Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 30
38
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997
Hringiðan
DV
Hin skemmtilega óvenjulega hljómsveit Sigurrós hélt útgáfutón-
leika í Friðrikskapellu viö Valsvöllinn að Hlíöarenda. Jónsi leikur
hér á gítarinn, örlítið ööruvísi en menn eiga aö venjast.
Ása Gunnlaugsdóttir og
Taru Harmaala er báöar
sprenglæröar sem list-
hönnuöir. Á laugardaginn
opnuöu þær sýningu á
skartgripum í Hafnarborg,
menningar- og listastofn-
un Hafnarfjaröar.
Augun þín blá, söng-
skemmtun byggö á lögum
og textum Jóns Múla og
Jónasar Árnasonar, var
frumsýnd á laugardags-
kvöldiö. Hjónin Baltasar
Kormákur og Lilja Pálma-
dóttir voru í Borgarleikhús-
inu.
Paö voru fleiri jóla-
tré tendruö en þaö
stóra á Austurvelli
um helgina. Kveikt
var á jólatré Pjóð-
minjasafnsins um
leiö og jólasýningin
þar á bæ var opnuð.
Katrín Tanja og amma
Heba skoða tré safnsins
aðeins nánar.
Paö var haldin létt fjölskylduskemmtun í
verslunarhúsinu Kjarna í Mosfellsbæ á
laugardaginn. Meöal þeirra sem komu
fram var Bubbi „boxari". Hér gefur hann
ungum aödáendum sínum eiginhandará-
ritun aö söngnum loknum.
Vetrarbirta er
yfirskrift sýn-
ingar sem
myndlistar-
konan Bjarn-
heiöur Jó-
hannsdóttir
opnaði í
Stöölakoti á
iaugardaginn.
Listakonan er
hér ásamt
Huldu Jósefs-
dóttur, for-
stööukonu
sýningarsals-
ins.
—5
Paö sást til þrettán skrítinna karla á Miklubrautinni á laugardaginn. Voru þar komnir saman synir þeirra hjóna,
Grýlu og Leppalúða. Laufey Póra, Geirþrúður, Sverrir Páli og Rebekka heilsuöu upp á þessa hressu sveina.
DV-myndir Hari
Hiö árlega opna hús í Galleríinu Art-hún var á laugardaginn.
Par gafst gestum og gangandi tækifæri á að skoöa sig um á
vinnustofum Art-hún-kvennanna sem og aö kíkja í sýningar-
salinn. Listakonurnar gáfu sér ttma i eina mynd og eru: Helga
Ármannsdóttir, Erla B. Axelsdóttir, Margrét Salome Gunnars-
dóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Elín Rebekka Tryggvadóttir og
Geröur Gunnarsdóttir.
Tryggingafélögin Sjóvá-Almenn-
ar og VÍS stóöu fyrir tónleikum á
Ingólfstorgi á föstudaginn, þar
sem boðskapurinn var „Endum
ekki jólagleöina meö ölvunarakstri".
Emilíana Torrini syngur hér af öllum
lífs- og sálarkröftum.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti is-
lands, lék á als oddi þegar hann
opnaöi jólasýningu Þjóöminja-
safnsins á laugardaginn. Ólafur fór
í leik meö börnunum þar sem þau
áttu aö leika ákveöinn bókartitil,
ieik sem hann haföi leikið þegar
hann var lítill. Hér útskýrir hann
reglurnar fyrir krökkunum.