Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Qupperneq 25
24 ÍBelgarviðtalið „Ég las þaö einhvers staðar að því fylgi svipuð tilfinning að missa vinnuna og að missa barn en í mínu tilfelli var upp- sögnin engan veginn sár. Mér var strax boðið starf hér ytra og gengið frá því tveimur dögum eftir að ég hætti. í fyrstu var þetta vissulega áfall en þegar ég lít til baka er þetta í raun það besta sem fyrir mig gat komið. Ég hafói unnið á Stöð 2 samanlagt í fjögur ár og fannst vera kominn tími á mig. Mér fannst ég vera farinn að staðna, “ segir Jónas R. Jónsson, fyrr- verandi dagskrárstjóri á Stöð 2, þegar hann sest niður með DV-mönnum á heimili sínu í Surrey, nokkuð sunnan við London, skömmu fyrir jól. Hann býr í sannkallaðri sveitasœlu, húsið stendur nokkuð sér og er vel girt af með gróðri. Það er byggt á 16. öld, burðarbitar allir úr þykkum viði og veggirnir gifsaðir. í eldhúsinu er feikistór arinn og í dagstofunni þar fyrir innan annar eins. Þar hefur Jónas kveikt upp þegar okk- ur ber að garði. Hann hefur dregið niður í Ijósinu og ylurinn og snarkið frá arninum skapar notalega stemningu. „Þetta er gömul saga sem skiptir mig engu máli í dag. Það sem þarna gerðist á rætur að rekja til valdabar- áttu hjá eigendum fyrirtækisins eins og oft hefur verið á Stöð 2,“ segir Jónas um það þegar hann var rekinn frá fyrirtækinu i apríl 1994. Sagan segir að hann sé eini maðurinn á Is- landi, ef ekki í víðri veröld, sem rek- inn hefur verið fyrir að ferðast á Saga Class. Er þessi Saga-saga sönn? „Palli (Páll Magnússon, þáverandi sjónvarpsstjóri) var kominn í erfiða stöðu. Á milli okkar voru engar persónulegar eða faglegar deilur og fyrir honum var þetta greinilega bara spurning um að gera eitthvað. Saga Class-málið gaf honum tækifærið. Við vorum og erum enn góðir vinir.“ Jónas segir aðspurður að fyrirtæk- inu hefði að sjálfsögðu verið þægð í því að starfsmenn þess ferðuðust á Saga-miðum því þannig gátu þeir hagað ferðum sínum eftir því sem þeim hentaði. Hins vegar hefði verið óskað eftir þvi við starfsmenn Stöðv- ar 2 á þessum tíma að þeir sætu aft- ur í flugvélunum en ekki í Saga-sæt- unum. Þar hefðu menn verið að „snobba niður á við“ og reyna að búa til einhverja ímynd af fyrirtækinu sem þeir töldu að félli almenningi i geð. Þetta hefði honum fundist hlægilegt og hann því neitað að taka þátt í svona fiflagangi. Dagpeningasukk „Eg held að menn hafi hugsað þetta eitthvað skakkt, kannski af því að nafnið, Saga Class, er ef til vill villandi. Það þarf alls ekki að þýða einhvern flottræfilshátt að kaupa slíka miða. Menn eru nefnilega oft að Eiginkonan heimsækir bónda sinn nánast um hverja helgi. Helga Benediktsdóttir og Jónas R. Jónsson saman á Old Bond Street i London. Jónas segir samband þeirra hafa styrkst viö þessar miklu fjarverur. LAUGARDAGUR 3. JANUAR 1998 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 Jjlelgarviðtalið 33 Jónas R. Jónsson hefur í fjögur ár búið og starfað í útlöndum, fjarri eiginkonu, barni og barnabarni: ári. Stafrænar sjónvarpsstöðvar „I starfi mínu á Stöð 2 hafði ég vitaskuld eignast kunningja í faginu úti í heimi og strax og vinur minn hjá Nethold, sem var sjónvarps- fyrirtæki með starfsemi út um allan heim, frétti af því að ég hefði verið rekinn bað hann mig að bíða með að gera nokkuð fyrr en hann hefði haft samband við mig. Eftir tvo daga hafði ég ráðið mig til þessa fyrirtæk- is. Ég flaug nánast daglega frá Amsterdam til London í sambandi við vinnu mína en eftir sex mánuði flutti ég síðan alveg til London. Þar var ég í tvö og hálft ár og hef nú ver- ið héma í sveitasælunni síðan í maí í vor,“ segir Jónas sem nú hefur sagt skilið við Nethold. Canal+ yfirtók fyrirtækið sl. vor og lagði þar með Nethold niður. Jónas starfar nú sjálf- Mi Jónas er að gera það gott í London. Hann vinnur mikið en saknar konunnar, dótturinnar og dótturdótturinnar sem allar búa á íslandi. Hann er „kósíkall" og nýtur þess aö slappa af viö arininn þegar hann er ekki í vinnunni. Hann á ekki von á ööru en aö hann muni áfram eiga heima í útlöndum. stætt. En við hvað? „Ég tek að mér að setja saman fjölrása pakka fyrir sjónvarpsfyrir- tæki sem senda efni um gervihnetti. Þetta eru fyrirtæki sem ætla að fara inn á ný landsvæði. Síðasta stóra verkefnið mitt vann ég á Ítalíu. Það tók heila átján mánuði. Þar var Telepiu, fyrirtæki sem var 'að hluta til í eigu Berlusconis, sem sendi út í loftnet eins og Stöð 2 gerir. Telepiu var að undirbúa að senda stafrænt í gegnum gervitungl og mitt verkefni var að hanna fjölrása pakka, búa til nýjar rásir, t.a.m. ítalskt MTV, ítalskt Cartoon Network o.s.frv., og semja við þessar stöðvar um að útbúa rásirnar fyrir ítalska neytendur. Stærsti hlutinn af vinnu minni eru samningaviðræður." 40 milljarða samningur Jónas segir það hlutverk sitt að búa til pakka með t.d. tíu rásum sem áskrifendum sé boðið upp á og ganga frá samningi um hverja rás þannig að allir séu sáttir við hana. Þegar það sé búið snúi hann sér að næstu rás og þannig koll af kolli þar til hann sé búinn með þennan pakka. Jónas segir að í Evrópu séu þeir lík- lega ekki nema tíu sem vinni við þetta sama, ekki nema fjórir sem geri ekkert annað eins og hann. Hann segir markaðinn vera farinn að þrengjast í álfunni, helst eigi eftir að piægja rásaakurinn í Austur-Evr- ópu og Asíu. • „Þetta geta verið mjög stór verk- efni, frá þremur mánuðum og upp í átján mánuði. Yfirleitt er verið að semja til margra ára og um mikla fjármuni. Samningurinn við eina þessum fjórtán rásum fyrir ítalii hljóðaði t.d. upp á um 40 milljarða is- lenskra króna.“ Jónas segir peningahliðina langerfiðasta og flóknasta i þessu en þó spennandi um leið. Aðspurður hvers vegna menn hringi í hann til þess að sjá um þessi mál fyrir sig verður hann hugsi litla stund, segir síðan að þetta snúist aðallega um sambönd og reynslu. Hann hafi séð um alla samningagerð fyrir Stöð 2 og Nethold á sínum tíma og búi yfir góðri reynslu. Þetta er líka spurning um æfrngu. aður þjáifast í þessu. Eftir smátíma ferðu að vita hvað skiptir mestu máli. Síðan þegar upp er staðið er orðsporið kannski það eina sem mað- ur á, ekki bara í þessum bransa held- ur í lífinu. Þú átt bara eitt orðspor og ef þú brennir það ertu/ búinn að brenna sjálfan þig. Ég tel mig hafa byggt upp orðspor sem menn geta treyst. Kunnáttan skiptir máli og ég tel mig geta lokað góðum samningum á skemmri tíma en margir aðrir, ég hef gert þetta svo oft,“ segir Jónas og bætir við að hann hafi tekið að sér verkefni í Pól- landi nýlega en pakkað saman eftir tvo og hálfan mánuð. Hann hafi ekki treyst sér til þess að leggja orðspor sitt að veði með \>ýi að vinna fyrir menn sem greiniléga ætluðu að búa til fyrirtæki til að selja í von um skjótfenginn gróða. Voru að nota mig „Menn geta grætt mikla peninga í sjónvarpsheiminum. Það er freistandi að búa til og blása upp fyrirtæki sem nær sér í markaðsað- stöðu í ákveðnu landi á undan öllum öðrum. Þessir aðilar ætluðu að búa til stafrænt gervihnattasjónvarp á undan öðrum í Póllandi. Verkefnið hljóðaði mjög spennandi í fyrstu en þegar ég fór að vinna með þeim komst ég að því að þeir ætluðu að nota nafn mitt til þess að komast að ákveðnum efnisframleiðendum. Samt vildu þeir ekki nýta sér þekk- ingu mína til þess að láta hlutina endast. Þeir vildu bara ganga frá málum eins fljótt og mögulegt var með ska/mmtímasjónarmið í huga, höfðu ekki þolinmæði til að vinna að góðum samningum og því vildi ég ekki koma nærri þessu. Takmarkið hjá mér er að gera samninga það vel úr garði að þeir lifi út samningstímabilið án þess að þá þurfi að endursemja eða lagfæra meðan þeir eru í gildi. Ég er mjög oft að semja við sömu aðilana aftur og aftur og ef maður ætlar að fara að reyna að spila með þá glatast það traust sem þú hefur áunnið þér í gegnum árin. Maður verður að vera harður en um leið sanngjarn. I samn- ingum er galdurinn ekki bara að taka heldur líka gefa.“ I Auðheyrt er á Jónasi að honum er annt um orðsporið. Aðspurður hvort með brottrekstrinum af Stöð 2 hafi mönnum tekist að rýra orðspor hans segist hann ekki telja það. Það þakk- ar hann hversu fljótt hann fékk vinnu aftur. Ef hann hefði ekki verið svo heppinn er aldrei að vita nema svo hefði getað farið. En var það sjálfsagt að rífa sig upp og flytja til útlanda þegar atvinnutilboðið kom? Tvö heimili „Já, það var það í raun. Við bjugg- um í Kaliforníu í fimm ár og ég liafði ferðast mjög mikið í starfmu hjá Stöð 2. Þess vegna var það kannski minna mál en ella hefði verið,“ segir Jónas og þótt hingað til sé talað um hann eins og hann standi einn í þessu öllu og þurfi ekki að hugsa um aðra en sjálfan sig er því alls ekki þannig farið. Hann er kvæntur Helgu Benediktsdóttur arkitekt og saman eiga þau Margréti Rögnu, 28 ára. Hún á síðan eina dóttur á sjö- unda ári, Helgu Gabríelu Sigurð- ardóttur. Konurnar í lífi Jónasar búa allar á íslandi. „Það erfiðasta í þessu er að vera hér einn, fjarri fjölskyldunni. Helga hefur verið á leiðinni hingað til mín í þessi fjögur ár en sökum anna hjá henni hefur það ekki enn gengið eftir. Við styðjum vel hvort við bak annars. Hún tekur tillit til þess að ég verð að vera í útlöndum, ég skil að hún þarf að vera heima og sinna sínu starfi. Hún er á kafi í verkefnum og er að byggja upp sín sambönd og viðskiptatengsl. Það er meira en að segja það að fórna því öllu. Enda veit ég ekki hverju við yrðum í sjálfu sér bættari. Ég er mik- ið að heiman og við myndum hvort eð er lítið hittast fyrir utan helgarn- ar. Stundum getur Helga tekið verkefni með sér og unnið að þeim hér úti hjá mér í nokkurn tíma. I hennar starfi er það mikill kostur að geta ferðast og fengið innblástur af þvi helsta sem er að gerast í arkitektúr í heiminum." Þrátt fyrir að búa svona hvort í sínu landinu hittast þau alltaf í hverri viku. Fyrir utan lengri stoppin flýgur hún utan nánast um hverja helgi þegar hún er að vinna á íslandi. Ef hún ekki kemur út fer Jónas heim. Hann ljóstrar þvi þó upp að honum þyki betra að hún komi. Þá hafi þau meira næði. Ef hann fari heim vilji hann endilega reyna að heimsækja sem flesta og þar fyrir utan sé hann það mikið á ferðinni i miðri viku að hann sé dauðfeginn að þurfa ekki að fljúga heim um helgar. Hann játar að álagið sé vissulega mikið á konunni vegna þessara ferðalaga og bendir undirrituðum á með bros á vör að von sé einmitt á henni i kvöld, fimmtudag, eða á morgun, vonandi í kvöld. Hann við- urkennir að hann sé yfirleitt farinn að iða í skinninu þegar líða taki á vikuna. Betra hjónaband „Ég held að annað gerist af tvennu við svona fjarvistir. Annaðhvort slitnar upp úr hjónaböndum eða þau styrkjast mjög mikið. Ég held við lærum bara betur að meta hvort annað þann tíma sem við erum sam- an.“ Aðspurður hvort hann sé farinn að sjá fram á að þetta breytist, hann flytji aftur heima eða Helga komi út segist hann ekki sjá að það gerist f bráð. Þó borgi sig aldrei að segja aldrei. Vera kunni að hann vakni upp einn daginn og segi hingað og ekki lengra, nú nenni hann þessu ekki lengur. Hann spyrji sig vissu- lega að því annað slagið til hvers hann sé að harka þama úti. Þetta sé eins og stór vertíð, mikil vinna og miklar fjarvistir frá fjölskyldunni. Hann sé að vísu að gera það gott og sjái nú í fyrsta sinn afgángs peninga. Hann verði þó líklega aldrei ríkur enda sé það ekki takmarkið hjá hon- um. „Einn stóri kosturinn sem ég sé við þetta er að komast í umhverfi kaupa ódýrari miða en þurfa fyrir vikið að gista lengur. Það þýðir auk- inn kostnað og meiri dagpeninga. Þar sparast lítið. Dagpeningasukkið heima er með ólíkindum og þekkist varla annars staðar í heiminum. Ég held að nær væri fyrir fyrirtæki að borga raunverulegan kostnað gegn reikningum og spara sér þannig mikla peninga. Hvaða vit er í því að starfsmenn sjái sér hag í því að vera sem flesta daga í útlöndum af því að þá fá þeir meiri dagpeninga?" spyr Jónas. Óhætt er að fullyrða að þar sem Jónas • er fer maður sem talar af reynslu. I nýju starfi í útlöndum ferðast hann mjög mikið. Hann segir reyndar að eftir að hafa gert sér grein fyrir því að á árinu 1996 hafi hann verið fleiri vikur á ferðalagi en á heimili sínu i London hafi honum tekist að snúa dæminu við á síðasta Huga að Internetinu Jónas er ánægður ytra og segist heldur myndu vilja fá fjölskylduna utan en að koma sjálfur heim. Fyrst markaðurinn er farinn að þrengjast fyrir starf hans í Evrópu hlýtur hann þó að þurfa að fara að huga að öðru? „Framtíðin er í Intemetinu. Það hefur verið að taka við ýmsum hlut- um af sjónvarpinu. Fram til þessa hefur Internetið aðallega verið að miðla upplýsingum fram og til baka og enn eiga lítil viðskipti sér þar stað, miðað við möguleikana sem eru fyrir hendi.: Menn eiga enn eftir að finna þessar leiðir en það er smám saman að breytast. Enn sem komið er eru fáir sem hafa sérhæft sig í. því að kaupa og selja efni i gegnum Net- ið og ég er aðeins að fikra mig yfir á þá braut.“ Jónas hefur verið á kafi í sjón- varpsmálum undanfarin ár. Hann hefur fylgst vel með umræðunni um breiðband Pósts og síma. „Ég hef í sjálfu sér ekkert nema gott um það að segja sem slíkt. Það er tæknilega mjögjjáþróað og hefur mjög góða flutningsgetu en ég er ósáttur við þa leið sem Póstur og sími hefur valið að fara. Fyrirtækið er að fara út í það að bjóða upp á dag- skrá í stað þess að bjóða upp á stafræna flutningsþjónustu. Ef þeir hefðu kosið að láta Ríkissjónvarpinu og Stöð 2 eftir að útvega efnið og að- eins séð um flutninginn á því hefðu þeir getað sparað fullt af peningum, t.d. í þessum afruglurum. Þess i stað eru þeir að koma með nýtt kerfi sem kostar of fjár. Þeir hefðu getað flutt báðar sjónvarpsstöðvamar á breið- bandinu sem aftur hefði þýtt að þær hefðu ekki þurft að endurnýja sendi- kerfi sitt,“ segir Jónas. Út í hött „Þeir kjósa heldur að bjóða upp á allt efnið sjálfir, sama efni og Stöð 2 er með á fjölvarpinu. Ég segi að miklu hagkvæmara og skynsamlegra hefði verið aö semja beint við Stöð 2. Þar hafa menn þekkinguna til þess að gera þetta,“ segir sjónvarpsmað- urinn og bætir við að honum finnist að ríkið eigi að sjálfsögðu að reka sjónvarpsstöð, mætti þess vegna bæta við einni rás. Það að Póstur og simi sé að fara út í samkeppni við sjónvarsstöðvamar finnst honum al- veg út í hött. þar sem enginn þekkir mig,“ segir Jónas aðspurður hvort ekki sé skrýt- ið að flytjast til lands þar sem nánast enginn viti hver Jónas R. Jónsson er. Það vita nánast allir á íslandi. „Þetta var ekki alslæmt heima en eftir að ég var með Ugluþættina í sjónvarpinu lokaði ég mig alveg af í Hljóðrita við að taka upp tónlist í ein fjögur til fimm ár. Mér fannst óþægi- legt að geta ekki farið út í búð án þess að fólk horfði tvisvar á mig. Sumir gangast upp í þvi að verða þekkt andlit en það á ekki við mig,“ segir Jónas. Hann segir alla athyg- lina í sjálfu sér hafa verið á jákvæð- um nótum, hann hafi bara orðið þreyttur á henni. við arineldinn og dreypa á góðu rauðvíni. „Ég hef afskaplega gaman af því að dunda mér hérna í garðinum. Þannig hvílist ég vel. Síðan hef ég gaman af því að hjóla og ef ég væri meira heima væri ég ábyggilega með hesta hérna. Hér eru yndislegir mörg hundruð ára gamlir reiðvegir um all- ar sveitir sem gaman væri að ríða um.“ Um helgar segir hann þau hjónin yfirleitt fara lítið. Þau njóti þess að sitja heima og slappa af, elda góðan mat og vera í rólegheitum. Síminn hringir, Helga segist koma í kvöld. Jónas gleðst yfir þessum tíðindum. Hann segir þau ætla inn í London að kaupa inn fyrir jólin og síðan fari þau saman heim. Þar ætlar afinn að njóta þess að vefja dótturdótturina örmum yfir hátíðirnar. Hann segist ekki hafa hugmynd um hvað hann verði að gera eftir fimm til tíu ár. Segist trúa á forlögin og fylgja þeim. Við óskum honum alls góðs og biðj- um að heilsa Helgu. Það er kominn tími til þess að skara vel í eldinum og gera „kósí“ áður en eiginkonan kemur. Við kveðjum þennan ís- lenska ævintýramann í útlöndum og þökkum fyrir spjallið og kaffisopann. -sv Við arininn Eins og fram hefur komið er Jónas gríðarlega mikið á ferðinni vegna vinnu sinnar og kannski þess vegna segist hann kunna best við sig í ró- legheitum heima þegar hann sé ekki að vinna. Hann segist vera „kósi- kall“, honum þyki gott að slappa af „Þegar upp er staöið er orðsporið kannski þaö eina sem maöur á, ekki bara í þessum bransa heldur í lífinu. Þú átt bara eitt orðspor og ef þú brennir þaö ertu búinn aö brenna sjálfan þig. Ég tel mig hafa byggt upp oröspor sem menn geta treyst,“ segir Jónas meöal annars í viötaiinu. Hér er hann við húsiö sem hann leigir í Surrey, nokkuö fyrir sunnan London. Hann segir mjög dýrt aö eignast hús þarna, þetta hús kosti t.d. um 50-60 millljónir. DV-myndir Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.