Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVHOJDAGUR 17. DESEMBER 1997 Spurningin Hefuröu fylgst meö kjaradeilu lækna? Haraldur Grétarsson og Orri: Nei, ekki efnislega. Elísabet Elíasdóttir nemi: Nei, ekki get ég sagt það. Geir Sigurður Jónsson sölustjóri: Já, aðeins. Mér finnst ekki nema eðlilegt að þetta fólk hafi eölilegan vinnutíma. Ásgeir Ásgeirsson, flskframleið- andi á Ólafsfirði: Lítillega. Sigurpáll Aðalsteinsson: Nei. Jón Ægir Jóhannsson vélvirki: Nei, ég var aö koma heim eftir þriggja mánaða dvöl í útlöndum. Lesendur Verslunargatan Laugavegur - ekki mönnum bjóðandi í rigningu Á Laugavegi, Iffæð Reykjavfkur. - Ekki áhugaverö verslunargata f rigningu. Guðjón Sigurðsson skrifar: Ég geng oft Laugaveginn við ýms- ar aðstæður og kannast vel við það ástand sem þar skapast af veðurfari. í norðangarra er ekki fýsilegt að vera þar á ferli. Þó er skjól nokkurt af húsunum fyrir mesta belgingnum og hindrar ekki að skjólklæddir vegfar- endur geti stansað við glugga og glugga til að kanna það sem kaup- menn bjóða til sölu. í logni og góðu veðri er Laugaveg- urinn hinn besti vettvangur til gönguferða ef fólk er ekki á mikilli hraðferð. Þá er gatan líka oftar en ekki full af fólki sem nýtur þess að ganga hana, hvort sem er í tilgangs- leysi eða til ábata fyrir sjálft sig eða aöra. Þetta er verslunargatan Lauga- vegur, langur og lokkandi og jafnast að fullu á við systurgötur hans í er- lendum bæjum þar sem menn safnast til göngu til að sýna sig og sjá aðra. - Þá er Laugavegurinn lífæð Reykja- víkurborgar. Það skiptir svo snarlega um á Laugaveginum þegar hann fer aö rigna. Og það rignir talsvert oft og mikið í Reykjavík. - Þannig var ástandið á Laugaveginum siðdegis sl. fimmtudag. Það rigndi og rigndi og rigndi. Samt var ys og þys á götunni. En allir hálfhlupu. Siunir fengu skjól inni í næstu verslun, en aðeins um stund. Áfram varð fólk að komast. ís- lendingar ganga ekki allir með húfur eða hatta, og þeir sem svo voru án þeirra voru illa settir. Við einstaka verslun var skyggni og vel þegið á meðan það entist. En þau voru fá. Það eru ekki allir versl- unareigendur eins flottir og í versl- uninni Vínberinu eða Drangey. Skyggnið við Vínberið er eiginlega dæmi um það sem allir kaupmenn eða verslunareigendur ættu að setja, hver hjá sér - eða sameiginlega. En að ganga þessa löngu götu í úrhelli, að viðbættu Bankastrætinu, þar sem fólk gekk bókstaflega undir sturtu- bað meðfram versluninni Úr og skart, er ekki mönnum bjóðandi. Ekki reikna ég með að margir verði útlendingamir sem hafa hug á að koma í aðra verslunarferð til ís- lands eftir aöra eins útreið og bíður þeirra við Laugaveginn í slagregni. Ekki einu sinni þótt þeir séu millj- ónamæringar. Laugavegurinn er ekki verslunargata í rigningu. Verslunareigendur og húseigend- ur sem leigja frá sér verslunarpláss í götunni mega minnkast sín fyrir aö hafa látið skeika að sköpuðu meö frá- gang á sínum húsum, þannig að bun- an standi af þakinu niður á vegfar- endur. Laugavegurinn verður ekki verslunargata „par exellence" - sem hún getur vel orðiö - fyrr en samfelld skyggni eru sett meðfram húsunum beggja vegna götunnar. Jörfagleði við Hæðargarð Jóhann Guömundsson skrifar: Fyrir skömmu var Borgarfrétt- um, upplýsingariti Reykjavíkur- borgar, dreift á heimilin I borg- inni. Á forsíðu er frétt um opnun nýs leikskóla við Hæðargarð, „Há- tíðarstund við Hæðargarð". Ýmsir muna að fyrir tæpum tveimur árum risu upp mótmæli meöal íbúa við Hæðargarð og nágrenni vegna byggingar þessa sama leik- skóla. Borgaryfirvöld fóru engu að síður fram viija sínum í málinu sem öðrum. Það er skiljanlegt að i ljósi þeirra miklu mótmæla sem urðu út af byggingunni að R-listinn reyni nú að vinna í því máli með því að tilkynna sérstaklega þær „hátíðarstundir" sem gefast við Hæðargarð. - Eins og allir vita óðu borgaryfirvöld með forseta borgarstjórnar í broddi fylkingar yfir Brand Gíslason og aðra íbúa við Hæðargarð. Hver sá sem mim í framtíðinni berja leikskólann Jörfa við Hæðargarð augum mun hugsa til yfirgangs og siðleysis R- listans í borgarstjómartíð hans. Illt er þó að vita að siðleysi það er bannað var á 18. öld skuli viðgang- ast í lok 20. aldar. Vita prestar nógu mikiö? Guðmundur Rafn Geirdal skrif- ar: Nýlega átti sér stað vígsla á nýjum biskupi í Hallgrímskirkju. Sannarlega háleit stund fyrir presta landsins og kannski einhveija aðra. Senn kemur að því að sá biskup fari frá sem núna situr; sá sem kann að hafa farið út fyr- ir sínar línur í siðferðilegum sam- skiptum viö hitt kynið. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort prestar viti nógu mikið eða segi almenningi rétt til um Jesú Krist, sögu kristninnar og Guð. Vissuð þið til að mynda að það hef- ur ekki veriö sannað að Jesú Kristur hafi nokkurn tímann verið til? Vissuð þið að þaö eina sem er til af frumtexta guðspjallanna í Nýja testamentinu er þjónusta allan í síma kl. 14 og 16 Segja prestar almennt rétt til um Jesú og sögu kristninnar? spyr bréfritari m.a. hluti af einni blaðsíðu úr Jóhannesar- guðspjalli og e.t.v. tvö orð á pappírs- snepli úr Matteusarguðspjalli? Vissuð þið að það hefur ekki verið sannað að Guð sé til með þeim kröfum sem prestar mótmælendakirkna gera? Samviskuspumingar á borð viö þetta leiða mig inn á að spyrja hvort rétt sé að við höfum ríkisstyrkta Þjóð- kirkju þegar við höfum ákvæði í Stjórnarskránni um að trúfrelsi eigi að ríkja í þjóðfélaginu. Ég myndi telja miklu eðlilegra að það ætti sér stað aðskilnaður ríkis og kirkju og hin evangelíska lúterska kirkja sé gerð að sértrúarsöfnuði sem sé jafnrétthár og aðrir sértrúarsöfiiuð- ir landsins. í öðru lagi að fólk fái að trúa því sem það vill eða trúa ekki, svo lengi sem það fylgir grundvallar- reglum um almennt siðferði til að við getum búið hér saman sem ein þjóð. - Ég legg því til að kristni sé endur- skoðuð hér á landi. Esrabókin og læknarnir Hrólfur skrifar: Ég undrast að læknafélagið skuli ráðast svona að höfundi Esrabókarinnar, vitandi að höf- undur bókarinnar er sjálfur giftur lækni. Það er ekki síður áfall fyrir maka höfundar en hann sjálfan að þessi aumkunarverða bók skuli vera fordæmd. Og því miöur er hér allt of seint í rassinn gripið. Fjárfestingar- banki atvinnu- lífsins Kjartan skrifar: í sjónvarpsfrétt sl. sunnudags- kvöld var rætt við framkvæmda- stjóra Ejárfestingarbanka atvinnu- lífsins, Bjama Ármannsson. - Hann upplýsti um miklar og hrað- ar breytingar í fiármálaheiminum og vitnaöi m.a. tU sameiningar tveggja svissneskra bankasteypa alveg nýlega. Mér líst vel á þær upplýsingar og spár að fjármála- kerfið í heiminum verði orðiö meira og minna eitt og hið sama að nokkmm tíma liðnum. Og þótt ekki væri fyrir aðrar ástæður en þær fyrir okkur íslendinga, að rík- ið og kiðlingar þess í embættum opinberra og hálfopinberra banka- stofnana hætti misheppnuðum af- skiptum af íslenskum fjármálum. Við þurfum sannarlega að losna úr því opinbera skrúfstykki sem við erum fóst í. Engar ferðir til Barcelona? Eysteinn skrifar: í ferðablaði Morgunblaðsins sl. sunnudag var skemmtUeg grein um þriggja daga borgarferð Ul Barcelona á Spáni. Líklega hefúr ferð þessi verið farin sl. sumar þar sem nú um stundir em engar ferð- ir tU Spánar, nema Kanaríeyja. Ekki hafa aUir hug á að fara svo langt suður aö vetrinum. Ég undr- ast því að ferðaskrifstofur eða Flugleiðir skuli ekki bjóða ferðir t.d. tU Barcelona lengur á haustin eða þá strax í febrúar þegar hita- stig þama er fast að 20 gráðum eða meira. Strax í marsmánuði ætti t.d. að vera auðvelt að selja feröir fyrir fjölskyldur í 3 eða 5 daga eða vikudvöl. Jafnvel þótt lenda þyrfti með viðkomu annars staðar yrðu svona Spánarferðir vel þegnar. Viðhald Borgar- spítalans Gunnar Olafsson hringdi: Mörgum finnst undarlegt að bygging Borgarsjúkrahússins (nú Sjúkrahús Reykjavíkur) skuli vera svo Ula farin sem raun ber vitni. Það er framkvæmdastjóri bygging- arinnar sem á að sjá svo um að láta taka, segjum einn og einn glugga tU viðgerðar, og annað þess háttar? Það er engin afsökun fyrir að láta húsið drabbast svo niður sem raun ber vitni. Góður stjóm- andi stórra fyrirtækja lætur aUt ganga upp. Þessi niðurníðsla á Sjúkrahúsi Reykjavíkur er ekki verjandi. Það þarf engin ósköp af íjármunum tU að haga viðgerðum og viðhaldi á hagkvæmu róh aUt árið. Grínararnir á fréttastofunni Lóa skrifar: Það hefur líklega átt að vera eitt af nýmælunum á endurhannaðri fréttastofu Sjónvarps að taka upp agnarlítið grín miUi frétta, eða koma með innskot af þulum líkt og maður sér gjarnan í erlendum sjónvarpsfréttum, þar sem eölis- kurteisi er í fyrirrúmi. MáUð er þó það, að tU þess að svona nokkuð nái tU fólks, þurfa viðkomandi að geta varist hvoru tveggja; fordóm- um og fleðulátum. Og húmorinn verður að koma frá hjartanu. Iðra- kvefsmerki mega ekki vera sýni- leg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.