Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Útlönd Stuttar fréttir i>v David Levy, utanríkisráðherra ísraels, sagði af sér: Netanyahu segist munu halda velli Jafntefli í þriðju skákinni Anatoly Karpov og áskorand- inn Viswanathan Anand sömdu um jafntefli eftir 19 leiki í þriöju skákinni af sex í einvígi þeirra um heimsmeistaratitil FIDE í skák. Karpov haföi hvítt. Hefur hvor einn og hálfan vinning. Nýnasistar handteknir Sænska lögreglan handtók 314 nýnasista í uppþoti sem varð á rokktónleikum norður af Stokk- hólmi á laugardagskvöld. Lög- reglumenn ætluðu að handtaka 20 manns fyrir að öskra slagorð nasista þegar glerflöskum og slökkvitækjum rigndi yfir þá. Var liðsstyrkur kallaður til og hinir handteknu fluttir i rútum. Mildari lög um kannabis Jack Straw, innanríkisráð- herra Breta, var um helgina hvattur til að endurskoða lög um kannabisefni. Þrjú dagblöð birtu leiðara um málið og skoðana- kannanir sýndu að meirihluti Breta vill mildari lög um kanna- bis. En Straw segist sannfæröur um skaðsemi efnisins. Reuter David Levy, utanríkisráðherra fsraels, sagði af sér embætti í hægri- stjórn Benjamins Netanyahus í gær. „Ég er hættur þessu samstarfi, ég hef fengið nóg. Punktur og basta,“ sagði Levy á blaðamannafundi seinnipartinn í gær. Levy hefur talist heldur hófsamur í ríkisstjórn þar sem harðlínumenn eru í meirihluta. Ástæða uppsagn- arinnar er seinagangur í friðarvið- ræðunum við Palestinumenn og fjárlög sem Netanyahu forsætisráð- herra hyggst leggja fyrir þingið. Þar finnst Levy að fátækt fólk og þurf- andi sé hundsað. Afsögn Levys skapar mikla óvissu um framtíð rúmlega eins og hálfs árs gamallar ríkisstjórnar Net- anyahus. Líf ríkisstjórnarinnar hangir á afar naumum þingmeiri- hluta eða 61 þingsæti af 120. Þykir sýnt að Netanyahu verði fyrir mikl- um þrýstingi af hálfu ísraela á her- teknu svæðunum og strangtrúaðra gyðinga í ríkisstjóm sinni sem eru ■* 1 '/&•• v ** & w ■ David Levy, fráfarandi utanríkisráö- herra ísraels, skýrir frá afsögn sinni. Símamynd Reuter á móti aukinni eftirgjöf gagnvart Palestínumönnum. Þeir muni nýta sér til fulls tæpa stöðu Netanyahus í þinginu. Netanyahu hvatti Levy strax til að endurskoða ákvörðun sína og sagðist vona að samkomulag næðist sem yrði til að hann yrði um kyrrt í embætti. Samkvæmt ísraelskum lögum líða 48 tímar þar til uppsögn Levys tekur formlega gildi. Talsmenn Verkamannaflokksins voru svartsýnir á framtíð rikis- stjómarinnar og spáðu kosningum strax í april. Einn ráðherra í ríkis- stjórninni, öfgaþjóðernissinni, var heldur ekki of bjartsýnn og sagði líklegt að dagar átta flokka ríkis- stjórnar Netanyahus væm taldir. Netanyahu var hins vegar kok- hraustur og sagði ríkisstjórn sína halda velli þrátt fyrir afsögn Levys. Ríkisstjómin væri stöðugri í sessi en flestir teldu og mundi halda óhikað áfram. Natanyahu mun leggja umdeilt fjárlagafrumvarp fyrir þingið á morgun, þriðjudag. Reuter Michael Kennedy, sonur Roberts heitins Kennedys, var borinn til grafar á laugardag. Hér sjást Victoria Gifford, kona Michaels, og Ethel Kennedy, móöir hans, viö athöfnina. Á bak viö þær er Frank, faðir Victoriu. Sjá fréttaljós um missi Kennedyanna á bls. 10. Símamynd Reuter Spennandi Óvíst var hver yrði næsti forsti Litháens þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Lítill munur var milli Arturas Paulauskas og Vladas Adamkus, sá síðarnefndi þó talinn hafa naumt forskot. Fórust í snjóflóðum Að minnsta kosti átta manns fómst í þremur snjóflóðum í Klettafjöllum í vesturhluta Kanada. Gömui Stones-lög Upptökur á 20 lögum frá fyrstu árum hljómsveitarinnar Rolling Stones hafa fundist í upptöku- safni BBC. Verða lögin gefin út. Létust í kuldakasti Áfimmta tug manna létust í kuldakasti sem gekk yfir norður- hluta Bangladesh þar sem frost fór niður í fjórar gráöur. Nýr forseti Kjörnefnd í Kenýa lýsti því yfir í gær að Daniel arap Moi væri sigurvegari forsetakosninganna. Keppinautar Mois segja brögð í tafli. Fundað í Hvíta húsinu Bill Clinton Bandarikjaforseti, sem vill koma friðarferlinu í Miðaustur- löndum aftur í gang, mun hitta Benja- mín Netanya- hu, forsætis- ráðherra ísra- els, í Hvíta húsinu 20. jan. og Yasser Arafat, forseta Palestínu, 22. jan. Mótmæltu Hundruð verkamanna frá kjúklingabúum í Hong Kong mót- mæltu hvemig staðið var að slátr- un 1400 þúsund kjúklinga til að hindra útbreiðslu fuglaflensunn- Brenndu bíla Óeirðaseggir í Strassbourg í Frakklandi hafa brennt 85 bíla frá áramótum. Sagði af sér Emilio Chuayffet, innanríkis- ráðherra Mexíkó, sagði af sér í kjölfar morða á 45 indíánum. Fór í frí Boris Jeltsín fór í hálfsmánað- arfrí til norövesturhluta Rúss- lands. Reuter Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fulloröna. Byrjendur og framhald. tamkvæmifdamar ■ kántrý ■ Gömlu damamir Æfin^aaðftaða Skemmtíle^t f ólk Félaytttarf Kenndahefftio.janúar Ath. opið hús á laugardagskvöldum r amms'la /Karirrmi Siguröar Hákonarsonar v Dansfélagið Hvönn \ Auöbrekku 17 - Kópavogi * Innritun og upplýsingar 5-9 janúar kl.13:00-22:00 L. ísíma 564 -1111 Mikið hvassviðri gerði usla í Evrópu Mikið hvassviðri gerði usla á Bretlandseyjum og Mið-Evrópu um helgina. Víða var ofsaveður með yf- ir 12 vindstigum og mikilli úrkomu. Olli veðrið nokkrum dauðsföllum beggja megin Ermarsunds. Öll um- ferð var bönnuð á stóru svæði með- fram vesturströnd Frakklands í gær þegar hvessti á ný eftir smáhlé. Himinháar öldur gengu á land og ollu skemmdum. Siglingu ferja á Ermarsundi var frestað og varð flöldi manns innlyksa á eyjum við strendur Frakklands. Spænskur togari varð vélarvana undan suðurströnd Englands og voru 10 skipverjar í verulegri hættu um miðjan dag í gær. Björgunarbát- ar fuku í burt og dráttartaug úr öðr- um togara slitnaði þegar reyna átti að draga togarann til hafnar. Tókst björgunarþyrlu að hífa skipverjana frá borði við afar erfiðar aðstæður. Spáð var óveðri í suðurhluta Eng- lands í gærkvöld. Undir kvöld voru þakplötur farna að fjúka af húsum, tré að rifna upp með rótum og rafmöstur að brotna. Var fólk beðið að vera alls ekki á ferli að nauð- synjalausu. Veðrinu veldur afar djúp lægð, Fanný. Miklu óveðri var einnig spáð í Belgíu og með Norðursjávar- strönd Þýskalands. Reuter Vargöldin í Alsír heldur áfram: Vitni lýsa blóðbaði þar sem 412 voru myrtir Sjónvarvottar sem lifðu síðustu morðárásir alsírskra skæruliða hafa lýst blóðbaðinu í viðtölum við alsírsk blöð. Fullyrt er að 412 þorps- búar hafi verið myrtir. Hafa morðin vakið hörð viðbrögð ráðamanna viða um heim og ýtt undir kröfur um afskipti alþjóðastofnana. Sextán ára stúlka, sem lifði blóðbaðið af en var nauðgað, sagði að skæruliðar hefðu ætlað að skera sig á háls eftir að hafa myrt foreldra hennar og systkini á hrottalegan hátt. Enginn átti að lifa af. Ráðamenn í Alsír hafna tölum um látna, segja að einungis 78 hafi fallið og 73 særst. Fjölmiðlar þar efast um þær tölur. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.