Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997 ff V l * Strákar vilja vera með strákum Strákar eru ekki háir í loftinu þegar þeir kjósa frek- ar félagsskap annarra stráka en stelpna, ekki nema þriggja mánaða. Þetta eru niðurstöður vís- indamanna við háskólann í Durham á Englandi sem rannsökuðu sextíu börn. Þeir telja að aukning testósteróns í drengjunum sé ástæðan fyr- ir þessu. I tímaritinu New Scientist segir að Anne Campbell og félagar hennar hafi viljað komast að því hvort þriggja mánaða gömul börn gætu gert greinarmun á drengjum og stúlkum á myndum. Stúlkunum var alveg sama hvort þær horfðu á myndir af strákum eða stelpum en strákamir sýndu öðrum strákum greinilega meiri áhuga. „Við vitum ekki hvemig þeir fara að þessu,“ segir Campbell. Finnskt gálf með tilfinningu Finnskt fyrirtæki er um þessar mundir að gera til- raunir með nýja og bylting- arkennda tegund gólfefnis sem finnur þegar einhver gengur á því og getur meira að segja fylgst með andar- drætti og hjartslætti viðkom- andi. Gólfefni þetta, sem leggja má beint á steinsteypu og hylja síðan með parketi eða gólfdúk, gæti riðið bagga- muninn fyrir fólk sem vill búa út af fyrir sig en þarf að vera undir stöðugu eftirliti. Það getur til dæmis átt við gamalt fólk eöa geðfatlaða. Lengst í burtu allra í himingeimi Tvær stjömuþokur í mót- un eru nú fjarlægustu fyrir- bærin sem stjömufræðingar geta séð í himingeimnum. Þar til nýlega var ekkert fjær okkur en svokölluð dul- stimi sem senda frá sér meira ljós en nokkurt annað þekkt fyrirbæri. Til dulstirn- anna sást á leið þeirra inn í gífurlega stór svarthol. Nú hefur stjarnvísindamaðurinn Marijn Franx aftur á móti tilkynnt að hann hafí séð tvær stjömuþokur í mótun sem em lengra burtu en dul- stimin. Stjömuþokur þessar era svo langt í burtu að myndin af þeim sem vísinda- menn sjá nú er frá því um milljarði ára eftir Mikla- hvell, þegar heimurinn varð til. Þá var alheimurinn að- eins um tíundi hluti af nú- verandi aldri sínum. 11 ■8 ftírJníiir vsj JJJ Margir eru kallaðir en fáir útvaldir: Slegist um fyrstu sól- arupprás 21. aldar íbúar Suður-Kyrrahafseyja geta nú slíðrað sverðin. Hópur vísindamanna telur sig hafa bundið enda á langvarandi deilur í þessum heimshluta um hvaða byggða ból muni njóta fyrstu sólarapprásarinnar á nýrri öld. Ekki ónýtt að geta sett það í ferðamannabækling- ana, enda hefur deilan nú einmitt snúist um það. í nýjasta hefti tímaritsins Geographical Jo- umal segja vísindamenn að gestir og gangandi í Hakepa Hill á Pitteyju, austur af Nýja-Sjá- landi, verði fyrstir allra til að upplifa sólarupp- rás á 21. öldinni. Það mun gerast um klukkan 16 að íslenskum tíma á gamlársdag 1999. Þá vantar klukkuna aðeins nokkrar sekúndur upp á að verða fjögur að morgni 1. janúar árið 2000, að staðartíma þeirra Pittbúa. Þeir sem vilja verða fyrri til en Pittverjar að berja dýrð þessa augum skyldu hins vegar koma sér til Andfætlingaeyja þar suðvestur af. Þær eyjar eru óbyggðar og sólaruppkoma verð- ur þar fimm mínútum fyrr en á Pitt. Aðspurðir segjast vísindamennirnir hafa komist að þessu með því að beita einfaldri reikniformúlu sem ekki skal farið út í hér. Yfirvöld á fjölmörgum eyjum í Suður-Kyrra- hafi hafa verið að undirbúa sérstakar alda- mótahópferðir í mörg ár þar sem ferðamannin- um er lofað að verða í hópi þeirra fyrstu sem verða vitni að dagrenningu nýrrar aldar. Gripið hefur verið til ýmissa ráða til að tryggja það að verða fyrstur i kapphlaupinu. Þannig bárust fréttir af því í fyrra að stjórn- völd á Tonga væra að íhuga að koma á sumar- tíma til þess að verða á undan Nýsjálendingum í aldamótamarkið. Þá var sagt að íbúar á Kiri- bati hefðu óskað eftir því að daglínan yrði flutt til að dagurinn byijaði klukkustundinni fyrr hjá þeim. Vísindamennirnir segja að hvorugt mundi verða talið gott og gilt. „Það er engin skynsemi i þvi að staður sem er landfræðilega langt frá hinni hefðbundnu daglínu geri tilkall til fyrstu sólaruppkomunn- ar á nýrri öld þar sem öll lönd í heiminum gætu gert slíkt hið sama,“ segja vísindamenn- imir í grein sinni. Hvað um það, hvar sem við verðum munum við öll verða vitni að okkar fyrstu sólarupprás nýrrar aldar. Þessi glæsilegi farkostur hefur ekki enn verið smíðaður en ef og þegar það verður mun hann taka sig lóðrétt á loft úr mjög þröngri stöðu. Ekki verður þörf fyrir flugbraut af neinu tagi. Japanskir flugvélasmiðir vonast til að geta smíð- að véiina eftir fimmtán ár eða svo. Reiknað er með að hún taki 100 farþega og að hávaðinn í henni verði eins og í lít- illi þyrlu. Sahara-eyðimörkin var einu sinni miklu grænni Sahara-eyðimörkin í Afríku hefur ekki alltaf verið svona óttalega mik- il eyðimörk. Hér í eina tíð, eða fyrir sex þúsund áram eða svo, féll þar 25 prósent meira regn en gerir í dag og miklu fleiri hlutar sandauðnarinnar miklu vora iðjagrænir en nú er. Loftslagsfræðingar við loftslags- rannsóknadeild Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum, undir forustu Johns Kutzbachs, segja í grein í tímaritinu Science að líkan þeirra af veðurfarinu eins og það var fyrir sex þúsund árum sé það nákvæm- asta sem gert hefur verið til þessa. Þeir telja að það geti komið að gagni við að spá fyrir um hvernig svoköll- uð gróðurhúsaáhrif komi til með að breyta veðrinu á jörðinni í framtíð- inni. í greininni í Science segja Kutz- bach og félagar að breytingar á sporbaug jarðar um sólu fyrir þús- undum ára hafi valdið því að sólin skein meira á úthöfin. Það leiddi svo aftur til þess að hitastig sjávar hækkaði. Áhrifa þessa gætti mn allan heim, meðal annars varð aukning á monsúnvindum sem bára með sér regn til norðanverðr- ar Afríku. „Fyrst komumst við að því að breyttur sporbaugur jarðarinnar varð til að styrkja monsún- vindana," segir Kutzbach. „í öðru lagi komumst við að því að eftir því sem monsúnvindamir urðu sterk- ari, þeim mun lengra til norðurs teygði graslendið sig, inn á svæði sem nú eru eyðimörk." Kutzbach segir að graslendi end- urkasti ljósi og hita á annan hátt, því hafi verið hægt að finstilla loftslagslíkön af fortíð jarðarinnar. „Eitt af því sem veldur okkur áhyggjum er að loftslagið í framtíð- inni verði hugsanlega gjörólíkt því sem er nú,“ segir Kutzbach. Eina leiðin til að segja til um það, séu hins vegar loftslagslíkön sem byggja á flóknum formúlum. Vísindamennirnir báru þau lík- ön sem nú eru til saman við jarð- fræðiupplýsingar og aðrar vísbend- ingar um loftslag í fortíðinni. „Þar til nú hefur það ekki gengið upp,“ segir Kutzbach. „Eftir því sem við gerum líkanið flóknara færumst við þó nær rétta svarinu." Takið vítamín fyrir átveisluna Það getur margborgað sig að gleypa bæði C- og E-vitamín áður en maður sest að veislu- borðinu og skóflar upp í sig dýr- indis krásunum. Þannig getur maður komið í veg fyrir skaðleg áhrif nýju fltubirgðanna á blóð- flæðið og þar með dregið úr hættunni á hjartasjúkdómum. Vísindamenn við læknadeild Marylandháskóla komust að þessu með tilraunum sinum á 20 reykleysingjum. Tilraunadýrin fengu þrenns konar morgun- verð. í fyrsta lagi máltíð sem innihélt 900 kaloríur og 50 grömm af fitu, í öðra lagi máltíð með sama kaloríufjölda en engri fitu og loks fituríka máltíð þar sem 1 gramm af C-vítamíni og 800 alþjóðlegar einingar af E vítamíni vora tekin á undan. Við skoðun kom í ljós að hægt hafði á blóðflæðinu í æðum til- raunadýranna eftir fyrstu fitu- riku máltíðina. Það var hins veg- ar eðlilegt eftir bæði fitusnauðu máltíðina og þá fitm-íku sem vítamínin voru tekin með. Mataræði sem inniheldur mikið kólesteról hefur sýnt sig valda því að æðaveggirnir harðna og hjartasjúkdómar gera vart við sig. Vísindamennirnir vara þó við því að ekki sé nóg að halda uppi óbreyttum hætti og borða fitu- ríkan mat og ætla sér að nota vítamin til að vinna bug á óholl- ustunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.