Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Side 31
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997
31
*
' ** *
Sigurður Karlsson leikari gerir það gott í Finnlandi - verður þar áfram til vors:
Þennan mann þurfum við!
- sagði leikhússtjórinn í Vasa þegar Sigurður bauð fram krafta sína í haust
Siguröur Karlsson, leikari og
fyrrum formaður Leikfélags Reykja-
víkur, gerir það gott í Finnlandi um
þessar mundir hjá leikhúsinu í
Vasa. Hann tók sér frí til áramóta
frá hamaganginum í Borgarleikhús-
inu til að leika hlutverk í Heimaeyj-
arfólkinu eftir August Strindberg.
Þar kemur hann ffam ásamt öðrum
íslendingi, Borgari Garðarssyni,
sem lengi hefur starfað ytra. Nú hef-
ur Sigurður þekkst boð Vasaleik-
hússins um hlutverk í öðru verki,
leikriti Arthurs Millers, Horft af
brúnni, sem firumsýnt verður nk.
gamlárskvöld.
Heimaeyjarfólkið var frumsýnt
um síðustu helgi og sagði Sigurður
í samtali við helgarblaöið að ffum-
sýningin hefði tekist vel. Áhorfend-
ur hefðu sýnt góð viðbrögð.
En af hverju ákvað Sigurður að
skella sér til Finnlands? Jú, hann
hafði kynnst leikhússtjóranum i
Vasa, Thomas Backlund, á leiklist-
arráðstefnu í Reykjavík fyrir nokkr-
um árum. Þegar ffi var fram undan
hjá Sigurði í haust ákvað hann að
senda Backlund bréf og athuga
hvort hann ætti vinnu handa sér.
Backlund var aldeilis á þvi eða eins
og hann lýsir í viðtali við Vasabla-
det nýlega:
„Ég mundi eftir honum sem
manninum sem hafði boðið mér upp
á svarta dauða og hugsaði: Þennan
mann þurfum við!“
Sigurður sagðist hafa lesið þetta
og ekki annað getað en hlegið. Hann
hefði hitt manninn einu sinni og
séð um að skenkja brennivín á ráð-
stefnunni. Núna passaði hann sig á
að eiga alltaf til flösku handa leik-
hússtjóranum!
Með þýskum hreim
„Mér líður vel héma. Á næstu
dögum hefjast æfingar á Horft á
brúnni og þar fer ég með stærra
hlutverk en í leikriti Strindbergs. í
Heimaeyjarfólkinu leik ég þýskan
prófessor sem talar Finníands-
sænskuna með þýskum hreim. í
verki Millers reynir meira á tungu-
málið sem hér er talað,“ sagði Sig-
urður.
íhúar Vasa eru í kringum 55 þús-
und. Með nágrannabyggðum eru
um 100 þúsund manns á svæðinu,
þar af talar um þriðjungur sænsku.
Sænskan er einmitt tungumál Vasa-
leikhússins sem er eina sinnar teg-
undar i bænum og vel sótt, að sögn
Sigurðar. Tekur tæplega 300 manns
í sæti og hefur verið að fá um 44
um rekstur Vasaleikhússins,
líkt og þær sem hann í raun
tók sér ffí frá í Borgarleik-
húsinu.
Eitt verk í gangi í
einu
„Hér er allt mjög friðsælt
núna. Átök voru einhver fyrr
á árum. Hér er sá háttur hafð-
ur á að eitt leikrit er í gangi í
einu. Fyrir fram eru ákveðn-
ar 35 sýningar á því fram i
desember og bætt við sýning-
Sigurður ásamt leikhússtjóranum Thomas Backlund, sem
einnig leikur í verkinu. Hann bauð Sigurði að koma út,
mundi eftir honum á leiklistarráðstefnu í Reykjavík fyrir sjö
árum sem manninum sem hefði boðið honum upp á svarta
dauða. Nú segist Sigurður ekki þora annað en að eiga flösku
handa leikhússtjóranum!
Skúladóttir leikstjóri, skaust til
hans í kringum frumsýninguna.
Kom aftur til íslands í byrjun vik-
unncir. Hún sagði við DV að sér
hefði litist vel á leikhúsið í Vasa og
sýninguna sem bóndi sinn tæki þátt
1.
„Ég get auðvitað ekki verið hlut-
laus en það var gífúrleg stemning á
frumsýningunni. Fólk skemmti sér
vel, stóð upp i lokin og klappaði.
Það er nokkuð sem við erum ekki
vön hér heima nema þá kannski
helst í Óperunni. Ég get auðvitaö
ekki dæmt um frammistöðu Sigurð-
ar en áhorfendum þótti hann fynd-
in, var farið að hlæja áður en hann
hóf upp raust sína. Ætli það hafi
ekki aðallega verið þýski framburð-
ur hans á Finnlandssænskunni,"
sagði Ásdís og hló. -bjb
Sigurður Karlsson, lengst til hægri, í hlutverki sínu í Heimaeyjarfólki Strindbergs. Þar leikur
hann þýskan prófessor.
þúsund áhorfendur á ári.
Aðspurður sagðist Sigurður ekki
hafa orðið var við pólitískar erjur
um ef með þarf. Áður en Heimaeyj-
arfólkið var frumsýnt var búið að
selja í sextíu prósent af miðunum á
þessar 35 sýningar.
Hér vita bæjarbúar
að þeir geta ekki
dregið það fram eftir
öllu að fara í leik-
hús. Þetta er fyrir-
komulag sem við
mættum spá í á ís-
landi. Sýna eitt verk
nokkrum sinnum í
viku í ákveðinn
tíma. Síðan er það
bara frá og næsta
leikrit tekur viö,“
sagði Sigurður sem
reiknar með að
koma aftur til starfa
í Borgarleikhúsinu í
mars á næsta ári.
Sigurður dvelur einn síns liðs í
Finnlandi. Eiginkona hans, Ásdís
Elísabet Sif Haraldsdóttir:
Dansaði í Royal Al-
bert Hall í London
„Þetta var náttúrulega mjög
gaman. Sérstaklega að sjá alla
þessa frægu dansara. Ég hef kom-
iö þarna áður en bara sem áhorf-
andi. Það eru margir atvinnu-
menn orðnir nærri þrítugir án
þess að hafa komist þangað,“
sagði Elísabet Sif Haraldsdóttir
dansari við helgarblaðið í samtali
frá London i gær. Hún kom fram
á alþjóðlegri danssýninu 1 Royal
Albert Hall í fyrrakvöld, ein-
hverri þeirri frægustu sem
dönsurum býðst. Elísabet og ensk-
ur félagi hennar, James Jordan,
voru í hópi 40 annarra para sem
þarna komu fram.
Elísabet og James tóku þátt í
International Championship
keppninni sl. þriðjudag og lentu í
5. sæti í s- amerískum dönsum í
flokki 16-20 ára. Elísabet er 16 ára
og James 19 ára. Tveimur dögum
fyrr kepptu þau í Imperial
Championship og hrepptu silfrið í
sínum flokki.
Elísabet hefur verið í Englandi
frá því í febrúar sl. og æft og
keppt víða í dansinum. Hún hefur
unnið í fataverslun í London með
dansinum og segist vera á leið-
Elísabet Sif Haraldsdóttir.
inni í skóla ytra. Draumurinn er
hins vegar að verða atvinnumað-
ur í dansíþróttinni.
Þess má geta að eitt íslenskt
par, Hrafn Hjartarson og Helga
Bjömsdóttir, komst í undanúrslit
í standard-dönsum i keppninni á
þriðjudag. Fleiri dansarar voru
frá íslandi sem stóðu sig ágætlega
í London. -bjb
Nýdönsk á svið
heldur tónleika í Háskólabíói 24. október
Ein ástsælasta hljómsveit
landsins hin síðari ár ætlar
að gleðja áhangendur sína
með stórtónleikum I Háskóla-
bíói 24. október. Þar verða
leikin nokkur af þekktustu
lögum sveitarinnar, auk nok-
urra nýrra.
Nýdönsk hefur gefið út sex
hljómplötur sem allar hafa
notið mikilla vinsælda. Að
auki vann sveitin plötu með
Megasi og aðra með eigin tón-
list úr leikritinu Gauragangi.
Nýdönsk var kröftug í tón-
leikahaldi á sínum tíma en
hefur ekki leikið á tónleikum
í þrjú ár.
Ný plata að koma
Tónleikamir í Háskólabíói
eru haldnir í tengslum við út-
gáfu nýrrar plötu sveitarinn
ar, Grænmeti og ávextir
Platan er tvöfóld og inniheld-
ur bestu lög Nýdanskrar til
þessa, áður óútgefið efni, þrjú
ný lög, tónleikaupptökur og
nýjar útgáfur af eldri lögum.
Guðmundur Pétursson gítar-
leikari og KK verða sérstakir
gestir Nýdanskrar á hljóm-
leikunum. -sv
f
-9
% .......,
i ^ w • *
. * {fiMTtÍír*
Nýdönsk leikur nú í fyrsta sinn á tónleikum í þrjú ár.