Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 32
36 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 onn Þingmenn fengu næði „Ég hef séð á prenti að mönnum hafi þótt heldur dauft yflr störfum Alþingis nú í haust. Þá mun átt við að færri upp- ákomur hafi orðið en áður og dramat- ískt dægurþras verið fátítt. Þing- menn hafa með öðrum orð- um haft betra næði til málefnalegr- ar vinnu.“ Davíö Oddsson forsætisráðherra, í Morgunblaðinu. Guðbergur eða Tómas „Tómas Jónsson bjó í kjallaraí- búð þar sem hann sá veröldina með sínum einkennilegu gleraug- um. Það er hins vegar engu líkara en hann hafi fetað sig inn á síðu DV og skrifi þar kjallaragreinar reglulega undir dulnefninu Guð- bergur Bergsson." Bjarki Bjarnason framhaldsskóla- kennari, í DV. Ummæli Kosningar Kosningar eru ekki fegurðar- samkeppni, fólk er ekki að kjósa fallegustu stefnuna fegtu'ðarinnar vegna." Sigrún Elsa Smáradóttir, varafor- maður Birtingar Framsýnar, í Degi. Af eðalsteimnn í mannsorpinu „Samkvæmt könnunum ánetjast fleiri og fleiri og yngri og yngri ung- lingar alls konar eit- urlyflum. í þeim hópi eru án efa margir eðalstein- ar, sem hljóta þau örlög að sökkva í og enda þar sem „mannsorpmu glerbrot." Arni Björnsson læknir. DV. Ástþór og Saddam „Ég get ómögulega litið þannig á að ferð Ástþórs Magnússonar hafi haft þau áhrif að íslendingar séu í augum alheimsins álitnir vera að rétta hlut Saddams Husseins." Sveinn Rúnar Hauksson læknir, í DV. Las hana ekki en mæli með henni „Bókin er á spænsku og ég kann ekki spænsku þannig að ég hef ekki lesið hana en ég mæli samt með henni.“ Lísa Kristjánsdóttir kvikmynda- gerðarkona, í Morgunblaðinu. Það þykir við hæfi að vera með blys á þrettándanum. Blysför í Öskjuhlíð Ferðafélag íslands stendur fyrir þrettándagöngu og blysfor um álfa- byggðir í Öskjuhlíð á þrettándan- um. Blys verða seld á staðnum. Farið verður frá Perlunni kl. 20. Samkomur Félag eldri borgara, Kópavogi Spiluð verður félagsvist að Gullsmára 13 í kvöld kl. 20.30. Félag eldri borgara í Reykjavík Margrét Thoroddsen verður til viðtals um réttindi fólks á morgun í Risinu. Panta þarf viðtal í síma 552 8812 kl. 9 til 17, á skrifstofu fé- lagsins. Gámastöðvar á höfuðborgarsvæðinu - SORRA, móttöku- og flokkunarstöö Mosfellsbær, nærri hesthúsabyggð Ari Arnljótur Sigurðsson: Ætlunin er að seilast til áhrifa í byggðarlaginu DV, Suðurnesjum: „Stofnfundur Framsóknarfélags Keflavíkur var haldinn síðdegis sunnudaginn 5. desemher 1937 og er því 60 ára um þessar mundir. Flokknum hafði vaxið fiskur um hrygg og hann hafði náð góðri fót- festu í þéttbýlinu víða um land. Framsóknarmenn í Keflavíkur- hreppi voru orðnir nokkuð margir og stofnun félagsins um hugsjónir þeirra var þvi bæði eðlileg og nauð- synleg. Að auki voru önnur stjórn- málafélög í hreppnum þegar farin að undirbúa sveitarstjórnarkosn- ingar á komandi vori svo stofnun fé- lagsins mátti ekki dragast mikið ef það ætlaði að seilast til áhrifa í stjórn byggðarlagsins," segir Ari Arnljótur Sigurðsson, formaður Framsóknarfélags Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Það skemmtilega vildi til að Félag ungra framsóknarmanna hélt upp á 40 ára afmæli sitt á sama tíma, 5. desember, í veitingahúsinu Stapan- um í Njarðvík. Mikill fjöldi gesta var samankominn á afmælisfagnað- inn til að fagna þessum tímamótum í sögu félagsins. Ari segir að það hafl verið góð tiifinning að sjá allt þetta góða fólk, á öllum aldri, sam- ankomið á þessum tímamótum. Fé- lagið fékk heillaóskaskeyti víða að og gjaflr. Heiðraðir voru nokkrir aldnir Framsókn- arfélagar og þekktir menn í bæjarfélaginu, Margeir Jónsson, sem var einn af stofnendum fé- lagsins, Valtýr Guðjónsson, Hilmar Péturs- son, Sigfús Krist- jánsson, Gunnar Sveinsson og Jón Skaftason, fyrsti þingmaðurinn sem kjörinn var á þing fyrir flokk- inn í Reykjanes- kjördæmi. Ari segir að stofnendur hafi verið 25 manns og fyrsti formað- ur Framsóknarfé- lags Keflavíkur hafí verið Dani- val Danivalsson, kaupmaður í Keflavík. Félagið hafði samvinnu með Verkalýðsfélagi Keflavíkur ásamt flokki jafnaðarmanna í kosn- ingum til hreppsnefndar 1938 og fékk kjörinn fulltrúa félagsins í hreppsnefnd. Þessi listi fékk bók- staftnn A í kosningunum. Ari segir að hver félagi hafl greitt 5 kr. I félagssjóð ár hvert. „Á stofnfundin- um sátu Her- mann Jónasson forsætisráðherra og Eysteinn Jóns- son fjármálaráö- herra. Þeir hvöttu stofnend- ur til að standa þétt saman um hugsjónir sínar í þjóömálum. Þá ræddu þeir um samvinnustefn- una og baráttu þeirra manna sem höfðu haft samvinnuhug- sjónina sem leið- arstjörnu sína.“ Ari er frekar hlé- drægur maður en hann vinnur mjög ötullega fyrir flokk sinn á alla vegu. Ari var einn af stofnendum Félags ungra framsóknarmanna, 1957, og það var upphaf hans í flokknum. Eiginkona Ára er Halldóra Jens- dóttir og eiga þau fjögur uppkomin böm. -ÆMK Ari Arnljótur Sigurösson. DV-mynd Maður dagsins Myndgátan Hleypur i þvotti Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Verk Haralds Jónssonar á sýn- ingu hans í Ingólfsstræti 8. Innvortis Sýning stendur yfir á verkum eftir Harald Jónsson í Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýninguna, sem ber heitið Innvortis, er hægt að skoða að innan en hana er einnig auðveldlega hægt að virða fyrir sér utan af götvmni. Verk Haralds tengjast líkam- anum, tungumálinu og tjáningar- þörf okkar traustum þöndum. Sú er einnig raunin með sýninguna Innvortis. I þessum nýju verkum er líkaminn hreinlega opnaður upp á gátt og okkur sýnt inn í það sem flestum er yfirleitt hul- ið. Líkaminn er bókstaflega á röngunni. Haraldur Jónsson stundaði framhaldsnám í Kunstakademie Sýningar í Dússeldorf í Þýskalandi og Institut des hautes Etudes en Arts Plastiques í París, Frakk- landi. Verk hans hafa verið sýnd víða um heim og þau er að finna á söfnum hér á landi og erlendis. Sýningin stendur til 11. janúar. Bridge Þegar spilið kom fyrir í tvímenn- ingskeppni í fóstudagsbridge BR, var algengasti lokasamningurinn hálfslemma í spaða. Fjölmargir sagnhafa fóru hins vegar niður á þeim samningi, þegar þeir ákváðu að spila upp á tvísvíninguna í hjarta. Sennilega gefur sú spilaleið bestu vinningslíkumar (spaðarnir 3-2 =67,83% og tvísvíning 75%) og því var eðlilegt að spilaramir sem völdu þá leið í hálfslemmunni, væru svekktir með niðurstöðuna. En þeir sem spiluðu 6 spaða og fundu vinningsleiðina, voru ekki þeir sem fengu toppskorið fyrir spil- ið. Eitt par komst alla leið í 7 spaða eftir þessar sagnir: 4 97 * 9742 * DG107 * G107 * Á1065 * ÁG1085 -f . f ÁKD9 4 G43 * KD * K9654 * 542 4 KD82 * 63 * Á832 4 863 vestur norður austur suður pass 1* pass 14 pass 4+ pass 6 4 pass 7 4 p/h Þessi slemma á ekki miklar vinn- ingslíkur. Hún krefst þess að spað- amir liggi 3-2 hjá andstöðunni (67,83% líkur), laufin verða að liggja 3-3 (35,53% líkur) til þess að hægt sé að henda niður öðra hjartanu og há- spilin verða að vera blönk í hjarta hjá öðrum hvorum andstæðinganna, því aðeins gefst færi á að trompa hjarta einu sinni. Líkurnar fyrir 4-2 legunni eru 48,45% og KD liggja blönk í einu tilfelli af hverju fimmt- án þegar spilin skiptast 4-2. Líkurnar fyrir 3-2 spaðalegu, 3-3 lauflegu og 4- 2 hjartalegu era tæplega 11,7%. Ef út- reikningar dálkahöfundar eru réttir, þá eru vinningslíkurnar í 7 spöðum vel undir einu prósenti eða um 0.78% (Ca 11,7% x 6,7%). Sagnhafl í 7 spöðum vann spilið með því að taka útspilið (tíguldrottninguna á ás), spilaði þrisvar spaða, tók fjórum sinnum lauf og henti hjarta í fjórða laufið, lagði niður hjartaás og tromp- aði hjarta. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.