Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1998, Blaðsíða 36
44 fréttir LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 JjV Kennaraháskóli íslands: Fjórir skólar sameinaðir í einn Y . - samtals um 1.200 stúdentar í skólanum Ný lög um Kennaraháskóla ís- lands voru samþykkt á Alþingi 18. desember sl. Meö lögunum er starf- semi Fósturskóla íslands, Iþrótta- kennaraháskóla íslands, Kennara- háskóla íslands og Þroskaþjálfa- skóla íslands sameinuð frá og með 1. janúar sl. í einum háskóla. Nafn hins nýja háskóla verður Kennara- háskóli íslands. í hinum nýja háskóla verða alls um 1.200 nemendur fyrir utan um- fangsmikið starf á sviði endur- menntunar. Starfsmenn háskólans verða um 140 talsins. Hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu þessara menntastofnana, sem allar hafa það meginmarkmið að mennta sérhæft starfsfólk til kennslu-, þjálf- unar-, uppeldis- og umönnunar- starfa, hafa verið að mótast á und- anförnum árum. í nefndaráliti um eflingu uppeld- is- og kennaramenntunar á íslandi, sem menntamálaráðherra gaf út í mars 1995, segir m.a. að „slík sam- eining myndi efla faglegt umhverfi þessarar menntunar og bæta nýt- ingu kennslukrafts, húsnæðis og annarra aðfanga." í athugasemdum við frumvarp til laga um hinn nýja háskóla kom fram víðtæk samstaða um sameininguna. -RR Nýir umboðsmenn frá 1. janúar 1998 Mosfellsbær Guöfinna Brynjólfsdóttir Hlíðarási 3 Sími 566 7344 Reyöarfjöröur Torfi PálmarGuðmundsson Árgötu 7 Sími 474 1488 Skagaströnd fris Valgeirsdóttir Fellsbraut 4 Sími 452 2714 Ólafsvík Inga Jóhanna Kristinsdóttir Grundarbraut 44 Sími 436 1251 Bolungarvík Guðrún Ármannsdóttir Miðstræti 10 Sími 456 7481 Búöardalur Lilja Björg Ágústsdóttir Dalbraut 4 Sími 434 1239 Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri Víkurprjóns, í kjallara hússins að reyna aö bjarga hlutum upp úr vatninu. Dv-mynd NH Flóð og óveður í Vík DV, Vflc_____________________________ í óveðrinu sem gekk yfir landið 30. desember hlóðst mikill sandur fyrir útfall Víkurár og teppti rennsli hennar til sjávar. Víkurá, sem renn- ur um Vík í Mýrdal, er að öllu jöfnu vatnslítil bergvatnsá en þegar útfali hennar stíflast myndast stórt lón innan við sandrifið. Á síðdegisflóð- inu var há sjávarstaða og mikið brim þannig að sjór flæddi inn yfir sandrifið með þeim afleiðingum að sjóblandað vatn flæddi langt út fyr- ir farveg árinnar. Sjórinn flæddi upp á göturnar sem næstar eru ánni að vestanverðu og einnig varð Víkurskóli umflotinn vatni. í iðnaðarhverfinu flæddi inn í kjallara verksmiðjuhúss Víkur- prjóns. Slökkvilið Víkurbúa dældi vatninu úr kjaliaranum með öflug- um dælum. „Þetta gerðist mjög snögglega, einum til tveimur tímum áður var farið að sjatna verulega í ánni frá því fyrr um daginn en á kvöldflóð- inu flæddi sjórinn óhindrað og mjög hratt inn yfir þannig að ekki var við neitt ráðið,“ sagði Þórir Kjartans- son, framkvæmdastjóri Víkur- prjóns. Um leið og sjávarstaðan lækkaði var hafist handa við að moka rennu fyrir hana út í sjó. Þegar fjaraði lækkaði fljótt í lóninu fyrir innan sandrifið og á gamlársmorgun var áin orðin eðlileg á ný. Þetta er með mestu sjávarflóðum sem orðið hafa i Víkuránni á auðri og snjólausri jörð í mörg ár. -NH y Sjúkrahúsin í Reykjavík: Ofremdarástand Unglæknar höfnuðu drögum að nýjum ráðningarsamingum sem voru lagðir fyrir þá í gær. Algjört ófremdarástand er að skapast á sjúkrahúsum í Reykjavík aö mati lækningaforstjóra spítalanna sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýs- ingu í gærkvöldi. í yfirlýsingu lækningaforstjór- anna segir að þar sem unglæknar hafi ekki verið í vinnu í hálfan mán- uð hafi skapast mjög alvarlegt ástsmd á sjúkrahúsunum sem ekki geti lengur sinnt skyldum sínum að fuliu. Þá geti sjúklingar ekki vænst þess að komast að í aðgerðir að óbreyttu. -SÁ Hæstiréttur: Pátur Hafstein forseti Pétur Kr. Hafstein hæstaréttar- dómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar. Hann tók við embætti á nýársdag og gegnir því til næstu áramóta. Varaforseti Hæstaréttar á árinu verður Garðar Gíslason. Kjörtíma- bil stjómar réttarins er eitt ár. -SÁ Pétur Kr. Hafstein, forsetl Hæstarétt- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.