Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 2
Fréttir
MANUDAGUR 8. DESEMBER 1997
Stuttar fréttir ðv
Maður á fertugsaldri úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. janúar:
Haldið nauðugri í
margar klukkustundir
- segir 26 ára kona sem kært hefur nauðgun og frelsisviptingu
Ung kona kærði á laugardags-
kvöld karlmann á fertugsaldri fyr-
ir nauðgun og frelsissviptingu.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst
seint í gærkvöld á þá kröfu lög-
reglunnar að úrskurða manninn í
gæsluvarðhald. Úrskurðurinn
hljóðar upp á að maðurinn skuli
sæta gæsluvarðhaldi til 23. janúar
nk. Hann viðurkennir ekki brotið
og hefur þegar kært úrskurðinn til
Hæstaréttar.
Tildrög óljós
Tildrög málsins eru óljós en svo
virðist sem konan, sem er 26 ára,
hafi hitt manninn á laugardag og
farið með honum heim til hans í
hús við Hjarðarhaga í Reykjavik.
Þau munu ekki hafa þekkst áður.
Þar á meint frelsissvipting og
nauðgun að hafa átt sér
stað. Konan komst aö
lokum út úr íbúðinni og
náði að gera lögreglu
viðvart. Lögreglan hand-
tók síðan manninn á
heimili hans.
Að sögn konunnar
hélt maðurinn henni
nauðugri í ibúð sinni
klukkustundum saman
ásamt því að nauðga
henni. Hún lagði á flótta
frá honum þegar hann
sofnaði. Málið er litið
mjög alvarlegum augum
innan lögreglunnar.
Maðurinn hefur ekki
áður komið viö sögu lög-
reglu.
-HI/-RR
Maðurinn leiddur í héraðsdóm þar sem gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir. DV-mynd s
ESB hliðrar til í Kyoto
Evrópusambandið virðist nú reiðu-
búið að hliðra til fyrir ríkjum sem
fara fram á að tillit verði tekið til sér-
stöðu þeirra náist samkomulag um
sameiginleg markmið á loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna i Kyoto í
Japan. „Evrópusambandið gaf þeim
hugmyndum undir fótinn að tekið
yrði tillit til aðstæðna ýmissa ríkja ef
Bandaríkin, Evrópusambandsríkin og
Japan gengjust öll undir sömu mark-
mið,“ sagði Tryggvi Felixson, deildar-
stjóri í umhverfisráðuneytinu sem fer
fyrir sendinefnd íslands i Kyoto, í
samtali við DV í gær.
Tryggvi sagði að þetta hefði komið
fram á fréttamannafundi ráðherra
ESB sem þeir héldu eftir óformlegan
fund sin á milli. Evrópusambandið
teldi ásættanlegt að fallast á sjónar-
mið smáríkja standi helstu iðnríki
heims í sömu sporum hvað snertir
losun gróðurhúsalofttegunda út í and-
rúmsloftið. Tryggvi sagði að Banda-
ríkjamenn hefðu gefið til kynna á ráð-
stefnunni að þeir hefðu skilning á sér-
stöðu íslendinga en ekki væri hægt að
segja fyrir um hver niðurstaðan yrði,
þó svo að þetta vekti aukna bjartsýni
hjá sendinefndinni.
Hins vegar er ekkert sem bendir til
þess enn þá að Evrópusambandið og
Bandaríkin verði einhuga um mark-
mið. Bandaríkjamenn hafa lýst því
yfir að þeir séu reiðubúnir að ná út-
blæstri gróðurhúsalofttegunda á sama
stig og hann var árið 1990 og að þeir
stefni að þvi markmiði 2008- 2012.
Ráðamenn ESB leggja aftur á móti til
að dregið verði úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda um 15% árið 2010.
Ritt Bjerregaard, umhverfisstjóri
Evrópusambandsins, hefur hafnað öll-
um málamiölunartillögum þar sem
ESB-ríki taka á sig meiri skerðingu
en t.a.m. Bandaríkin og Japan. Miklar
væntingar hafa því verið bundnar við
komu Als Gore, varaforseta Banda-
ríkjanna, til Kyoto í dag. Ráðstefn-
unni lýkur á miðvikudag.
Metnaðarleysi stjórnvalda
Samtökin Óspillt land (SÓL) í Hval-
firði hafa sent frá sér yfirlýsingu þar
sem þau harma metnaöarleysi ís-
lenskra stjórnvalda sem birtist í af-
stöðu þeirra til hugmynda sem komið
hafa fram á umhverfisráðstefnunni í
Kyoto. Þar segir að sérstaða Islend-
inga sé fólgin í hreinum og vistvæn-
um orkugjöfum og því megi íslensk
stjórnvöld ekki vera dragbítar á þró-
un umhverfisverndar á alþjóðavett-
vangi og vinna þar með gegn eigin
hagsmunum og jarðarbúa.
Þá hefur Samband ungra sjálfstæð-
ismanna mótmælt harðlega hugmynd-
um um skatta sem á að leggja í þágu
umhverfsverndar eins og umhverfis-
ráðherra hefur látið í veðri vaka.
Mengunarskattar séu móðgun við
neytendur og slík neyslustýring úr
takti við nútímann. -Sól.
Síbrotamanni sleppt og hann gómaður á ný:
Bauð fórnarlamb*
inu að kaupa þýfið
Mennimir tveir sem réðust inn á
heimili öryrkja í síðasta mánuði hafa
Tilboð DV og Miðheima hittir i mark:
Gríðarleg
eftirspurn
Áskrifendur DV hafa tekið
tölvu- og Internettilboði blaðs-
ins og Miðheima vel. Sölufólk
hefur um helgina vart haft und-
an að taka niður pantanir og
gefa upplýsingar um tilboðið, en
boðið er upp á margmiölun-
artölvu með mótaldi og inter-
netáskrift fyrir verð sem er
langt undir markaðsverði.
Vegna gríöarlegrar eftir-
spurnar hefur ekki reynst unnt
að tengja alla þá sem hafa keypt
tölvur frá því á föstudaginn og
um helgina Internetinu. Þeir
munu hins vegar ná sambandi
við Miðheima síðar í dag.
Útlit er fyrir að þær tölvur
sem til eru nú þegar muni klár-
ast fljótlega en reynt verður að
fá fleiri tölvur til landsins með
flugi ef svo fer. Þá munu DV og
Miðheimar kynna nýtt tilboð til
þeirra áskrifenda DV sem eiga
tölvu á allra næstu dögum. Til-
boðið mun fela í sér mjög góð
kjör á mótaldi og áskrift að Mið-
heimum.
-aþ
nú verið úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald. Þeir losnuðu úr haldi á miðviku-
daginn eftir að Hæstiréttur ógilti
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms
yfir mönnunum.
Annar þeirra var aðeins búinn að
vera laus úr haldi í sólarhring þegar
hann braust inn í geymsluhúsnæði
við Skipholt og stal þaðan ýmsum
munum. Hann náðist og var yfir-
heyrður af lögreglunni en var síðan
sleppt.
Á fostudag fór hann síðan öðru
sinni inn á heimili mannsins sem
hann hafði ráðist á í síðasta mánuði
og bauð honum að kaupa af sér þýfið
sem hann hafði rænt frá honum.
Hann bauð fyrst 100.000 krónur en
lækkaði sig síðan eitthvað. Þegar
maðurinn sá sér ekki fært að taka því
boði fór hann út og stal litlu ferðasjón-
varpstæki frá honum í leiðinni.
Þá um nóttina fór maðurinn
ásamt félaga sínum í hús í austur-
bæ borgarinnar. Þar var þeim boðið
inn og þeir notuðu tækifærið og
stálu ýmsum munum frá húsráö-
anda um leið og þeir yfirgáfu stað-
inn, m.a. örbylgjuofni, sjónvarps-
tæki og hljómflutningstækjum.
Á laugardag voru þeir síðan
handteknir af lögreglunni í Kópa-
vogi þar sem annar þeirra var grun-
aður um ölvun við akstur. I bílnum
fannst hluti af þýfinu sem þeir
höfðu stolið á þessum tveimur stöð-
um.
Sá sem fleiri rán framdi hefur nú
verið úrskurðaður í gæsluvarðhald
í allt að sex vikur. Hinn var úrkurð-
aður í allt að einnar viku gæslu-
varðhald. -HI
Tveir drukku smjörsýru:
Hjartað hætt að slá
Tveir menn voru fluttir á sjúkra-
hús aðfaranótt laugardagsins með
krampaköst eftir að þeir höfðu neytt
smjörsýru. Það voru vegfarendur
sem sáu bíl tvímenninganna hökta
á Háaleitisbrautinni og stöðvast að
lokum. Þeir kölluðu strax á sjúkra-
bíl þegar þeir sáu hvers kyns var.
Hjarta annars þeirra var hætt að slá
þegar sjúkraflutningamenn komu á
vettvang. Beitt var hjartahnoði og
voru þeir síðan fluttir á sjúkrahús.
Annar þeirra fór heim strax um
nóttina og hinn síðar um daginn.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu hefur þetta efni verið selt hér
sem fljótandi ecstacy. Hins vegar sé
þetta efni allt öðruvísi en e-töflum-
ar. Smjörsýran sé þó engu að síður
stórhættuleg fyrir fólk. -HI
Slys á Reykjanesbraut
Tveir bílar lentu í hörðum
árekstri á Reykjanesbraut sunnan
Kúagerðis í fyrrinótt. Ökumenn
voru einir í bílunum og slasaðist
annar þeirra alvarlega en er ekki í
lífshættu. Reykjanesbraut var lok-
uð í um tvo tíma eftir slysið.
Eldur í skreytingu
Slökkvilið Reykjavíkur var í gær
kallað út að veitingastað í Kringl-
unni síðdegis í gær þar sem kvikn-
að hafði í kertaskreytingu. Gestir
náðu að slökkva eldinn en lögregl-
an reykræsti veitingahúsið.
Ekki sálfræðingur
Formaður Sálfræðingafélags Is-
lands segir að Esra Pétursson hafi
ranglega ;erið titlaður sálfræðing-
ur í fréttum.
Það sé hann
ekki, heldur
sálkönnuður
sem sé annar
handleggur
heldur en hinn
lögvemdaði tit-
ill sálfræðing-
ur.
Verkfall samþykkt
Vélstjórar í Vestmannaeyjum
samþykktu boðun vinnustöövimar
á stórum skipum með 1501 kW vél
og stærri. Atkvæði voru talin í
gær. Á kjörskrá vora 14.13 greiddu
atkvæði. Já sögðu átta en fimm
nei. Verkfall hefst á miðnætti 1.
janúar nk. samkvæmt frétt frá
Helga Laxdal, formanni Vélstjóra-
félags íslands.
Stór Sjálfstæðisflokkur
Sjálfstæðisflokkurinn fengi
49% atkvæða ef kosið yrði nú.
Þetta kemur fram í nýrri skoð-
anakönnun Gallup. Samkvæmt
henni nýtur ríkisstjómin einnig
mikils stuðnings. RÚV sagði frá
þessu.
Atlanta í Arabíu
Flugfélagið Atlanta hefúr gert
þrjá stórsamninga við Sádi-Araba
um verkefni
fýrir fimm þot-
ur, þar af fjórar
breiðþotur.
Samningarnir
era upp á 2,5
milljarða króna ,,
og munu 350
manns starfa á
vegum Atlanta vegna þeirra og
annairar starfsemi félagsins í land-
inu. í nýju samningunum er kveö-
ið á um áætlunarflug innanlands,
auk flutninga á pílagrímum og er-
lendum starfsmönnum til og frá
Sádi-Arabíu.
Skinnaiðnaöur hagnast
Búist er við að hagnaður Skinna-
iðnaðar hf. verði 45 milljónir á
nýju rekstrarári, en á nýloknu
rekstrarári varð hann 39,5 milljón-
ir króna og eiginfjárhlutfall hækk-
aöi úr 36% í 49,1%.
Ótæk samkeppni
Stjórn SUS harmar það skref
sem Halldór Blöndal samgönguráð-
herra og stjórn P&s hefur tekið að
hefja sendingar á sjónvarpsefni um
breiðband P&S. Ríkisfyrirtæki eigi
ekki að fara út í samkeppni viö
einkaaöila á frjálsum markaði.
Nýtt stéttarfélag
Nýtt verkalýðsfélag, Dagsbrún
stéttarfélag vai
og Framsókn
stofhað í gær. í
nýja félaginu
sameinast
Verkamanna-
félagið Dags-
brún og Verka-
kvennafélagið
Framsókn. Fé-
lagsmenn í __________
nýja félaginu era á sjöunda þús
und manns og félagssvæðið næi
yfir Reykjavík, Kópavog, Sel
tjamames, Mosfellsbæ og Kjalar
nes að Botnsá í Hvalfirði. For
maður er Halldór Bjömsson.