Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR. 5 JANÚAR 1998
Fréttir
Hvalhræ fundust á Búlandsnesi:
Kýrin reyndist tarfur
DV, Djúpavogi:
Á gamlársdag fundust reknir
tveir hvalir milli Kálks og Sandeyj-
ar, sem er á miklu sandflæmi úti á
Búlandsnesi viö Djúpavog. Minni
hvalurinn er um tveir og hálfur
metri á lengd og er líklega um Höfr-
ung að ræða en hann er mjög illa
Hér má sjá hræ gáshnallsins í fjörunni. Hvalrekinn vakti mikla athygli heimamanna sem margir lögðu leið sína til að berja hræið
augum. DV-mynd Hafdís
farinn og hefur sennilega legið í
nokkurn tíma í fjörunni.
Stærri hvalurinn, sem er 6,78
metrar á lengd og 360 í
ummál, er Gáshnallur
sem tilheyrir ætt svín-
hvela. Er hér mn merk-
an reka að ræða en Gás-
hnallar hafa einungis
fundist tvisvar hér við
land, árið 1979 og 1981, í
bæði skiptin dauðir,
reknir á Öræfafjörur.
Margir notuðu góða
veðrið til að skoða þessa
merku skepnu sem
glöggir heimamenn
voru búnir að greina.
Sigurður Ægisson,
prestur á Grenjaðar-
stað, sem gaf út bókina
„íslenskir hvalir fyrr og
nú“, mikill áhugamaður
um hvali, lagði leið sína
hingað austur til að líta
gripinn augum. í fram-
haldi af því lagði hann
blessun sína yfír grein-
ingu heimamanna. Var
talið að um kvendýr
væri að ræða en kennt
um miklu myrkri er sú
greining fór fram. Menn
frá Náttúrufræðistofn-
un héldu til Reykjavík-
ur með hausinn og reð-
urinn af kúnni sem
reyndist tarfur.
|
s
Hý"
Tölvu- og kerfisfræðinámið er tveggja ára nám.
Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30
og laugardaga frá kl. 8:30-12:00.
Námið er að fullu lánshæft.
5
•H
■H
so
"on' s,atf>
BC
2
I
ötí
1«
Stöðumat
p— Forritun J
1
Kerfisfrœ6M
_
Umsjón og rekstur tölvuneta
u Vefsíðusljórnun
I— Lokaverkel'ni
l
l
I— Lokaverkefni
Nýsköpun '
i I
tölvuiðnaði i
r
Lokaverkefni
m Lokaverkefr
RAFIÐNAÐARSKOLINN
Skeifan 11 b - Sími 568 5010
X»
90
VI
3C
s
c 111V1A32I8 fllllA c 111 VlAlHfl fllllA c 111 VlAlflfl I111IA c 111 VlAaflfl fllllA
-HB
Talsmaöur Steinvíkur:
Ömurleg
áramót
hjá okkur
„Þetta hafa verið ömurleg ára-
mót hjá okkur. Við hörmum mjög
það sem gerðist á gamlárskvöld,"
segir Magnús Guðgeirsson, tals-
maður Steinvíkur sem flutti inn
kínversku Bengal-blysin.
Blys þessi ollu sem kunnugt er
flestum slysum á gamlárskvöld.
Svo virðist sem raki hafi komist
að blysunum í innflutningi. Flutt
voru inn 9.300 Bengal-blys um
þessi áramót og af þeim fóru
rúmlega 6 þúsund á markað.
Bengal-blys hafa verið á markaði
hér á landi í 6 ár en þetta er í
fyrsta skipti sem Steinvík flytur
inn flugelda.
„Við sáum að raki hafði kom-
ist að vörunni við innflutning.
Aðili sem hefur flutt þessa flug-
elda inn ráðlagði okkur að nóg
væri að láta blysin þorna. Við
tókum nokkur þúsund flugelda
úr gámnum þegar ljóst var að
raki hafði komist að þeim. Það
eru komnar þrjár kærur á okkur
vegna þessara atburða og það er
mjög eðlilegt. Gámurinn með
flugeldunum og blysunum í var
tryggður hjá Lloyds-tryggingafé-
laginu. Ég vO þó láta það koma
fram að það urðu Qeiri slys á
gamlárskvöld þar sem aðrir Qug-
eldar og blys en frá okkur komu
við sögu.
Það er þó ljóst að ef fólk hefði
farið eftir leiðbeiningum, sem
fylgdu fjölskyldupökkunum, þá
hefðu ekki orðið slys á fólki. í
hverjum fjölskyldupakka var
leiðbeiningabæklingur um notk-
un skotelda. Þar stendur í sam-
bandi við blysin að þau skuli að-
eins notast utandyra, beina þeim
frá likamanum og nota ullar- eða
leðurhanska þegar haldið er á
blysum. Ef fólk hefði notað
hanska þá hefði það komið í veg
fyrir slysin," segir Magnús. -RR
sandkorn
Ekki bæjarfulltrúi
Heldur varð DV á í messsunni
við úttekt á afrekaskrá ein-
staklinga á síðasta ári. Þar var
Kolbrúnu Sverrisdóttur kennt
um að meirihluti bæjarstjórnar
ísafjarðarbæjar sprakk með látum
í tvígang á síðasta áratug. Hið
rétta er að
Kolbrún
Halldórsdóttir
hefur setið í
tveimur bæjar-
stjórnum sem
lotið hafa sömu
örlögum klofn-
ings og óein-
ingar. Nafna
hennar Sverris-
dóttir er reyndar þekkt
sem baráttukona fyrir því að
upplýst verði hvers vegna
skelbáturinn Æsa fórst i
blíðuveðri og með skipinu
eiginmaður hennar og faðir.
Hugur hennar mun ekki standa til
þess að verða bæjarfulltrúi heldur
mun hún vera áhugasamari um
þingmennsku þó ekki væri nema
til að velgja Halldóri Blöndal
samgönguráðherra undir uggum
en ráðherrann þykir hafa klúðrað
rannsókn Æsumálsins...
Samstarf
Margir töldu sig sjá fyrir far-
gjaldahækkun í innanlandsQug-
inu, sem nú er að koma á dag-
inn, ekki sist þeir sem sáu þá
keppinautana Pál
Halldórsson, for-
stjóra Flugfélags
íslands, og Ómar
Benediktsson,
forstjóra íslands-
Qugs, saman í
hádegismat á
veitingahúsinu
Þremur frökk-
um í Þingholt-
unum í nóvemb-
ermánuði sl. Á þeim fundi hafi
þeir vafalaust rætt vandamál
samkeppninnar, framtíðarsam-
starf og kannski líka hækkunina
sem nú er að koma á daginn
eins og DV sagði frá í byrjun
desember...
Ástrali á suðurpólnum
Þingmaðurinn Ólafur Öm
Haraldsson vann það fræki-
lega afrek að ganga á suður-
pólinn með syni
sínum, Har-aldi
Emi, og Ingþóri
Bjarnasyni.
Afrekið vakti
athygli alþjóð-
legra sjón-
varpsstöðva.
Eitthvað
skolaðist þó til
í þýðingum á
fréttaskeytum af
afrekinu. Þannig hélt ein þeirra
því fram í gær að
þremenningamir væru frá
Ástralíu. Samkvæmt því hefur
Ólafur Öm Haraldsson náð þeim
merka áfanga aö verða fyrsti
Ástralinn sem gengur á
suðurskautið...
Pólitísk ólga
Þegar Bogi Ágústsson fór í
leyfi úr stöðu fréttastjóra Sjón-
varpsins var Helgi H. Jónsson
ráðinn að kröfu Framsóknar-
Qokksins. Sviptingar urðu um
ráðninguna og
meira að segja
fulltrúar Kvenna-
listans tóku
Helga fram yflr
eígið kyn. Sjálf-
stæðismenn
urðu hins veg-
ar ævareiðir
og hafa allt á
homum sér
fréttastjórn Helga sem þeir segja
að dragi ótæpUega taum Reykja-
víkurlistans. Þannig var Helgi
varla kominn í starfið þegar full-
trúar þeirra í Útvarpsráði vom
famir að kvarta undan honum...