Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1997 9 DV Utlönd Peter Jon Angelsen veröur sjávarútvegsráöherra Noregs: Refur frá Lofoten - séra Kjell Magne Bondevik kynnir konungi stjórn sína í dag DV, Ósló: „Jú, það hefur verið talað við mig en konungi verður ekki gerð grein fyrir ráðherralistanum fyrr en síðar í dag. Ég get ekki byrjað á yfirlýsingum fyrr en ég hef form- lega fengið embættið," sagði Peter Jon Angelsen, verðandi sjávarút- vegsráðherra Noregs, í samtali við DV í morgun. Eftir annasama nótt hjá séra Kjell Magne Bondevik, næsta forsætisráðherra Noregs, hefur hann nú fundið ráðherra í alla stólana við borð konungs. Sendiherrann Knut Vollebæk verður til dæmis utanríkisráð- herra. Angelsen sjávarútvegsráð- herra er gamali refur frá Vestur- vogey í Lofoten. Nafn hans má auðveldlega þýða sem Öngulsson á íslensku. Hann er fæddur árið 1935 og er því orðinn 62 ára gamall. Hann hóf sjómennsku á báti föður síns 17 ára gamall og tók þar við skipsstjórn rúmlega tvítugur. Eig- in bát eignaðist hann svo 1966, 31 árs gamall. Þetta er dæmigerð saga sjó- manns í Lofoten. Það sem er óvenjulegt er að Öngulsson leidd- ist út í pólitík, fyrst hreppapólitík, þá sjómannapólitík en frá árinu 1981 og þar til í haust hefur hann verið þingmaður. Hann fylgir Mið- flokknum að málum en tapaði þingsæti sínu við afhroð flokksins í haust. Miðflokksmenn hafa jafn- an viljað ganga lengst í aðgerðum gegn íslendingum og það hefur verið draumur þeirra að loka Smugunni með útfærslu norsku landhelginnar. GK Nóbelsverðlaun til Evrópu og Bandaríkjanna Nóbelsverðlaunin í eðlis- og efnafræði skiptust milli banda- rískra og evrópskra vísinda- manna í gær. Bandaríkjamennirnir Steven Chu og William Phillips og Frakkinn Claude Cohen-Tannou- dji fengu eðlisfræðiverðlaunin fyrir að þróa aðferð við að kæla atóm með leysigeisla. Efnafræðiverðlaunin komu í hlut Danans Jens Skous, Bretans Johns Walkers og Bandaríkja- mannsins Pauls Boyers fyrir rannsóknir þeirra á ensímum sem stjóma líkama okkar og heilsu. Reuter Ungur piltur bregður sér á leik í rústum húsa sem hrundu til grunna í jarðskjálfta f Chile í fyrradag. Skjálftinn mældist 6,8 stig á Richter og varð átta manns að bana. Hund- ruð heimila eyðilögðust. Stækkun Nato getur orðið kostn- aðarlaus Margt bendir til að aðildarriki Atlantshafsbandalagsins, Nato, þmfi ekki að greiða neitt vegna stækkunar samtakanna í austur. Óopinberar kannanir sýna að kostn- aðurinn við að taka ný aðildarríki inn í bandalagið verði miklu lægri en ýmsar bandarískar kannanir hafa sýnt. Talið er að peningar fyr- ir kostnaðinum séu til, að því er norska blaöið Aftenposten greinir frá. Javier Solana, framkvæmdastjóri Nato, sagöi nýlega að kostnaðurinn yrði viðráðanlegur. Hann gaf sam- tímis í skyn að óþarfi væri að hafa áhyggjur af útreikningum Banda- ríkjamanna. Neyðarfundur um barnaníð- ing í Belgíu Belgíska þingnefndin, sem rann- sakar hvort bamaníðingurinn Marc Dutroux hafi notið vemdar hátt- settra embættismanna, var kölluð til neyðarfundar á þriðjudagskvöld, að því er sænska blaðið Dagens Ny- heter greinir frá. Belgískt vikurit hafði þá greint frá því að Dutroux heföi veriö hand- tekinn vegna bílþjófnaðar nokkmm dögum áður en litlu stúlkumar Julie og Melissa hurfu sumarið 1995. Þrátt fyrir að Dutroux væri á sakaskrá vegna siðferðisbrota var hann látinn laus án frekari rann- sóknar. Hálft ár leið þar til Dutroux var yfirheyrður vegna hvarfs stúlknanna. Litlu stúlkumar fund- ust myrtar árið eftir á heimili Dutroux. Rannsókninni á því hvers vegna lögreglan sýndi honum svo litinn áhuga verður haldið áfram. CRASH cool, pigoPOBS fflm eHpfofing a link ttetwieeii.. eftir Oavid Cronenberg ER KOMIN Á MYNDBANDALEIGUR James Spader, Holly Hueter, Elias Koteas, Deborah Kara Ueger og Rosanna Arquette í einni umtðluðustu ársins. "Ómissandi! Þetta er mynd sem þú annað hvort forðast... eða sérð tvisvar11 ***** - EMPIRE MYNDFORM MYNDBOND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.