Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Side 11
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 11 Tilhneiging til þess að fá vissa sjúkdóma erfist milli kynslóða. Hvernig og hvers vegna er ósvarað enn. Svörin eru hérfyrir þá sem leita þeirra. Hvergi í heiminum erviðlíka áhugi og þekking á ættfræði og á íslandi. Erfðagreining ertil muna auðveldari á einstofna þjóð heldur en margstofna. Heilbrigðisþjónustan hér á landi hefur lengi skarað fram úr. Á íslandi eru því einstakar aðstæðurtil erfðafræðirannsókna. Með hóprannsóknum í erfðafræði vinnum við að uppgötvun erfðavísa sem tengjast sjúkdómum. Markmiðið er að hagnýta nýja þekkingu til þess að greina, meðhöndla og lækna slíka sjúkdóma. Við höfum á fyrsta starfsári okkar hafið rannsóknir á erfðavísum sem tengjast algengustu sjúkdómum okkar tíma. Um eitt hundrað starfsmenn, flestir hámenntaðir ungir vísindamenn, hafa lagt hart að sér við rannsóknarvinnu. Þegar hefur náðst góður árangur og er það ekki síst að þakka áhuga íslenskra stjórnvalda, samvinnu við lækna og góðfúsri þátttöku sjúklinga og fjölskyldna þeirra í rannsóknum. Við þökkum þá aðstoð sem fjölmargir íslendingar hafa veitt fyrirtækinu. Hún er mikilsvert framlag í þágu þess að fyrirbyggja og lækna sjúkdóma og lina þjáningar. íslensk erfðagreining þakkar góðar móttökur á íslandi og óskar landsmönnum árs og friðarí í S L E N S K erfbagreining GSP almannatengsl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.