Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 6
MANUDAGUR 8. DESEMBER 1997 fi Jólabjallan 1997 Handmálaöur safngripur úr postulíni kr. 1.980,- Glœsileg postulínsstell x •*/ Vönduð kristalsglös lolaafsláltur er veillur aj ölliun vönun yjir 2.000,- ki: gegn staðgreiöslu Fréttir sandkorn Rússneskur togari í 3 mánuði við bryggju á Akureyri: Sjómennirnir peningalausir - fá útborgað eftir viðgerð sem ósamið er um DV, Akureyri: „Okkur vantar peninga, okkur leiöist og við vildum miklu frekar vera heima hjá okkur. Við höfum verið nær alveg peningalsusir þessa mánuði sem skipið hefur verið hér en útgerðin hefur lofað því að mennimir fái peninga þegar við- gerð á skipinu hefur farið fram sem getur orðið eftir 2-3 mánuði,“ segir Alexander Chereduichenko, eftir- litsmaður með rússneska togaran- um Omnja frá Murmansk, sem leg- ið hefur við bryggju á Akureyri undanfama mánuði. Skipið kom til Akureyrar til viðgerðar og breyt- inga hjá Slippstöðinni í september, en þar sem útgerðin hefur ekki get- að lagt fram tryggingar fyrir greiðslu viðgerðarinnar hefur skip- ið legið við bryggju án þess að Slippstöðin hafi hafið vinnu við skipið. Togarinn Omnja er lítið augna- yndi þar sem hann liggur við Torfu- nefsbryggju, rétt við miðbæ Akur- eyrar, enda er skipið ryðkláfur eins og þeir gerast verstir. Bæjarbúar hafa þetta fyrir augunum en vita sennilega fæstir að um borð í skip- inu hafa 23 sjómenn búið undan- farna mánuði og lítið haft fyrir stafni annað en að láta sér leiðast. Kakkalakkar drepnir Þegar skipið kom til Akureyrar var gengið í það að eyða kakkalökk- um sem mikið var af í skipinu og einnig var sett í það rottueitur, enda rottur algengar í rússneskum skipum sömu útgerðar sem komið hafa til Akureyrar þótt þær hafi ekki sést í Omnja, að sögn starfs- manns Slippstöðvarinnar. Síðan ganga sögur um mikinn óþrifnað um borð og einnig vatns- og raf- magnsleysi. „Viö höfum rafmagn og hita eins og þú sérð og nóg að borða," sögðu skipverjar sem DV ræddi við, en þeir buðu upp á te og meðlætið var ostur og sítrónur. Þeir sögðu hins vegar að peningaleysið væri verst Mikill fjöldi fólks fylgdist meö þegar Ijósin voru tendruð á jólatrénu á Ráöhús- torgi á Akureyri um helgina en tréö er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku. Smáfólkiö var áberandi viö þetta tækifæri á öxlum foreldra sinna og undrunarsvipurinn á andlitunum yfir því sem fyrir augu og eyru bar talar sínu máli. DV-mynd, gk. Eftirlitsmaöurinn Alexander Chereduichenko um borö í Omnja. „Mennirnir fá útborgaö þegar búiö er aö gera viö skipiö." Aörir skipverjar neituðu aö láta taka af sér myndir. DV-mynd, gk. og þeir gætu lítið gert annað en láta greinilega á varðbergi gagnvart sér leiöast um borð. Þeir voru blaðamanni DV sem getur staðfest að óþrifnaður var ekki yfir- gengilegur í þeim vistarver- um sem hann kom í þótt lyktin væri ekki góð. En eru mennirnir haldnir heimþrá? Fá sundlaugakort „Það er auðvitað alltaf best að vera heima en við reyn- um að láta okkur ekki leið- ast. Við höfum sjónvarps- og vídeótæki,“ sagði Alexander. Annar áhafnarmeðlimur sem blandaði sér í umræð- una sagði að það væri mjög leiðinlegt að hanga svona mánuðum saman en þetta myndi taka enda. „Nei, við erum ekkert að hugsa um jólin. íslendingar fara þá í frí en hjá okkur mun lífið ganga sinn vanagang," sagði hann. Slippstöðin hefur verið sjó- mönnunum innan handar þótt stöðin hafi ekki tekið skipið til viðgerðar. M.a. hef- ur stöðin látið sjómennina hafa miða sem gilda í Sund- laug Akureyrar og munu þeir hafa verið duglegir við aö notfæra sér þá þjónustu. En að öllu samanlögðu myndu hvorki íslenskir sjó- menn né aðrir íslendingar láta bjóða sér það sem sjó- mennirnir á Omnja búa við og hafa búið við undanfama mánuði. -gk Dagný formaður Síðar í dag verður tilkynnt í Listasafni íslands hvaða bækur verða tilnefndar til íslensku bók- menntaverðlaim- anna. Væntanlega verður einnig greint frá því hver verður formaður úthlutunarnefnd- ar. í tíð Vigdísar Finnbogadóttur var hann til- nefndur af forseta lýðveldisins að höfðu samráði við heim- spekideild Háskólans. Ólafur Ragnar Grúnsson hefur hins vegar þegar valið formanninn upp á eigin spýtur. Það er engin önnur en Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur. Vonandi koma tíðindin ekki Helgu Kress, forseta heimspekideildar, á óvart. Leiðtogaefnið Mikil viðbrögð urðu við Sandkomi um að Árni Sigfússon kynni að setjast í baráttusæti á lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar í vor. Margir flokksmanna lita nefnilega til Júliusar Vífils Ingvarssonar sem næsta leið- toga í borginni, og benda á glæsilegan sigur hans í prófkjörinu á dögunum. Innan flokksins er því rætt um eftirfarandi fléttu: Skipt yrði út annað hvort Guðlaugi Þór Þórðarsyni sem varð í 7. sætinu eða Kjartani Magnússyni sem náði 8. sæti, en þeir þykja pólitískt svipaðir. Þungavigtar- kona yrði svo sótt í 4. sætið en Júlíus Vífill tæki aö sér baráttusætið og hlyti þá verðskuldaða upphefð ef það ynnist... Áttunda sætið Innan Reykjayíkurlistans mun afráðið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fái að ráða hver skipar 9. sæti listans. Margir vilja fá öfluga konu í það. Sú sem helst er nefnd til sögunnar þessa dagana er ung kona sem hefur getið sér gott orð á knattspyrnuvell- inum. Það er Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu ... Strandabræður Sagnfræðingurinn Sigurður Gylfi Magnússon hefur rutt brautina fyrir nýja tegund sagnfræði, svonefndar einsögu- rannsóknir. Fyrr á árinu gaf hann út bókina Mennt- un, ást og sorg sem byggðist á einstökum dag- bókum og bréf- um tveggja bræðra, Níels- ar og Halldórs Jónssona frá Tindi á Strönd- um. í byrjun nóvember gaf hann svo út bókina Brœdur af Ströndum sem geymir úrval frábærra ástarbréfa, ævisagna- brota og almennra bréfa bræðranna. í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú yfir sýning tfl jóla á úrvali bréfanna og í útgáfuteitið mættu afkomendur bræðranna. Þar á meöal var barnabarn ísleifs Jónssonar sem er þriðji bróðirinn frá Tindi. Hún heitir einmitt í höfuð afabróður síns, Níelsa Magnúsdóttir. Níelsa kom færandi hendi og gaf Þjóðarbókhlöðunni gömlu biblí- una hans afa ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.