Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Simpson fjölskyldan Þessi sívinsæla visitölufjöl- skylda, sem byrjar að gleðja landann eftir áramót á ný, er með heimasíðu á http://www.foxworld.com/ simpindx.htm. Grín Til þess að halda aðeins áfram á léttu nótunum þá er á f einni síðu hálfgerð miðstöð fyrir gleði og grín. Slóðin er http://www.comedycentral. com. Deja vu Það kemur stundum fyrir að I manni finnst maður hafa veriö einhvers staðar áður. Þetta getur líka gerst á vefnum. Skoðið t.d. http: //www.inme. com/deja.html. Veðurfregnir Á vefnum er starfrækt mjög öflug veðurstofa sem sýnir ' m.a. gervihnattamyndir af spá- svæðum. Slóðin er http://www.intellicast.com. Nöfn Hvað þýða einstök nöfn? Svarið við því fæst á http://www.kabalarians. com/gkh/your.htm. Þar er gríðarlegur fjöldi nafna út- skýrður. Járnblendifélagið íslenska járnblendifélagið er með heimasíðu á http:// www.alloys.is. Þeir sem vilja fræðast um félagið geta því gert það þar á aðgengilegan hátt. WBA Það eiga ótrúlegustu knatt- spyrnufélög heimasíðu. Eitt þeirra er West Bromwich Albion og er heimasíða þess á http://www.gold.net/users/ cp78. A móti Cantona ii Þó að franski knatt- spymu- maðurinn Eric Cant- ona eigi glæstan feril að baki eru ekki allir jafn hrifnir af honum. Einn þeirra tjáir sig um skoðanir sínar á kappan- um á http: //www.geocities.com/ Par- is/Metro/4181. * usJny vsj Maríus Úlafsson, netstjóri ISnet, spáir í nýbyrjað ár: ■ / Netið verður sjalfsagður hlutur í síðustu viku var litið um öxl á erlendum vettvangi og kannað hvað erlendir sérfræðingar hafa að segja um árið sem nú er nýhafið. DV fékk hins vegar Maríus Ólafsson, net- stjóra ISnet, til að spá i spilin fyrir nýbyrjað ár hér á landi og líta um öxl á árið sem nú er liðið. Betri nettenging Maríus er ekki í vafa um hvað hafði mest áhrif á netvæðingu fs- lendinga á nýbyrjuðu ári. „í mars var tekin í notkun fyrsta tenging IS- net beint til Ameríku. Með þessari tengingu gjörbreyttist rekstrarör- yggi nettenginga frá íslandi þar sem ISnet var með þessu tvítengt, bæði til Evrópu og Ameríku. Sambandið við Norður-Ameríku og Asíu batn- aði einnig stórlega," segir Maríus. Hann segir að þessi tenging hafi einnig orðið til þess að netnotendur heifi ekki orðið varir við þau slit sem verða reglulega á annarri hvorri tengingunni. Ástæðan fyrir því er sú að umferðinni um Netið sé beint um Evróputenginguna ef teng- ingin slitnar við Ameríku og öfugt. Maríus segir að netnótendum hafi ekki fjölgað jafnhratt á nýliðnu ári og árið 1996. „Það er líka eðli- legt. Þegar veldisvöxtur hefur verið á svo til öllum sviðum Netsins und- anfarin ár eins og hefur verið hér hlýtur að hægjast um einhvern tím- ann,“ segir Marius. Hann segir ýmislegt sýna að fjölgun netverja Maríus Ólafsson, netstjóri ISnet. geti ekki orðið öllu meiri en hún var árið 1997. Maríus telur að nýjabrumið fari brátt af netnotkun almennings. „Þá breytist ýmislegt. Litið verður á Netið sem sjálfsagðan hlut og fólk sækir ekki lengur þangað Netsins Fleiri málaferli frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna: Intel gæti verið næst Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarið þess efnis að til standi að dómsmálaráðuneytið höfði sams konar mál á hendur Intel og það gerði gegn Microsoft á ný- liðnu ári. Þetta gerist á sama tíma og Andy Groove, forstjóri Intel, er valinn maður ársins af timaritinu Time. Fregnir herma að Intel misnoti þá ráðandi markaðshlutdeild sem fyrir- tækið hefur á örgjörvamarkaðnum með þvi að undirbjóða keppinauta sína. Nefnd á vegum dómsmálaráðu- neytisins er nú aö rannsaka þessar ásakanir og er talið líklegt að hún hafi nóg í höndunum til að dóms- málaráðuneytið geti farið í mál við fyrirtækið. Þetta er hins vegar ekki það eina sem verið er að rannsaka í tengslum við Intel. Nýlega bárust þær fréttir að fyrirtækið væri að kaupa sjálft eigin hlutabréf vegna þess að því fannst að bréfin væru vanmetin. Við þessi tíðindi hækkuðu hluta- bréfin töluvert í verði á Wall Street. Þegar það hafði gerst neitaði Intel þessu fregnum. Ekki er gott að segja hvaða áhrif slík lögsókn myndi hafa á örgjörva- markaðinn. Þó má teljast líklegt að fyrirtæki á borð við Andvanced Mic- ro Devices og National Semiconduc- tor muni bíða spennt eftir því hver niðurstaðan verður úr málsókninni fari hún á annað borð fram. Slík málaferli væru hins vegar á margan hátt sambærileg málaferlun- um gegn Microsoft þar sem Intel hef- ur álíka ráðandi stöðu á örgjörva- markaðnum og Microsoft á stýr- ikerfamarkaðnum. -HI/ABCnews Jobs og Ellison í hár saman Steve Jobs, forstjóri Apple, og Larry Ellison, forstjóri Oracle og stjórnarmaður í Apple, eru nú komnir i hár saman. Þessar deilur komu í ljós þegar Ellison tilkynnti að nettölvumar yrðu tilbúnar í apr- íl og myndu aðeins kosta um 1.000 dollara (um 70.000 krónur). Ellison sagði að í tölvunum yrði 300 Mhz PowerPC örgjörvi en enginn harður diskur. Síðar bætti hann reyndar við að hægt væri að kaupa harðan disk á 100 dollara í viðbót. Jobs sagði hins vegar í samtali við tímaritið InfoWorld að alrangt væri hjá Ellison að einhver harður diskur ætti að fylgja með í kaupun- um. Þá félaga greinir á um þetta en enginn veit enn þá hvor hefur rétt fyrir sér. Samstarf Apple og Oracle um að framleiða ódýrar og öflugar nettölv- ur hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Það hefur hins vegar fallið í skugg- ann af fregnum af tapi hjá Apple og þar að auki hefur Ellison gert ann- að í fjölmiðlum en að tala um þetta samstarf. Þrátt fyrir að þessa ósamræmis gæti í málflutningi þeirra félaga er Larry Ellison talinn eini raunveru- legi valkosturinn til að taka við for- stjórastöðu Apple. Hann hefur sýnt áhuga á starfinu og hefur jafnvel lagt til að Oracle yfirtaki rekstur Apple. Hins vegar bíða margir spenntir eftir því að þessi nettölva komi á markaðinn, hvort sem hægt verður að kaupa harðan disk á hana eða ekki. -HI/ABCnews vegna, heldur tU þess að verða sér úti um upplýsingar, skemmtun og til að hafa samskipti við annað fólk. Netið hefur færst eUítið í þessa átt og mun halda því áfram á þessu ári,“ segir Marius. Maríus segir nauðsynlegt að heU- brigð samkeppni ríki í netmálum ís- lendinga. „Það er algerlega nauð- synlegt að þeir aðilar sem byggt hafa upp netmarkaðinn hér á landi sitji við sama borð gagnvart grunn- DV-mynd GVA þjónustunni," segir Maríus. „Ég hef ekki áhyggjur af framþrórm Netsins hér á landi á meðan vaxtarbroddar þess eru ekki stýfðir af með óréttlát- um aðgerðum stjórnvalda og kostn- aðurinn heldur áfram að færast nær heimsmarkaðsverði. Ef það gerist ekki munum við íslendingar drag- ast jafnhratt aftur úr netvæðingu heimsins og við vorum fljótir að hefja netþátttökuna," segir Maríus að lokum. -HI { ) Í l r 0 *, I r Álit um reynslulausn Netið er til ýmissa hluta nytsam- legt. Nú get- ur fólk sagt álit sítt á því hvort dæmdur af- brotamaöur eigi að fá reynslu- lausn. Mað- urinn, sem sést hér á myndinni, heitir Joel Steinberg. Hann var 1989 dæmdur í allt að 25 ára fangelsi fyrir að berja 6 ára ættleidda dóttur sína illa og skilja hana síðan eftir deyjandi meö- an hann fór á viðskiptafund og fékk sér kókaín. Lögfræðingur nokkur, Dennis Vacco, hefur nú sett upp vefsíöu þar sem fólk getur sagt til um hvort það vill að Steinberg veröi laus til reynslu. Slóðin á síðuna er http://www.oag.state.ny.us/sur veys/steinberg.html. Barist gegn V-kubbnum V-kubbur kallast kubbur sem sett- ur er í sjónvarpstæki til að koma í veg fyrir aö börn horfi á ósiölegt efni. Tölvuframleiðendur berjast nú ákaft gegn því að sams konar kubb- ar verði settir í tölvur. Fjarskiptalög voru sett um að slíkur búnaður ætti aö vera í öllum sjónvarpstækjum. Tölvuframleiöendur óttast nú að lögin séu það óskýr að hægt verði að heimfæra þau upp á Netiö. Fjar- skiptanefnd bandaríska þingsins hefur lýst þvl yfir aö Netið eigi ekki að vera skotmark þessara laga. Intel í brúðurnar Örgjörvarisinn Intel hefur hafið sölu á dúkkunni BunnyPeople. Hana er hægt aö kaupa I gegnum America Online. Þessi persóna hefur þegar komiö fram í sjónvarpsauglýsing- um og meðal annars dansað við tuttugu ára gömul diskólög. Nú er hún hins vegar oröin að dúkku. Talsmaður Intel segir aö þessar dúkkur hafi upphaflega verið hannaðartil að selja í búðum sem Intel rekur ogjafnvel til að gefa í kaupbæti. Dúkkurnar hafi hins vegar orðiö það vin- sælar að tilvalið þótti að selja þær sér. Kawasaki í leyfi Guy Kawasaki, erindreki hjá Apple, hefur veriö í tímabundnu leyfi frá störf- um innan fýrirtækisins síðan í október til að skrifa sjöundu bók sína. Orðrómur hafði verið á kreiki um að Kawasaki væri end- anlega hættur störfum en talsmenn apple hafa neitaö því. Kawasaki hefur helst unnið sér það til frægð- ar að vera með fyrstu boðberum þess hversu gott Machintosh kerf- iö er og hefur verið duglegur við aö hrósa því á almannafæri. Aðrar fregnir herma hins vegar að tilgang- urinn með þessu leyfi sé einnig að stofna nýttfyrirtæki, Garage.com, sem á að vera ráðgjafi fyrir þau fyr- irtæki sem eru aö stíga sín fyrstu sporí tæknibransanum. Sam- kvæmt sömu heimildum hefur Kawasaki engin áform um að koma afturtil starfa hjá Apple. Engar uppsagnir Japanskt vioskiptatlmarit greindi nýlega frá því að Packard Bell, sem á hlut I japanska fyrirtækinu NEC, ætlaöi að segja upp liðlega 1.000 starfsmönnum til aö hagræða I rekstrinum. Um 6.000 manns starfa nú hjá fyrirtækinu. Talsmenn Packard Bell hafa neitað þessum fregnum. Þeir segjast að vísu ætla að leita leiöa til aö auka hagnað- inn á árinu sem nú er nýhafiö en hafa ekki akveðið hvernig það verði gert. Packard Bell hefur misst spón úr aski sínum undanfarin misseri vegna aukinnar samkeppni á tölvu- markaðnum I Bandarlkjunum. F¥CT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.