Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997
15
Skautað á
sumardekkjum
A hverju hausti her-
ast fréttir af því að fólk
lendir í óhöppum vegna
hálku á vegum. Frá því
var t.d. skýrt á baksíðu
Mbl. þ. 15. nóv. sl. að 13
árekstrar hefðu orðið á
höfuðborgarsvæðinu
daginn áður og kallaði
blaðið þetta „hálkuó-
höpp“. Af þessu varð
„eignatjón" en ekki
„teljandi" meiðsli á
fólki.
Bifreiöalög
Það hefur alveg verið
vanrækt að benda bif-
reiðastjórum á að það er
brot á bifreiðalögum að
aka á sumarhjólbörðum
í hálku á ísuðum vegi.
Skýrt er tekið fram í lögunum að
bifreiðastjóra er óheimilt að aka
bifreið nema hann hafi fullt vald á
stjórn hennar. Þess vegna er
skylda að skoða bifreiðar svo t.d.
hemlar, stýri o.s.frv. sé í lagi.
Ekkert af þessu dugar þó í mik-
illi hálku, ef bíllinn er á sléttum
sumarhjólbörðum. Þá rennur bif-
reiðin oft alveg stjómlaus á allt
sem fyrir er þótt reynt sé að
hemla. Þetta sönnuðu allir
árekstrarnir 14. nóvember sl. sem
voru 13 að tölu bara í Reykjavík.
Lögbrot
Það er líklega lögbrot þegar yfir-
menn gatnamála benda fólki á að
aka á sumardekkjum þótt kominn
sé vetur. Þeir vilja spara slit á göt-
um. Hver á að borga þegar eigna-
tjón verður af árekstri sem rekja
má til svona áróðurs? Á eigandi
bilsins að borga eða yfirmenn
gatnamála? Mál hafa verið sett fyr-
ir dómstóla af minna tilefni.
Kúagerði
Þegar ekið er til Keflavíkur um
Reykjanesbraut er skilti við veg-
Kjallarinn
inn miðja vegu,
sem á stendur Kúa-
gerði. Marga setur
hljóða, þar sem
þama hefúr verið
hlaðin varða við
vegbrúnina og sett
krossmark á hana
efst. Af litlu tilefni
hefur Reykjanes-
braut verið sveigð
þarna til hægri nið-
ur að sjómun þegar
farið er í átt til
flugvallarins. Síð-
an tekur vegurinn
aftur beygju til
vinstri. Þessar
beygjur hafa verið
settar til að spara
peninga og hafa ef-
laust litið vel út
við teikniborð á verkfræðiskrif-
stofu. Þarna var og er enn stór
grjóthrúga eða hár hraunhryggur
í vegarstæðinu. TO þess að spara
sér kostnað við að fjarlægja hann
og komast framhjá vom þessar
slysabeygjur settar. Birtar hafa
verið fréttir af öllum þeim fjölda
sem þama hafa látið lífið eða
slasast. Það er ótrúlega há tala.
Við Kúagerði var áður frægur
hálkublettur á gamla Keflavíkur-
veginum. Það voru því alvarleg
Lúövík
Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
„Það er líka lögbrot þegar yfírmenn
gatnamála benda fólki á að aka á sum-
ardekkjum þótt kominn sé vetur. Þeir
vilja spara slit á gótum. Hver á að borga
þegar eignatjón verður af árekstri sem
rekja má til svona áróðurs?u
leggja veginn beint. Verktaki eins
og ístak hf. sprengir göng undir
firði og virkjar stór fallvötn. Grjót-
hryggurinn við Kúagerði er smá-
mál í slíkum samanburði. Samt
hefur hann þegar valdið of mörg-
um alvarlegum slysum. Það ætti
því að vera forgangsverk að taka
þessar slysabeygjur af. Það getur
___________, ekki kostað mikið
með núverandi
tækni og tækjum.
mistök að setja þessar beygjur. í
dag ætti að fá góðan verktaka til að
moka grjóthrúgunni burtu og taka
síðan þessar slysabeygjur af, þ.e.
Nagladekkið
í raun og veru
ætti lögregla að
sekta alla sem aka
í hálku á sumar-
dekkjum. Þetta er
svipað og að aka
fullur. í báðum til-
fellum hefur bíl-
stjórinn ekki fuflt vald á bíl sínum
sem er brot á umferðar- og bif-
reiðalögum, svo sem áður sagöi.
Lúðvík Gizurarson
Á Reykjanesbrautinni. - Alvarleg mistök að setja beygjurnar við Kúagerði, segir greinarhöfundur m.a.
Skólinn og uppeldisfræðin
Kjarna uppeldisfræðinnar má
finna í því sem kalla má hagnýta
sagnfræði. Kenningar um uppeldi
má finna í sögunni allt frá Fom-
Grikkjum og enn lengra, eða svo
langt sem rekja má elstu heimild-
ir. Skólar em hins vegar 19. aldar
og enn frekar 20. aldar fyrirbæri,
félagslegt uppátæki, eins og það
hefur verið kallað, sem átti að
létta undir með foreldrum og
svara kalli tímans um aukna
menntun drengja. Eftir að búið
var að setja lög um skólaskyldu
„I dag eru hugmyndir manna um
sveigjanlegt skólakerfi túlkaðar á
ýmsan hátt, allt frá því að kennar■
ar sýni nemendum umburðarlyndi
til meiri eða minni uppstokkunar
á skólastarfinu. “
spjald úr tré eða þá dökkt línóle-
um, 1 alin á hæð og 3 álnir á
breidd, á að vera í skólastofunni,
til að kríta á, kennaranum til af-
nota.“
í sama plaggi standa einnig
þessi orð um klæðnað skólabama:
„í kaupstöðum, og þar sem skóla-
leið er mjög stutt, er hentugast að
bömin gangi i tréskóm, en hafi ís-
lenska skó innan undir.“ í eyrum
nútímamanna hljómar þetta sem
spaug, en svo er alls ekki; þetta er
kaldur veruleikinn, eins og hann
____ var hér á landi
fyrir nokkrum
áratugum, ein-
um mannsaldri
eða svo.
hér á landi árið 1907 var talið eðli-
legt að stelpur gengju í skóla rétt
eins og strákar.
Svartmálað spjald
Skólinn hefur breyst mikið í
tímanna rás og aldrei hafa þessar
breytingar verið jafn miklar og
örar og nú. Tökum dæmi. í fyrir-
mælum Stjómarráös islands frá
1906 segir svo um búnað í
kennslustofum: „Svartmálað
Rööun -
Blöndun
Eiginleg bekkj-
arkennsla (einn
árgangur saman
í bekk) þekktist
varla hér á landi
fyrr en eftir 1930. Eftir að skólarn-
ir stækkuðu og til urðu tveir eða
fleiri bekkir í árgangi var al-
mennt fylgt þeirri reglu að raða
börnum í bekkina eftir getu. Rök-
in fyrir röðun voru augljós; það
var auðveldara að kenna sam-
stæðum hópi en ósamstæðum og
betri árangurs að vænta. Þegar
líða tók á 7. áratuginn komu fram
háværar raddir um að röðun væri
félagslega ranglát. Jafnframt
komu fram hug-
myndir um „bland-
aða bekki“. í stað
þess að raða í bekk-
ina eftir getu skyldi
blanda saman nem-
endum með ólíka
námshæflleika. Þess-
ari hugmynd fylgdi
krafan mn fámennar
bekkjardeildir; kraf-
an byggðist á því að
það væri erfiðara að
kenna ósamstæðmn
bekk en samstæðum.
Raunin varð sú að
kröfunni um fámenn-
ari bekki var aldrei
sinnt. í kjölfarið
komu svo ýmsar tfl-
færslur, svo sem
„röðun innan blöndunar" og
„hraðakerfi" i eldri bekkjum sam-
kvæmt fyrirmynd áfangaskól-
anna.
Einstaklingsmunur
Nýjustu kenningar um skipulag
og starfshætti i grunnskólum falla
flestar undir það sem nefnt hefur
verið sveigjanlegt skólastarf og
byggist fyrst og fremst á þvi að
börn eru ólík (greind, þroski,
heilsufar, úthald, áhugi, skap,
kynferði, náttúra, eðlisfar o:fl.).
Hugmyndir í þessa veru eru þó
síður en svo nýjar af nálinni og
má víða sjá þær í ritum uppeldis-
fræðinga fyrri alda. í dag eru hug-
Kjallarinn
Bragi Jósepsson
prófessor
myndir manna um
sveigjanlegt skóla-
starf túlkaðar á ýms-
an hátt, allt frá því að
kennarar sýni nem-
endum umburðar-
lyndi til meiri eða
minni uppstokkunar
á skólastarfinu.
Margt af því sem upp-
eldisfræðingar hafa
sagt gegnum árin er
enn i fúllu gildi. Árið
1884 kom út hér á
landi bókin Um upp-
eldi barna og ung-
linga, eftir breska
heimspekinginn og
uppeldisfræðinginn
Herbert Spencer. Þór-
hallur Bjamason, síð-
ar biskup, og Eiríkur Briem, síðar
prófessor, þýddu bókina, en hún
vakti strax mikla athygli og var
víða tfl á íslenskum heimflum
fram undir miðja öldina.
Og hver var svo boðskapur
þessa uppeldisfræðings, sem tveir
áhrifamenn um uppeldis- og skóla-
mál vildu kynna fyrir íslensku
þjóðinni? Boðskapurinn var í
fáum orðum þessi: Ef kennaranum
tekst ekki að vekja áhuga bamsins
á námsefninu og vekja lífskraft
þess og flör þá er eitthvað að skól-
anum. Ef skólinn drepur niður
þennan lífskraft, sem býr í böm-
um, þá er skólinn á villigötum.
Bragi Jósepsson
Með og
á móti
Er endurnýjunar þörf í
íslenska
handboltalandsliöinu?
Jóhann Ingl
Gunnarsson,
fyrrum
handboltaþjálfarí.
Nú er
tækifærið
„Ég held að nú sé tíminn tfl að
stíga það skref að gera nokkrar
breytingar á
liðinu. Þor-
björn hefur
náð frábærum
árangri og unn-
ið fantagott
starf þar sem
þessir strákar
ná að toppa og
það á að leyfa
þeim að hætta
með reisn og
virðingu. Það
þarf ekki að
vera þannig að það sé skorið allt
af og hratt heldur þarf að vega og
meta það. Ég held að nú þurfi
hann að fara í ákveðna uppbygg-
ingu. Það er fyrir í liðinu kjarni
af strákum sem em ekkert gaml-
ir en samt komnir með feikilega
reynslu. Með allri virðingu á að
vera hægt að leysa mann eins og
Júlíus Jónasson af hólmi sem er
að sþila fyrst og fremst í vöm og
viö eigum einnig menn til að
fylla skörð manna á borð við
Valdimar Grímsson og Dura-
nona. Það má hvfla Geir og gefa
honum tækifæri á að sinna sínu
félagsliði en Þorbjörn getur alltaf
kallað hann inn aftur. Það má
ekki vera þannig að menn hafi
ákveða áskrift að landsliðinu og
að þetta gangi út á að safna
landsleikjum. Þetta er ekki sagt
með neikvæðum formerkjum.
Þorbjöm sýndi það hjá Val að
hann getur byggt upp.nýtt lið og
við verðum bara að gefa þvi tíma."
Ekki strax
„Eins og staðan er í dag í ís-
lenskum handbolta em þessir
eldri leikmenn
í landsliðinu
bestu leik-
menn íslands.
Þótt aldurinn
sé orðinn svo-
litið hár hjá
sumum þá búa
þessir menn
yfir mikilli
reynslu og
menn eins og
Geir Sveinsson
og Júlíus Jón-
asson eru at-
vinnumenn í sinni íþrótt í út-
löndum, Ég tel því þá enn þá full-
komlega gjaldgenga í íslenska
landsliðið en aftur á móti ef þeir
væra komnir hehn gætu hlutirn-
ir breyst. Við þolum ekki að svo
stöddu að allir þessir eldri leik-
menn hætti núna. Vegna fjár-
skorts IISÍ undanfarin ár hefur
ekki verið hægt að sinna U-21 árs
landsliðinu en í gegnum það
koma undantekningalaust fram-
tíðarlandsliðsmenn. Það er
slæmt að við höfum ekki náð að
byggja upp yngri efnin okkar og
það er enn sterkari ástæða fyrir
þvi að þessir eldri leikmenn okk-
ar spili áram með landsliðinu
svo framarlega sem þeir era í at-
vinnumennskunni. Það er alveg
klárt mál að þessir leikmenn eru
ekki aö þessu tfl að safna lands-
leikjum heldur gera þeir það fyr-
ir HSi og íslensku þjóðina. Á
meðan þeir hafa áhuga og vflja
tfl þess er engin ástæða til að
kveðja slíka menn.“ -GH
Einar Þorvaröarson
þjálfarí,
starfsmaöur HSÍ
og fyrrum
landsliösmaður.
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centrum.is______