Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Fréttir____________________________________________________ Unglæknar snúa aftur til starfa: DV Sátt en ekki ánægð - segir formaður félags unglækna A fundi í gær samþykktu unglæknar með miklum meirihluta nýja vinnutilhög- un eftir að tilboð barst frá sjúkrahúsyfirvöldum. í gær hóf fyrsti unglæknirinn aft- ur störf en nú í morgun komu þeir allir aftur til starfa sem á annað borð ætla að endurráða sig. Talið er að langflestir unglæknanna muni sætta sig við hinar nýju tillögur. Að sögn Bryn- hildar Eyjólfsdóttur, for- manns félags unglækna, er fólk almennt sátt við tillög- urnar þó ekki sé hægt að segja að það sé ánægt. Nýja vinnutilhögunin er talin hafa um fjörutíu millj- óna króna viðbótarkostnaö i för með sér á öllu landinu, þó erfitt sé að festa hönd á kostnaðaraukanum ná- kvæmlega, segir Jóhannes Gunnarsson, lækningafor- stjóri Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Hann segir jafnframt að ein stærsta fyrirstaðan fyrir hinum nýju tillögum hafi verið vinnutilskipanir EES. í raun sé vonlaust að fara eftir þeim og því hafi þurft að finna ásættanlegar leiðir til að brjóta tilskipanirnar. „Það kostaði blóð, svita og tár en tókst að hannes að það muni líklega leiða til einhverra vand- ræða. Lausnin verði að öll- um líkindum sú að sér- fræðingar taki á sig aukna vinnu. Langtímaafleiðingar hinnar nýju vinnutilhögun- ar verða líklega þær að sér- fræðingum fjölgi hlutfalls- lega á kostnað unglækna, að hans mati. Launaðir námsdagar og vaktafrágangur Vinnutilhögunin nýja hefur í for með sér ýmsar breytingar fyrir unglækn- ana. Mikilvægustu atriðin að mati Brynhildar Eyjólfs- dóttur eru í fyrsta lagi að nú eigi unglæknar kost á sérstökum launuðum námsdögum þar sem þeim gefst kostur á endurmennt- un. í öðru lagi fá þeir nú launaða þá yfirvinnu sem nauðsynlegt er að vinna til að ganga frá vöktum. Þessa yfírvinnu hafa unglæknar hingað til verið að vinna ólaunaða. Þriðja atriðið sem hún nefnir er svo launaþrepahækkun fyrir aðstoðar- og deildarlækna með MS- og BS- Á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur koma unglæknar aftur til starfa í dag. Einn unglæknir hóf þegar störf í gær á bráðamóttöku Landspítalans. DV-mynd S lokum. Ég er afskaplega ánægður Nokkrir unglæknar munu ekki með það,“ segir hann. koma aftur til starfa og segir Jó- gráðu. Að auki verður bætt úr vinnuaðstöðu. „Það sem við erum þó hvað ósátt- ust við í hinum nýju tillögum er að ekki var mögulegt að fá leiðréttingu á yfirvinnuprósentunni. Hún er samkvæmt nýju kjarasamningun- um ennþá 0,8% og ekki mögulegt að fá henni breytt þar sem búið er að ganga frá samningunum," segir Brynhildur. Aðspurð hvort hinar nýju tillögur muni hafa áhrif á launaumslag unglækna segir hún: „Þetta hefur einhver áhrif á það en ég get ekki sagt að þau verði mikil. Hér er um einhverja viðbótar- greiðslu fyrir hverja vakt að ræða og í raun fer launaaukningin eftir því hversu margar vaktir fólk vinn- ur.“ Guðmundur Björnsson, formaður Læknafélagsins, telur að þarna hafi ófremdarástandi verið aflýst og því er hann mjög ánægður með að lausn hafi fundist. Þó svo ekki hafi tekist að uppfylla óskir beggja hafi þarna verið farið bil beggja og allir eigi að geta unað við lyktir málsins. Nú er öllum sjúkrahússamningum lokið en nokkur mál eru enn óleyst hjá Læknafélaginu. Þar ber hæst málefni sérfræðinga sem starfa sjáifstætt fyrir Tryggingastofnun. -KJA Stal peningum úr Melabúðinni Ungur maður stal peningum úr Melabúðinni um miðjan dag í gær. Maðurinn kom inn í búðina og náði að draga athygli starfsstúlku frá peningakassanum. Hann náði að opna kassann og tók skiptimynt úr honum. Stúlkan sá hann síðan hlaupa út úr búðinni og áttaði sig þá á því að hann hefði stolið peningum. Maðurinn náði aðeins minni hátt- ar peningaupphæð, að þvi er talið er aðeins nokkrum þúsundum. Stúlkan gat gefið ágæta lýsingu á manninum. Lögreglan leitaði að honum í gær og í gærkvöld en hann er enn ófundinn. -RR Ungur maður stal peningum úr Melabúðinni í gærdag. Hann komst í peningakassa en náði aöeins skiptimynt, að því er taliö er nokkur þúsund krónum. Hann er ófundinn. DV-mynd S Dagfari Vildu gera góðverk á sjálfum sér Nú eru hátíðirnar gengnar yflr og allt er aftur að komast í samt lag. Ekki vantar að fólk sé gjafmilt og gott hvað við annað yflr jólin, og stundum líka fram á gamlársdag, enda er boðskapur hátíðanna sá að maður eigi að vera góður og kær- leiksríkur við alla sem maður um- gengst. Gefa gjafir, senda kveðjur, hugsa til smælingjanna, biðja fyrir ættingjum og aðstandendum. Jafnvel lögreglan leyfði Franklín Steiner að dvelja heima hjá sér um jólin og þóttist þó vera að leita að honum um allt. Tillitssemi lögregl- unnar er söm við sig þegar góð- kunningjar hennar eiga í hlut. Verðbréfafyrirtækin voru líka í hátíðarskapi og auglýstu grimmt - minntu fólk á að það gæti bæði sparaö skatt og grætt á hlutabréfa- kaupum, enda ásóknin eftir því. Margir urðu til að leggja nokkra milljarða í þessar arðvænlegu fjár- festingar og auðvitað er það skilj- anlegt að þeir sem eiga fyrirtækin og eru að selja fleiri hlutabréf til að verðmæti þeirra eigin hlutabréfa haldist vilji líka taka þátt í þessum gróðaspekúlasj ónum. Stóðust að visu freistinguna fram yfir jólin en gáfu sér svo tíma til þess á gamlársdag að leggja í púkkiö og kaupa sín eigin hluta- bréf, eða réttara sagt í sínu eigi fyr- irtæki. Enginn getur álasað blessuðum mönnunum fyrir að vilja fjárfesta í sínu eigin fyrirtæki og ef almenningur og annað óvið- komandi fólk mátti kaupa og græða, hvers vegna þá ekki þeir? Nú hefur Verðbréfaþingið séð ástæðu til að láta bankaeftirlit Seðlabankans taka þessi viðskipti til rannsóknar. Rétt eins og um glæpsamlegt athæfi væri að ræða. Hlutabréfin í viðkomandi fyritækj- um hækkuðu nokkuð í verði við þessi kaup, sem var raunar algjör tilviljun og þá sérstaklega var það einskær tilviljun að þau áttu sér stað nokkrum mínútum fyrir há- degi á gamlársdag. Það var hins vegar aldrei mein- ingin að svindla neitt og eigendum fyrirtækjanna sem i hlut eiga datt þetta bara svona í hug vegna þess að þeir höfðu verið góðir við marga og margir höfðu verið góðir við þá og þetta var jóla- og hátíðar- stemning og hvers vegna þá ekki að vera góður við sjálfan sig? Kaupa nokkur bréf í eigin fýrir- tæki, hækka aðeins stuðulinn og láta þannig gott af sér leiða fyrir alla hina hluthafana? Það er ekki eins og mennimir hafi verið að gera þetta fyrir sjálfa sig eingöngu og hvar stendur það í jólaboðskapnum að menn geti ekki verið góðir við sjáifa sig um leið og þeir eru góðir við aðra? Ef Verðbréfaþingið og Seðla- bankinn ætla að gera athugasemd- ir við þessi innheijaviðskipti eru þessar stofnanir að ögra guðspjöll- unum og kenningum frelsarans og þá er eins gott að vera búinn að fá nýjan biskup til að taka á þessum siðferðisbresti í kerfmu. Hvenær mega menn vera góðir og hvenær ekki og við hverja? Má maður ekki vera góður við sjálfan sig og hvenær rennur tími gjaf- miidarinnar og góðmennskunnar út? Er það á annan í jólum eða á gamlárskvöld eða á þrettándanum? Hvaðan kemur þessi tímasetning Verðbréfaþingsins sem bannar inn- herjaviðskipti tvær mínútur fyrir tólf á gamlársdag? Á að fara að mæla góðverkin í verðbréfastuðl- um og á klukku? Ég bara spyr. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.