Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 20
24 MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998 Alls staðar tala stelpurnar mest Ef fóstur í móðurkviði kynnu að tala mundu stelpur tala meira en strákar. Að minnsta kosti hreyfa fóstur stúlkubarna munninn meira en fóstur drengja. Vísinda- menn frá Belfast á Norður-ír- landi segja frá þessu í lækna- blaðinu Lancet. Vísindamennimir tóku sig * til og mynduðu fóstrin, með aðstoð úthljóða, í 16., 18. og 20. viku meðgöngunnar. Þeir töldu svo munnhreyfmgar fóstranna. I ljós kom að munn- hreyfingunum fjölgaði eftir því sem fóstrið þroskaðist. Vísindamennimir eru ekki á þvi að þetta þýði að stelpur tali meira en strákar, eins og gjaman er haldið fram, heldur sé þetta til merkis um að stúlkur þroskist fyrr og hrað- ar en drengir. Uglan reyndist ekki útdauð Tveir bandarískir fuglafræð- ingar hafa fundið lifandi ein- tök lítillar indverskrar uglu sem taiin var hafa dáið út fyr- ir rúmum eitt hundrað ámm. Uglumar fundust í nóvem- ber síðastliðnum, eftir tólf daga leit nærri bænum Shabada í Maharashtra-héraði á Indlandi, aö því er forráða- menn bandaríska náttúru- • gripasafnsins skýrðu frá skömmu fyrir áramót. Ugla þessi kallast skóg- amgla og sást síðast til henn- ar úti í náttúranni árið 1884. Vanskapaðar salamöndrur í Rannsókn sem gerð var á salamöndrum vestur í Oregon í Bandaríkjunum hefur fært nýjar sönnur á að þverrandi ósonlag jarðarinnar hefur valdið mikilli fækkun frosk- dýra í heiminum. Rúmlega 90 prósent fóstur- vísa salamöndmtegundar einnar, sem urðu fyrir útfjólu- blárri geislun sólarinnar, náðu annað hvort ekki að klekjast út eða fæddust vansköpuð eft- ir tilraun sem gerð var síðast- liðið vor. öðm máli gegnir um þá fósturvísa sem var hlíft við út- fjólubláu geislunum. Rúmlega .95 prósent þeirra kíöktust út og aðeins 0,5 prósent þeirra reyndust vansköpuð. Alls vom notaðar fjögur hundmð salamöndrur í til- rauninni sem vísindamenn við háskólann í Oregon gerðu, undir stjórn Andrews Blau- steins dýrafræðiprófessors. Stærð líkamshlutanna skiptír ekki alltaf höfuðmáli: Margir stórsnillingar með heldur litla heila Ekki er allt fengið með stærðinni. Að minnsta kosti ekki þegar mannsheilinn er annars vegar. Stórsnillingar eru nefnilega oft með litla heila, eins og sjálfur Albert Einstein, og það virðist ekki há þeim hið minnsta. Nýj- ar rannsóknir hafa orðið til þess að vísinda- menn efast æ meira um samhengið milii fjölda heilafmma og gáfnafars. „Niðurstöður margra nýrra rannsókna valda því að enn ríkir óvissa um hvað það er sem ákvarðar gáfnafar manneskjunnar. í stað fjölda heilafrumanna þurfum við kannski að líta á hvemig einstakar framur koma boðum sín í milli,“ segir heUavísindakonan Bente Pakkenberg, sem starfar við borgarspítalann í Kaupmannahöfn, í viðtali við danska blaðið Politiken fyrir skömmu. Pakkenberg og samstarfsmaður hennar, Hans Jörgen Gundersen frá Árósaháskóla, hafa nýlega sýnt fram á að karlar em með um það bU 23 miUjarða heUafruma í heUaberkin- um en konur eru með 19 mUljarða. Munurinn er um sextán prósent. Gáfnapróf hafa aftur á móti ekki sýnt fram á að neinn munur sé á gáfnavísitölu karla og kvenna. Bæði Albert Einstein, faðir afstæðiskenn- ingarinnar, og þýski stærðfræðingurinn og stjamvísindamaðurinn Carl Friedrich Gauss, vom með litla heila, það er fáar heUafrumur. T| HeUinn í Gauss vó tU dæmis aðeins eitt kUó en venjulegur heUi vegur 1450 grömm. „Það er í raun stórfurðulegt að svona ótrúleg- ur munur geti verið á fjölda heUafmma í heUa- berki heUbrigðra manneskja. Venjulegar mann- eskjur eru með frá 15 tU 30 miUjarða heUafruma. Það er því miklu meiri munur á fjölda heila- fruma í manneskjunni en er á líkamsstærð henn- ar. Við erum jú ekki frá hálfum öðram metra tU þrír metrar á hæð,“ segir Bente Pakkenberg. Nýlegar rannsóknir benda til að fjöldi heUa- fruma skiptir kannski ekki jafnmiklu máli og áður var talið. Það hefur tU dæmis komið í ljós að alnæmissjúklingar mega sjá á bak aUt að ein- um þriðja hluta heUafmma sinna án þess þó að þjást af heUabUun þegar þeir látast. Og als- heimersjúklingar virðast ekki hafa glatað nein- um heUafrumum þótt starfsemi heUa þeirra sé mjög skert. Þar við bætist að hin kunna goðsögn um að drykkjumenn drepi svo og svo mikið af heUa- frumum sínum í hvert skipti sem þeir detta í það á bara ekki við rök að styðjast. Rannsóknir á fyUibyttum benda tU að áfengið drepi ekki heUa- seUurnar, heldur deyfi það þær bara. HeUafrum- umar virka því ekki sem skyldi á meðan drakk- ið er. Og kemur kannski engum á óvart. En það er önnur saga. Ætli megi ekki snúa út úr gam- alkunnum frasa og segja sem svo að þeir deyi gamlir sem konumar elska? Ég tala nú ekki um þá sem fá kynferðislega fuUnægingu sem oftast á lífsleiðinni. Já, breskir vís- indamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að lífslíkur karla aukast eftir því sem þeir komast oftar í munúðarvímuna eftirsóttu. Niðurstöður þessar fengust eftir rannsókn á kynlífshegðun nærri eitt þúsund karla á aldrinum 45 tU 49 ára í þorpum í Wales. Áratug síðar var svo kannað hversu marg- ir þeirra hefðu haldiö yfir móðima miklu. „Líkurnar á dauða voru fimm- tíu prósent minni hjá þeim sem fengu fullnægingu oft en hjá hin- um sem fengu hana sjaldan," segir i hávísindalegum niðurstöðum rannsóknarhópsins frá háskólun- um í Belfast og Bristol sem stjórn- að var af George Davey Smith pró- fessor. „Svo virðist sem kynlífsiðk- un vemdi heilsu karla." Svörum þátttakendanna var skipt niður i flokka, aUt eftir tíðni hinnar kynferðislegu fullnæging- ar. Sumir fengu hana aldrei en aðrir daglega. Vísindamennirnir hafna alfarið ýmsu því sem haldið hefur verið fram á öðrum menningarsvæðum en okkar vestræna, svo sem því að oftast lengur karlar komist á hærra andlegt plan með því að stunda ekki kyn- Uf. í grein sem vísindamennimir frá Belfast og Bristol skrifa 1 Breska læknablaðið slá þeir á létta strengi og leiða að því getum að auðveldara verði hér eftir en hing- að tU að efna tU áróðursherferða um heUsusamlegt lífemi. „Það væri hægt að hugsa sér að byggja herferðina á þeirri sem hvatti fólk tU að borða að minnsta kosti fimm skammta af graenmeti og ávöxtum á dag. Við kynnum þó að þurfa að breyta tíðninni eitt- hvað,“ segja vísindamennimir í grein sinni. Efasemdir um nýtt lyf gegn floga- veiki Fyrsta flogaveikUyfið sem beint er sérstaklega að einu efni í heUanum kom á markað nýlega en vísindamenn eru ekki vissir um hvort það muni leiða til mik- iUa framfara i meðferð sjúk- dómsins. Lyf þetta kaUast gabitrU. Það eykur magn efnis sem kaUast GABA i heilanum sem aftur getur dregið úr óæski- legum rafboðum sem valda floga- köstum. „Þetta er fyrsta lyfið með svo sérhæfðri virkni. Öll gömlu lyfin og meira að segja flest hinna nýju virka á marga staði í heil- anum,“ segfr Jim Fischer, að- stoðarprófessor í lyfjaffæði við Ulinoisháskóla í Chicago, sem tók þátt í tilraunum með nýja lyfið. „Stóra spumingin nú er svo hvort það skipti sköpum. Ég er ekki viss um að til sé svar við henni.“ Til eru tuttugu mismunandi gerðir flogaveiki. Ekki hefur fundist nein lækning við sjúk- dóminum þrátt fyrir að mikið hafi verið reynt. Hins vegar er tU fiöldi lyíja sem heldur einkenn- unum 1 skefjum, þótt ekki sé hægt að hjálpa þrjátíu prósent- um þeirra sem hafa þennan sjúk- dóm. Þriðjungur flogaveikitilfella er af völdum alvarlegra heUaskaða, heilaæxla eða heUablóðfaUs, svo eitthvað sé nefnt. Orsakir floga- veiki era aftur á móti ókunnar í tveimur þriðju hlutum tiIfeUa, þótt talið sé að erföir eigi þar einhvem hlut að máli. „Rannsóknir næsta áratugs munu beinast að lyfjum sem stöðva þau ferli sem verða tU þess að fólk fær flogaveiki. Nú geta gömlu lyfln og þau nýju að- eins stöðvað krampaflogin, það er allt og sumt,“ segir Jim Fischer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.