Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 17 Símamarkaðir Evrópusambandsins gaiopnaðir um áramótin: Kúnninn Nú blása nýir vindar i símamál- um suður í Evrópu. Þegar klukkan sló tólf á miðnætti á gamlárskvöld var tími gömlu ríkisreknu símaein- okunarfyrirtækjanna í flestum að- ildarlöndum Evrópusambandsins liðinn undir lok. Samkeppni um hylli símanotenda er dagskipunin. Og það sem slegist verður um er flutningur ósköp venjulegra simtala innan ESB-landanna. Velta þessa hluta símafyrirtækjanna nemur 54 prósentum af heildarveltu þeirra. Hún er sem svarar 13 þúsund millj- örðum íslenskra króna á ári. Belgar dæmigerðir Belgar eru meðal þeirra sem munu njóta góðs af hinni nýju skip- an símamála í Evrópu. Þar verður kúnninn kóngurinn, segir Elio Di Rupo, símamálaráðherra Belgíu. Símaeinokunarfyrirtæki þeirra í Belgíu, Belgacom, var að mörgu leyti dæmigert fyrir þær miklu breytingar sem hafa orðið á síma- málum í Evrópu frá því byrjað var að opna hann fyrir samkeppni á ní- unda áratugnum. fyrir flutning á alls kyns fjarskipta- þjónustu. Hið sama er að gerast víðs vegar um Evrópu þar sem fyrrum einok- unarfyrirtæki hafa verið að einka- væðast, nútímavæðast og leita nýrra samstarfsaðila. Auk þess sem ný fyrirtæki hafa einnig verið að hasla sér þar völl. Frelsið sem nú hefur verið inn- leitt í símamálum Evrópusambands- ins ætti þegar til lengdar lætur að verða til þess að viðskiptavinurinn fær betri þjónustu fyrir lægra verð Evrópusambandiö opnaöi fyrir allar flóðgáttir samkeppninnar í símamálum um áramótin. Meö tímanum er gert ráö fyrir aö borgararnir njóti þess í formi lægri gjaldskrár. Belgacom var eitt sinn alfarið i ríkiseigu en nú er nærri helmingur þess í eigu fyrirtækjasamsteypu sem í eru U.S. Ameritech, Singapore Telecom og Tele Danmark. Sama alls staðar Belgíska símafélagið verður nú að heyja harða bciráttu við önnur fyrirtæki um símtalaflutningsmark- aðinn. Þar á meðal er fyrirtækið Telenet Vlaandern sem hefur í hyggju að breyta flutningskerfi kap- alsjónvarpsstöðva í breiðbandskerfi en áður og þá ætti hann að geta val- ið við hvaða símafyrirtæki hann vill skipta. „Andrúmsloftið verður frábrugð- ið þar sem reynt verður að gera við- skiptavininn ánægðan í stað þess að reyna að græða fé fyrir stjórnvöld," segir Nick White, varaforseti IN- TUG, alþjóðlegra samtaka símanot- enda. Aukin samkeppni mun fyrst um sinn þó koma fyrirtækjum fremur en almennum símnotendum til góða. Nýju simafyrirtækin hafa er kóngurinn einkum beint sjónum sínum að fyr- irtækjum og þeim sem hringja lang- línusamtöl, bæði innan lands og ut- an. Nick White spáir því að á kom- andi árum muni verð millilanda- símtala lækka um sjötíu prósent í Evrópu. Þar kemur til hin aukna samkeppni og einnig munu símafyr- irtækin færa verð þjónustunnar nær því sem hún kostar í raun og veru. Lög Evrópusambandsins kveða svo á að símafyrirtæki láti af þeirri iðju sinni að nota hagnað af ábata- samasta þætti rekstrarins til að nið- urgreiða aðra þjónustu. Dýrari staðarsímtöl Aukinni samkeppni í símamálum fylgir þó ekki endilega eintóm sæla fyrir hinn almenna neytanda. Sér- fræðingar telja hættu á að staðar- símtöl muni hækka, eins og reyk- vískir símnotendur fengu að kynn- ast í haust. Símafyrirtæki í Austur- ríki, Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni hafa þegar hækkað gjaldskrá sína fyrir staðarsímtöl, eða tilkynnt um yfirvofandi hækkun, að sögn Katrinar Schweren, efnahagsráð- gjafa Evrópsku neytendasamtak- anna (BEUC). Samtökin hafa þrýst á ríkisstjórnir aðildarlanda ESB að setja þak á verðskrána til að koma í veg fyrir óhófiegar verðhækkanir og bjóða um leið sérstaka taxta fyr- ir lágtekjufólk eða aðra þá sem eiga undir högg að sækja. „Stóra málið er að á meðan ekki ríkir mikil samkeppni um staðar- símtölin, líður lengri tími áður en venjulegir símnotendur finna fyrir ábatanum af auknu frjálsræöi," seg- ir Peter Alexiadis, lögfræðingur í Brussel, sem sérhæfir sig í fjar- skiptamálum. Meira að segja í Bretlandi flytur gamla ríkiseinokunarfyrirtækið British Telecom meira en 90 prósent staðarsimtala. Kapalsjónvarpsfyrir- tæki hafa þó haft leyfi til að flytja sík símtöl frá árinu 1991. INTUG-samtökin segja að fyrir- tæki hafi þegar hagnast á auknu frjálsræði í símamálum innan ESB þegar línuleiga er annars vegar. í 'könnun sem þau gerðu í ágúst 1997 kom í ljós að mikil verðlækkun hafði orðið i nokkrum löndum frá því fyrir einu ári. Belgískir notend- ur greiddu til dæmis 66 prósentum minna fyrir leigu á tveggja mega- oita stafrænni innanlandslínu. Reglugerðirnar klárar Flestar reglugerðir sem tengjast auknu frjálsræði Evrópusambands- ins í símamálum hafa nú verið sett- ar. Yfirvöld einstakra ríkja halda þó áfram að bæta þar einhverju við. Forsætisnefnd ESB samþykkti í síð- asta mánuði að skylda helstu síma- fyrirtækin til að gera kapalsjón- varpsdeildir sínar að sér rekstrar- einingum til að koma i veg fyrir myndun risaeinokunarfyrirtækja. Þá samþykktu símamálaráðherr- ar ESB í desember að frá 1. janúar árið 2000 geti símnotendur flutt símanúmerið sitt með sér þeir skipta um símafyrirtæki. Mislangt komin Könnun sem gerð var af ráðgjaf- arfyrirtækinu Yankee Group Europe og kynnt í nóvember síðast- liðnum leiddi í ljós að lönd ESB voru mislangt komin í að innleiða aukið frelsi í símamálum. Bretland, Danmörk og Svíþjóð eru þar fremst í flokki en lestina reka lönd eins og Grikkland, Portúgal og írland. í annarri rannsókn sem kynnt var í september er því haldið fram að miklar hindranir væru í vegi nýrra fyrirtækja sem vildu keppa við gömlu einokunarfyrirtækin. Forsætisnefndin tilkynnti síðan i október að gripið yrði til aðgerða gegn sjö aðildarlöndum sambands- ins þar sem þau hefðu ekki farið eft- ir frjálsræðisáætlunum ESB, eins og þeim bar. Rétt eins og gömlu einokunarfyr- irtækjunum stóð og stendur víða enn mikil ógn af nýjum símafyrir- tækjum þurfa öll fyrirtæki á þessu sviði á næstunni að glíma við nýjan keppinaut sem er símtalaflutningur um Internetið. Og yfirvöld þurfa að finna leið til að koma einhverjum reglum yfir þá starfsemi. Reuter Innritun í símum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Skírteini afhent í Bolholti 6 föstudaginn 9. jan. kl. 16 - 22. Kennsla hefst laugardaginn 10. jan. Cgir^ DAXSSKOLI JónsPétursogKDru Umboðsaðili fyrir hina frábœru Supadance dansskó Bolholt 6, 105 Reykjavík, sími 553 6645/568 5045, fax 568 3545 fj T Dantráð íslands Tqtggir rttta ttsign

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.