Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998
15
120 milljóna sparn-
aður Reykvíkinga
Áhrif Nesjavalla-
virkjunar
Ljóst er að hið nýja
raforkuver á Nesja-
völlum mun skapa
frekara svigrúm til
lækkunar orkuverðs í
Reykjavík á næstunni.
Þar að auki er nú til
Ljóst er aö hiö nýja raforkuver á Nesjavöllum mun skapa frekara svigrúm til lækkunar orkuverðs í Reykjavík á næstunni,
segir höfundur m.a. í grein sinni.
Um þessi áramót
lækkaði Rafmagnsveita
Reykjavíkur gjaldskrá
sína um 2% ásamt því
að hún tók á sig 1,7%
hækkun Landsvirkj-
unar sem að óbreyttu
hefði leitt til 1,1%
hækkunar gjcddskrár
Rafmagnsveitunnar.
Þessar aðgerðir þýða
að orkugjöld Reykvík-
inga og annarra á orku-
svæði Rafmagnsveitu
Reykjavíkur verða 120
milljónum króna lægri
árlega en ella hefði orð-
ið.
Fyrsta skrefið
Af hálfu Rafmagns-
veitu Reykjavíkur hef-
ur verið unnið markvisst að
sparnaði og hagræðingu í rekstri
undanfarin misseri sem gerir
kleift að lækka gjald-
skrána núna.
Hér er þó aðeins um
fyrsta skref að ræða í
þá átt að lækka gjald-
skrána. Borgarstjóm
samþykkti við gerð
fjárhagsáætlunar í síð-
asta mánuði að fela
stjórn Veitustofnana
Reykjavíkurborgar að
móta nýja gjaldskrár-
ste&iu sem miðar að
því að lækka orku-
gjöld enn frekar í
áföngum. Þessi mál
verða m.a. skoðuð með
hliðsjón af yfirlýstri
stefnu Landsvirkjunar
um árlega lækkun
gjaldskrár sinnar um
2-3 % árlega frá árinu
2001.
Kjallarinn
alvarlegrar skoðun-
ar að sameina orku-
fyrirtækin í Reykja-
vík með það i huga
að ná fram enn
frekari hagræð-
ingu.
Hitaveita Reykja-
víkur er með eitt
lægsta orkuverð
sem þekkist á land-
inu og er þá sama
hvort miðað er við
stórar eða litlar
hitaveitur. Engu að
síður verður gjald-
skrá Hitaveitunnar
tekin til gaumgæfi-
legrar skoðunar
með það í huga að
tryggt sé að hún
gegni áfram for-
ystuhlutverki um lágt orkuverð.
Sömuleiðis er Ijóst að Vatns-
veita Reykjavíkur mun hafa svig-
Alfreö
Þorsteinsson
borgarfulltrúi
rúm eftir 2-3 ár til að lækka verð
á þjónustu sinni.
Þögn VSÍ
Gjaldskrárstefna orkufyrirtækja
skiptir einstaklinga og fyrirtæki
gríðarlega miklu máli. Orkukostn-
aður heimilanna er grunnþáttur i
rekstri þeirra. Sömuleiðis eru
orkugjöld liður í fastakostnaði fyr-
irtækja.
Athyglisvert er að Vinnuveit-
endasambandið, sem hefur mót-
mælt harðlega gjaldskrárhækkun
Landsvirkjunar, virðist enga skoð-
un hafa á því að Rafmagnsveita
Reykjavíkur hefur ekki einungis
tekið á sig þessa hækkun heldur
lækkað gjaldskrá sína jafnframt,
eins og fyrr er
vikið að. Fyrir
fyrirtæki á höfuð-
borgarsvæðinu
skipta þessar að-
gerðir miklu máli
því sparnaður
þeirra skiptir tug-
um milljóna
króna af þessum
ástæðum. Betri
rekstrargrund-
völlur fyrirtækja
á síöan að skila
sér tO almennings með einum eða
öðrum hætti.
Alfreð Þorsteinsson
„Af hálfu Rafmagnsveitu Reyhja-
víkur hefur verið unnið markvisst
að sparnaði og hagræðingu í
rekstri undanfarin misseri sem
gerir kleift að lækka gjaldskrána
núna.“
Ósýnilegir óvinir
Ekki er langt síðan fólk skalf af
ótta í hvert sinn er til átaka kom i
heiminum. Óttuðust menn afskipti
stórveldanna sem gætu leitt til
gereyðingarstríðs. Með falli Sovét-
ríkjanna og stefnubreytingu Rússa
hefur þetta breyst. Eins og er eru
Bandaríkin eina stórveldið í heim-
inum og hættan á heimsstyrjöld
talin hverfandi, a.m.k. næstu 15
árin. Aö þeim tíma liðnum er talið
að Rússar og Kínverjar geti hafa
náð svipuðum hemaðarstyrk og
Bandarikin.
Kjarnorkusprengja fátæka
mannsins
Breytingar valda þó oft óöryggi.
Á dögum kalda stríðsins stafaði
Vesturlöndum aðeins ógn af Sovét-
ríkjunum en í dag em óvinimir
dreifðir. Ófriðarhætta er mikil
víða í heiminum, einkum innan
svæða í Afríku og Asíu. Af ýmsum
ástæðum geta þessar styrjaldir
skaðað hagsmuni Vesturlanda og
jafnvel leitt til hættuástands. Sam-
kvæmt skýrslum bandariska vam-
armálaráðuneytisins og leyniþjón-
ustu hersins er mest styrjaldar-
hætta talin stafa af Norður-Kóreu
sé til skamms tíma litið. Norður-
Kórea býr yfír gifúrlegum heralfa
og mikilli hem-
aðartækni og
getur valdið
miklum skaða
með leifturstríði.
Sé litið til lengri
tíma ríkir meiri
óvissa um þátt
Kínverja á þessu
svæði.
Þó em Miðaust-
urlöndin sú púð-
urtunna sem menn óttast mest,
einkum írak og íran. Þótt kjarn-
orkubirgðir þessara landa séu tak-
markaðar og eldflaugarnar
skammdrægar er uppbygging
þeirra á sviði sýkla- og efnavopna
þeim mun hættulegri. Eldflaugar
þeirra em einnig mjög hreyfanleg-
ar og erfitt að fmna þær eins og
Kúveit-stríðið sýndi. Sýkla- og
efnavopn eru oft kölluð kjamorku-
sprengja fátæka mannsins og eld-
flaugar búnar þeim geta gert
óskunda í stórum
hluta Vestur-Evrópu.
Alls er talið að 20-25
þjóðir ráði yfir kjarn-
orku-, efha- eða
sýklavopnum.
Hinn ósýnilegi
óvinur
Auk þessara þjóða
eru margir hópar á
sviði alþjóðastjóm-
mála sem ekki eru
bundnir af neinum
landamærum og oft
ósýnilegir. Hættuleg-
astir þeirra eru ýms-
ir hryðjuverkahópar
sem oft stjórnast af
hugmyndafræði eða
trúarofstæki. Margir
þeirra em taldir ráða
yfir efna- eða sýklavopnum eða
geta komist yfir þau. Þau em
fremur auðveld í framleiðslu og
erfitt að rekja þau eins og reynsla
eftirlitssveita Sameinuðu þjóð-
anna í frak sýnir. Tiltölulega auð-
velt er að beita þessum vopnum á
stöðum þar sem þau gera mikinn
skaða eins og sjá má af fjölda-
morðstilraun hryðjuverkahóps i
neðanjarðarlestakerfí Tokyo fyrir
skömmu. Auk þess óttast menn
slakt eftirlit með vopnabirgðum
fyrrverandi Sovétrikj-
anna og fyrir skömmu
hélt t.d. Alexander
Lebed því fram að allt
að 100 svonefndar
handtöskukjamorku-
sprengjur, sem Sovét-
ríkin hefðu framleitt
til hryðjuverka, væra
týndar. Að sjálfsögðu
má svo ekki gleyma
venjulegum sprengju-
tilræðum sem oft geta
beinst að saklausu
fólki, samanber
fjöldamorðið á ferða-
hópi í Egyptalandi
fyrir skömmu.
Að öllu þessu athug-
uðu telja Bandaríkja-
menn að síst sé
ástæða til að slaka á
vamarmálum en athyglin beinist
inn á nýjar brautir. Ýmsir hafa
dregið gagnsemi NATO í efa að
kalda stríðinu loknu en ofan-
greint sýnir að þess er full þörf
enn í dag þótt á öðrum sviðum sé.
Stækkun NATO til austurs og
samstarf við Rússa og önnur Aust-
ur-Evrópuríki virðast einnig til
þess fallin að auka öryggi í heim-
inum. ísland hefur stutt þessi mál
og er það vel.
Bjarki Jóhannesson
„Sýkla- og efnavopn eru oft köll-
uð kjarnorkusprengja fátæka
mannsins og eldflaugar búnar
þeim geta gert óskunda í stórum
hluta Vestur-Evrópu.“
Kjallarinn
Bjarki
Jóhannesson
skipulagsfræöingur
Með og
á móti
Verður Manchester United
enskur bikarmeistari?
Hefur alla
burði til þess
„Manchester United hefur að
mínu mati alla burði til að
vinna bikarinn. Liðsmenn þess
eru í mjög
góðu formi um
þessar mundir
eins og leiknr-
inn gegn Chel-
sea sýnir. Lið-
ið er mjög
sterkt sóknar-
lega og skorar
mikið af
mörkum.
Varnarlega
hefur það stað-
ið sig vel og
Schmeichel er
markinu. Það eina sem ég held
að gæti komið í veg fyrir að
Manchester United taki þennan
bikar sem og aðra á þessu
keppnistímabili er álagið á lið-
inu. Það er aö keppa á mörgum
vígstöðvum, m.a. I Evrópu-
keppni meistaraliða. Hugarfar-
ið er þó þannig í liðinu að mér
sýnist að það sé ekki neitt sem
stöðvar sigurgönguna. Leik-
mennirnir vita að hver bikar-
leikur er úrslitaleikur og það
er einmitt í þeim leikjum sem
Manchester United virðist
ganga best. Eitt af því sem gott
knattspyrnulið þarf að hafa
með sér er heppnin og hún er
líka með United í dag.“
Logi Olafsson,
haröur stuönings-
maöur Man.
United.
að verja vel í
«
d /
KJartan Björnsson,
fortnaöur Arsenal-
klúbbsins á ísiandi.
Arsenal tekur
bikarinn
„Þrátt fyrir vonbrigði og að-
eins jafntefli gegn Port Vale þá
er Arsenal enn með í bikarn-
um. Ég held
að það sé að
klára slæma
kaflann núna.
Síðan Arsenal
vann Man-
chester
United í deild-
inni hefur lið-
ið leikið illa.
Ég held aö
fram undan sé
betri tíð og
leiðin liggi
upp á við á nýju ári. Ég er viss
um að Arsenal ætlar sér stóra
hluti í bikarkeppninni og held
að stefnan hljóti að vera að
vinna hann. Ég trúi því statt og
stöðugt að þaö takist.
Manchester United hefur geng-
iö mjög vel á þessu keppnis-
tímabili en ég tel að liðið eigi
eftir slæma kaflann sinn.
Keppnistímabilið er langt og
það er mikið eftir. Það getur
allt gerst bæði í bikarnum og
eins í deildinni og ég er alveg
óhræddur við Manchester
United. Arsenal vann United í
deildinni og Lundúnarisarnir
munu vinna United í bikarnum
lika ef liðin lenda saman. Aðdá-
endur United hafa verið mjög
montnir yfir gengi liðsins og
stundum halda þeir að United
sé eina liðið í heiminum. En
Arsenal mun sýna þeim að svo
er ekki. Sá hlær best sem síðast
hlær. “
-RR
Kjallarahöfundar
Athygli kjallarahöfunda er
vakin á því að ekki er tekið við
greinum í blaðið nema þær ber-
ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu-
diski eða á Netinu.
Netfang ritstjórnar er:
dvritst@centmm.is