Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Útlönd DV Harmsaga Kennedyanna Er kominn tími til að skipta um síu í bílnum? FRAM ábyrgð (pÉHSloí) SMURáTOÐ Hjallahrauni 4, Hafnarfirði Sími 565 4440 www.frameurope.nl Um 30 meölimir Kennedyfjölskyld- unnar urðu vitni aö enn einum harmleiknum innan sinna raða á gamlársdag er Michael Kennedy lét lífið í skíðabrekku í Aspen í Colorado. Fjölskyldumeðlimirnir léku amerískan fótbolta og köstuðu boltanum, sem reyndar var ekki bolti heldur flaska fyllt af snjó að sögn sjónarvotta, á milli sín. Leikurinn hófst síðdegis þegar bú- ið var að loka skíðalyftunum. Það var Michael sem hvatti til þess aö beðið yrði með leikinn „til þess að ekki yrði banaslys". En það var hann sjálfur sem varð fómarlambið. Er hann reyndi að grípa flöskuna lenti hann á skara í brekkunni og skíðaði beint á tré. Eftir að hafa kallað á hjálp söfnuðust fjölskyldu- meðlimir í kringum hinn slasaða. Margir þeirra krupu á kné og báð- ust fyrir. Michael lést 90 mínútum seinna á sjúkrahúsi vegna höfuð- meiösla. Hann lét eftir sig þrjú börn. Árið sem leið var sennilega versta árið í lffi Michaels Kennedys sem var 39 ára er hann lést. Hjónaband hans fór út um þúfur þegar það upp- götvaðist að hann hafði staðið i ást- arsambandi við unga barnfóstru fjölskyldunnar. Vegna hneykslisins hætti Joseph bróðir hans við barátt- una um embætti ríkisstjóra í Starfsmenntastyrkir félagsmálaráðuneytisins Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins auglýsir hér með eftir umsókn- um um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til að styðja skipulega starfsmenntun, undirbúning, náms- og kennslugagnagerð, kennslu og starfsþjálfun. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefha á árunum 1998 - 1999. Rétt til að senda umsóknir eiga: samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök atvinnufyrirtæki, einkaaðilar, eða opinberir aðilar sem standa fyr- ir starfsmenntun í atvinnulífmu, starfsmenntaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkeni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Um- sóknir frá skólum koma til álita þegar um er að ræða samstarf við sam- tök sem áður eru nefnd. Umsóknir berist Vinnumálastofnun, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim skilað þangað eigi síðar en 6. febrúar 1997. Félagsmálaráðuneytið, 29. desember 1997. ------------------: Pessi mynd var tekin nokkrum mínútum áður en John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur í Dallas 1963. Massachussetts. Hörmulegur dauðdagi Michaels er enn eitt áfallið i Kennedyfjölskyld- unni. Faðir Michaels, Robert F. Kennedy, var myrtur í Los Angeles 1968. Hann varð 42 ára. Fimm árum áður eða þann 22. nóv- ember 1963 var John F. Kennedy, bróðir Roberts og þáverandi forseti Bandaríkjanna, myrtur í Dallas. Hann varð 46 ára. Nokkrum mánuðum áður en John F. Kennedy var myrtur missti forsetinn son sinn Patrick sem hafði fæðst fyrir tímann. Patrick varð að- eins tveggja daga. David, sonur Roberts Kennedys, lést 1984 eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af fíkniefnum. David lést á hóteli í Flórída eftir að hafa verið fleygt út af sumarleyfisstað fjölskyldunnar á Palm Beach. Joseph eða Joe Kennedy, sonur Ro- Michael Kennedy lést á gamlársdag. Símamynd Reuter berts, lenti í bílslysi 1973. Kona sem var farþegi í bíl hans lamaðist. Robert Jr„ sonur Roberts, var grip- inn með maríjúana á sér er hann var unglingur. Edward eða Ted Kennedy, hróöir Johns F. og Roberts, ók út af brú 1969 við Chappaquiddick eyju eftir veislu. Kona sem var farþegi í bíl hans, lést í slysinu. Sonur Edwards, Edward Jr„ missti hægri fótinn 1973 vegna krabba- meins. Annar sonur Edwards, þingmaður- inn Patrick, þurfti að leita sér að- stoðar 1986 þar sem hann var orð- inn háður kókaíni. Systursonur, Johns F„ Roberts og Teds, William Kennedy Smith, var árið 1991 ákærður fyrir nauðgun á sumarleyfisdvalarstað Kennedjfjöl- skyldunnar á Palm Beach en var sýknaður. Ford Windstar 4000 ‘95, ssk„ 4 d„ hvítur, ek. 58 þús. mílur. 7 manna eðalvagn með öllu. Verð 2.350.000. MMC L-200 2500 ‘91, beinsk., 4 d„ hvítur, ekinn 98 þús. km, einn góður í vinnuna. Verð 1.050.000. Toyota RAV 4 ‘96, beinsk., 5 d„ rauður, ekinn 19 þús. km. Verð 1.960.000. Suzuki Sidekick LTD 1600 ‘92, ssk„ 5 d„ svartur, ekinn 76 þús. km, leðurkl. Verð 1.200.000. M. Benz 230E 2300 ‘93, ssk„ 4 d„ silfurgr., spólvörn, ekinn 108 þús. km. Verð 2.380.000, ath. skipti. Honda Civic DXi 1600 ‘95, ssk„ 4 d„ silfurgr., rafm. í öllu, ekinn 34 þús. km. Verð 1.180.000, ath. skipti. BÍLASALAN BÍLFANG BORGARTÚNI 1b Útvegum bílalán. SÍMI552-9000 C 'M® Mazda 626 GLXi 2500 ‘93, ssk„ 5 d„ vínr., ekinn 110 þús. km. Verð 1.450.000, ath. skipti. MMC L-200 X cab 2500 ‘91, beinsk., 2 d„ hvítur, ekinn 109 þús. km, VSK bíll. Verö 850.000, sala/skipti. Hyundai Elentra 1800 ‘97, beinsk., 4 d„ ekinn 9 þús. km. Verö 1.280.000. Ford Fiesta 1300 ‘94, ssk„ 3 d„ græns., 2 líknarbelgir, rafm. í rúðum. Verð 820.000. Sef/a - Skipta - Kaupa Höfum fjársterkan kaupanda aö Toyota Landcruiser, Hi Lux double cap Nissan Patrol, Grand Cherokee, Suzuki Vitara, Honda CRW eöa Nissan Terrano. BILASALAN BÍLFANG BORGARTÚNI 1b Utvegum bílalán. SÍMI 552-9000 (gJHS"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.