Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 «k Hlaup fyrír vöðvana Nýtt hlaup- kennt efni hefur nú verið þró- að af eðlis- fræðiprófessor nokkrum sem starfar í Boston. Hlaup þetta er gert úr fjölliðum, en það eru sameindir sem mynda langa keðju. Þetta hlaup getur gert mikið gagn, einkum vegna þess að það getur þanist út og dregist saman mjög teatt. Þetta hefur það i for með sér að hægt er að nota hlaupið til að búa til eins konar gervivöðva. Einnig er hægt að nota það tO að sía fitu úr blóðinu og jafnvel hefur ver- ið talað um að augndropar end- ist betur og lengur ef þetta hlaup er í þeim. Þetta efni er í vökvaformi við stofuhita en harðnar þegar það nær líkams- hita manna. Talað í úríð Minnsti farsimi heims hefur nú verið þróaður. Hægt er að setja hann á handlegginn eins og venjulegt úr og tala þannig í hann, rétt eins og menn kannast við úr Star Trek-þáttunum. Þennan nýja síma á að kynna í fyrsta skiptið á vetrarólympíu- leikunum sem hefjast í Japan í næsta mánuði þegar skipulags- nefnd leikanna mun fá fjörutíu slika sima til umráða. Þessi sími vegur aðeins 45 grömm og hægt er að tala í hann samfellt í klukkustund. Síminn er 5,5 cm á hæð, 4 cm á breidd og 1,6 cm á þykkt. Þessi sími mun sjálfvirkt velja númer ef símnotandinn segir annaðhvort nafn eða síma- númer þess sem hringja á í. vísindi og tækni Rafmagnstækjum stjórnað með heilabylgjum Nú þarf ekki fjarstýringu á sjónvarpiö lengur. Nú nota menn bara heilann. Menn hafa sjálfsagt oft lent í því að sjá bíómyndir sem eru spenn- andi og skemmtilegar að öðru leyti en því aö það er ekki nokkur fótur fyrir því að þetta geti gerst í raun- veruleikanum. Þannig leið að minnsta kosti undirrituðum þegar hann sá mynd um ungan dreng sem gat hreyft hluti með hugarorkunni. En nú er slíkt að verða að veru- leika. Að vísu er ekki enn þá hægt að hneppa frá blússum eða reima skó með hugarorkunni. Hins vegar er nú komið nýtt kerfi þar sem hægt er að nota heilabylgjur til að stjórna þeim tækjum sem áður var stýrt með fjarstýringu. Gagnlegt fyrir fatlaða Slíkt kerfl hefur þegar verið tekið í notkun. Japanskur maður, Hide- nori Onishi, er með sérstakt tæki á höfðinu, nokkurs konar risagler- augu sem skynja munstur heila- bylgna og breyta þeim í merki sem rafmagnstækin skilja. Hann segir að þetta tæki sé fyrsta tækið í heim- inum sem geti notað heilabylgjur með þessum hætti sem almenning- ur gæti keypt. Onishi þessi er einn af þeim sem fann upp þetta tæki. Hann segir að þetta sé sérstaklega gagnlegt fyrir fólk sem sé lamað eða rúmfast. „Við höfum þegar sett á markað tæki sem hægt er að stjóma með rödd- inni eða andardrættinum. Þegar liðamótin era lömuð og ekki er hægt að nota röddina er aðeins heil- inn eftir.“ Skíðagleraugu Tækið lítur eiginlega út eins og stór skíðagleraugu. Það er síðan tengt við ferðatölvu. Tölvan gegnir því hlutverki að lesa úr bylgjunum sem taugafrumur í heilanum gefa frá sér og breyta þeim þannig að rafmagnstækið geti framkvæmt skipunina sem gefin er. Tækið kallast Mind Control Tool Operating System (MCTOS) sem þýðir kerfi sem hugurinn stjórnar. Áætlað er að þetta kerfi verði kom- ið í almenna sölu í apríl og muni kosta tæpa 5.000 dollara (um 350 þús. krónur). Onishi segir að fleiri sambærileg tæki hafi verið gerð en þau séu annaðhvort á til- raunastigi eða þá að þau séu mjög óhagkvæm í notkun. Eitt slikt tæki,' sem smíðað hefur verið í Bandaríkjunum, hefur t.d. þann ókost að græða þarf rafeind inn í hársvörðinn. Hins vegar sé mjög auð- velt að stjóma þessu tæki og enga sérstaka þjálfun þurfi til þess. Ekki gallalaust Tæki þetta er þó ekki alveg gallalaust. Það þarf að nota gleraugun alltaf þegar tækið er notað. Þetta getur valdið óþæg- indum ef maður þarf að vera með þau í langan tíma í einu. Þegar frétta- maður prófaði tækið átti hann auðvelt með að kveikja og slökkva ljós en hins veg- ar reyndist erfiðara að skipta um sjónvarpsrás. Þeir sem smíðuðu tækið vildu hins vegar benda á að hægt væri að slökkva á tækinu þegar ekki þyrfti að nota það. Þannig myndi sjón- varpið t.d. ekki skipta um rás vegna þess hve spenntur áhorfandinn er yfir íþróttaleik eða einhverju slíku. -HI/CNN Nú geta allir landsmenn stundað Trimform hjá Berglindi. Við ieigjum þér tæki og leiðbeinum þér svo þú náir árangri. Opið virka daga kl. 8-22 Laugardaga 9-14 mm i /- < * I f ( ■ t T I I • | ( Trimform Berglindar Grensásvegi 50 Sími 553-3818 f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.