Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 16
16
enning
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997 JjV
Lokapistill
- um póstmódernisma
Erró: Canal Grande.
Eftir að hafa skrifað reglulega
pistla um myndlist hér á menn-
ingarsíðu DV í rúmt ár er kom-
inn timi til að hætta. Þetta hefur
verið ánægjulegur tími, og margt
áhugavert hefur rekið á íjörurnar
í myndlistarlífinu. Fjöldi sýninga
hér á landi er svo mikill að úti-
lokað er fyrir einn mann að
skrifa um þær allar. Ég hef reynt
að bregðast við þeim sýningum
sem hafa vakið áhuga minn. Þau
viðbrögð hafa öll verið á persónu-
legum forsendum og voru ekki
síst ætluð til aö vekja frekari um-
ræðu, sem þó hefur ekki borið
mikið á. En nú er komið lið
vaskra manna í myndlistarskrif á
„blaði allra landamanna", sem
væntanlega á eftir að efla þessa
umræðu og hér á DV er kominn
til starfa nýr myndlistargagnrýn-
andi sem við væntum mikils af.
Mig langar til að nota þessar
síðustu línur til að drepa örlítið á
þá umræðu sem átt hefur sér stað
undanfarið um „póstmódernisma"
í kjölfar skrifa Kristjáns Kristjáns-
sonar í Lesbók Mbl. í upphafi vöktu
þessi skrif forvitni og eftirvæntingu,
síðan vonbrigði og furðu. Hvemig
var hægt að eyöa jafn miklu f]öl-
miðlaplássi í jafn aðkallandi um-
ræðuefni án þess að komast í snert-
ingu við kjama málsins?
Myndlist
Ólafur Gíslason
Hugtakið póstmódemismi er ekki
heiti á heimspekistefnu, listastefnu
eða hugmyndafræði, heldur hefur
það veriö notað sem samheiti yfir
fjölbreytilega túlkun ákveðinna ein-
kenna á hinu síðkapítalíska samfé-
lagi, sem hvarvetna blasa við, en
hvergi virtist fjallað um í umrædd
um greinaflokki. Þessi einkenni birt-
ast ekki síst í upplausn algildra gildi-
sviðmiða og síauknu vægi hvers kon-
ar fjölmiðlunar og margmiðlunar í
þeirri fjöldamenningu sem einkennir
okkar tíma. í stað þess að auka á
gagnsæi og heildarskilning okkar á
sögunni og þjóðfélagsþróuninni hef-
ur „upplýsingaþjóðfélagiö" skapaö
óreiðu með ofgnótt upplýsinga, sem
leitt hefur til þess að við höfum ekki
lengur heildstæða mynd af veruleik-
anum heldur opnast okkur margir
vemleikar um leið og sagan leysist
upp í margar sögur og sú söguhyggja,
sem eitt sinn setti sögu mannsins
ákveðið og endanlegt markmið, hefur
glatað raunverulegu inntaki sínu.
Við getum horft á „söguna" gerast
í beinni og linnulausri útsendingu á
hnattræna visu hjá fjölmiðli eins og
CNN, en þar birtist okkur sagan eins
og „show“ sem byggir á sjokkáhrif-
um og algleymi, þannig að við hætt-
um að greina á milli hvaö er „saga“
og hvað er tölvuleikur, og þegar við
slökkvum á skjánum hoppum við inn
í allt aðra sögu, allt annan veruleika.
Þegar talað er um að raunveruleika-
lögmálið sé í upplausn, þá er það
ekki síst í þessari mynd. Sá heimur
sem vísindahyggjan matreiddi fyrir
okkur á sinn „hlutlæga" hátt er orð-
inn að markaðsvöru og efhi fyrir
æsifréttamennsku. Póstmódemism-
inn markar endalok þeirrar sögu-
hyggju er einkenndi vísinda- og
tæknihyggju 20. aldarinnar. Það er
ekki við fræðimennina eða lista-
mennina að sakast að svo er komið,
heldur það samfélagslega og menn-
ingarlega umhverfi sem við búum
við.
í myndlistinni birtist póstmódem-
isminn í ótal myndum sem eiga það
eitt sameiginlegt að hafna þeim
skilningi að listaverkið geti gefið af-
gerandi sýn á veruleikann og söguna
sem altækar staðreyndir. Listaverkið
sem minnisvarði um samtímann, er
bregði ljósi á innri og ytri veruleika
mannsins, víkur fyrir þeim sjónræna
miðli sem vekur tímabundna fagur-
fræðilega reynslu er kallar aftur á
aðra reynslu, annað áreiti. Ljós-
myndin, myndbandið, kvikmyndin,
fjöltæknilegar innsetningar og marg-
miðlunartækni eru að verða áhrifa-
mestu miðlar hinna sjónrænu lista í
samtímanum, án þess þó að útiloka á
nokkurn hátt málverk, höggmyndir
eða önnur listform. I þeirri myndlist
sem kennd er við póstmódernisma
sjáum við byggingu og form sem
vísa oft til fortíðarinnar og hefð-
arinnar, en hafa þó verið tæmd af
sínu upprunalega og altæka inn-
taki. Rétt eins og útópían lifa
grunnform myndlistarinnar
áfram í endurminningunni, sem
varpar þeim til íramtíðarinnar
eins og beinagrind af útdauðri
skepnu.
Það er ekki við myndlistar-
mennina að sakast þó að forsend-
ur útópíu nútímahyggjunnar hafi
brugðist, og list þeirra verður
ekki vegin á mælikvarða hins
„rétta eða ranga“, heldur er hún
tilefni til túlkunar á grundvelli
reynslunnar og skilningsins.
Þetta þýðir ekki að dregið hafi úr
mikilvægi og þýðingu myndlist-
arinnar. Þvert á móti er hin sjón-
ræna miðlun stöðugt meira áber-
andi í samtímanum, og myndlist-
in notar enn sínar tákngervingar
og eflir enn skilning okkar á sam-
tímanum og sjálfum okkur. En
hún gerir það ekki á sömu for-
sendum og áður, því sjónskyn okkar
hefur breyst.
Hvernig eigum við að sjá heiminn
með sama móti og þeir sem ekki
þekktu tölvuna, myndbandið, sjón-
varpið eða ljósmyndina? Með því að
ráðast á þá sem fulltrúa hins illa er
lagt hafa sitt að mörkum til að skýra
gangverkið í samtímanum hefur
Kristján Kristjánsson kennt læknin-
um um sjúkdóminn. Svo virðist sem
filabeinstum fræðanna hafi byrgt
honum sýn á þann þjóðfélagsveru-
leika sem þó blasir við hverju bami.
Umsjónarmaður menningar-
síðu DV og lesendur hennar
kveðja Ólaf Gíslason með sökn-
uði. Pistlar hans hafa verið gagn-
merkt innlegg í myndlistarum-
ræöuna í landinu og vakið at-
hygli langt út fyrir myndlistar-
geirann. Hann tekur nú við starfi
sem sérfræðingur á Listasafni ís-
lands og honum fylgja allar góðar
óskir héðan. SA
Stutt og lag-gott
Hér á árum áður voru færð á svið í Reykjavík
allmörg verk eftir þá bræður Jón Múla og Jónas
Ámasyni. Ekki lá alltaf í augum uppi hverjir
höfundamir vom til að byrja með, því að þeir
notuðu gjama ókennileg höfundamöfn, þar sem
oftar en ekki mátti sjá merki um kímnigáfu
þeirra í vali dulnefnanna.
En það gilti einu þó áhöld væra um hverjir
höfundamir voru. Hver sýningin af annarri sló
eftirminnilega í gegn. Verkin voru gjama með
léttu yfirbragði, en skotin flugu
hvöss í allar áttir, einkum í átt
til óalandi og óferjandi stjórn-
málamanna enda þeir bræður
þekktir fyrir annað en fara
með löndum í pólitíkinni.
Það hefur oft reynst dágóð
leið til að lokka áhorfendur í
leikhúsið að setja saman
nokkurs konar sýnishorna-
dagskrá, þar sem tínd era til fjjgk,
söng- og leikatriði úr vinsæl-
um uppfærslum, samanber
Kossa og kúlissur hjá Leikfélagi
Akureyrar fyrir skemmstu.
Leikfélag Reykjavikur fer nú
þessa leið með því að setja á svið
sígild söngatriði úr verkum þeirra
Jónasar og Jóns Múla og ber dag-
skráin nafnið Augun þín blá.
Það er galli á sýningunni að
ekki er mikið gert til aö tengja
söngatriðin saman með einhvers
konar umgjörð eða söguramma.
Maður þarf helst að þekkja leikrit-
in og bakgrunn söngvanna til að ná
tengslum þeirra við söguefni leik-
ritanna. Inn á milli er þó skotið nokkram ör-
stuttum leiknum köflum, sem gera heilmikið fyr-
ir sýninguna, og hefði mátt vera meira af þeim,
svona rétt til að minna á stíl og efnismeðferð
höfundanna.
Leiklist
AuðurEydal
Söngur og leikur er i höndum ágætra lista-
manna undir leikstjóm Jóns Hjartarsonar. Hæst
ber þau Bergþór Pálsson og Andreu Gylfadóttur.
Ekki þarf að fjölyrða um sönginn og i nokkram
atriðum fá gamalþekkt lög nýja vængi í flutningi
þeirra. Selma Bjömsdótt-
ir sýnir hér aftur frá-
Selma Bjornsdottir
og Kjartan Guðjóns-
son - rétt fólk á rétt-
um staö.
0=
bæra sönghæfileika og dansar þar að auki fanta-
vel.
Leikaramir Jóhanna Jónas, Kjartan Guðjóns-
son og Theodór Júlíusson.era rétt fólk á réttum
stað og Víðir Stefánsson ber hitann og þungann
af dansatriðunum ásamt Selmu.
Þessi söngdagskrá, sem vel að merkja þykist
ekki vera neitt annað en hún er, á ekkert sér-
staklega vel heima á Stóra sviði Borgarleikhúss-
ins. Sjálfsagt færi betur um hana í meiri kaffi-
húsastemningu, þar sem stólar era ekki
rígnegldir við gólfin og lög þeirra Jóns Múla og
Jónasar kæmust í nánari snertingu við æðaslátt
áheyranda. En fyrir þá sem þekkja verkin er
þetta skemmtileg upprifiun á gamalþekktum
söngvum og stærstu tíöindin vora þau að þama
voru framflutt þrjú lög
. _ úr nýju verki sem
* jónas og Jón Múli
hafa í smíðum. Þessi
atriði sýna að enn kunna
þeir sitthvað fyrir sér. Bar-
bie-söngurinn úr þessu
ófædda leikriti var alveg glimr-
andi góður í flutningi Andreu,
kannski toppurinn á kvöldinu.
Söngdagskrá á Stóra sviði Borgarleikhúss:
Augun þín blá
Tónlist og textar eftir Jón Múla og Jónas Árna-
son
Hljóð: Baldur Már Arngrímsson
Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson
Búningar: Stefanía Adolfsdóttir
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson
Hljómsveitarstjórn og útsetningar: Kjartan
Valdemarsson
Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir
Samantekt og leikstjórn: Jón Hjartarson
Leiðrétting
Á fimmtudaginn birtist
á síðu 20 hér í blaðinu rit-
dómur eftir Áma Óskars-
son imdir heitinu „Heim-
ur smákónga". Þvi miður
klipptist hluti upplýsinga
af á eftir meginmáli Árna,
og aðeins stóð eftir nafn
bókarhöfundar, Garðars
Sverrissonar. Nafn skáldsögunnar er
Veislustjórinn (eins og sjá mátti á
mynd af bókarkápu með greininni) og
útgefandi hennar er Iðunn.
Falið vald
íslenska bókaútgáfan gefur út bókina
Falið vald eiturlyfiakolbrabbans eftir Jó-
hannes Bjöm.
Höfundur fer vítt yfir. Meðal annars
er rakin 6000 ára saga fikniefna, fiaUað
er um stöðu eiturlyfiamála á íslandi,
þátt franskra sfiórnvalda í eitur-_
lyfiasölu, þátt bandarískra
stjómvalda i endurreisn
ítölsku mafiunnar og faU
stórra bankastofnana. Höf-
xmdur óttast að ný og enn
stærri alda fíkniefna en við
höfum áður séð muni brátt
ríða yfir ísland. Eitmlyfiasala
er ein arðvænlegasta „atvinnugrein"
heimsins í dag og margar rikissfiómir
taka beinan þátt í henni, að mati höf-
undar. Bankar og aðrar virðulegar pen-
ingastofnanir græöa líka gífurlegar upp-
hæðir á að ráðstafa eiturlyfiagróða.
Lífið eftir lífið
Gunnar Dal lætm- sig ekki muna um
að vera með tvær skáldsögur í þessu
jólabókaílóði. Áður hefur verið getið
sögunnar í dag varð ég kona sem Vöxt-
ur gefur út. Hin skáldsaga Gunnars heit-
ir Lífið eftir lifið og kemur út
hjá íslensku bókaútgáfunni.
Lífið eftir lífið hefst á því
að sögumaður - sem ber nafn-
ið Gunnar - deyr. En sagan
fiallar ekki um lífið sem hann tl
hefur lifað, því, eins og segir í
upphafsorðum bókarinnar:
„Enginn vitur maður segir ævisögu
sína. Vitur maður kann að dyljast, lætur
alla gleyma sér.“ Þess í stað segir Gunn-
ar okkur frá því sem fyrir hann ber eft-
ir dauðann. Við sláumst í fór með fólki
sem kvatt hefur þennan heim og er á
leið til ÍS - landsins handan landsins
þar sem helgistjóm jaröar hefúr aðset-
ur. í lokakaíla bókarinnar er svo einstök
lýsing á því hvað gerist þegar menn
snúa aftur til jarðarinnar og byggir höf-
undur þar á dulrænni reynslu sjálfs sín.
Ránargull
Jón Þ. Þór sagnfræðingur skrifar yfir-
lit yfir sögu fiskveiða á íslandi frá land-
námsöld til skuttogaraaldar í bókinni
Ránargull sem Skerpla gefur út.
Ritinu er ætlað að svala
fróðleiksfýsn þeirra sem
vilja kynnast meginatriðun-
um í þróun fiskveiða hér á
landi frá upphafi og fram
undir okkar daga, og hún er
öðrum þræði hugsuð sem
kennslubók. Höfundur skrif-
ar bókina með almenna lesendur í huga
og leitast við að setja söguna fram á
lipru og skýru máli.
Bræður af Ströndum
Sigurður Gylfi Magnússon hefur tekið
saman efiii í bókina Bræður af Strönd-
um, dagbækur, bréf, sjálfsævisögur,
minnisbækur og fleira úr fórum bræðr-
anna Halldórs og Níelsar Jónssonar frá
Tindi í Kirkjubólshreppi á Ströndum, og
er textinn bh-tur stafréttur. Þessar
heimildir gefa lesendum
kost á að skyggnast
inn í hugarheim al-
þýðufólks í samfélagi á
tímamótum og sjá hvem-
ig það vann úr viðfangs-
efnum sínum, oft við erfið-
ar aðstæður.
Sigurður Gylfi hefur sjálf-
ur unnið sagníræðiritið Menntun, ást og
sorg úr þessum gögnum. Það kom út hjá
Sagnfræðirannsóknum fyrr á þessu ári.
Nýja bókin er gefin út af Háskólaútgáf-
unni.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir