Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1997, Síða 32
Vinningstölur miðvikudaginn 15.10.’97 5 22 36 '42 44 47 ■ Fjöldi Vtnntngar vinninga Vmnins&upphœð mi.6at6 2-5 aj 6}„ 3-5 at 6 4-4 at 6 Ssat^. 714 HeildarvinningAupphœð 44.571.320 Á í&landi 2.491.320 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Útvarpsréttarnefnd: Eitt leyfi til Pósts og 1 síma hf. sjon- - sótti um 30 Útvarpsréttarnefnd samþykkti að veita aðeins eitt leyfi til Pósts og síma hf. um endurvarp á efni í gegn- um breiðbandið. Fyrirtækið hafði sótt um leyfi fyrir tuttugu varpsrásir og tíu út--^wl/ varpsrásir. Ámi \ Gunnars- son, varaformað- ur útvarpsréttarnefndar, segir að þau lög og reglugerðir sem eru í gildi fullnægi ekki þeim kröfum mem gerðar eru til breiðbandsins, og því hafi nefndin ekki séð sér fært að veita Pósti og síma hf. fleiri leyfi. Þvi hefði hins vegar verið beint til menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytisins að nauð- synlegt væri að stjómvöld mótuðu skarpari reglur urn þessa nýju tækni. -Sól. Leitað að Tjúpnaskyttum Lögregla og björgunarsveitir leit- uðu nokkurra rjúpnaskyttna sem saknað var á þremur stöðum á land- inu í gærkvöld. Leitað var að nokkrum mönnum á Holtavörðuheiði en þeir skiluðu sér. Leitað var að einni skyttunni í Búrfellshrauni og annarri í ná- grenni Húsavíkur. Þeir fundust báð- ir seint í gærkvöld heilir á húsi. -RR Kópavogur: Klippt af 54 bílum Lögreglan í Kópavogi klippti skráningarnúmer af 54 bifreiðum í bænum í nótt. Að sögn lögreglu höfðu eigendur þessara bifreiða ekki farið með þá í aðalskoðun eins og skylda er. Átak er í gangi hjá lögreglu viða um land í þessum efnum. -RR Ekið á kindur Flutningabíll ók yfir tvær kindur á veginum við Steinhella undir Eyjafjöllum í gær. Þær höfðu ráfað •spn á veginn. Kindumar drápust báðar. -RR Formaður samninganefndar sveitarfélaganna: Fáránleg hugmynd - ef kennarar vilja tvíselja vinnutíma „Ef kennarar eru þarna að tala um viðbótartíma, sem eykur bundna viðvem l skólunum frá því sem nú er, þá er það alveg til umhugsunar. En séu menn að tvíselja sama tímann er þessi hug- mynd fáránleg," sagði Jón G. Krisjánsson, formaður samninga- nefndar launanefndar sveitarfélag- anna, við DV í morgun. Á samningafundi kennara og launanefndar sveitarfélaganna í gær var lögð fram hugmynd um að greiða kennumm sérstaklega fyrir meira en þriggja klukku- stunda bundna vinnu i skólum. „Kennarar hafa bundna viðvem í skólum, 30,5 tíma,“ sagði Jón. „Þegar búið er að taka kennslu- stundir frá, svo og frímínútur o.fl. standa eftir 8, ll tímar sem eru bundnir í skólanum til ýmissa starfa. Af þeim má skólastjórinn binda í stundatöflu 3, þannig að kennarar era að sinna ýmsum öðr- um verkefhum þessa rúma fimm tíma. Ef ég skil þetta rétt era þeir að bjóðast til þess að selja okkur þá aftur." Jón kvað samninganefhd launa- naíndar sveitarfélaganna eiga eftir að fara betur yfír þessa hugmynd kennara, en samningafundur var boðaður kl. tíu í morgun. „Það kom mjög á óvart að það skyldi vera farið með þessa hugmynd inn á almennan fund því þetta var það síðasta sem þeir lögðu fram á fundinum í gærkvöld." „Þessi hugmynd þýðir nákvæm- lega að samið verði um kaup og kjör út frá núverandi vinnutíma," sagði Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, við DV í morgun. „Ef skólamir viija meiri viðveru geta þeir keypt hana af s veitarfélögunum. “ -JSS Gallerí Njála er leiksýning sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í byrjun nóvember. í sýningunni kemur fyrir út- varpsþátturinn í vikulokin og var hann settur á svið í Útvarpshúsinu f gær með þátttöku þjóðþekktra einstaklinga. Á myndinni má sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, sem var einn af gestum þáttarins, henni sitt á hvora hönd eru höfundurinn, Hlín Agnarsdóttir, og Þröstur Haraldsson, stjórnandi þáttarins. DV-mynd Hilmar Þór Stríö fisk- sölurisa SH hefur stefnt eigendum franska fyrirtækisins Gelmer fyrir samn- ingsrof eftir að Frakkarnir slitu viö- ræðum um sölu á fyrirtækinu til SH. Eigendur Gelmers hafa jafn- framt því að slíta viðræðum samið við hinn fisksöluris- ann, íslenskar sjávar- afurðir, um sölu fyrir- tækisins til þeirra, að því er RÚV sagði frá í gær. Þær raddir era háværar í ís- lensku viðskiptalífi sem halda því fram að kaupin séu af hendi ÍS leik- ur í valdatafli fyrirtækjanna. „Við töldum þetta mjög spenn- andi kost fyrir okkur. Hugmynd okkar var að sameina þetta fyrirtæki verk- smiðjum okkar í Grims- by og ná með því fram- legðaráhrifum. Við töld- um samning um kaup á fyrirtækinu vera í höfn og þetta er óskiljanleg framkoma," segir Frið- rik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, um þá ákvörðun eigenda franska fyrirtæk- isins Gelmer að slita viðræðum við SH um sölu fyrirtækisins. Friðrik segir Gelmer í Frakklandi hafa verið í taprekstri, m.a. vegna verkefnaskorts. SH hafi talið ávinn- ing af því að samnýta fyrirtækið fyrirtækjum sínum í Bretlandi. Forsvarsmenn íslenskra sjávaraf- urða vildu sem minnst tjá sig um þetta mál. Benedikt Sveinsson for- stjóri var í morgun sagður vera með málið á sinni könnu en hann er staddur erlendis. -rt Björk efst í Danmörku DV, Akranesi: Tónlistarstöðin MTV birti lista yfir vinsælustu plötumar í U lönd- um víðs vegar í Evrópu. Það fór eft- ir sem DV spáði að plata Bjarkar, Homogenic, kæmist inn á mun fleiri topp-tíu lista. Homogenic er nú á sjö listum af þeim ll sem MTV birtir. í vikunni á undan var hún á fjórum listum. Homogenic er númer eitt í Dan- mörku, fjögur í Frakklandi, fimm í Svíþjóð, sex í Noregi, sjö i Belgíu og i því 10. í Austurríki og Þýskalandi. Þau lönd sem Björk komst ékki inn á topp-tíu lista eru Ítalía, írland, Sviss og Holiand. Hins vegar féll Homogenic úr fjórða sæti breska plötulistans í það 13. á mánudag. -DVÓ JL O K I Veisluskipið Árnes Þegar veislu skal halda I" 11 , yiiniim** 11 SIMI 581 1010 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt 2 (slenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.