Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1997, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 1997 Útlönd Stuttar fréttir i>v Of horuð fyr- irsæta rekin Sænska verslunarkeðjan Hennes & Mauritz er hætt við auglýsingaherferð á undirfötum með Gucci-fyrirsætunni Georg- inu Grenville vegna gagnrýnis- radda um hversu horuð fyrir- sætan er. í staðinn verða birtar myndir af fyrirsæt- unni Sophie Dahl sem er talsvert hold- meiri. Sænsk- ir fjölmiðlar hafa það eftir talsmönnum verslunarkeðjunnar að ákvörð- unin hafi ekkert að gera með fréttir frá sænsku konungshöll- inni í síðustu viku um að Vikt- oría krónprinsessa þjáist af lyst- arstoli. Suðurpólfarar fórust DV, Ósló: Þrír fallhlífastökkvarar fórust á suðurpólnum í fyrrinótt þegar þeir reyndu að verða fyrstir til aö útfæra svokallað tvíbura- stökk þar. Alls voru sex í hópnum og stukku tveir saman með eina fallhlíf en hinir fjórir mynduðu afrekið. Fallhlífar þriggja þeirra opnuðust ekki og skullu þeir niður á ísinn á sjálfum pólnum. Þeir sem fórust voru frá Austurríki og Bandaríkjunum en það voru tveir Norðmenn sem stukku saman með eina fallhlíf og sluppu þeir ómeiddir. Hópur þessi átti í harðri samkeppni við tvo Banda- ríkjamenn sem einnig ætluðu sér að verða fyrstir til að leika þessa list yfir suðurpólnum. -GK Stærsta flugvél heims brotlenti á fjölbýlishúsi: Sextíu taldir Björgunarmenn höfðu í gær fund- ið lík fjörutíu og sjö manna sem létu lífið er risastór rússnesk herflutn- ingavél, með tvær orrustuþotur inn- anborðs, brotlenti á fimm hæða fjöl- býlishúsi skömmu eftir flugtak í bænum Irkutsk í Síberíu á laugar- dagsmorgun. í gær var talið að alls hafi um 60 manns látist í flugslys- inu. Alls eru um 1600 björgunar- menn að störfum i 25 stiga frosti við leitina að fómarlömbunum. í fyrstu var talið að um hundrað og fimmtiu kynnu að hafa látist. Um 200 manns búa í 64 íbúðum fjölbýlis- hússins. Hlutar úr brakinu þeyttust í fjögur önnur hús, þar á meðal skóla. Að minnsta kosti 13 skólabörn slösuð- ust og vom flutt á sjúkrahús. Eldar kviknuðu í fjölbýlishúsinu, sem vélin brotlenti á, og breiddist eldurinn um tveggja ferkílómetra stórt svæði. Það tók slökkviliðs- menn 4 klukkustundir að ráða nið- urlögum eldsins. Eldhafið hefði get- að orðið miklu meira hefði ekki ver- ið gaslaust 1 hverfinu í nokkra daga. Svörtu kassar vélarinnar fundust í gær og voru þeir sendir til Moskvu til rannsóknar. Flutningavélin, sem fórst, var af gerðinni Antonov-124 Ruslan og er stærsta flutningavél í heimi. Lengd vélarinnar er 69,5 metrar. Vænghaf vélarinnar er 73,3 metrar. Herflutningavélin, sem getur flutt 120 tonn, var á leiðinni með tvær orrustuþotur af gerðinni Suchoj-27 til Víetnam. Reuter Rússneskur hermaður leitar í gaddfreðnu braki rússnesku herflutninga- vélarinnar sem brotlenti á fjölbýlishúsi í Síberíu á laugardaginn. Símamynd Reuter hafa látið lífið Pettersson grét Christer Pettersson, sem gmn- aður er um morðið á Olof Palme, grét þegar hann frétti að ríkis- saksóknari hefði farið fram á endurupptöku málsins gegn hon- um. Varar við njósnurum Nelson Mandela, for- seti S-Afi'íku, fullyrðir að að- ilar í leyni- þjónustu lands- ins séu í sam- starfi við er- lend öfl til að grafa undan lýðræðinu í landinu. Verkfalli lokiö Verkfalli 700 þúsund opinberra starfsmanna í ísrael, sem lokaði flugvöllum, bönkum og pósti, lauk í gær. Fuglaveira skelfir Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong héldu neyðarfund í gær vegna nokkurra tilfella af nýrri banvænni inflúensuveiru sem hingað til hefur bara herjað á fuglum. Clinton fær sér hund Bill Clinton Bandaríkjafor- seti er búinn að fá sér 3 mánaða gaml- an súkkulaði- litan karlkyns labradorhvolp. Enginn hund- ur hefur verið í Hvíta húsinu síð- an Bush flutti út 1993. Uppreisn gegn Blair Breskir fjölmiðlar segja að búast megi við afsögnum fjögurra aðstoðarmanna ráð- herra í mótmælaskyni við niðurskurð í velferöarkerfinu. Reuter _____________________________ G“mio Ttilva otj inteniettenging fyrir alla á aðeins 166 l/ll/IX iirgjörvi, 16 Mli vinnsluminni Geisladrif, hljóðkort og hátalarar Leiftursnoggt mótald með símsvara- og faxhuglumaði 14" skjár 6 mánaða mternettenging við Miðheima Windows 95 ínternetforrit Miðheima-geisladiskur, troðfullur af hughúnaði, fræðslu og skemmtun DV i dag á Netinu svo lengi sem viðkomandi er áskrifandi aó DV og meó internettengiugu við Miðheima Tiilva sem auóvelt er að stækka og hreyta Ef |iú átt tölvu fynr liýðst |iér, seni áskrifanda að DV, sérlega hagstæð tenging við Miðheima. Ekkert stofngjald Fyrsti áskriftarmánuðurinn frír Verð aðeins 1.190 á mánuði DV á Netinu ókeypis Miðheima-geisladiskur, troðfullur af hugbúnaði, fræðslu og skemmtun miniw ( aðeins 3900 Ur.i HP400L^ litaprentari 4 , aðeins s|9,9ao kr.i. Innan sólarhrings getur þú verið kominn inn á Internetið <rp Miðheimar Hnngtlu nuna í síma 535 1045. Við sendum þér tolvuna heim* ryr»a •Eingörgu sent heim á höfuðborgarsvæðinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.