Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 11
> > > > > > > > > > > > > > > MANUDAGUR 8. DESEMBER 1997 enning Kristlnn Sigmundsson: Óperuaríur Fyrir stuttu kom út nýr geisladisk- ur frá fyrirtækinu Máli og menningu. Þar er að finna safh af aríum úr óper- um frá klassíska og rómantiska tíma- bilinu og eru flytjendur íslenskir, Kristinn Sigmundsson og Sinfóníu- hljómsveit íslands, en stjórnandi er Amold Östman. Kristinn hefur ___________________ verið um árabil eitt af okkar alstærstu nöfnum á söngsvið- inu. Skemmst er að minnast flutnings hans og svo útgáfu á ljóðum, en of langt er síðan við höfúm fengið að sjá hann á óperusviðinu hér heima. Maðurinn og röddin eru sviðsdjásn sem ekki bara meginlandsbúar ættu að fá að njóta. Um rödd Kristins og túlkun má Hljómplötur Sigfríður Bjömsdóttir margt gott segja. Stærð raddarinnar er hrífandi, náttúrulegur litur radd- arinnar er mjög fallegur og beiting hennar fjölbreytt. Margar aríanna eru í gamansömum tóni og skilar Kristinn þessari gamansemi skemmtilega skýrt með röddinni einni. Margur sem getur túlkað ______________ skondna hluti á sviði á kannski í raun erf- iðara með að lita röddina þannig að hún ein nægi til að tvíræð merkingin komist til skila. Á hinn bóginn má deila um hvort röddin er nógu létt til að syngja sumt af því sem þama er að finna. Það val að syngja mikið legato hljómar einstaka sinnum eins og það sé gert til þess eins að breiða yflr þennan skort á léttleika. En svo svíf- ur röddin eins og fislétt í öðrum frösmn. Kristinn á það til að syngja einn og einn tón mjög flatt nánast dautt og slikum tón- um bregður fyrir öðru hvoru. Þetta hefur þó einkennt söng hans svo lengi að nánast er um vörumerki að ræða. Merki sem jafnvel getur þjónað tilgangi í túlkun, en álit undirritaðrar er að þessi beiting komi sérstak- lega illa út á hljómdiski - um flutning á sviði gilda örlitið önnur lögmál hvað upplifun snertir. Raddfegurðin vegur þó upp flesta slíka agnúa. Hljómsveitin skiíar sínu vel, leikurinn öruggm- og samlitm- sem kemur vel út í heimilis- hljómtækjunum. Það getur ekki komið neinum á óvart að þama fer eigulegur diskur, en þess ber líka að geta að frágangur Kristinn Sigmundsson. er frábær. Sérlega falleg mynd prýðir vel hannaða forsíðu og fengur er, fyr- ir óperaaðdáendur á öllum aldri, að íslenskum þýðingum á öllum aríun- um og lýsingu á aðstæðum persón- anna hverju sinni. Guðrún Birgisdóttir og Peter Máté - Fantaisie: Jólaumhverfisvæn tónlist Fæstir vilja hlusta á drungalega sjálfsmorðstónlist i skammdeginu. Sérstaklega ekki um jólin því þá á manni að líða vel. Þar sem geisla- diskar koma yfirleitt út rétt fyrir jól hafa aðstandendur þeirra oftast vit á að hafa skemmtilega, Jólaumhverf- isvæna“ tónlist á efnisskránni. Geisladiskurinn með Guðrúnu Birg- isdóttur flautuleikara og Peter Maté píanóleikara er í þessum flokki; tón- verkin sem þau spila em hin fjörleg- ustu. Aðal'verkið á geisladiskinum er Introduktion und Variationen ópus 160 eftir Schubert. Það er ein af fáum tónsmíðum sem samdar voru fyrir flautu þegar Schubert var og hét, því flautan þótti þá ómerkilegt hljóðfæri og hljóm- urinn úr henni óttalegt píp. Reyndar var flautan líka litin homauga áður en Schubert fæddist, því sjálfúr Moz- art hafði megnustu skömm á henni og samdi bara flautuverk æpandi af leiðindum. Schubert var framsýnni og verk hans á umræddum geisla- diski er einstaklega skemmtilegt og fallegt. Flutningurinn er líka frábær; Guðrún hefur hljóð- færið fullkomlega á valdi sínu og hefur næma tilfinningu fyr- ir hinu ljóðræna; sömuleiðis er Peter stimamjúkur í aðra röndina en sýnir flugbeittar klær í hina. Allt á geisladiskinum er til fyrir- myndar. Sónatínan eftir Dutilleux er sérlega fallega flutt, einnig sónatan eftir Poulenc, rómansan eftir Saint- Saéns og fantasían eftir Fauré. Piece en forme de habanera eftir Ravel er suðrænt og ástríðufullt, en fyrir þá sem ekki vita er habanera spænskur dans og söngur sem á ættir sinar að rekja til Afríku. Fyrir utan Schubert em öfl tón- skáldin frönsk á geisladiskinum. Það er við hæfi því Guðrún hefúr dvalist í Frakklandi um árabil og þekkir franska tónlist í ystu æsar. Það er því varla hægt að segja annað en hún sé á heimavelli hér. Peter er líka framúrskarandi góður og túlkun hans er hin litríkasta. Upptakan, sem var undir stjóm Bjarna Rúnars Bjamasonar, er einnig til fyrirmynd- ar. Þetta er hinn prýðilegasti geisla- diskur. Hljómplötur Jónas Sen „Vií-Pil“ -fyrir þá sem forðast kulda en vilja líta vel út! Wooly Pully flíspeysa: | Þessi peysa hefur I slegið i qegn á Norðurfondunum. Hentar sérlega í vel til allrar útivistar. Vatnsheld. Verð aðeins 8.900, RE1I>L1SI SKEIFAtt 7 - Sílii: (It 1990 - FAX: Slt IS7S ► > > > > ► > > > I ) Allar spólur Gildir til 11/12 Bónusvideo Þverholti 2, Mosf ellsbæ, simi $66 7910

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.