Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 44
52 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997 Kapítalisminn „Hann getur útrýmt heilum þjóð- um og eyðilagt samfélög sem flækj- ast fyrir markaðslög- málum hans og græðgi. Hann getur og átt endastöð i mafíuveldi sem af- greiðir eiturlyfja- sölu, mútur, morð og fleira sem hverja aðra spurningu um framboð og eftir- spurn. Árni Bergmann, í DV. Skuldum framtíðinni „Við sem búum í Reykjavík skuldum framtíðinni það að hreinsa upp eftir okkur.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, í Morgunblaöinu. Ruglið „Mér finnst þetta í raun svo mik- ið rugl að mig stórundrar að það fólk sem stendur að þessu sé á tveimur fótum, með augu og eyru og öllu sem því tilheyrir." Konráö Eggertsson hrefnuveiðimað- ur, um þá hugmynd að sleppa Keiko í Eskifjörð, í Degi. Ummæli Svíf við yfirborðið „Strákarnir mínir eru að gefa þetta út, ég er fiskur og svíf bara svona við yfirborðið, hef aldrei ver- ið neitt í bissness.“ Karl Jónatansson harmonikkuleik- ari, í Degi. Ætti að stunda heimatrúboð „Mér virðist að Þröstur Helgason ætti fremur að stunda heimatrú- boð en skrifa bók- menntagagnrýni." Hrafn Jökulsson, í Morgunblaðinu. Sílspikaðir jólasveinar „Tilfmningavella er menningar- sjúkdómur sem sést að staðaldri í sápuóperum. Hún nær sennilega há- marki í desember þegar sílspikaður skrokkur ameríska jólasveinsins birtist í búðargluggum, á auglýs- ingabæklingum og í sjónvarpi." Kristján Jóhann Jónsson rithöfund- ur, í DV. Stefna Bandaríkj- anna í málefnum Miðausturlanda Cameron Hume, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna í Alsír, flytur fyrirlestur um stefnu Banda- ríkjanna í málefnum Miðaustur- landa á fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs í Sunnusal á Hótel Sögu mánudaginn 8. desember kl. 17.00. Fundurinn er opinn félagsmönnum en auk þess öllu áhugafólki um umræðuefnið. Kvenfélag Grensássóknar Kvenfélag Grensássóknar verður með jólafund í safnaðarhennilinu í kvöld kl. 20. Séra Ólafur Jóhanns- son flytur hugvekju. Söngur upp- lestur, happdrætti og fleira til skemmtunar. Góðar veitingar. Vel- komið að taka gesti með. Samkomur Skyndikynni við listamann Á sýningunni Aðfóng 1997 á Kjar- valsstöðum er boðið upp á stutta kynningu eða leiðsögn i hádeginu virka daga. Fjallað verður um eitt verk á dag og eru það listamenn sem fjalla um eigin verk. Miðað er við að leiðsögin taki um 10 mínútur og hefjist kl. 12.30. í dag mun Jó- hann Torfason fialla um verk sitt. Félag eldri borgara í Reykjavík Söngvaka verður í Risinu kl. 20.30 í kvöld. Stjórnandi er Hans Jörgensson og undirleik annast Sig- urbjörg Hólmgrímsdóttir. kejko NEFNP' Hj tná eKKi vant-a -flavCtútn —— i» "i ’rivemtg 'VieldufnSu e-fvi^ sk vrowi lavwdi^ uppoa KiBHuvh T?£.2a4€.yI3vicJ ? / Ra.v>davtn VCevMOi- Vlvorí koío IM viis a'V’Siua* ov»a TiHng' laaa esa^ „ . .... ___ VMÍIiÍÓM Ipfesav vinortvin f* dfiááeyudor oem eiiAi byrjöraS Kváoo Hbvna fcyrjöt Wd5a f S19 •fyHr alv^ro J ^ \ (JIAT „<■ “ > óncffSi^ Saw f dýrfó Vtl'/tor Zðlnáfá öwtfe.'pQ owi SKo5a ViawiO ð irverju ari ? irbiwqar vevtSa eiw t. •faldleQa öo •fara lavid- vegWwá^jo- ini^synist ■Vnðnnf ao^ljóst ^KKert wat/ \/ícS or- eiduiM MoKKor yéw <^rr fiaKvinnslo- Om þeivM y ( Uót&l ftDlðkliM LE'6G VERei HÆKKRPiR SJÚKOM 06 ELO- HtföMUHTJiJfóS 39 STRWDR STRflOM SF'kOSlWflPlMOH W'mm » wmm Logi Úlfarsson framkvæmdastjóri: Sé bara rautt í íþróttum DV, Suðurnesjum: „Rekstur fyrirtækisins hefur gengið ágætlega á árinu sem er að líða og töluverð aukning orðið í sölu. Fram til þessa hefur fyrirtæk- ið eingöngu mátt selja innlendar framleiðsluvörur en frá og með næstu áramótum verður breyting þar á. í kjölfar útboðs á verslunar- rekstri sl. sumar mun íslenskur markaður hefja sölu á ýmsum er- lendum vörum jafnhliöa og gerðar verða nokkrar breytingar á skipu- lagi verlsunarinnar," sagði Logi Úlf- arsson, framkvæmdastjóri íslensks markaðar hf., í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar á Keilavikurflugvelli. „Við hjá íslenskum markaði hlökkum til að takast á við nýjar að- stæður. Við höfum ýmislegt á prjón- unum en það á eftir að koma í ljós hvað það verður nákvæmlega. Hins vegar er ljóst að kostnaðurinn við reksturinn hér á eftir að aukast mikið og það er svo okkar verkefni að sjá til þess að tekjumar aukist meira en þær era nú.“ Miklar breytingar eiga eftir að verða frá áramótum í flugstöðinni þegar nýjar verslanir hefja þar rekstur. „Ég tel að þær breytingar sem verða verði flugstöðinni mikil lyftistöng. Hér verða margar nýjar glæsilegar verslanir og meira og áhugaverðara vöruframboð fyrir flugfarþega. Ég hef fylgst með þess- ari flugstöð í 10 ár og séð margar tillögur lagðar á borðið en það var ekki fyrr en nú að það tókst með sainstilltu átaki stjórn- valda að koma þessum breyt- ingum í gegn. Ég lít þó þannig á að hér sé aðeins um fyrsta áfanga að ræða, og verð ekki ánægður fyrr en allur verlsunarrekst- ur hér verður í höndum einka- aðila. Vonandi eiga þessar breytingar eftir að verða fiug- stöðinni og far- þegum hennar til mikilla heilla." Logi er mikill áhugamaður um íþróttir og mikill Vaisari. „Ég er ekki viss um að fólk átti sig á því að það mætti halda að það hafi verið skilyrði fyrir rekstri verslana hér í flugstöðinni að menn væru Valsarar. Sævar Jónsson í Leonard, Ólaf- ur Jónsson með íþróttaverslun og ég erum allir í þeim trúflokki. Ann- ars sé ég yfir- leitt bara rautt í íþróttalegu til- liti. Ég held með Val, Manchest- er Utd. og Chicago Bulls, en hins vegar held ég með Njarðvík í körf- unni hér heima, enda vil ég alltaf vera á toppnum." Logi er kvænt- ur Brynju Ver- mundsdóttur, leikskólastjóra í Njarðvík, og eiga þau þrjá stráka, Bjarka, 19 ára, Breka, 15 ára og Boða, 9 ára. -ÆMK Logi Úifarsson. DV-mynd Ægir Már Maður dagsins Myndgátan Lausn á gátu nr. 1978: EyÞoR,- Skýj amyndun. Myndgátan hér aö ofan lýsir oröasambandi. íslenskur jólasveinn kemur í Sí- vertsen-húsið. Jólí Sívertsen- húsinu Byggðasafn Hafnarfjarðar mun standa fyrir jóladagskrá fyrir leikskóla bæjarins dagana 8.-19. desember í Sívertsen-hús- inu, Vesturgötu 6. Gert er ráð fyrir að tekið verði á móti 20 börnum í einu og hefur hver hópur eina klukkustund í hús- inu. Fyrst er börnunum boöið i skoðunarferð um húsið þar sem þeim er sagt frá jólunum i „gamla daga“ og lífinu í bæn- um. Að því loknu kemur „ís- Skemmtanir lenskur” jólasveinn sem syngur og dansar og segir þörnunum sögur. Fyrstu hópamir koma kl. 9 um morguninn og þeir síðustu kl. 16. í fyrra komu yflr 1000 leikskólaböm og leikskólakenn- arar á þessa dagskrá. Gert er ráð fyrir að þau verði enn fleiri í ár. Bridge ♦ * ♦ * 4 44 ♦ 4 4 KG3 •4 KDG103 ♦ 6 4 G642 4 «4 ♦ 4 N V A S Vestur Norður Austur Suður 24 3-f 34 54- dobl p/h Austur á útspil eftir þessar sagn- ir (enginn á hættu) og það skiptir öllu máli hvaða spil hann velur. Tveggja spaða opnun vesturs er tartan-sagnvenja, lofar 5 spöðum, 4+ spilum í láglit og undir opnunar- styrk. Dobl vesturs sýnir góðan varnarstyrk miðað við opnunina. Þegar spilið kom fyrir í leik sveita Gylfa Baldurssonar og Landsferða í sveitakeppni BR síðastliðinn mið- vikudag ákvað austur að spila hjartakóngnum út. Það reyndist ekki vel í þessari legu: 4 52 44 5 4 KD985 4 ÁKD105 4 ÁD764 V 62 ♦ Á 2 4 9873 4 1098 44 Á9874 4- G10743 4 - Sagnhafi gat hent öllum þremur spöðum sínum í blindum niður í lauf og tapaði aðeins einum slag á tígul. Hann gat því skráð 650 í sinn dálk og bjóst við að græða vel á spil- inu. Spilið féli hins vegar í uppgjör- inu, því sama útspil kom út gegn sama samningi á hinu borðinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.