Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. StjórnarformaBur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöiuverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurg'alds. Arfavitlaus hugmynd Einhverjir snillingar í stjórnsýslunni hafa fengið þá arfavitlausu hugmynd að leggja niður umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Þetta gerist svo að segja í kjölfar þess að Alþingi hefur samþykkt átak til að draga um fimmtung úr umferðarslysum fyrir aldamót. Þetta er óskiljanleg vitleysa. Minni afskipti lögreglu leiða til meiri lögbrota. Það er einfold staðreynd sem allir þekkja. Lögreglan stemmir ekki stigu við glæpum með því einu að taka glæpamenn úr umferð. Sýnileg tilvist hennar ein og sér dregur úr afbrotum. Fyrir nokkrum árum var glæpatíðni í stórborgum Bandaríkjanna orðin að stórkostlegu þjóðfélagsmeini. Hún jókst ár frá ári. Borgararnir lifðu við stöðugt umsátursástand. í nokkrum borgum hefur nú verið undið ofan af þessari þróun. Glæpum af hvers konar tagi hefur fækkað verulega. Ástæðan er einföld. Lögreglan var gerð sýnilegri. Hún var á ferli innan um borgarana og hafði afskipti af hvers konar smábrotum. Menn gátu ekki einu sinni brotið lög sem bönnuðu að pissa á almannafæri án þess að eiga á hættu að vera teknir. Afleiðingin? Glæpum fækkaði. Sýnileg, virk lögregla fækkar afbrotum. Árvökul umferðarlögga dregur kjark úr þeim sem freistast til að brjóta umferðarreglur. Menn leggja síður í að brjóta ákvæði um hraða og enn síður um ölvun. Þessir tveir þættir eru helstu orsakir alvarlegra umferðarslysa. Þetta þarf auðvitað ekki að segja snillingunum sem vilja leggja niður umferðardeild lögreglunnar. Þeir geta sjálfrr lesið það í opinberum skýrslum sem einhverjir þeirra hafa áreiðanlega komið að því að semja. í einni segir til dæmis um slys í umferðinni milli 1982-1992: „Samkvæmt skráningu lögreglu hefur umferðaróhöpp- um þar sem ölvaðir ökumenn eiga hlut að máli fjölgað en á sama tíma hafa færri verið teknir fyrir ölvunarakstur og löggæsla hefur minnkað.“ Niðurstaðan: Minni afskipti lögreglu leiða til aukinna slysa! Virkasta vopn umferðardeildarinnar hafa verið lög- reglumenn á bifhjólum. Þeir eru sýnilegir, fara hratt yfir og skapa verulegt aðhald í umferðinni. Frá árinu 1986 hefur bifhjólum lögreglunnar hins vegar fækkað úr þrettán í átta. Hvernig þróuðust alvarleg slys í umferðinni í Reykjavík á sama tíma? Upplýsingar frá Umferðarráði sýna eftirfarandi: Á sama tíma og bifhjólum lögregl- unnar fækkaði um næstum helming þá tvöfólduðust slysin. Þau jukust úr 287 árið 1986 í 595 tíu árum síðar. Nú vilja snillingamir fækka bifhjólunum niður í sex! Skýringin er sú að það þarf að fjölga vöktum lög- reglimnar í Reykjavík úr fjórum í fimm vegna nýrra Evrópureglna um vinnutíma. Það kostar peninga. Þessvegna á nota þá 39 lögreglumenn sem vinna í umferðardeildinni til að mynda uppistöðuna í nýrri vakt. Það er sem sagt verið að spara. Stjómvaldið sem ber ábyrgðina segir vitaskuld að eftir breytinguna eigi allar deildir að sinna umferðinni. Það er tóm vitleysa sem gengur ekki upp. Hugmynd snilling- anna er nefnileg ekki ný. Hún var reynd í Noregi og Danmörku með þeim árangri að viðkomandi deildir voru endureistar. Þurfum við að finna upp hjólið á ný? Það skortir aga í samfélagið. Við erum ekki á réttri braut. Agaleysið birtist til dæmis í umferðinni í höfuð- borginni þar sem alvarlegum slysum hefur stórfjölgað. Hugmynd snillinganna um að leggja niður umferðar- deildina fækkar þeim ekki. Hún er einfaldlega fráleit. Össur Skarphéðinsson Frá Laugavegi sem fluttist meö göldrum ásamt Bankastrætinu á suðlægari breiddargráðu á Porláksmessu, eft- ir því sem greinarhöfundur kemst næst. Glys og fis Það er ekki svo langt síðan Þor- láksmessa var eins konar löggiltur frídagur heimilisfeðra. Starfsskipt- ing kvenna og karla var þá strang- ari en nú. Meðan konur undu heima við að strauja og baka fóru karlar í bæinn og keyptu jólagjafir. Og gegn því að vera prúðir og berja ekki bömin á jólunum fengu þeir að sletta úr klaufunum síðasta kvöldið fyrir hátíðina. Svo illa gat samt far- ið að einhver birtist skelþunnur í búðunum að morgni aðfangadags, heíði týnt bögglunum kvöldið áður. Á síðasta Þorláksmessukvöldi var eins og Bankastrætið og aðrar versl- unargötur miðbæjarins hefðu með göldrum flust á suðlægari breidd- argráðu og um leið hefði þjóðin stutta stund eignast nýja sál. Þrátt fyrir að kafiihúsin áttatíu, sem borg- in státar af, væru þétt setin streymdi fólk um götumar í margfaldri röð, oft með böm við hönd. Ekki sá vín á nokkr- um manni. Það hefði getað verið 17. júni nema hvað eng- ar voru blöðrurnar. Og alltaf var verið að faðma kunningja og vini með óskap- legri hlýju og fagn- aðarlátum. Blíðviðrið gerði stemn- inguna einstaka. Hve miklu var eytt á mínútu man ég ekki nákvæmlega en upphæðir vom stjamfræðilegar. Bara þú getir keypt og keypt... Allur þessi hlýhugur kveikti von- ir um hamingjusamara þjóðlif, enda söguleg staðreynd að blómstrandi verslun tengist oft blómstrandi menningu. Merki um tímaskeið þar sem fólk þarf ekki að nota alla sina orku til að hafa í sig og á og getur leyft sér að leiða hugann að æðri gildum. En eins og bisk- upinn okkar nýi sagði í byrjun jóla þá hefur siðferðis- þroski mannsins ekki tekið jafnstór- stígum framfórum og tæknin. Gömlu gildin hafa riðlast og okkur skortir almennar viðmið- unarreglur um hvað sé rétt, hvað rangt, t.d. í stjóm- Kjallarinn Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur Gömlu gildin hafa riölast og okkur skortir almennar viðmiðunarregl- ur um hvað sé rétt, hvað rangt, t.d. í stjórnsýslu og viðskiptalífí. Auðsæld hneigist til að ala af sér græðgi sem er æði lúmskur and- legur sjúkdómur. sýslu og viðskiptalífi. Auðsæld hneigist til að ala af sér græðgi sem er æði lúmskur andlegur sjúkdóm- ur. Fjölmiðlar og auglýsendur láta í veðri vaka að hamingjan sé fólgin í nógu mikilli neyslu. Bara þú getir keypt og keypt - og fengið þar á ofan ýmislegt glingur í kaupbæti - þá sé sálarfriðurinn í höfn. En svo einfalt er það ekki. Ég hitti fjarska marga sem leita æðri gilda, þrá að tengjast einhverju ofan við daglegt amstur. Reyndar las ég alveg ný- lega að danskar konur sæju ekki lengur aukna menntun og jafnréttisbar- áttu sem lokatakmark - fyndist að í þeirri keppni hefði þeim gleymst að hugsa um sálina sína. Vis- indin hafa líka skapað ný siðfræðileg vandamál í stað þeirra sem leystust. Þannig kallar aukið lang- lífi á spurninguna um rétt- mæti líknardauða. Nærri daglega er leitað til háskól- ans um siðferðileg álita- mál. Samviska þjóöarinnar Auk visinda og kirkju leggja skáldin fram sinn skerf. Þótt þú vinnir gjör- vallt heimsins glys /grípur þú þó aldrei nema fls, kvað Matthías. Sagt hefur verið að skáld eigi að vera hin vonda samviska þjóðarinnar, ýta við henni þegar spilling fer að grafa um sig. Víst er að vangaveltur um réttlæti og ranglæti eru sterkar hjá mörgum skáldum. Af innsæi sínu nálgast þau einhvem guðlegan kjama i manneskjunni. Ég spái því að umræður um trú, réttlæti og heiðarleika verði fjörug- ar á komandi ári, enda verður að hreinsa hugskotið áður en gengið er inn í nýtt árþúsund. Því þrátt fyrir stakar dýrðarstundir eins og síðasta Þorláksmessukvöld em hinar miklu fleiri þegar flærðin og ágirndin belgja sig út um lengri eða skemmri tíma - þótt að lokum sigri ævinlega hið góða. Gleðilegt 1998! Inga Huld Hákonardóttir Skoðanir annarra Virkjun eða óspillt umhverfi? „Afstaða manna til virkjana á hálendinu ræðst líka af mismunandi skilgreiningu á lífskjörum þjóðarinnar. Óspillt umhverfi er hægt að meta til lífsgæða, ekki síður en þær upphæðir, taldar í krónum, sem virkjanir og stór- iðja skila landsmönnum. Tilfinningatengsl þjóðarinnar við náttúm landsins em sterk og framhjá þvi verður ekki gengið. Ákvörðun um virkjunarframkvæmdir á hálendinu norðan Vatnajökuls snýst ekki sízt um mat á því, hvem- ig bezt er hægt að tryggja efnahagslegar framfarir í góðri sátt við bæði þjóðina og landið, sem er í okkar umsjá.“ Úr leiðara Mbl. 6. jan. Forseti gegn eiturlyfjum „Ákall forseta íslands er því tímabær undirstrikun þeirr- ar staðreyndar að það þarf gjörbreytt vinnubrögð til aö ná raunverulegum árangri í baráttunni við fíkniefnaskrímslið. Það þarf nýjan hugsunarhátt ráðandi afla í þjóðfélaginu. Eða svo vitnaö sé til ummæla forsetans: „Viö verðum að breyta forgangsröð stjómvalda, Alþingis, sveitarstjóma og annarra áhfrifaafla á þann veg aö baráttan gegn eiturlyfium, gegn aukinni áfengisneyslu og reykingum æskufólks og óheil- brigöum lifsháttum þeirra sem eldri em, verði fremst í for- gangsröð Islendinga." Með þessu skelegga ávarpi sínu hefur forsetinn varpaö boltanum til þeirra sem nú ráöa sameigin- legmn sjóðum íslensku þjóðarinnar. Þau eiga næsta leik.“ Ellas Snæland Jónsson í leiðara Dags 6. jan. Árangur þróunarstarfs „Enda þótt Qöldi fátækra sé mikill er hann stórum minni hluti mannkyns en áöur var, og á síðustu 35 árum hefur með alaldur ibúa þriðja heimsins hækkað úr 46 árum í 62, ung- bamadauði hefur lækkað um meira en helming, og frá árinu 1970 hefur hlutfall ólæsis lækkað um 40%. Að sönnu mætti ár- angur þróunarstarfsins vera meiri en orðið hefúr, og það er sérstakt áhyggjuefni að ein heimsálfa, Afríka, virðist sífellt dragast meira aftur úr öðrum heimshlutum." Halldór Ásgrtmsson í Degi 6. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.