Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1997 Neytendur Jólasteik á 174 kr. eða 1.611 kr. Ferskt svínalæri er langódýrasta steikin og öllu dýrara kjöt en hreindýralundir býðst vart í jóla- matinn samkvæmt úttekt neyt- endasíðunnar á algengasta kjöt- meti íslendinga yfir jólahátíðarn- ar. Skammtar fyrir fullorðinn ein- stakling er nokkuð mismunandi eftir því hvaða kjöt á í hlut en þumalputtareglan er 200-250 g af beinlausu kjöti á mann. í meðfylgj- andi grafi kemur fram hve mikið þarf að áætla af jólasteikinni á hvern fullorðinn einstakling og fyrir böm er skammturinn helm- ingaður. Eins og sjá má er verð á hverj- um skammti æði mismunandi. Þó að rjúpurnar hafi lækkað í verði frá fyrri árum er skammturinn pr. mann enn nokkuð dýr eða 980 kr. miðað við að stykkið kosti 490 kr. Mun skaplegra verð er á hamborg- arhryggi eða 400 kr. á mann. mið- að viö 1.235 kr. kg. Þetta verð getur hæglega orðið mun lægra með því að kaupa ódýrari vöru en í þessari úttekt DV var farið eftir verði á nokkuð dýrum steikum sem ekki 1.800 krón! 1.600 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 .. I %vað kostar jólasteikin? • verð og magn á mann - 1.611 Á f 980 370 380 400 174 kr. 350 g 200 -250 g 450-500 g 300-350g —2 810 •300 g 2 stykki Svínalæri, Hangikjöt, Kalkúnn Hambhryggur Hreindýralæri ferskt úrbeinað læri m.belnl Rjúpur, hamflettar 200 g Hreindýralundir voru á tilboði. Kilóverðið af ferska svínalærinu í viðmiðuninni er 497 kr., á úrbeinaða hangikjötslærinu 1.645 kr., á kalkúninum 797 kr., hreindýralærinu 2.698 kr. og hrein- dýralundunum 8.055 kr. Til þess að fmna út verð á ein- stökum skömmtum fyrir hvern og einn var skammti fyrir fullorðna deilt í kílóverð vörunnar. 2. Klæðið síðan fuglinn úr hamnum. Rífið haminn í sundur eftir bringubeininu, klæðið vængstubb- inn úr hamnum og síðan lærleggina. Endið á því að fletta hamnum af baki fuglsins. 1. Byrjið á því að fjar- lægja vængstubbinn við vængliðina. Skerið fyrst niður að liðamót- unum, takið þá væng- inn úr lið og skerið vænginn af. Fjarlægið fæturna af fuglinum á sama hátt, skerið í neðstu liðamótin snú- ið fæturna úr liðnum og skerið þá síðan af. Skerið að lokum haus- inn af rjúpunni, um það bil 1 sm fyrir ofan axlarbein. 5. Hlutið fuglinn í sundur. Rífið bringuna og vængina frá hryggbeininu. Takið síðan lærið úr lið við hryggbeinið og skeriö frá. 3. Fjarlægið öll innyfli úr fuglinum. Hendið öllu nema hjartanu og fóarninu. 6. Sjóðið í sósu kraft úr hjartanu, fóarninu og hryggbeininu. Bring- una og leggina á að krydda með salti og pipar, brúna á pönnu og matreiða að hætti hússins. Rjúpan hamflett Rjúpan, þessi fallegi og gæfi fúgl, nýtur mikilla vin- sælda fyrir hátíðarnar og vegna þess hve verð á fugl- inum hefur lækkað hefur salan að sama skapi aukist. Til þess að komast að kjöt- inu á rjúpunni fékk neyt- endasíða DV Kristján Þór Sigurðsson, matreiðslu- meistara á Argentínu, til að hamfletta fuglinn og leið- beina um rétta meðferð á honum fyrir matreiðslu. 4. Skerið upp fóarnið eftir endilöngu og hreinsið úr því innihaldið (lyng, steina og fleira) og himn- una sem umlyk- ur innihaldið. Guðrún flýgur Það flýgur fjöllum hærra innan Sjálfstæðisflokksins að hluti af samkomulagi forystunnar við Guðrúnu Péturs- dóttur felist í því að hún verði borg- i arstjóraefni list- ans í vor. Sættir þeirra Davíðs Oddssonar voru innsiglaðar í samtali sem fór fram á skrif- stofu hans í Ráðherra- bústaðnum í Tjamargötu. Þaö er táknrænt að hvorki Kjartan Magnússon, sem náði áttunda sætinu í prófkjörinu, né Ámi Sigfússon höfðu hugmynd um hvað stóð til. Meðal borgarfull- trúa flokksins mætir hugmyndin um Guðrúnu sömuleiðis misjöfnu gengi. Tvíburaamman Ingibjörg Pálmadóttir nýtur mikillar farsældar i einkalífi. Þegar þingmenn ræddu á dögun- um fæðingarorlof feðra vildu þing- menn taka sérs- takt tillit til þeirra foreldra sem eignast hafa fjölbura. Ingi- björg tók þvi vel, en það mátti heyra á henni að hún hefði ekki kunnað við að taka það inn í frumvarpið þar sem hún sjálf var nýlega orð- in tvíburaamma. ■ ■ Oðlast aðalstign Frétt DV um að sátt smábáta- manna og sjávarútvegsráðherra muni ala af sér eins konar mini- sægreifa vakti mikla athygli. Þar lýsti Sighvatur Björgvinsson þvi að verið væri að kaupa smá- bátamenn inn í kvótakerfíð til að slæva brodd- inn í gagnrýni þeirra. Arthúr Bogason og aðrir foringjar smábátamanna, sem hafa verið þekktir fyrir harða andstöðu gegn kvótakerfi sægreifanna, virðast nú hafa snú- ist á band meö fyrrum andstæð- ingum sínum, umbjóðendum sín- um ýmist til gleði eða ógleði. Trillukarl nokkur á Sigluflrði, sem sér nú fyrir sér að geta braskað meö kvóta í skjóli aðal- stignar, orti eftirfarandi stöku: Framundan er ljúf og lygn, lífsbrautin mín hærri. Öðlast mun ég aðalstign, eins og hinir stærri. ... Kosningaskjálfti Kosningaskjálfta er tekið er að gæta meðal borgarfuUtrúa vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Þannig leggur nú meirihluti R-list- ans áherslu á að „sjatla“ öll þau mál sem líkleg eru til að hafa áhrif á fylgi list- ans í vor. Þar ber hátt deilur um byggingu háhýsis Laugaveg sem er þyrnir í augum ibúa en ckki hefúr enn tekist að lægja öldur. Annað viðkvæmt mál er fyrirhuguð þrefóldun um- ferðar viö Skeiðarvog með teng- ingu nýrrar Sundabrautar við Grafarvog. Um 2000 íbúar á svæð- inu mótmæltu í vor skriflega áformunum. Guðrún Ágústs- dóttir, forseti borgarstjómar, gekk i það aö leysa málið og á endanum var samþykkt innan umferðamefndar að þrengja Skeiðarvoginn til reynslu í eitt ár íbúunum til nokkurrar kæti. Vandinn er bara sá að aðalskipu- laginu var ekki breytt og því veit enginn hvaö gerist eftir eitt ár þegar ný borgarstjórn tekur við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.