Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998
Samkomulag um
56K staðal
Loksins, loksins,
segja sennilega margir.
Þessi barátta er búin að
standa yfír í marga
mánuði en nú hafa
framleiðendur loksins
komist að samkomu-
lagi. Rétt fyrir jólin var
samið um hvaða staðal
eigi að nota fyrir 56K
mótöld. Þannig er meiri
hraði á Netinu loksins í
augsýn fyrir marga.
Það eru tvö fyrirtæki,
Rockwell International
og 3Com Corp., sem
hafa búið hvort til sinn
staðal fyrir 56K mótöld.
Þau hafa deilt sín á
milli síðan í febrúar um
hvorn staðalinn eigi að
nota. Þeir framleiðend-
ur sem hafa boðið 56K
mótöld, sem og netþjón-
ustur, hafa þurft að
velja annan hvom stað-
alinn og netþjónustur.
Þeir notendur sem hafa
viljað tengjast Netinu með þessum
mótöldum hafa fyrst þurft að athuga
hvort netþjónustan sem þeir tengja
sig við notar sama staðal. Nú hefur
semsé samist um einn staðal og
hafa framleiðendur mótaldanna lof-
að að nýju mótöldin verði komin á
markað í vor.
Málamiðlun
Það var úrskurður hjá alþjóðlega
fjarskiptaráðinu (http://www.itu.
ch) sem hjó á hnútinn. Þar stóð að
fyrirtækin ættu að semja sín á milli
um málamiðlunarstaðal sem bæði
gætu sætt sig við. Mótaldaframleið-
endur hafa hins vegar tapað vera-
lega á þessari deilu því á meðan
hraðvirkari mótöld koma ekki á
markaðinn lækka þau sem fyrir eru
í verði. Enda hefur verðhrun verið
á 33,6K mótöldum upp á síðkastið.
Nú þarf notandinn hins vegar engar
áhyggjur að hafa af stöðlum. Hann
getur labbað í næstu búð, keypt
mótald og tengst Netinu án vand-
ræða. Þeir sem eiga nú 56K mótöld
munu heldur ekki eiga i neinum
vandræðum með að tengjast hvaða
netþjónustu sem er.
Sérfræðingar spá þvi að neytend-
ur muni taka fljótt við sér eftir að
þessi nýju mótöld eru komin á
markað. Um mitt ár verða níu af
hverjum tíu mótöldum sem inn-
byggð verða í PC- tölvur 56K sam-
kvæmt spám þeirra.
Hvað með kapalmótöld?
Þó að enn séu nokkrir mánuðir í
að þessi mótöld komi á markað eru
menn þegar farnir að huga að því
hvað eigi að koma næst. Næst verð-
ur reynt að kanna hvernig hægt
verði að bæta gagnaflutninga, þá
sérstaklega frá notandanum út á
Netið. Ef hægt verður að bæta slíka
flutninga verður þess ekki langt að
bíða að Netið verði notað í símtöl,
fax, skjáráðstefnu og annað sem
krefst mikils hraða í gagnaflutning-
um.
Ekki má heldur gleyma kapal-
mótöldunum sem kapalsjónvarps-
fyrirtæki og mótaldaframleiðendur
standa að. Þar fer gagnaflutningur-
inn fram í gegnum sömu línur og
kapalsjónvarp notar. Þar er hrað-
inn margfalt meiri en þegar 56K
mótöld eru notuð. Hins vegar er
mikill kostnaður því samfara að
uppfæra kaplana þannig að þeir
geti flutt þessi gögn. Þvi verða ein-
hver ár í að þessi tækni komi fram
á sjónarsviðið að mati sumra sér-
fræðinga.
Aðrir eru reyndar ekki á sama
máli. Þeir segja að verið sé að vinna
hörðum höndum að því að hafa kap-
almótöldin á viðráðanlegu verði.
Líklegt sé að þau verði komin á
markað árið 1999. -HI/Reuter
23 ■
Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd
ásamt acupunchturmeðferð með lacer
Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf-
uðverk.
ELSA HALL ^ p
Langholtsvegi 160, sfmi 568-7702.
•7/////////y/#//////////
m
%■ staðgreiöslu- og greiðslu-
kortaafsláttur og stighœkkandi
birtingarafsláttur
Smóauglýsingar
I
5505000
FYRIR ÞA
SEM VILJA
NA LENGRA
GUNNAR BERNHARD EHF.
VATNAGARÐAR 24
SÍMI: 520 1100
FYRST KEM EG