tævan og tóku þar öll völd.
Kommúnistaflokkurinn stjóm-
ar í krafti hervalds og á fáum stöð-
um í heiminum hefur meiri
áhersla verið lögð á vigbúnað und-
anfarin ár en einmitt í Kína.
Kommúnistaflokkurinn beitir
einnig harðstjóm og leyfír enga
andstöðu innan lands. Hann er
sérstaklega viðkvæmur fyrir öll-
um hræringum núna, þegar nýir
leiðtogar eru að tryggja völd sín
eftir fráfall Dengs Xiaopings. í ein-
ræðisríkjum er stjórnarherrunum
kappsmál, að enginn efist um
óskorað vald þeirra.
Þjóðernisstefna
í Kína er heiti Kommúnista-
flokksins að verða mikið rang-
nefni, þegar litið er til stefnu
hans. Flokkurinn aðhyllist alls
ekki kommúnisma i efnahags- og
atvinnumálum. Þvert á móti viU
hann ýta undir fjárfestingu einka-
aðila og framtak þeirra til að rífa
þjóðina upp úr örbirgð kommún-
ismans.
Flokkurinn hefur þannig glatað
hugsjóninni sem felst í nafni hans.
Við það hefur skapast hugmynda-
fræðilegt tómarúm og benda sér-
fræðingar í málefnum Kína á, að
leitast sé við að fylla það með
harðvítugri þjóðernisstefnu en
áður. Endurheimt yfirráða yfir
Hong Kong hafl ýtt undir gildi
hennar fyrir flokkinn.
Vegna þessa er ráðamönnum í
Peking enn meira í mun en áður
aö kæfa alla viðleitni Tævana til
að öðlast sjáifstæði. Þeir eru
margir helteknir af ótta við að
sjálfstæði Tævans yrði til þess að
sundra ríki sínu. Tíbetar una illa
kínverskum yfirráðum og sama er
að segja um íbúa í Xinjiang og
Innri-Mongólíu.
Heimavandi
Á sínum tíma var sagt, að ráða-
menn í Moskvu og Peking notuðu
Albaníu að ósekju sem skotspón í
deilum sínum. Þegar þeir skömm-
uðu ráðmenn þar væru þeir í
raun að ávíta hvor annan.
í nokkra daga hefur ísland
breyst í kínverskan átakavöll, þar
sem ráðamenn í Peking berja sér
á brjóst til að sýnast stórir heima
fyrir gagnvart Tævönum.
Ólíklegt er, að kvöldverður Dav-
íðs Oddssonar forsætisráðherra
með Lien Chan á Þingvöllum
verði til þess að brestir komi í
kínverska valdakerfið. Harkaleg
viðbrögð þess við eölilegri ís-
lenskri gestrisni leiða hins vegar
hugann að því, hvort stjórnendur
fjölmennustu þjóðar heims standi
á veikum grunni, þegar þeir gera
kröfu til alræðisvalda.
Fjölmiölamenn sækja fast að varaforseta Taívans við komu hans til landsins í vikunni. DV-mynd ÆMK
skoðanir annarra
Morð er ekkert svar
„ísraelsmenn hafa skaðað eigin hagsmuni með
í misheppnaðri tilraun sinni til að ráða leiðtoga Ham-
1 as-hreyfingarinnar af dögum í Jórdaníu. Jafhvel
þótt tveimur útsendurum leyniþjónustunnar
Mossad hefði tekist að drepa Khaled Meshal með því
Iað sprauta á hann eitri, hefðu ísraelsmenn stefnt
samskiptum sínum við þrjá mikilvæga vini, Jórdan-
íu, Kanada og Bandaríkin, í voða án þess að bæta
ineinu öryggi sitt, að því best veröur séð. Bræði
ísraelsmanna og gremja vegna sprengjutilræða
hryðjuverkamanna eru skiijanlegar en svariö felst
ekki í að reyna að myrða palestínska leiðtoga í
hefndarskyni."
Úr forystugreln New York Tlmes 8. október.
Kænskubrögð Milosevics
„Kosningarnar í Serbíu og Svartfjallalandi um
i síðustu helgi hafa ekki leyst stjórnmálakreppuna í
fyrrverandi Júgóslavíu. Þær hafa frekcir aukið á
kreppuna. í því tómarúmi sem hefur skapast er leið-
in greið fyrir Slobodan Milosevic forseta að halda
áfram þeirri aðferð sinni að stmdra stjórnarandstöð-
unni og fá þannig sjálfur nauðsynlegt rými. Vestur-
lönd þurfa að hafa vakandi auga fyrir kænsku-
brögðum Milosevics.“
Úr forystugrein Politiken 7. október.
Hver á að borga fyrir öryggið?
„Öryggi kostar peninga. En hver á að borga trygg-
ingaiðgjaldið? Þetta er í stuttu máli inntak umræðn-
anna sem enn eru bara á ffumstigi í NATO í kjölfar
þess að bandalagið ákvað í sumar að bjóða Póllandi,
Tékklandi og Ungverjalandi inngöngu. Dálítill for-
smekkur að því að umræðurnar geti orðið bæði
langar og strangar og umfangsmiklar fékkst þegar
öldungadeild Bandaríkjaþings hélt fyrstu vitna-
leiðslurnar á þriðjudag. Eins og ávallt þegar pening-
ar eru annars vegar, veröa umræðurnar einnig pín-
legar. Bandaríkin eru ekki tilbúin að borga
reikninginn."
Úr forystugrein Aftenposten 9. október