Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1997, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1997
39
DV
Bruce fékk ekki
að glotta í mynd
Stórleikarinn Bruce Willis er
einna helst þekktnr fyrir glottiö
óborgEinlega sem hann setur upp
í hverri kvikmyndinni á fætur
annarri og heldur að hann sé að
sýna einhver æðri svipbrigöi.
Leikstjóranum Michael Caton-
Jones er vel kunnugt um þessa
áráttu Brúsa og því bað hann
kappann í öllum bænum að hafa
nú hemil á svipbrigðunum við
gerð morömyndarinnar Sjakal-
ans. Þá fékk Brúsi heldur ekki
að segja fímmaurabrandara, eins
og hann er vanur.
Duchovny
kaupir hús
Ráðgátuspæjarinn David
Duchovny og splunkuný eigin-
kona hans, Tea Leoni, hafa keypt
sér hús í hinu fræga Malibu-
hverfi við Hollywood og Los
Angeles. Þar búa margar helstu
stórstjörnur kvikmyndanna. í
húsinu, sem kostaði litlar 200
milljónir króna, eru margar vist-
arverur, þar á meöal fjögur
svefnherbergi. Hjónakornin ættu
því að hafa nóg pláss fyrir vísi-
tölubömin eða tengdó þegar þau
koma í heimsókn til borgar
Kvikmyndaleikarinn Samuel
L. Jackson er svo sannarlega á
uppleið. Hann er að minnsta
kosti þeirrar skoðunar sjálfur og
ef hæfileikar eru einhvers viröi
á hann það sannarlega skilið.
Sammi nefnir máli sínu til
stuðnings að hann hafi á þessu
ári leikið á móti stórleikurunum
Dustin Hoffman og Robert De
Niro og að auki geimálfmum
Yoda sem áhugamenn um
Stjörnustríð Lúkasai- þekkja vel.
Samuel L. er
á uppleið
Sviðsljós
Cameron Diaz með allt á hreinu:
Allir vilja piltarnir
hreinlega eiga hana
Strákamir eru hreinlega vitlausir
í blondínuna Cameron Diaz. Ekki
furða, hún er ung leikkona á hrað-
siglingu upp á stórstjörnuhvelfing-
una í Hollywood. Sumir vilja bara
faðma hana en aðrir vilja eignast
hana með húð og hári.
Já, Cameron er í góðum gír og
trúir á forlögin, eins og fleiri í bæði
fortíð og nútíð.
„Forlögin eru eiginlega undir
kontról og ég lifi samkvæmt því,“
segir þessi geðþekka leikkona, milli
þess sem hún flissar og faðmar
skoska leikarann Ewan McGregor.
Þau leika saman í kvikmyndinni A
Life Less Ordinary.
Ævintýrið byrjaði með myndinni
Grímunni, þar sem gúmmíkarlinn
Jim Carrey lék aðalhlutverkið.
Cameron rakst á handritið hjá um-
boðsmanninum sínum og fór í prufu
bara að gamni sínu. Hún fékk að
sjálfsögðu hlutverk og þar með var
frægðarboltinn farinn að rúlla.
Stúlkan hafði aldrei leikið áður
en hún fékk hlutverkið í Grímunni.
Margir urðu líka forviða, svo ekki
sé meira sagt, en hún komst klakk-
laust frá öllu saman. Þakkar það
raunar gúmmíkarlinum sem hafði
öðlast miklar vinsældir með mynd-
unum um gæludýraspæjarann Ace
Ventura.
„Hver veit hvað heföi orðið um
Grímuna ef ekki hefði verið fyrir
vinsældir Jims í Ace Ventura? Ég
naut bara góðs af velgengni Jims,“
segir Cameron, alltaf jafn lítillát.
Aldrei hafði hvarflað að Cameron
Cameron Diaz er í góöu lagi.
að leggja fyrir sig leiklist fyrr en
vinsældir Grímunnar voru orðnar
staðreynd. Þá opnuðust lika fyrir
henni allar dyr í Hollywood sem
einhvers virði er að ganga inn um.
„Ég greip öll tækifæri sem mér
buðust. Eftir þetta langaði mig til að
leika. Mig langaði til að leggja leik-
listina fyrir mig. Mig langaði til að
sjá hvernig það væri. Ég var búin
að prófa það einu sinni og mér
fannst það mjög skemmtilegt," segir
Cameron.
Stjaman unga hefur aldrei lært
leiklist að neinu gagni, aðeins farið
í örfáa einkatíma. Hitt hefur hún
allt lært af meðleikurum sinum og
leikstjórum. Sumum finnst það ekki
nóg en peningamönnunum finnst
það greinilega. Og þeir ráða.
Á tískusýningu í Rúmeníu núna í vikunni gat aö líta þetta höfuöfat sem búiö er til úr plastflöskum. Sýningin var liöur
í fjársöfnun handa um 1500 heimilislausum börnum í Búkarest. Þaö voru börnin sjálf sem hönnuöu fatnaöinn og þau
sýndu hann einnig. Slmamynd Reuter
Carola frá Svíþjóð syngur
meðan hún bíður
Sænska söngkonan Carola, sem
sigraði í Evrópusöngvakeppninni
1983, þá 16 ára gömul, með laginu
Frámling, á von á bami. Reyndar
ætlaði Carola að taka það rólega síð-
ustu mánuði meðgöngunnar en hún
gat ekki stillt sig um að gefa út nýja
smáskífu, Dreamer, sem kemur á
markaöinn eftir um það bil tvær
vikur. Höfundur lagsins er Glenn
Gulli sem Carola hitti í Ósló. Eftir
tvær vikur kemur einnig á markað
safnplata með vinsælustu lögum
söngkonunnar.
Carola hefur verið gift trúboða í
söfnuðinum Orð lífsins í mörg ár.
Hún hefur sungið ameríska
negrasálma á tónleikum á
undanfomum ámm auk dægurlaga.
Sænskir fjölmiðlar hafa árum
saman velt því fyrir sér hvemig
hjónabandið gangi hjá Carolu.
Þessa dagana fer ekki á milli mála
að söngkonan er hamingjusöm.
Peningalykt
af plötu
Kryddpíanna
Plötugagnrýnandi á sænska
blaðinu Aftonbladet er ekki ýkja
hrifmn af nýjustu plötu Krydd-
stelpnanna. Hann segir þær
reyna að gera öllum til hæfis og
útkoman sé vægast sagt slæm.
Gagnrýnandinn bendir á að ef
menn ætli að krefjast nær 2 þús-
und kalls af hverjum einasta
krakka á Vesturlöndum fyrir
plötuna sé ekki til of mikils
mælst að reyna eitthvað á sig.
Það sé hins vegar ekki gert.
Naomi Camp-
bell hjálpar
bágstöddum
Ofurfyrirsætan Naomi Camp-
bell er nú orðinn félagi í barna-
sjóði Nelsons Mandela, forseta
Suður-Afríku. Fyrirsætan var í
heimsókn hjá forsetanum á dög-
unum og hafði hann þau áhrif á
hana að hún ætlar að snúa sér
að góðgerðarstarfsemi. Á næsta
ári ætlar Naomi að hefja
framleiðslu á ítölskum
kúrekabuxum, að því er erlend
tímarit greina frá. Bágstödd
börn geta vænst þess að fá í sinn
hlut ágóða af sölu buxnanna.
Ivana Trump
ástfangin
af greifa
Ivana Trump, fyrrverandi
eiginkona Donalds Trumps, er
sögð hrifnari af nýja ítalska
ástmanninum sínum, Roffredo
Gaetani d’Aragona, en hinum
fyrri, Riccardo Mazzuchelli. Sá
nýi er greifi og ef allt gengur vel
getur Ivana skreytt sig með
greifafrúartitli í framtíðinni. Og
sjálfsagt venjulegu skarti líka.