Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997
Spurningin
Hvað lið er best í enska
boltanum?
Hlynur Ólafsson, nemi í Verzló:
Everton er langbest, það er engin
spuming.
Ingvar Örn Einarsson, nemi í
Verzló: Everton er best.
Guðmundur Margeir Skúlason,
nemi í Laugagerðisskóla: Ég held
með Manchester United.
Jóhann Óskarsson afgreiðslum-
aður: Liverpool hefur alltaf verið í
uppáhaldi hjá mér.
Daði Sverrisson, MH-ingur og pí-
anóleikari: Ég hef enga skoðun á
þessu máli þar sem ég fylgist ekki
með knattspymu.
Níels Gíslason, MH-ingur:
Arsenal er mitt lið.
Lesendur
Afkvæmi fætt,
barn, bók
Mín bók, þín bók, okkar bók? - Eftir hverju sækjumst við?
Norma E. Samúels-
dóttir skrifar:
Ég hef kveikt á að- •
ventukerti mínu, smá-
fæðing í aðsigi! Bók
eins og barn lýtur nátt-
úrulegu lögmáli - sam-
runi anda, efnis. Með-
ganga. Alltaf einstakt
kraftaverk, ferli. Full-
komnun þegar best
lætur. Og hverju „for-
eldri“ finnst sinn fugl
fagur. Eitthvað sem óx
og óx af fræi, tók vit-
und tökum, tilhlökkun,
sársauki, allt þar á
milli. Eftirvænting.
Ég velti þessu fyrir
mér um leið og ég horfi
á kertalogann, höfund-
ur nokkurra bóka,
móðir barna - og slekk
á ljósinu til morguns er
kveikt verður aftur.
Barn hefur fæðst, vel skapað, og
innileg gleði og tilfmning um að af-
rek hafi náðst kitlar. Ferlinu er lok-
ið: Getnaður (hver svo sem „faðir-
inn“ er!), meðganga, fæðing. Eigið
barn er það besta í heimi. Spurning
hvort mitt verk sé að þeyta lúðra,
því er það ekki þannig að öllum
finnist sitt barn fagurt? Kannski er
þó nauðsynlegt að sækja um „með-
lag“, afla fæðu, klæða, húsaskjóls. -
Láta fagurfræðinga, heimspekinga,
fjármálaspekúlanta meta afurðina
elskuðu. Biðja um gæðastimpil. En
til hvers? - Ég er tvístígandi. Efins.
Eftir að hafa fætt nokkur börn og
bækur, svona í rólegheitunum, rifj-
ast nú upp fyrir mér, er ég les kjall-
aragrein eftir nýjan rithöfund (Mik-
ael Torfason), sem nánast skorar
gagnrýnendur á hólm, - allt bram-
boltið í kringum nýjar bækur. Mik-
ið þegar stór forlög gefa út, minna,
nánast ekkert ef höfundur kýs að
gefa út sjálfur. - Góður, verri, verst-
ur? - Og missi áhugann á að keppa
um hylli.
í dag, er barn fæðist á
fæðingardeild, fá að-
eins foreldri, ömmur
og afar, systkini að
koma þar inn. Nota-
legur aðlögunartími
móður og afkvæmis.
Ég leyfi mér að segja
ungum listamönnum,
sem vinna við sköpun,
að halda bara ró sinni.
Þetta er allt saman
hjóm, hismi. Allt nema
sköpunin. Náttúrulega
ferlið er okkar afrek.
Mín bók, þín bók, okk-
ar bók, þeirra bók. Jú,
jú, það má vel vera að
þetta sé allt saman
mjög spennandi. Fer
eftir hverju við sækj-
umst eftir. „Fræðing-
arnir“ ’fá svo að leika
sér að gefa stjörnur,
skoða málfars- formgalla bókar. Sum
okkar stéttar verða rík án hóls, aðr-
ir verða ríkir af hóli sem vefur upp
á sig. Ferlið er það sama, nema e.t.v.
lokahnykkurinn, að afstaðinni fæð-
ingu. Að duga við að koma sér á
framfæri. Eða bara vera sjálfs síns
herra.
Ef til vill eiga sum okkar ekki að
eignast mörg börn né skrifa margar
bækur. En hvers er að ákveða ferli
einstaklings sem hefur þennan
ólæknandi sjúkdóm? - Til hamingju
með „afkvæmið". Hvað heitir það?
Söluhæstu bækurnar
- marklausar upplýsingar
Bergsteinn hringdi:
Það viðgengst fyrir jólin að fjöl-
miðlar birti lista yfir söluhæstu
bækurnar, til fróðleiks fyrir al-
menning, og neytendur menningar-
innar liklega. Þetta eru þó oftar en
ekki marklausar upplýsingar og
geta beinlínis verið villandi. Þegar
fjölmiðlar fá upplýsingar þessar frá
útgáfufyrirtækjunum eins og ég las
í Degi sl. miðvikudag (listi Máls og
menningar), segir það sig sjálft að
þau halda fram sínum bókum sem
eðlilegt er. En það segir ekkert um
söluhæstu bækurnar á hverjum
tíma.
Aðeins bókaverslanir geta gefið
íjölmiðlum einhverja hugmynd, eða
réttara sagt viðmiðun um sölu-
hæstu bækurnar. Aldrei útgáfufyr-
irtækin. Það mætti eins spyrja bók-
arhöfunda frétta um þetta. - Hrósa
má DV fyrir þessa lista, sem birtir
eru samkvæmt síðari formúlunni
(samkvæmt könnun í bókaverslun-
um). - Það eitt er líka marktækt.
Skuggar á Hallgrímskirkju
- ábending til stjórnenda kirkjunnar
Hallgrímskirkja að framanverðu, flóðlýst. - Dökkur
skugginn og misfellurnar eftir steypumótin sjást greini-
Hermann Þorsteinsson skrifar:
Góðir og gleðiiegir atburðir hafa
gerst að undanfórnu í og við Hall-
grímskirkju á Skólavörðuhæð. Þó
er það svo að það er sem öllum geti
„orðið á í messunni".
Sá er hannaði flóðlýsingu turns-
ins að framanverðu hefur ekki gætt
sín nægilega vel. Ljóskastarar hafa
verið staðsettir fast upp við turninn
og af því leiðir þetta: Langur og
ólögulegur, dökkur skuggi frá fram-
standandi steinboga umhverfis
gluggann háa á framhlið tumsins
teygir sig langt upp eftir tumfletin-
um - til mikillar óprýði. - Allar mis-
fellur eftir gömlu steypumótin fram-
kallast við þessa nýju lýsingu og
meiða liklega augu allra, a.m.k.
þeirra sem vænt þykir um þessa
ÍLiilitM þjónusta
allan sólarhrinerinn
5000
milli kl. 14 og 16
minningarkirkju séra Hallgríms
Péturssonar.
Á þetta er bent hér í allri vin-
semd. Ljósmynd sem sannar þessar
ábendingar fylg-
ir með til blaðs-
ins.
í leiðinni er vak-
in athygli á
ágætri flóðlýs-
ingu annarra
bygginga í
Reykjavíkur,
svo sem Háskól-
ans og margra
fleiri. Utan land-
steinanna má
benda á hina
miklu Páls-
kirkju í London
sem fengið hefur
glæsilega flóð-
lýsingu.
í von um skjótar
aðgerðir til lag-
færinga á mis-
tökunum er
einnig bent á að
það er hvorki
„smart“ eða
sniðugt að lýsa
upp turnspíru
Hallgrímskirkju
að innan með
tveimur lit-
brigðum á ljósa-
perum, auk þess sem efsta hólflð I
spírunni (næst krossinum) hefur
verið óupplýst að undanfömu. - Já,
„Fram á lýsandi leið...“ (Fr.Fr.).
DV
Blessun á
bruðkaup sam-
kynhneigðra
Einar Magnússon skrifar:
Hvers vegna leggja samkyn-
hneigðir svo mikla áherslu á að
fá blessun kirkjunnar yfir stað-
festingu á sambúð tveggja ein-
staklinga? Eru þeir svona miklu
trúaðri en aðrir í þjóðfélaginu?
Fáir mótmæla að samkynhneigð-
ir eigi að geta búið saman og
fengiö staðfestingu á hjónabandi
hjá viðkomandi borgaralegu
embætti. Kirkjan getur hins veg-
ar ekki blessað þennan gjörning.
Það liggur einfaldlega í augum
uppi. Illa upplýstur almenning-
urinn skilur þetta ekki. Lang-
eygður og hræsnisfullur kjökur-
hlær hann svörin framan í
myndavélarnar og sauðsháttur-
inn leynir sér ekki.
Ótrúverðugar
fréttir Ríkis-
sjónvarps
Gústi hringdi:
í gærkvöld (miðvikudag) var í
fréttayfirliti kl. 23 getið þeirra
frétta sem sýna átti frá í frétta-
tímanum. Var m.a. getið um dag
fatlaðra og frétt um blysför
Sjálfsbjargar frá félagsmála-
ráðuneytinu að Listasafni ís-
lands. Sú frétt kom aldrei fram í
þessum fréttatíma að þvi er ég
gat greint. Raunar var þessi
ganga lítt fréttnæm og afar fáir
mættu til göngunnar sem var
fremur rauna- en hvatningar-
ganga. Það er af sem áður var
þegar fjöldi aðstandenda fatl-
aðra flykktist út til að styðja
málstað skjólstæðinga sinna.
Það varð sem sé allt til þess að
draga úr þessum degi Sjálfs-
bjargar. Og ekki var hlutur Rík-
issjónvarpsins burðugastur.
Nöfnin vantar
í kynningu
Svavar hringdi:
Mér finnst skorta á að nöfn
þeirra sem rætt er við í útvarpi
og sjónvarpi komi fram nægi-
lega oft. Það er ekki nóg aö geta
nafna viðmælenda í uphafi við-
tals eða þátta. Það verður með
vissu millibili að skýra frá nafn-
inu. Þetta má gera t.d. í sjón-
varpsþáttum með því að skjóta
inn texta með naftii viðkomandi
um leið og hann talar. Þetta var
verulega áberandi í ágætum
Dagsljósþætti (Kastljósþætti)
þar sem rætt var við nokkurn
hóp manna um sambúð og hjú-
skap samkynhneigðra. Þar var
lítið um nafnakynningar.
Ráðherra og
Hæstiréttur
Bjarni Valdimarsson skrifar:
Dómsmálaráðherra varð sér
til háðungai- að ætla sér að
skipa Hæstarétti fyrir verkum.
Nær hefði verið að nýta hinn
gífurlega þingmeirihluta til að
þyngja refsirammann, afnema
neðri aldursmörk sakhæfis,
sitja inni allan dæmdan tíma,
o.fl. - En dómsmálaráðherra er
enginn skörungur. Það er
vandamálið.
Þakkir til Ólínu
Sighvatur Guðmundsson:
Ég vil þakka Ólínu Þorvarð-
ardóttur fyrir frábæra pistla
sem hún flytur á þriðjudögum í
morgunútvarp Rásar 2, og út-
nefni ég hana „rödd skynsem-
innar" á þeim fjölmiðli. Pistl-
arnir eru vel samdir og einstak-
lega vel fluttir. Nú síðast ræddi
hún jólakvíða sem afleiðingu af
kaupæði fólks fyrir jólin. Áður
hefur hún talað um ýmis vel-
ferðarmál. Ég legg til við Ríkis-
útvarpið að það endurflytji
þessa pistla eins og gert er um
margt annað gott útvarpsefni.