Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 30
34 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Afmæli_____________________ Jón Gestur Sigurðsson Jón Gestur Sigurðsson, fyrrv. bóndi í Tungu á Vatnsnesi, er sjö- tugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Hvammstanga en ólst upp í Katadal. Hann var bóndi í Katadal 1946-50 en stundaði síðan blandaðan búskap í Tungu 1950-86. Eftir það stundaði hann ýmsa al- menna vinnu sem til féll en á þó enn lögheimili í Tungu. Fjölskylda Systkini Jóns eru Sigrún, f. 26.4. 1917, húsfreyja á Ásbjarnarstöðum, gift Guðjóni Daníel Jósefssyni, bónda þar og eiga þau sex böm; Guðmundur, f. 22.6. 1918, d. 23.5. 1992, bóndi í Katadal, var kvæntur Ragnhildi Levy og eignuðust þau tvö böm; Steinunn, f. 6.2. 1923, d. 5.1. 1947. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson, f. 28.5. 1888, d. 16.4. 1945, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 28.7. 1897, d. 5.2.1985, bændur i Katadal á árunum 1922-45. Ætt Faðir Sigurðar í Katadal var Jón Gestur, sonur Jóns, b. á Egilsstöð- um og k.h., Sigríðar, syst- ur Kristínar, ömmu þeirra Norlandsbræðra, séra Sigurðar í Hindis- vík, Jóns læknis og Jó- hannesar. Bróðir Sigrið- ar var Þorsteinn í Kjör- vogi, afi Herdisar Ás- geirsdóttur, konu Tryggva Ófeigssonar, skipstjóra og útgerðar- manns i Reykjavík, og afi Herdísar Gísladóttur, ljósmóður og bónda á Hvoli og Saurhóli i Döl- um. Sigríður var dóttir Þorleifs yngra, b. á Hjallalandi, bróður Þor- gríms, fóður Guðrúnar, sambýlis- konu Jósefs á Hjalialandi. Móöir Sigríðar var Hjallalands-Helga skáldkona, dóttir Galdra-Þórarins, b. í Umsvölum Jónssonar, og Helgu Eyjólfsdóttur, pr. á Hjaltabakka Bjömssonar. Móðir Sigurðar í Katadal var Steinunn Sigurðardóttir, frá Þor- kelshóli Gíslasonar, bróður Daníels, langafa séra Valdimars Eyland, for- seta Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi en sonur Daníels var Daníel, b. á Kolugili, faðir Gunn- laugs á Kolugili, Daníels í Valdar- ási, fóður Bjöms, kenn- ara á Dalvík, og Ingunn- ar, húsfreyju á Reykjum í Lundarreykjadal, móður Leifs prófessors og Magn- úsar skálds Ásgeirssona. Systir þeirra Gislasona var Ástríður í Gilhaga, langamma Hannesar Jónssonar, fyrrv. alþm., og Hólmfríðar á Undir- felli, ömmu Þórönnu veð- urfræðings Pálsdóttur og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Móðir Steinunnar var Jóhanna, hálfsystir Kristmundar, langafa Sigríðar Arin- bjarnardóttur, konu Guðmundar Daníelssonar rithöfundar, og langafa Sævars Halldórssonar, bamalæknis í Reykjavík. Ingibjörg var dóttir Guðmundar Guðmundssonar Bjarnasonar, yngri á Bjargi. Kona Bjama yngri og langamma Ingibjargar var Sigríður, dóttir Bjama, eldri Bjamasonar, pr. á Mælifelli Jónssonar. Systtir Sig- ríðar Bjarnadóttur voru Kristín, langamma Guðmundar, kaupmanns Gunnarssonar á Hvammstanga og Kristínar á Auðunarstöðum. Synir hennar voru Jóhannes, b. á Auðun- arstöðum, faðir Kristínar, b. og fræðimanns í Gröf á Vatnsnesi, Sophus, faðir Friðriks fjármálaráö- herra, Gunnar, faðir Guðmundar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, fóður Bjarkar söngkonu, og Ragn- heiður, móðir Bjamhéðins I Böðv- arshólum, fóður Bjarna, verslunar- stjóra á Hvammstanga, Sæmundar, læknis í Reykjavík og Brietar, ömmu Bríetar Héðinsdóttur leikkonu. Bróðir þeirra Bjarna- dætra var Ásmundur á Skeggjastöð- um en synir hans voru Jóhann á Haugi, faðir Halldórs, fyrrv. b. á Haugi, og Ásmundar Péturs, smiðs og fasteignasala í Winnipeg, og Guð- mundur í Litlu-Tungu, faðir Guð- mundar í Tjarnarkoti en synir hans vom Kjartan, fyrrv. sparisjóðsstjóri á Hvammstanga, siðar staífsmaður hjá Aðalverktökum í Reykjavík og Jóhannes, b. í Helguhvammi. Móðir Ingibjargar var Oddný Oddsdóttir frá Þórkötlustöðum í Grindavík Jónssonar. Móðir Odd- nýjar var Guðbjörg Jónsdóttir frá Álfhólum í Landeyjum Guðmunds- sonar og Elínar Tómasdóttur. Jón Gestur er að heiman á afmælisdaginn. Jón Gestur Sigurðsson. Guðrún Þórey Einarsdóttir Guðrún Þórey Einars- dóttir húsmóðir, Dalbraut 20, Reykjavík, er niræð í dag. 1972. Þá bragðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur þar sem þau hafa átt heima síðan. Starfsferill Guðrún fæddist á Þóra- stöðum í Bitrufirði í Strandasýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Fljótlega eftir að hún gifti sig hófu þau hjónin búskap á Hvalsá í Stein- grímsfirði en þar stunduðu þau bú- skap og áttu þar heima allt til ársins Fjölskylda Guðrún giftist 12.7. 1929 Oddi Ágústi Benedikts- syni, f. 11.8. 1900, fyrrv. bónda og sjómanni á Hvalsá. Foreldrar hans vora Benedikt Ámason, bóndi og sjómaður, og Oddhildur Jónsdóttir húsmóðir. Böm Guðrúnar og Odds era Har- aldur, f. 24.6. 1930, d. 7.8. 1994, skip- Guðrún Þórey Einarsdóttir. stjóri í Reykjavík, var kvæntur Guðbjörgu Gunnarsdóttur og eign- uðust þau fjögur böm; Benedikt, f. 16.7. 1931, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Jónu Guölaugsdóttur og eiga þau fjögur börn; Júlíus, f. 17.12. 1932, d. 1.6. 1987, skipstjóri í Reykja- vík, var kvæntur Lilju Ámadóttur sem lést 1986 og eignuðust þau fjög- ur böm; Einar Ingi, f. 15.6.1935, hús- vörður í Reykjavík, kvæntur Svölu Marelsdóttur; Óskar, f. 10.9. 1937, verkstjóri í Grindavík, kvæntur Margréti Sigurðardóttur og eignuð- ust þau tvö böm; Svavar, f. 8.10. 1941, skipstjóri í Reykjavík, kvænt- ur Sumarrós Jónsdóttur og eignuð- ust þau tvö böm auk þess sem Svav- ar á eitt bam frá því áður; Gísli, f. 19.12.1926, málarameistari í Reykja- vík, kvæntur Hrafnhildi Björgvins- dóttur og á hann fjögur börn. Systkini Guðrúnar; Ólafur, f. 21.10. 1901, nú látinn, bóndi á Þóru- stöðum; Kristjana Gíslína, f. 23.1. 1905, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík; Margrét, f. 2.6.1909, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar; Einar Ólafs- son, bóndi á Þórustöðum í Bitrufirði í Strandasýslu, og Ingimn Helga Gísladóttir húsfreyja. Nýir umboðsmenn l frá 1. janúar 1998 Mosfellsbær MSmmReyóarfjöróur Guðfinna Brynjólfsdóttir Hlíðarási 3 Sími 566 7344 Skagaströnd íris Valgeirsdóttir Fellsbraut 4 Sími 452 2714 Olafsvík Inga Jóhanna Kristinsdóttir Grundarbraut 44 Sími 436 1251 Torfi Pálmar Guðmundsson Árgötu 7 Sími 474 1488 Bolungarvík Guðrún Ármannsdóttir Miðstræti 10 Sími 456 7481 Búóardalur Lilja Björg Ágústsdóttir Dalbraut 4 Sími 4341239 Gunnhildur Björnsdóttir Gunnhildur Björns- dóttir húsmóðir, Mið- vangi 22, Egilsstöðum, er sjötug í dag. Starfsferill Gunnhildur fæddist að Kleppjámsstöðum í Hró- arstimgu en fór fjögurra ára í fóstur að Heiðarseli í sömu sveit til þeirra mæðgina Guðbjargar Ámadóttur og Sigurðar Gunnhildur Ámasonar. Þar ólst hún Björnsdóttir. upp og varð síðan hús- freyja í Heiðarseli til 1995 er hún flutti á Egilsstaði. Gunnhildur tók mikinn þátt í starfi Kvenfélags Tunguhrepps. Þá söng hún með kór Kirkjubæjar- kirkju og víðar. Eftir að Gunnhildur flutti til Eg- ilsstaða hefur hún tekið virkan þátt í starfi Félags aldraðra á Héraði en hún var formaður félagsins í eitt ár. Auk þess hefur hún sungið með kór eldri borgara á Héraði. Fjölskylda Eiginmaður Gunnhildar var Gunnlaugur V. Gunnlaugsson, f. 2.11.1915, d. 11.3. 1991, bóndi í Heið- arseli. Þau hófú sambúð 1947 og giftu sig nokkrum árum síðar. Gunnlaugur var sonur Gunnlaugs Gunnlaugssonar, bónda í Heiðar- seli, og Guðbjargar Árnadóttur hús- freyju. Böm Gunnhildar og Gunnlaugs era Guðrún, f. 2.1. 1948, kennari á Eskifirði, gift Sigurði Ingvarssyni og eiga þau tvö böm og fimm bama- börn; Gunnlaugur, f. 28.11. 1949, kjötiðnaðarmaður á Egilsstöðum, kvæntur Þuríði Amórs- dóttur og á hann þrjú fósturbörn auk þess sem hann á son frá fyrra hjónabandi og eitt bama- bam; Sigrún, f. 27.6. 1951, matreiðslumaður i Kópa- vogi, gift Stefáni Hreið- arssyni og eiga þau tvö böm og eitt barnabam auk þess sem Sigrún á dóttur, Huldu, f. 18.5. 1968, sem Gunnhildur ól upp; Anna, f. 18.6. 1953, húsmóðir í Fellabæ en sambýlismaður hennar er Agnar Eiríksson og á Anna fjögur böm frá fyrra hjónabandi; Bjöm, f. 23.12. 1954, bóndi í Heiðarseli en sambýliskona hans er Guðfinna Auðunsdóttir og eiga þau eitt bam auk þess sem Bjöm á fósturbam; Sigurður, verkstjóri að Hlið í Tunguhreppi, kvæntur Sigurlaugu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn; Helga, f. 16.7. 1962, verslunarmaður á Egilsstöðum, gift Ingjaldi Ragnars- syni; Kári, f. 27.11. 1965, bóndi að Hreiðarstöðum i Fellum, kvæntur Sólveigu Pálsdóttur og eiga þau tvö böm. Systkini Gunnhildar: Hallfríður, f. 23.7. 1920; Guðlaug, f. 28.10. 1922; Oddur, f. 22.1. 1926, bóndi að Una- læk; Sveinn Ingimar, f. 3.4. 1930, bóndi að Hvammi í Dölum; Gísli, f. 24.9. 1933, bóndi að Kleppjámsstöð- um; Soffía, f. 26.1. 1936, húsmóðir á Seltjarnamesi. Foreldrar Gunnhildar vora Bjöm Ámason, f. 14.3.1888, bóndi á Klepp- jámsstöðum og Stóra-Steinsvaði, og Þuríður Hallsdóttir, f. 25.5. 1895, húsfreyja. DV Til hamingju með afmælið 5. janúar 85 ára_________________ Ingunn Kristinsdóttir, Hlíð, Ljósavatnshreppi. 80 ára Guðlaug Klemensdóttir, Langagerði 44, Reykjavík. 70 ára Bergur Guðmundsson, Jökulgrunni 16, Reykjavík. Esther Ósk Karlsdóttir, Kirkjuteigi 13, Reykjavík. Jóhanna Sigríður Einarsdóttir, Álfatúni 3, Kópavogi. Sigvaldi Gtmnarsson, Heiðargerði 3, Húsavík. 60 ára Rannveig Randversdóttir, Mánagötu 11, Grindavík. Eiginmaður hennar er Ragnar Þórarinn Magnússon. Þau era í útlöndum. Gunnar Jóhannesson, Álfheimum 3, Reykjavík. Halldór Þorgils Þórðaison, Breiðabólstað, Dalabyggð. Kári Eiríksson, Svarthömrum 8, Reykjavík. 50 ára Ágústa Hrund Emilsdóttir, Suðurmýri 8, Seltjamamesi. Ásvaldur Marísson, Móaflöt 5, Garðabæ. Bjami Reynarsson, Ásvallagötu 75, Reykjavík. Dagbjört Sigurðardóttir, Kirkjubraut 42, Höfh. Elín Ragnarsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. Guðmundur Magnússon, Efra-Hvoli, Hvolhrepppi. Jóhanna Ámadóttir, Stóra-Knarramesi, Vatnsleysustrandarhreppi. Sigríður Júliusdóttir, Sævarenda 7, Stöðvarfirði. Sigurður A. Kristjánsson, Melseli 3, Reykjavík. Sjöfn Hinriksdóttir Borgarflöt 3, Stykkishólmi. 40 ára Birgit Eivor Schov, Lynghrauni 10, Reykjahlíð. Sigfús Guðmundsson, Kjartansgötu 11, Borgarnesi. Svanhildur Karlsdóttir, Fossheiði 14, Selfossi. Sverrir Gísli Hauksson, Hraunbæ 60, Reykjavik. Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Grundargötu 1, Akureyri. / {jrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.