Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útg>áfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttasfjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingasfjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Klaufarnir í Kýótó Undirbúningi íslendinga fyrir fundinn um loftslagsbreytingar í Kýótó var alvarlega áfátt. Það birtist í því að fjölmenn sendinefnd íslands hefur ekki lagt fram neinar tillögur, og virðist vaða í villu og svíma um tilgang fararinnar. Þegar formaður íslensku sendinefndarinnar er spurður í fjölmiðlum um tillögur hennar fer hann undan í flæmingi. Mál sem varðar framtíð búsetu á íslandi er allt í einu orðið að leyndarmáli sem kontóristar halda útaf fyrir sig á japönskum hótelherbergjum. Umhverfisráðherra hefur sjálfur sagt að árið 2000 muni losun skaðlegra lofttegunda fara tugum prósenta fram úr því marki sem íslensk stjómvöld höfðu skuldbundið sig til að stefna að. Andspænis þessari staðreynd verkar það farsakennt að helsta markmið íslenskra ráðamanna á fundinum í Kýótó er að fá leyfi til að menga meira. Helsta ósk stjómvalda er að fá sérstaka heimild til að reisa hér fjölda erlendra stóriðjuvera, sem meira en tvöfalda núverandi losun okkar á skaðlegum lofttegundum. Hinn atorkusami iðnaðarráðherra hefur lagt fram ítarlega skýrslu á Alþingi þar sem stóriðjuáformin eru kynnt. Þar kemur fram að undirbúningur sumra er svo langt kominn að framkvæmdir geta hafist á alira næstu misserum. Jafnvel frá skammsýnum sjónarhóli þeirra sem kæra sig kollótta um áhrif loftslagsbreytinganna á ísland næstu aldar er þetta viðhorf fjarri hagsmunum íslendinga. Af hverju halda menn að erlend stóriðju- fyrirtæki séu í biðröð eftir því að ná táfestu á íslandi? Af því að ísland er eina landið í heiminum þar sem enn er hægt að kaupa raforku á tombóluprís! Erlendu stórfyrirtækin gera sér mæta vel grein fyrir því að jafnvel þótt ekki náist lagalega bindandi samningur í Kýótó mun umræðan á fundinum og í kjölfar hans leiða til þess að orkuverð mun á næstunni hækka alls staðar í heiminum. Hvarvetna eru uppi ráðagerðir um að setja sérstakan útblástursskatt á mengandi framleiðslu, og hvert mannsbarn getur sagt sér að orkuverð hækkar að sjálfsögðu í kjölfarið. Þess vegna eru það hagsmunir íslands að halda að sér höndum um samninga um sölu á orku. Orkumarkaðurinn er líklegur til að gjörbreytast á stuttum tíma og aðrir kostir til orkusölu, til dæmis um streng til útlanda, kynnu að verða langtum arðvænlegri fyrir landið en stóriðjan sem lifir í draumum skammsýnna stjórnmálamanna. Hið eina sem hefur komið á mannamáli frá stjórnvöldum um stefnuna í Kýótó varðar nauðsyn þess að íslendingar fái sérstöðu sína metna. Gott og vel. í samningum er eðlilegt að menn fari eins langt og viðsemjandinn getur fallist á. Sérstaða íslands felst hins vegar ekki í því að fá undanþágu til að koma hér upp mengandi stóriðju. Hin raunverulega sérstaða okkar birtist í þeim skelfilegu upplýsingum sem virtir vísindamenn hafa lagt fram á fundinum í Kýótó. Samkvæmt þeim er ekki útilokað að hlýnun andrúmsloftsins leiði til mikillar staðbundinnar kólnunar á íslandi ef Golfstraumurinn hættir að streyma hingað með hlýsjó sunnan úr höfum. Wallace S. Broecker, sérfræðingur í veðurfarssögu, lýsti afleiðingunum í viðtali við Washington Post í síðustu viku: „...ísland myndi grafast undir ís njður að sjávarmáli. íbúamir yrðu að yfirgefa það.“ Þetta er hin raunverulega sérstaða íslands. Á meðan biðja klaufamir í Kýótó um leyfi til að menga meira. Össur Skarphéðinsson Eitt helsta auðkenni þeirra kramaratíma, sem við lifum, er linnulaust auglýsingaflæði sem hvolfist einsog syndaflóð yfir landslýðinn hvern dag sem Guð gefur og er í algleymingi í skamm- deginu, þegar kauptíð jólanna gengur í garð. Ekki skal því neit- að að auglýsingar eigi fullan rétt á sér og þjóni einatt þörfum þegn- anna, enda hafa þær tíðkast frá- því blöð og tímarit hófu göngu sína og raunar lengur. Við værum illa stödd ef ekki væru auglýsing- ar um hverskyns mannfundi og menningarviðburöi, mannslát og jarðarfarir, húsnæði og atvinnu, ferðalög og fyrirgreiðslu hvers- konar, og þannig mætti lengi telja. Nei, það eru ekki sjálfar auglýs- ingamar sem ástæða er aö fetta fingur útí, heldur afkáralegt inn- tak þeirra margra og yflrfljótandi magnið, síbyljan sem dynur á manni frá morgni til miðnættis. Við þessu er vísast ekkert að gera, úrþví auglýsendur trúa á áhrifa- mátt þessa tiltekna tjáningar- forms og neytendur láta að því er virðist leiða sig á asnaeyrunum í það óendanlega. Og ekki má gleyma því að blöð, tímarit og ljós- vakamiðlar hafa verulegan hluta tekna sinna af auglýsingum, sem er að vísu tvíeggjað, meðþví aug- lýsendum er þannig fengið úr- slitavald um, hvaða fjölmiðlar fá að lifa. Hroövirkni Auglýsingastofur eru orðnar legíó og raka saman fé, enda munu fáar atvinnugreinar njóta viðlíka tiltrúar og auglýsingageir- inn. Hann sér ekki einungis um Auglýsingageiranum er jafnvel faliö að „hanna“ frambjóðendur - til for- setakjörs, sveitarstjórna eða Alþingis. Auglýsingafár að kynna og selja all- an þann varning, bæði nauðsynlegan og einskisnýtan, sem í boði er hverju sinni, heldur skapar hann sífellt nýjar ímyndir og þarfir. Honum er jafnvel falið að „hanna“ frambjóð- endur, hvort heldur er til forsetakjörs, sveitarstjórna eða Al- þingis. Það sem ég hef helst útá gegndar- laust auglýsingafárið að setja er sjálfum gleði auglýsingafurst anna og tiltrú aug- lýsenda á færni þeirra og óskeikul- leik. í því sambandi koma mér í hug þrjú hláleg dæmi. Fyrir nokkrum árum skipu- lagði ég ferð til Grikk- lands á vegum stærstu ferðaskrif- stofu landsins, Sam- vinnuferða-Landsýn- ar. Útbjó ég eftir bestu getu ferðalýsingu og skilaði henni, en forráðamönnum ferðaskrifstofunnar þótti hún Kjallarinn Siguröur A. Magnússon rithöfundur ekki nógu fagmann- leg og sendu hana á auglýsingastofu sem skyldi útfæra hana og skila henni í við- unandi formi. Þegar hún barst mér í hendur var hún nán- ast óskiljanleg, mál- farið frumstætt, flest nöfn vitlaust stafsett og leiðalýsingar afl- ar meira og minna brenglaðar, í stuttu máli sagt: hrein hrákasmið. Lakleg ensku- kunnátta Um langt árabil sótti- ég Sundhöllina „Sannleikurínn er því miöur sá, aö fæstir þeirra sem viö auglýs- ingagerö fást eru nema í meöal- lagi vel heima í móöurmálinu og varla nema stautfærir á enska tungu. “ í Reykjavík og lét fara í taugarnar á mér stuttan texta á ensku sem festur var á dyr hvers búnings- klefa. Þar voru í einni einustu setningu fjórar stafaviflur. Þegar ég seint og um síðir kvartaði yílr þessu við forstjórann, kvað hann þekkta auglýsingastofu bera ábyrgð á textanum og lét þarvið sitja. Ekki var skipt um texta fyrren mörgum árum eftir að- finnsluna. Við vistlega sundlaugina á Hót- el Loftleiðum var í mörg ár áber- andi ensk áletrun á einum veggn- um, rangt stafsett. Þegar ég gat þess við starfsmann á hótelinu, að við hæfi væri að leiðrétta hana, meðþví þúsundir enskumælandi manna legðu leið sína í sundlaug- ina, fékk ég svipuö svör: þekkt auglýsingastofa hefði hannað text- ann og fokdýrt yrði að leiðrétta hann. Nú hafa veggir hinsveg- ar verið endumýjaðir og áletr- unin afmáð. Þessi þrjú dæmi eru í mín- um huga staöfesting á ofurtrú saklausra eða fákænna aug- lýsenda á hæfni auglýsingafyr- irtækja. Sannleikurinn er því miður sá, að fæstir þeirra sem við auglýsingagerð fást eru nema í meðallagi vel heima í móðurmálinu og varla nema stautfærir á enska tungu. Sigurður A. Magnússon Skoðanir annarra Mjólkursamsalan að hlutafélagi? „Eigendur Mjólkursamsölunnar hafa fullan um- ráðarétt yfir fyrirtækinu í samræmi við reglur full- trúalýðræðisins. Ef meirihluti félagsmanna í sölu- samlaginu vildi til dæmis breyta Mjólkursamsöl- unni í hlutafélag þá yrði það gert. Hið sama á við um Osta- og smjörsöluna og Mjólkurbú Flóamanna." Guðlaugur Björgvinsson í Mbl. 5. des. Fíkniefni og fordómalaus umræða „Leiðir til úrbóta í fikniefnamálum hafa verið til umfjöllunar hér í Vef-Þjóðvfljanum og víðar að und- anfornu. Hefur verið hvatt til fordómalausrar um- ræðu um það mál enda hafa verið færð fyrir því margvísleg rök að hefðbundnar aðferðir í baráttunni við fikniefnavandann, þ.e. boð og bönn, lögregluað- gerðir og tolleftirlit hafi ekki skilað miklum árangri. Þess vegna sé full ástæða til að ræða i alvöru hvort tilslakanir i löggjöf geti átt þátt í því að koma þess- ari neyslu upp á yfirborðiö, draga þannig úr ofur- valdi harðsvíraðra afbrotamanna á þessum markaði og jafnframt gert mönnum auðveldara að takast á við vanda þeirra einstaklinga, sem misst hafa fót- anna í neyslu þessara efna.“ Úr forsíðugrein Vef-Þjóðviljans 4. des. Umboðsmaður skattgreiðenda „Skattgreiðendur hafa átt undir högg að sækja í samskiptum við skattayfirvöld. Það má til dæmis benda á að frestir sem skattgreiðendur hafa til að svara fyrirspurnum eru miklu styttri en þeir frestir sem skattayfirvöld taka sér til að afgreiða mál. Það hafa komið upp ákveðin tilvik á undanfórnum árum sem benda til þess að þetta sé nauðsynlegt embætti til að réttur gjaldenda sé að minnsta kosti jafn mik- ill rétti ríkisins." Þorvarður Gunnarsson í 48. tbl. Viðskiptablaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.