Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 2
2
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997
Fréttir
Stuttar fréttir r>v
Umdeild viðskipti Viðvíkurhrepps:
Hreppurinn hagnaðist
um milljónir á ekkju
- Ólöf Þórhallsdóttir missti eiginmann, barn og heimili
„Ég er vissulega mjög ósátt við
vinnubrögð hreppsnefndar í þessu
máli. Bæði það hvemig við misstum
jörðina og að vita að hreppurinn
græddi milljónir í viðskiptum með
jörðina. Eftir allt það sem hefur
gengið á þá finnst mér eins og við
höfum hálfpartinn verið hrakin í
burtu,“ segir Ólöf Þórhallsdóttir,
ekkja og íjögurra barna móðir.
Líf Ólafar hefur verið mjög erfitt
undanfarin rúm tvö ár. í júní 1995
létust eiginmaður hennar og 6 ára
sonur í hörmulegu bílslysi í Vikur-
skarði. Fyrir rúmu ári missti Ólöf
heimili sitt þegar jörð hennar, Narfa-
staðir í Skagafirði, var seld á nauð-
ungaruppboði.
Hreppurinn keypti
Viðvíkurhreppur keypti jörðina,
200 hektara landsvæði, á nauðungar-
uppboðinu á 9,5 milljónir króna.
Hreppurinn seldi svo 160 hektara af
jörðinni í október í fyrra á frjálsum
markaði fyrir 13,2 milljónir. Þar með
græddi hreppurinn því 3,7 milljónir
á kaupunum. Auk þess á hreppurinn
enn 40 hektara af jörðinni sem hann
hyggst selja samkvæmt heimildum
DV. Verðið á hektara er mismun-
andi eftir því hvort hektararnir eru
seldir allir saman eða í mismunandi
hlutum. Ef selja á t.d. tvo hektara sér
undir sumarbústað kosta þeir tæp
500 þúsund. Ljóst er því að Viðvíkur-
hreppur mun hagnast um milljónir
króna á jörð ekkjunnar.
Engin miskunn
„Mér svíður eðlilega mjög undan
þessu. Við hjónin vorum skuldum
vafin en höfðum byggt jörðina upp
og gert hana mjög góða. Eftir hina
miklu sorg sem reið yfir mig og
bömin þegar feögamir létust varð
þetta auðvitað miklu erfiðara. Ég
fékk mikinn stuðning frá öllum þeg-
ar áfallið varð. En þegar kom að
skuldadögum var engin miskunn
sýnd. Þá fór ég þess á leit við
hreppsnefndina að þeir nýttu for-
kaupsrétt á uppboðinu sem og þeir
Fjölskyldan hrökklaðist frá Skagafirði og býr nú í leiguhúsnæði á Laugarvatni. Þau bera sig ótrúlega vel þrátt fyrir
hina miklu erfiðleika sem þau hafa orðið fyrir. Frá vinstri Signý Eva, Elín, Ólöf, Valdimar og Hafsteinn. DV-mynd ÞÖK
gerðu. Ég hafði
fengið vilyrði
fyrir því hjá
nefndinni að ég
fengi að kaupa
jörðina aftur á
nafni barna
minna eða ætt-
ingja. En þegar á
átti að reyna að
leita eftir sam-
þykki . ráða-
manna fyrir því
kom lögfræðing-
ur minn alls
staðar að luktum
dyrum. Mér
fannst augljóst
frá upphafi að
stefnan var að
selja jörðina á
frjálsum mark-
aði enda ætlaði hreppsnefndin ekki
að eiga jörðina til langtíma.
Lögfræðingur minn fékk bréf frá
hreppsnefndinni 11. júli í fyrra þar
sem mér var tilkynnt aö ég þyrfti að
víkja af jörðinni fyrir 1. september.
Enn fremur stóð í bréfinu að jörðin
yrði auglýst til sölu helgina á eftir.
Mér fundust það skammarleg
vinnubrögð og skil ekki af hverju
þeir gátu ekki komið til mín og sagt
mér það augliti
til auglitis í stað
þess að fara
þessa leið. Ég
vil þó taka fram
að hreppsnefnd-
armenn reynd-
ust mér oft vel
og það er aðeins
í þessu máli sem
ég set út á
vinnubrögð
þeirra.
Leigði af
hreppnum
Ég borgaði 40
þúsund í leigu á
mánuði til
hreppsins og
auk þess 17 þús-
und á mánuði í
hita og rafmagn. Ég leigði Narfa-
staði í 8 mánuði en hafði þó einung-
is helminginn af jörðinni, íbúðar-
húsið og lélegustu útihúsin. Bærinn
hafði leigt jörðina af þeim sem
keypti hana og leigði mér hana síð-
an. En ég spyr, hvað heföu þeir gert
við mig og bömin ef þeir hefðu ekki
fengið jörðina leigða því það var
engin félagsleg aðstaða eða húsnæði
í hreppnum?" segir Ólöf.
Sárt að fara
Ólöf fór frá Narfastöðum í vor en
þá hafði hún búið þar í um 25 ár.
Hún bjó á Sauðárkróki í sumar.
Þar segist hún hafa fengið mjög
góða félagslega þjónustu og aðstoð.
Hún flutti síðan til Laugarvatns í
september sl. þar sem hún leigir
hús fyrir sig og bömin fjögur. Hún
er í vinnu á Laugarvatni og segist
líða vel þar þrátt fyrir allt mótlæt-
ið sem hún hefur mátt þola. Ólöf
stendur eftir eignalaus.
„Það væri vissulega miklu létt-
ara fjárhagslega ef við hefðum
fengið mismuninn sem hreppurinn
græddi eða jafnvel bara hluta af
honum. Mér finnst réttlætið ekki
hafa gengið fyllilega fram í þessu
máli. Ég sakna margra í Skagafirði
og þar voru margir góðir vinir í
raun. Ég hef fengið mikinn stuön-
ing frá nágrönnum mínum í gegn-
um tíðina. Því er það enn sárara
að þurfa að fara þaðan,“ segir Ólöf.
DV hafði samband við Harald
Þór Jóhannsson, hreppstjóra og
oddvita hreppsnefndar Viðvíkm--
hrepps. Haraldur sagðist ekkert
vilja tjá sig um málið, alla vega
ekki fyrr en hann hefði séð um-
fjöllun DV.
-RR
Ólöf segist mjög ósátt við
vinnubrögð hreppsnefndar f málinu.
DV-mynd ÞÖK
Uppnám í bæjarmálum í ísaQarðarbæ:
Bæjarstjórnin sprakk
- bæjarstjórinn, varabæjarstjóri og yfirmaöur fræðslu- og menningarsviðs sögðu af sér
DV, ísafiröi;
Þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í ísafjarðarbæ, Þorsteinn
Jóhannesson, Magnea Guðmunds-
dóttir og Halldór Jónsson, afhentu
Sigurði R. Ólafssyni, samstarfsað-
ila sínum í meirihluta bæjarstjóm-
ar, bréf í gær þar sem þau til-
kynntu honum að samstarfi þeirra
innan meirihlutans væri lokið. í
bréfinu segir m.a.: „Við teljum að á
fundi bæjarstjómar í gærkveldi
(miðvikudag 26. nóvember) hafi
myndast nýr meirihluti í bæjar-
stjóm ísafjarðarbæjar. Samþykktir
meirihlutans ganga þvert gegn
samþykkt fulltrúaráðsfundar sjálf-
stæðisfélaganna í ísafjarðarbæ
sem og sannfæringu okkar í þessu
máli. Við lýsmn allri ábyrgð á
þessum samþykktum á hendur
hinum nýja meirihluta og teljum
mikilvægt að hann taki þegar i
stað á sig framkvæmd þeirra til-
lagna sem knúnar voru í gegn með
valdniðslu á umræddum fundi,“
segir m.a. í bréfinu.
Bæjar-
stjori segir
upp
í framhaldi
af tilkynn-
ingu bæjar-
fulltrúanna
las Kristján
Þór Júlíus-
son bæjar-
stjóri upp
bréf sitt til
Þorsteins Jó-
hannessonar,
oddvita sjálf-
stæðismanna
og formanns
bæjarráðs,
þar sem
hann segir
upp starfi
sínu sem
bæjarstjóri
ísafjarðar
samkvæmt
samningi
dags. 10. júní
Sigurður R. Ólafsson og Þorsteinn Jóhannesson á
ögurstundu. DV-mynd Hörður
1996. Óskar hann jafnframt eftir
lausn frá störfum sem fyrst. Á fund-
inum sagðist Kristján hafa tekið
ákvörðun um þetta eftir aukabæjar-
stjórnarfundinn á miðvikudags-
kvöldið og hafi hann tilkynnt odd-
vita sjálfstæðismanna það um nótt-
ina. Hann sagðist hafa handsalað
samkomulag um að hann léti af
störfum á næsta bæjarstjómarfundi
4. desember. Kristján segist ekki
treysta sér til að vinna að fram-
gangi skólamála á þeim nótum sem
samþykkt var í bæjarstjóminni.
Hann sagði að samkvæmt sínum
hugmyndum væri verið að steypa
bæjarfélaginu út í skuldir sem hann
treysti sér ekki til að skrifa upp á og
væm meiri en bæjarfélagið réði við.
Auk þessara tíðinda mun aðstoð-
arbæjarstjóri, Þórunn Gestsdóttir,
einnig hafa skilað inn uppsagnar-
bréfi í gær og yfirmaður fræðslu- og
menningarsviðs, Rúnar Vífilsson,
sagði einnig af sér. Þá er búist við
að fræðslunefnd, sem einróma
mælti með kaupum á Norðurtang-
anum, segi líka af sér. -HKr.
Póstverkfall í Kanada
Kanadíska póststjómin hefur
tilkynnt um allsherjarverkfall
póststarfsmanna í Kanada. Það
hófst 19. nóvember sl. Ekki er
því lengur hægt að taka við
pósti sem berst til landsins.
Póstur verður ekki sendur héð-
an til Kanada fyrr en verkfallið
leysist.
Læknar frá Bosníu
Ríkisstjóm íslands hefur sam-
þykkt að verja um 50 milljónum
króna til að aðstoöa við ung-
barna- og mæðravemd í Bosníu
1998-1999. Áformað er að hópur
lækna, hjúknmarfræðinga og
ljósmæðra frá Sarajevo, Mostar
og Tuzla komi til íslands á nám-
skeið til að endumýja þekkingu
sína
Fjöldauppsagnir
Skeljungur ætlar að segja allt
að 50-60 manns upp vegna end-
urskipulagn-
ingar á oliu-
dreifingu.
Kristinn
Björnsson,
forstjóri
Skeljungs,
segir að reynt
verði að finna
sem flestum
þeirra sem sagt er upp ný störf.
RÚV sagði frá.
Jarðskjálftamiðstöð
Alþjóðleg jarðskjálftamiðstöð
verður sett upp á Selfossi sam-
kvæmt samningi sem bæjaryfir-
völd og Háskóli íslands undirrit-
uðu í gær. Unnið hefur verið að
skjálftarannsóknum á Suður-
landi og er Selfoss sagt hjarta
þess svæðis. RÚV sagði frá.
Stefnumótun P&S
Halldór Blöndal samgöngu-
ráðherra hefur skipað nýja
nefnd sem
ætlað er að
móta nýja
stefhu í síma-
og fjarskipta-
málum og
hver staða
Landssímans
verði í þessu
samhengi.
Nefndin er skipuð mönnum úr
atvinnulífmu, m.a. tveimur
starfsmönnum Oz, Eyþóri Arn-
alds og Guðjóni Má Guðjóns-
syni, Ólafi Jóhanni Ólafssyni,
framkvæmdastjóra og rithöf-
undi. RÚV sagði frá.
Varað við þenslu
Samtök iðnaðarins telja þensl-
una i hagkerfinu vera að ná
hættumörkum og vilja að stjórn-
völd grípi í taumana. Ríki og
sveitarfélög verði að draga úr
útgjöldum til að rýma fyrir auk-
inni verðmætasköpun íslenskra
fyrirtækja. Sveinn Hannesson,
formaður samtakanna, segir að
verði ekki gripið til aðgerða sé
aukin hætta á atvinnuleysi og
gengisfalli íslensku krónunn-
ar.Sjónvarpið sagði frá.
Leitað til EFTA-dómstóls
Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur farið fram á ráðgefandi
álit frá EFTA-dómstólnum í
Lúxemborg vegna skaðabóta-
kröfu starfsmanns, sem sagt var
upp hjá einkafyrirtæki, á hend-
ur ríkinu fýrir að hafa ekki lag-
að íslensk lög réttilega að samn-
ingnum um Evrópska efnahags-
svæðið, EES. Þetta er i fyrsta
sinn sem íslenskur dómstóll leit-
ar álits EFTA um túlkun á
ákvæðum EES. Morgunblaðið
sagði frá.
Sveitarfélög sjái um sitt
Samkvæmt nýjum lögum, sem
taka gildi um áramótin, skulu öll
sveitarfélög setja fram skilgreinda
landnýtingarstefnu, segir RÚV.
Halli í frystingunni
Landfrystingin er nú rekin með
7-8% halla að sögn Amars Sigur-
mundssonar i samtali við RÚV.
Tapið var um 13% í sumar. -Sól.