Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1998, Blaðsíða 17
33’V MÁNUDAGUR 5. JANÚAR 1998
★ *
menning
•*★★
• • •
í leit að konungi
Gaman er að nýstárlegri sýn
Baltasar Kormáks á leikritið um
Hamlet. Á öldinni sem er að líða og
kennd verður við dýrkun sjálfsins
hafa ótal Hamlettar lötrað niðurlút-
ir og sjálfhverflr, þumbaralegir og
fullir af sárindum um svið heims-
ins, en Hamlet Þjóðleikhússins 1997
er ólgandi af undrun og reiði,
kannski yfir því að á honum hefur
verið framið valdarán - af hverju
erfir hann ekki konungstignina að
föður sínum gengnum? - en greini-
lega af því að hann er alls ekki viss
um að Kládíus fóðurbróðir hans og
stjúpi hafi til aö bera þá kosti sem
prýða eiga konung. Spumingin er
meira hvað verður um konungdæm-
ið í höndum hans en hvort hann
drap Hamlet eldri. Og svarið fáum
við í sýningunni. Undir tortryggnu
tilliti Hamlets missir Kládíus smám
saman sjálfstjórnina og sannar að
gmnur Hamlets var réttur.
Þetta em athyglisverðar pælingar
á okkar tímum þegar síðustu kon-
ungsríki Evrópu eru óðum að líða
undir lok. Drottningar og drottning-
armenn velja bömum sínum maka
og/eða banna þeim að eiga þann
sem þau velja sjálf. Allir em í leit
að konunglegum eigin-
"v leikum, og hefur um-
ræðan færst í
aukana eftir að
Díana
lafði
fyrir íslendinga - íslendingar
drekka mjólk - bók fyrir íslendinga
- hef ég spurt mig: hvað er íslend-
ingur? Eru þeir merkilegir? Hvern-
ig líta þeir út? Hvað eru þeir gaml-
ir?
Svo heyrði ég um daginn til
manneskju sem var að tala um ÍS-
lenskar bókmenntir. Og af því sem
hún sagði vom þær einstakt fyrir-
bæri, kannski merkilegra en sólin.
Þegar ég hlustaði frekar á mál henn-
ar skildist mér að bækumar sem
hún talaði á þennan hátt um væm
eftir íslenska karlmenn. Þegar ég
hlustaði frekar á mál hennar lærði
ég það að konur sem búa á íslandi
skrifa ekki bókmenntir sem em
merkilegri en sólin.
Eins og auðmjúkur maður sem
trúir á guð sinn keppir ekki við guð-
dóminn. (Kannski er heldur ekki
hægt að keppa við Islendinginn.)
Á þessu ári sem verður kvatt eft-
ir nokkra klukkutíma komu út
margar nýjar fmmsamdar bækur
eftir konur. Og á síðustu árum hafa
konur á þessari eyju verið að sækja
í sig veðriö og skrifa og koma efni
sínu áleiðis til lesenda, með hjálp
útgefenda. Ég nefni þetta svona af
ótta við að það hafi fariö framhjá
fólki. Vegna þess að það þarf að
segja hlutina og það þarf að segja þá
oft. Alveg eins og það þarf að segja
þá á einfaldan hátt - með fáum eða
mörgum stjömum."
Síðan setti Kristín fram eðli bók-
mennta kvenna í samanburði við
bókmenntir karla í myndrænni
„einu sinni-sögu“ fyrir trega gagn-
rýnendur. En - geta konur orðið
Kolbrúnarskáld?
Apabræður
Kristján Ámason er þekktari sem
bókmenntafræðingur og þýðandi en
skáld, en tvær ljóðabækur hefúr
hann gefið út. í þeirri seinni, Einum
degi enn (1990)
má segja að hann
hafi endurvakið
sonnettuna sem
nothæfar umbúð-
ir utan um nú-
tímalíf. Þær um-
búðir hefur nafhi
hans Krisiján
Þórður Hrafnsson
þróað áfram sem
kunnugt er.
Um leið og við
óskum til ham-
ingju skoðum við
eina „Tilraun um
manninn“:
Kládíus meðan hann er enn þá sú-
veren - áður en Hamlet tekur hann á
taugum. Ingvar E. Sigurðsson í hlut-
verkinu. DV-mynd Pjetur
Kannski hefur Baltasar lika lesið
bók Ármanns Jakobssonar við vinn-
una við Hamlet. Hún heitir einmitt
í leit að konungi og gegnumlýsir
skrif Islendinga um konunga og eig-
inleikana sem þurfa að prýða þá frá
síðustu áratugunum áður en þeir
gengu konungsvaldi á hönd ...
Hvað er íslendingur?
Á gamlársdag var að venju veitt
úr rithöfundasjóði rikisútvarpsins,
en i þann sjóð falla greiðslur fyrir
höfundarverk sem ber að greiða fyr-
ir en enginn höfundur finnst að. I ár
var milijón til skiptanna og hlutu
tveir höfundar hálfa hvor, Kristján
Árnason bókmenntafræðingur og
skáld og Kristín
Ómarsdóttir rit-
höfúndur. Eru
þau bæði vel og
prýðilega að
heiðrinum kom-
in.
Kristín hélt
snöfurlega þakk-
arræðu sem jafn-
framt var vamar-
ræða fyrir bók-
menntir kvenna:
„Á síðustu miss-
erum,“ sagði hún,
„þegar heyrist
sagt: íslendingar
borða pulsur -
tímarit fyrir Is-
lendinga - mat
í landafrœöinni er ekki minnst neitt á apa
í okkar landi - þeir þrífast víst best uppi í trjánum.
En hingaö kom yfir hajfiö á dögum Papa
hópur manna sem liföi á strandhöggi og ránum:
forfeöur þjóöar sem bisar viö björg sér aö snapa
og borgar af kappi vexti af erlendum lánum.
Vœri þaö annars úr háum sööli aö hrapa,
ef héngjum viö aftur og sveifluöum okkur á tánum
af grein á grein? Já, vœri’ annars miklu að tapa,
ef geröumst viö til dœmis aftur skordýraœtur,
œttum greni í jörö eöa nöguöum rœtur?
Þangaö til Drottinn tekur loks til viö aö skapa
manninn í sinni mynd og lœtur
hann uppréttan standa, fast í báöa fœtur.
17
Nokkrir útsöludagar í ársbyrjun:
Góðkaup
Bjóðum næstu daga
nokkrar gerðir heimilistækja
á mjög góðu verði.
Frystikistur
Verð frá
ottavélar
Vércffrá
Kæliskápar
úr stáli
Kæliskápar
Verð frá
23.840,- 42.655-
Helluborð
Verð frá
45.980.- 17.000.-
Saumavélar
Verð frá
Verðin eru miðuð
við staðgreiðslu.
Einnig er boðið upp
á VISA/EURO raðgreiðslur.
39.805.- 37.905.-
Bökunarofnar
með blæstd og grilli
Verð frá
28.405.-
Þvottavélar
5 kg., ryðfrí tromla
og pottur.
Verð frá
39.805.-
Auk þess tvískiptir
kæli/frystiskápar,
háfar, viftur
og ýmis smátæki.
Notið tækifærið,
gerið góð kaup núna!
PFA
cHeimilistœkjaverslun
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222
í hemuttstœkhm