Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 39
Vinir og ættingjar erlendis þurfa ekki að fara í jólaköttinn, þó jólagjöfin til þeirra sé sein fyrir. EMS Express Mail Service og TNT Express Worldwide eru á hraðferð um allan heim, nætur og daga, fyrir jólin. Express Mail Service ] Express Worldwide Á'u6<2c/i Instant fisherman veiðistöngin komin W j V Sportbuð • Títan fn Seljavegur 2 9 Pósthólf 1180 101 Reykjavlk TITAN Slmi 551 6080 Fax 562 6488 Opið mán. - fös. 9-18 laugard. 10-14 MANUDAGUR 8. DESEMBER 1997 J.J. Soul Band - City Life: ★★★ Engum líkir lenning Dan Cassidy - On the Fiddle: ★★^ Flinkur fiðlari J.J. Soul Band rær á önnur mið en aðrar íslenskar hljómsveitir. Tónlistin er ... ja, það er nú það. Hún er djössuð, með blúsuðum und- irtónum hér og þar. Það bregður víða fyrir suður-amerískum töktum og meira að segja suðurríkjalegu dixílandi. Tónlistin er rokkuð hér | og þar og síðan engilblíð skömmu síðar. Er þetta ekki formúlan fyrir því sem kallað er bræðingur, tónlist hins meðvitaða hlustanda? J.J. Soul Band sendi frá sér ágæta plötu, Hungry For News, fyrir nokkrum árum. Sú nýja, City Life, er í rökréttu framhaldi af þeirri gömlu. Sem sagt engar krappar elgs- beygjur enda er hljómsveitin greini- lega ekki á þeim buxunum að end- astingast á tónlistarbrautinni. Göm- | ul gildi eru virt og það sem nýrra er svo sem hip hop, drum’n’bas og hvað það heitir nú allt er virt að vettugi. Enda nógir til að fást við það. Titillag City Life vann til verð- launa í ameriskri lagakeppni fyrr á þessu ári. Auðheyrilega er einna mest i það lagt af lögunum þrettán á plötunni. Það er útsett undir áhrif- um frá Steely Dan og er ágætlega áheyrilegt. Waiting Tables límir sig einnig fljótt í hugskotiö og litli vals- inn Intimate Letters sömuleiðis. Your Old Wagon og Go Find A Milli- oner eru fin og hefði hið síðara að skaðlausu mátt vera með gamaldags lúðrahljóm. Fleiri lög mætti benda á en ég læt þessi nægja. Sérkenni J.J. Soul Band er framl- ínumaðurinn, söngvarinn, J.J. Soul. Röddin er eiginlega komin yfir kam- elstigið og yfir á Chesterfield eða eitthvað þaðan af sterkara þegar djúpt er sungið! Aðrir í hljómsveit- inni fylgja honum prýðilega. Eng- inn yfirspilar annan og heildin er viðfelldin áheymar. Sem sagt: City Life er ein af eftir- tektarverðari plötunum á markaði á þessu hausti. Og greinilega ætluð til útflutnings þar eð allar upplýsingar eru hvort tveggja á íslensku og ensku. Ásgeir Tómasson. Póstur og sími býður sérstakt jólatilboð á hraðsendingum, allt að 5 kg., til útlanda. Tilboðið gildir frá 1. -18. desember, á öllum póst- og símstöðvum og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Allar sendingar komast hratt og örugglega á áfangastað. Alþjóðlegt dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum og næturflug 6 sinnum í viku eykur enn á öryggi og hraða þessara sendinga. Viðtökustaðir hraðsendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300, fax 550 7309. Gjaldskrá Evrópa: kr. 3.900,- N-Ameríka og Asía: kr. 4.900,- Önnur lönd: kr. 5.900,- Opið daglega kl. 8:30-18:00, laugardaga kl. 9:00-12:00, laugardaginn 13/12 kl. 9:00-18:00, laugardaginn 20/12 @megin:Sú Sigga Beinteins sem birtist okkur á plötunni Sigga er talsvert ólík Siggu á rauða kjólnum og náttúrlega allt öðru vísi en gamla góða og löngu horfna Sigga sem söng með henni Kikk í gamla daga. Sú nýjasta er yfirveguð, ofur- slípuð víðast hvar og virðist einna helst ætla að herja á aðdáendahóp Celine Dion og annarra svonefndra chanteuse-söngkvenna með nýju plötmmi sinni. Sigga Beinteins er best þegar hún lætur tilfinningu ráða túlkuninni. Ein eða tvær falskar nótur skipta þá engu máli. Á plötunni Sigga er hún komin á ofvinnslústigið. Söng- röddin er góð sem fyrr en yfirveg- unin er einhvem veginn þvinguð. Sigga hefur líka alla jafna haft stuðning hljómsveitar á bak við sig, rokksveitar eða poppsveitar eftir at- vikum. Að þessu sinni eru þaulvan- ir sessionmenn komnir til leiks. All- ir standa þeir sig vel hver með sitt Halli Reynis - Trúbador: ★★V Ódýrar hraðsendingar til útlanda fyrir jólin Sigríður Beinteinsdóttir - Sigga ★★ Lyftur, ferjur og flugvellir PÓSTUR OG SÍMI HF HRAÐFLUTNINGSDEILD sími 550 7300 fax 550 7309 Dan Cassidy er bandarikjamaður sem dvalið hefur hér á landi í nokkurn tíma og er sjálfsagt þekkt- astrn- fyrir að spila með hinni eld- hressu hljómsveit Pöpunum. Cassidy er flinkur fiðlari sem greinilega á rætur sínar að rekja í kántrífiðlunni eins og kemur ber- lega fram í tveimur lögum á nýrri plötu hans, Om the Fiddle, The Devil Went Down to Georgia, fyrsta lagi plötunnar og The Orange Blossom Special, sem er síðasta lag- ið á plötunni. Þessi tvö frægu „kán- trífiðlulög" eru geyslega vel spiluð af Cassidy. Lögin eru í hefðbundn- um útsetningum og er valinn maður í hverju plássi. Dan Cassidy er fleira til lista lagt, hann syngur ágætlega, nær sér best á strik í söngnum í hinu ágæta lagi Lennons/McCartneys, For No One sem ekki heyrist oft. Helsti galli On the Fiddle er hversu sundurlaus hún er, það er hoppað úr einu i annað og má segja að hvert lag standi betur eitt sér heldur en platan i heild. Útsetning- ar eru vel unnar og er gaman að heyra hvemig Cassidy og félagar ná út úr Tea for Two hljómgæðum sem grammófónhlustendur þurftu að búa viö á fjórða áratugnum. Það er eins og Django Reinhardt og Steph- ene Grapelli séu mættir til leiks. Einn kafli á plötunni er ótalinn, er það hlutur Evu Cassidy, en plat- an er tileinkuð minningu hennar. Eva var systir Dans, efnileg söng- kona sem lést aðeins þrjátiu og þriggja ára gömul. Á plötunni eru þrjú lög sem hún syngur, meðal annars Fever. Eva hefur haft allt að bera til að vera góð söngkona og hún gerir lögunum góð skil. Hilmar karlsson. Einlægur kl. 9:00-18:00. Sérstakar umbúðir er hægt að fá á öllum póst- og símstöðvum og eru þær innifaldar í verði sendingar. Tónlistin hans Halla Reynis er fyrst og síðast einlæg og vinaleg. Töffaraskapur er honum víðs fjarri. Hvað þá rembingur. Maður hefur því alltaf á tilfinningunni að Halli meini það sem hann er að syngja. Halli hóf ferilínn með því að semja lög við ljóð þekktra skálda eins og svo margir aðrir. Hann hef- ur þó verið að færa sig upp á skaft- ið með eigin texta. Á plötunni Trú- bador á hann öll lögin og sömuleið- is alla textana nema einn. Af þeim má glöggt sjá að Halli 'vandar sig. Vitaskuld mætti tína til nokkur bragfræðileg atriði sem mættu bet- ur fara en það er ástæðulaust. Helsti gcdli plötunnar er að hana vantar smell. Lag sem hittir beint í mark og hljómar á öldum ljós- vakans þar til allir eru orðnir leiðir á því nema tónlistarstjórar útvarps- stöðvanna! Lagið Götumyndir er sennilega næst því að komast í þennan flokk en vantar herslumun- inn. Af þessu leiðir að platan er dá- lítið jöfn frá upphafi til enda. Það er svo sem engin höfuðsynd en eitt til tvö lög sem standa upp úr fjöldan- um hefðu verið kærkomin. Ásgeir Tómasson. hljóðfæri. Einkanlega er ánægjulegt að heyra í Friðriki Karlssyni. En þessir hljómlistarmenn eru ekki hljómsveit og óinnblásið framlag þeirra hentar best í lyftur, ferjur eða á flugvelli. Ásgeir Tómasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.