Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Qupperneq 14
14
MIÐVIKIJDAGUR 17. DESEMBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds.
r
Evróið og Island
Eftir stormasama siglingu um pólitíska ólgusjói síö-
ustu ára virðist fátt geta hindrað að Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu komist í höfn í byrjun ársins 1999.
Langflest ríki Evrópusambandsins munu taka þátt í
því frá upphafi. Þau fjögur sem sitja hjá í fyrstu um-
ferð, Bretland, Grikkland, Danmörk og Svíþjóð, stefna
hraðbyri að aðild skömmu upp úr aldamótum.
Þó gjaldmiðlar þátttökuþjóðanna haldi velli fyrst um
sinn verða þeir þó einn og sami gjaldmiðillinn um leið
og bandalagið tekur formlega gildi. Þeir munu hverfa
þegar útgáfa sameiginlegs gjaldmiðils, evrósins, hefst
árið 2002. Samhliða tekur sjálfstæður Seðlabanki Evr-
ópu, laus við afskipti stjórnmálamanna, við stefnumót-
un í peningamálum álfunnar.
Myntbandalagið mun valda straumhvörfum í efna-
hagslífi Evrópu. Sameiginlegur gjaldmiðill dregur
verulega úr gengisáhættu fyrirtækja, vaxtastig mun
leita niður á svipað stig og í þeim löndum sem búa við
mestan stöðugleika og sama gildir um verðbólgu. Við-
skiptakostnaður fyrirtækjanna minnkar því og
samruni gjaldmiðlanna ýtir því undir fjárfestingar,
örvar hlutabréfamarkaði og leiðir til aukins hagvaxtar
innan bandalagsins.
Fyrir ríki sem standa utan þess, eins og ísland, skipt-
ir miklu að meta hvernig á að bregðast við afLeiðingum
þess. Milli 60 og 65% af utanríkisverslun íslendinga eru
við ríki Evrópusambandsins, sem fyrr en varir munu
öll hafa evróið að sameiginlegum gjaldmiðli. Áhrifm af
evróinu birtast því fljótlega í viðskiptalífi okkar.
Hver eru líkleg áhrif evrósins á ísland? Kostirnir fel-
ast í lægri viðskiptakostnaði með vörur og gjaldeyri við
Evrópu og hagvöxtur í löndum bandalagsins mun hafa
jákvæð áhrif á íslenska hagkerfið. Gallarnir birtast í að
vaxtamunur gagnvart Evrópu er líklegur til að aukast,
meiri kostnaður og áhætta fylgir því að halda úti ís-
lensku krónunni, auk þess sem lækkandi viðskipta-
kostnaður í löndum evrósins gæti rýrt samkeppnis-
stöðu íslenskra fyrirtækja.
íslendingar hafa ekki mikinn tíma til að velta fyrir
sér hvernig ber að bregðast við hinum nýja gjaldmiðli.
Til skamms tíma gætti mjög neikvæðrar afstöðu stjórn-
valda hér á landi til evrósins, eins og ummæli forsæt-
isráðherra fyrr á árinu báru með sér. Þess vegna ber
að fagna því að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
hefur tekið af skarið og lýst skorinort yfir að það kunni
að verða skynsamlegt „að tengjast gjaldmiðlasamstarf-
inu með einhverjum hætti“.
Ýmsir stjómmálamenn hafa séð þann ókost helstan
við að leggjast við akkeri evrósins að um leið lokast hin
gamalkunna flóttaleið íslenska efnahagslífsins frá
sveiflum í hagkerfinu sem fólst í endurteknum gengis-
fellingum. Sú afstaða byggist á misskilningi. Síðustu
sjö árin hafa ríkisstjórnir lagt grunn að auknum stöð-
ugleika, kvótakerfið dregur úr sveiflum í sjávarútvegi,
auk þess sem umhverfi íslenska viðskiptaheimsins
verður æ alþjóðlegra. Tími gengisfellinganna er því
einfaldlega liðinn.
Ummæli utanríkisráðherra sýna að tenging við evró
er loks á dagskrá. Það skiptir miklu fyrir þróun ís-
lenskra viðskipta við útlönd. í rauninni er ekki lengur
spurt hvort, heldur hvenær.
Össur Skarphéðinsson
Á undanfórnum dögum
hefur DV haft frumkvæði að
því að fjalla opinberlega um
framferði Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga (SÍT)
og Vátryggingaeftirlitsins
gagnvart stjórnskipaðri
þriggja manna nefnd. Nefnd
þessi vinnur að endurskoðun
skaðabótalaganna sem gildi
tóku á miðju ári 1993. Hafa
þessir bíræfnu aðilar synjað
nefndinni upplýsinga mn
raunverulegan tjónakostnað í
921 líkamstjónsmáli í bif-
reiðatryggingum hjá aðildar-
félögum SÍT fyrsta hálfa árið
sem lögin voru í gildi, þ.e. á
síðari árshelmingi 1993.
SÍT sendi Alþingi umsögn
fyrir tveimur árum, sem
byggðist á „könnun" sam-
bandsins þá á tjónakostnaöi í
Sigmar Ármannsson, framkvstj. SÍT, og Erlendur Lárusson, forstööum. Vá-
tryggingaeftirlitsins. - Vilja hindra aö réttar upplýsingar komi fram í dagsljós-
iö, segir m.a. í greininni.
Forkastanleg
vinnubrögð
verður að sjálfsögðu
komið til allsherjar-
nefndar Alþingis um
leið og þær liggja fyr-
ir.“
Núna eru liðin að
jafnaði rúmlega 4 ár frá
því slysin á síðari hluta
árs 1993 urðu. Enginn
vafi er á að yflrgnæf-
andi meirihluti þeirra
hefur verið gerður upp.
Það hlýtur að vera
miklu einfaldara verk
fyrir tryggingafélögin
að upplýsa um raun-
verulegan kostnað nú
heldur en það var að
gera áætlanir fyrir
tveimur árum. En ekki
aldeilis. Nú telur Sig-
„Þaö hlýtur aö vera miklu ein-
faldara verk fyrir tryggingafélög-
in aö upplýsa um raunverulegan
kostnaö nú heldur en þaö var aö
gera áætlanir fyrir tveimur árum.
En ekki aldeilis.“
Kjallarinn
Jón Steinar
Gunnlaugsson
hrl.
þessum tilteknu málum, 921 tals-
ins. Sú umsögn var byggð á áætl-
unum, sem vátryggingafélögin
höfðu sjáif gert á tjónakostnaðin-
um en ekki raunverulegum kostn-
aði, enda lá hann ekki fyrir á þess-
um tíma nema að litlu leyti. Nú,
þegar kostnaðurinn hlýtur að
liggja fyrir í meginatriðum, er
hins vegar neitað um upplýsing-
amar! DV á heiður skilinn fyrir
að skýra almenningi frá þessari
forhertu framgöngu.
Töldu upplýsingar hafa
meginþýðingu fyrir tveimur
árum
Fyrir tveimur árum ollu upplýs-
ingar SÍT deilum á opinberum
vettvangi. SÍT hafði á grundvelli
„könnunar" sinnar talið að heild-
arkostnaður vátryggingafélaga
vegna líkamstjóna í umferðinni
næmi um 2.600 milljónum króna á
ári. Gagnrýnendur bentu á að inni
í tölunni væru sýnilega áætlanir í
öllum skráðum umferðarslysum,
þó að gögn sýndu að innan við
helmingur þeirra leiddi til bóta-
greiðslna sem einhverju máli
skiptu. Benti allt til þess að kostn-
aður þessi væri a.m.k. vel innan
við 2 milljarðar króna. Var SÍT
beðið um frekari upplýsingar hér
að lútandi en sambandið neitaöi.
Sigmar Ármannsson er fram-
kvæmdastjóri SÍT. Fyrir tveimur
árum taldi hann að upplýsingar
SÍT hefðu meginþýöingu þegar
QaUað væri um endurskoðun
skaðabótalaga. í Morgunblaðinu 8.
desember 1995 sagði hann m.a:
„Þessi athugun okkar tekur til á
annað þúsund slysamála og niður-
stöðurnar eru einmitt mjög áreið-
anlegar ...“ Og í grein í sama blaði
23. janúar 1996 sagði hann orðrétt:
„Hitt er annað að stjóm SÍT hefur
farið þess á leit við trygginga-
stærðfræðinginn að vinna frekar í
þessu máli, m.a. á grundvelli upp-
lýsinga um fleiri slysatjón sem
gerö kunna að hafa verið upp að
undanfómu. Þeim niðurstöðum
mar framkvæmdastjóri þessar
upplýsingar engu máli skipta. Og
Erlendur Lárusson, forstöðumað-
ur Vátryggingaeftirlitsins, tekur í
sama streng. Segir hann auk ann-
ars að það muni kosta mikla
vinnu að afla umbeðinna upplýs-
inga.
Telja aðeins 40% kostnaðar
greiddan eftir 31/2 ár
Mér er kunnugt um að Vátrygg-
ingaeftirlitið taldi í árslok 1996 að
heildarkostnaður líkamstjóna í
umferðarslysum hjá vátrygginga-
félögum hafi á árinu 1993 numið
2.866 milljónum króna. Hins vegar
var þá (3 % ári eftir slysdag að jafn-
aði) aðeins búið að greiða af þessu
1.151 milljón króna eða um 40%
kostnaðarins! Afgangurinn, 1.715
milljónir króna, var
enn óuppgerður!!
Þetta er augljós
fjarstæða. Svo
löngu eftir slysin er
klárlega búið að
greiða mun hærra
hlutfall heildar-
tjónakostnaðar.
Tölur Vátrygginga-
eftirlitsins um
óuppgerð mál eru
að sjálfsögðu byggð-
ar á áætlunum
tryggingafélaganna.
Nefndin fái sjálf
heimild
Viðbrögð þessara
aðila við ósk nefiid-
arinnar eru forkast-
anleg. Þeir vilja
hindra að réttar
upplýsingar komi
fram í dagsljósið.
Ekki er unnt að láta
þá komast upp með
svona framkomu.
Vátryggingaeftirlit-
inu er eftir þetta
ekki treystandi til
að sjá um að afla
upplýsinganna. Nú
er til lokaafgreiðslu á Alþingi
frumvarp um að framlengja starfs-
tíma hinnar stjórnskipuðu nefiid-
ar, m.a. til að hún fái svigrúm til
upplýsingaöflunar.
Ég skora á alþingismenn að bæta
í frumvarpið ákvæði um heimild
nefndarinnar til að ráða sér starfs-
mann til að afla nauðsynlegra upp-
lýsinga hjá tryggingafélögunum
um tjónakostnaðinn. Kveðið verði
á í lögunum að nefndin og starfs-
maðurinn skuli njóta sömu heim-
ilda og Vátryggingaeftirlitið hefur
skv. lögum til að afla upplýsinga og
vera bundin sömu skyldum. Með
þessu vinnst tvennt: Vátrygginga-
eftirlitinu verður ekki íþyngt með
þessu starfi og aðferðin verður trú-
verðug.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Skoðanir annarra
Tryggöar- og afsláttarkort
„Til að halda tryggð og hylli korthafa sinna hefur
VISA séð sér akk í því að bjóða þeim margvísleg
fríðindi og aðild að vildarklúbbum. Tryggðar- og af-
sláttarkort og fríðindaklúbbar með ýmsu sniði eru
nú orðnir alþekktir og viðurkenndir viðskiptahættir
um allan heim. Ljóst er að þessi þróun er komin til
að vera og er í allra þágu jafiit kaupmanna sem kort-
hafa og markaðarins í heild, enda þótt sumum kunni
að finnast verr farið en heima setið. Sú skoðun á
líka fullan rétt á sér.“
Einar S. Einarsson í Mbl. 16. des.
Gróska og viðræðurnar
„Um leið og forysta Alþýðubandalagsins hefur
gert upp við sig að hún vilji hefja undirbúning að
sameiginlegu framboði verður að kalla alla áhuga-
sama aðila að því borði. Þessar viðræður mega
aldrei lokast inni í þröngum, lokuðum flokksstofn-
unum. Gróska mun halda sínu striki og undirbúa
sameiginlegt framboð jafnaðarmanna þar til það ger-
ist.“
Hrannar B. Arnarson í Degi 16. des.
Réttindi kvenna
„Samkvæmt íslenskum lögum eru réttindi kvenna
nokkuð vel tryggð en ísland var fyrst Norðurland-
anna til að setja jafnréttislög, árið 1976. ... Lagaleg-
um rétti þarf að fylgja viðhorfsbreyting hjá þjóðinni.
Lög og kynjakvótar eru aðeins tæki sem hægt er að
beita til að ná ákveðnum árangri. Lög ein og sér gera
lítið gagn en þau eru staðfesting stjórnvalda og við-
urkenning á því að bæta þurfi ríkjandi ástand. Þau
eru ákveðinn rammi og marka stefnu."
Sigurrós Þorgrímsdóttir í Mbl. 16. des.