Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. OKTOtítiK 1997 Spurningin Lesendur Ætlaröu í leikhús í vetur? Gústaf Tryggvason nemi: Nei, al- veg örugglega ekki. Karla Wendt: Já, ég reikna með því. Ég hef þó ekki enn ákveðið hvað ég ætla að sjá. Ketill Unnarsson, ritstjóri og nemi: Ætli ég skelli mér ekki á Hið ljúfa líf í Borgarleikhúsinu. Fríða Pálsdóttir nemi: Já, það geri ég örugglega. Berglind Þráinsdóttir myndlist- amemi: Já, ég ætla aö sjá Truflaða tilveru (Trainspotting) í Loftkastal- anum. Auður Friðriksdóttir myndlistar- nemi: Mig langar mest að sjá Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhús- inu. Er ég vel- ferðarbarn? Aldraöir krefjast hluta velferöarinnar fyrir framan Alþingi á dögunum. Jóhann Gíslason skrifar: Það mátti lesa margt úr andlitum gamla fólksins sem stóð umhverfis styttima cif Jóni Sigurðssyni fyrir utan Alþingishúsið á dögunum. Þama voru þau mætt til þess að krefjast arfsins úr góðærinu og vel- ferðinni sem ráðamenn guma svo af um þessar mundir. Sú smán sem þessari kynslóð er skömmtuð úr velferðinni sér til framfærslu að loknum löngum vinnudegi er ekkert sem ráðamenn geta hreykt sér af. Þó sýndist mér svipur fjármálaráðherra á tröppum Alþingishússins bera það með sér að hann væri bara nokkuð ánægður með skömmtunina, og þá sér í lagi tví- eða þrísköttun lífeyrisins! Forseti Alþingis tjáði viðstöddum að brátt myndi hann tilheyra hópn- um sem var þama saman kominn. Kemur það einhverjum á óvart? - Samkvæmt lögmálinu eldumst við öll og skipum þá annan sess en þann er við gerðum yngri. En þá er spurningin: Hvaða þjóðfélagshópi tilheyrum við? Ég held að forseti Al- þingis þurfi vart að kvíöa komu sinni í þann hóp sem hann mun fylla að loknu sínu ævistarfi. En vart á ég von á því að sjá hann í mótmælastöðu fyrir utan Alþingi. Það er og hefur ætíð verið erfitt að vera íslendingm- og þurft mikið á sig að leggja í lífsstreðinu til þess eins aö geta lifað nokkum veginn mannsæmandi lífi. Það kannski gekk á meðan æskuþrekið varði, en það virðist sem erfiðið fyrir ein- hverju mannsæmandi lífl eigi að fylgja allt til grafar. - Virðist sem laun erfiðisins séu einhverjir molar sem velferðarþjóðfélagið af mis- kunn sinni lætur hrökkva til hins aldraða manns sem þó hefur skilað velferðinni öllu því sem hann gat af sér gefið. Já, þau vom mörg atkvæðin sem fylltu túnblettinn fyrir utan Alþingi þennan umrædda dag. En skyldu þau hafa haft áhrif á einhvem herr- ann eða frúna sem stólana prýða fyrir innan? Skyldi einhver þeirra vakna upp við það að ef til vill þyrfti eitthvað að gera í málum aldraðra og jafnvel öryrkja sem með þessum hætti knýja dyra Alþingis? - Skyldi vera orðið tímabært að fara að deila arðinum út til þegnanna, þ.e. annarra en einhverra út- valinna? Feður sem ekki vilja börn sín Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar: Öll getum við verið sammála um að misjafn sauður er í mörgu fé. Það á einnig við um feður og mæður. Undanfarið ár hefur verið rætt og ritað um forsjár- og umgengnismál er verða til við skilnað eða sambúð- arrof. Margt misjafnt kemur fram í þeim málaflokki. Fréttamenn hafa því miður ekki sýnt þessum málum nægilegan áhuga, trúlega hræddir við að móðga. Feður hafa verið settir á einn bás - þeir vilja ekkert með böm sín hafa. Þeir sem það vilja og láta í sér heyra eru bara að sýnast og í mikl- um minnihluta sem em tilgátur fréttamanna. Að sjálfsögðu er þetta fjarstæða. Mæður í heild sinni hamla ekki umgengni bams og föð- ur hvort við annað, þaö gera bara sumar. Ekki dettur mér i hug að setja þær allar á einn bás. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa einstaklings sem berst fyrir réttind- um bama sinna að vera ekki ruglað saman við skussana - feöur er sýna afkvæmum sínum ekki áhuga. Slíkt athæfi er forkastanlegt sé það gert meö fúsum og frjálsum vilja. Að gefnu tilefni vil ég benda frétta- mönnum á að kynna sér betur mál- stað þeirra félagasamtaka er þeir hyggjast ræða og rita um. - Frétta- menn þurfa einnig að gæta sín á gróusögum en slíkar sögur veröa alloft til við skilnað og sérstaklega þegar ágreiningur er um barn. Árna Sigfússon og Júlíus Vífil - brýn þörf fyrir báöa Guðm. Gíslason skrifar: Ég er þess fullviss að tveir em þeir menn sem nú gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem em fullkomlega heilir í þeirri við- leitni sinni að láta gott af sér leiða og munu gera það, takist að ná meirihluta á ný í borgarstjóm. Ég á við þá Áma Sigfússon, núverandi oddvita sjálfstæðismanna í borgar- stjóm, og Júlíus Vífil Ingvarsson framkvæmdastjóra. Þetta em menn sem þekkja rekst- ur af eigin raun og hafa verið far- sælir í störfum sínum á þeim vett- vangi. Þá skortir hvorki meiri né hærri vegtyllur en þeir búa við í dag og hafa því ekki áhuga á að ganga í augun á kjósendum sínum með þaö fyrir augum að ná hylli mmm þjónusta allan sólarhringii eða hringið i sima »0 5000 íilli kl. 14 og 16 Árni Sigfússon og Júlíus Vlfill Ingvarsson, frambjóðendur í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík. þeirra. Það má í raun segja að með þessum tvo menn við sijómvölinn væri Reykjavík borgiö varðandi rekstur, og á þá við að þeir myndu ekki láta etja sér á foraðið til þess eins að afla sér vinsælda eins og stjómmálamönnum er annars gjarnt. Ekki dettur mér í hug að ætla að þeir gætu eða ættu einir að ráða í öllum málum. Hitt er mikilvægt að þessir menn sem ég veit að gætu unnið vel saman, fái þann framgang í prófkjöri að þeir séu nánast sjálf- kjörnir oddvitar nýrrar borgar- stjómar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. - Við, sem stefnum að þátttöku í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík, skulum því standa saman um að setja Áma Sig- fússon í fyrsta sæti listans og Júlíus Vífil Ingvarsson í það sæti sem hann stefnir á eða ofar. - Við höfúm þörf fyrir þá báða. Hundahald í bílum Ásmundur skrifar: Hörmuleg eru slysin sem fólk verður fyrir í ökutækjunum. í flestum tilfeOum má rekja slysin til mistaka ökumannanna sjálfra. Sjaldan tæknilegs eðlis. Óhugnan- legastur er þó hinn ólöglegi öku- hraði. Einnig brot á umferðarregl- um og notkun farsíma eða fikt við annað en sjálf stýritæki bílsins. Eitt hef ég lengi óttast, að fyrr eða síðar verði slys af völdum þess sem ég kaOa hundahald i bOunum. Svakalegt er að sjá stóra hunda í aftursætunum rétt fyrir aftan öku- manninn. Hvað getur ekki sterkur hundur gert beri eitthvað út af í akstri? Eigiun við að bíða eftir þeim hörmungum líka? Áberandi lélegar sjón- varpsfréttir Reynir hringdi: Mér finnst nú orðið sem frétt- imar í Sjónvarpinu séu orðnar áberandi lélegar og mun verri en þær hjá Stöð 2. Ég sé líka að Sjón- varpið (RÚV) tekur mOdOega á fréttum sem varðar ríkið beint eöa embættismenn þess og ráðherra. Einnig Vegasmálinu svonefiida sem sagt er tengjast lögreglustjór- anum sjálfum, hvort sem er rétt eða ekki. Auðvitað á Sjónvarpið að íjalla um öO hin „viðkvæmu" mál jafnt og önnur. Það á ekki að vera varðhundur fyrir hið opinbera. Fréttastofa Sjónvarpsins verður að taka sér verulega tak á ný vOji það standast Stöð 2 snúning. í sífelldri ferðavímu? Magnús Jónsson skrifar: Er verið að gera at I utanríkis- ráðherra eða er hann að atast í Út- flutningsráði? Hvaðan kemur hug- myndin um að efha enn einu sinni til utanlandsferðar með hóp manna til „markaðskönnunar" - og nú tO Indónesíu? Hvað er að þessum mönnum? Era þeir í ferða- vímu eða hreinlega ruglaðir? Hvað hefur komið út úr Kínaferð- unum eða Suður-Ameríkuferð- inni? Nákvæmlega ekkert. Og nú Indónesía? - Nei, gleymið þessu. AOir vita að hér er um ekkert ann- að að ræða en að fá farseðilinn í aðra höndina og dagpeninga í hina. Og sóun og sukk í framandi löndum. Siðleysið í mið- borginni Sveinbjöm hringdi: Ég vO taka undir forystugrein- ina í DV í dag (14. okt.) þar sem réttmæt gagnrýni kemur fram á brennivins- og bjórborgina Reykjavík. Auðvitað stuöla ráða- menn hér að afsiðun í borginni með linkind sinni og nánast upp- gjöf í aðhaldi með ýmsum lögbrjót- um sem starfa t.d. í veitinga- rekstri. Mér finnst að margir ráða- menn hér ættu að vera búnir að segja af sér vegna embættisaf- glapa. Ég nefni engin nöfn en óvirk og seinvirk embættin tala sínu máli. íhugun af aftur íhugun H.P.S. skrifar: Nú þarf aldeOis íhugunar við af hálfu sjávarútvegsráðherra og ráðuneytis hans. TO stendur að heimOa uppboð á aflaheimOdum úr norsk-íslenska síldarstofhinum og einnig á að skoða hvort segja eigi upp loðnusamningi Islands, Noregs og Grænlands. En málin stranda sífeUt á sama hlutnum: íhugun og aftur íhugun. Þetta er líka einmitt sami þröskuldurinn sem ávaUt hamlar framgangi og framfóram hér á landi. íhuga mál- in og skoða málin, það era ær og kýr okkar ráðamanna, og því er komið sem komið er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.