Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 17
+ 16 MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 1998 MIÐVIKUDAGUR 7. JANUAR 1998 17 Iþróttir DV m ENGIAND Liverpool hefur sýnt mikinn áhuga á aö fá Dion Dublin, framherja og fyrirliða Coventry, til liðs við sig og er reiðubúið aö greiða tæpar 400 milljónir króna fyrir kappann sem er 27 ára gamall. Coventry hefur hins vegar boðið Dublin 240 milljónir króna fyrir að skrifa undir samning við félagið til ársins 2002 og vill engan veginn missa hann. Mark Elliott, varnarmaðurinn sterki hjá Leicester, hefur einnig verið orö- aður við Liverpool en Roy Evans, stjóri liðsins, hefur lengi haft auga- stað á honum. Vörn Liverpool hefur átt í stökustu vandræðum í undan- fórnum leikjum og stuöningsmenn liðsins teija það brýnna að fá sterka vamarmenn frekar en sóknarmann. David Ginola, mið- vallarleikmaðurinn knái hjá Tottenham og Ian Walker mark- vörður fóru báðir meiddir af velli þeg- ar Tottenham vann sigur á Fulham í fyrrakvöld og allt eins er víst að þeir missi af leiknum gegn Man. Utd á laugardaginn. Joe Royle, fyrrum stóri Everton, hef- ur sterklega verið oröaður við þjálf- arastöðuna hjá n-irska landsliðinu. Bernard Lama, franski markvörður- inn sem lánaður var til West Ham frá París SG fyrir nokkrum vikum, segist liklega vera á förum frá félag- inu og muni ganga i raðir Rennes. Lama segist verða að fá að spila til að eygja möguleika á að komast í franska landsliðshópinn sem leikur á HM en hann hefur ekki fengið að spreyta sig með Lundúnaliðinu. Harry Redknapp, stjóri West Ham, segir að Lama þurfi að sitja við sama borð og aðrir. Hann segir að Craig Forrest hafi staðið sig vel á miili stanganna í undanfómum leikjum og engin ástæða sé þvi til að taka hann út úr liðinu. Fjölmiólar á Ítalíu er með vangavelt- ur um að Juventus sé að undirbúa risatilboð í Alan Shearer, framherja Newcastle. Þar er talað um að Juventus ætli að bjóða 2 milljarða króna í Shearer sem er byriaður að æfa að nýju eftir uppskurð sem hann gekkst undir í haust. Kenny Dalglish, stjóri Newcastle, er ekki á móti því aö selja Shearer fyrir þessa upphæö segja heimildir ítölsku blaðanna enda geti hann notaö pening- ana til að kaupa marga sterka leik- menn og þar eru nefndir til sögunnar Robbie Fowler, framherji Liverpool, og Duncan Fergu- son, framherji Everton. Michael Thomas, sem ekki hefur leikið með Liverpool undanfarnar vikur vegna ökklameiðsla, gæti verið á forum til Benfica i Portúgal. Gra- eme Souness, stjóri Benfíca, viil fá Thomas og er reiðubúinn að borga 750 þúsund pund fyrir hann. Sparkfrœöingar á Englandi telja það víst að Glenn Hoddle velji Nicky Butt, mið- vallarleikmanninn knáa hjá Man.Utd, í landsliðshóp Eng- lendinga sem leikur á HM. Butt hefur átt hvem stórleikinn á fætur öðrum og Hoddle sá hann eiga frábæran leik þegar United lagði Chelsea i bikarnum um síðustu helgi. Franz Beckenbauer, fyrrum lands- liðseinvaldur Þjóðveija, vill að Eng- land og Þýskaland sameinist um að halda úrslitakeppni HM árið 2006. Sunderland vill kaupa tékkneska landsliðsmarkvörðinn Pavel Smicek fyrir 1 milljón punda. Smicek er hundfúll með vistina hjá Newcastle enda er hann sem stendur þriðji markvörður liðsins á eftir Shaka Hislop og Shay Given. Malcolm MacDonald, fyrrum leik- maður Newcastle og Arsenal, segir að Andy Cole hafa sprungiö út hjá Manchester síðan Eric Cantona hætti hjá félaginu. Hann segir að Teddy Sheringham og Cole nái sérlega vel saman í framlínunni. -GH Eyja íþróttir Kjartan Antonsson, knattspyrnumaður úr Breiða- bliki er á leið til íslandsmeistara ÍBV og sam- kvæmt heimildum DV verður líklega gengið frá því i í dag. Kjartan er 21 árs og hefur verið einn efnilegasti varn- armaður landsins undanfarin ár. Hann hefur leikið 23 leiki í efstu deild með Breiðabliki en misst nokkuð úr 1 vegna meiðsla og náms í Bandaríkjunum. Kjartan á enn I j fremur að baki 33 leiki með yngri landsliðum íslands. Eyjamenn hafa þegar samið við Kristin Lárusson úr Stjöm- unni til tveggja ára og mæta greinilega sterkir til leiks í sumar. -VS Auðun með þrjú tilboð frá Sviss - og Kongsvinger hefur mikinn áhuga Auðun Helgason, knatt- spymumaður úr Leiftri, hefur fengið tilboð frá þremur sviss- neskum félögum, Zúrich, Young Boys og Lugano. Auðun lék sex síðustu leiki Neuchatel Xamax í svissnesku 1. deildinni fyrir áramótin og stóð sig mjög vel. Liðinu mistókst að komast í átta liða úrslitin um meistaratitilinn og hætti af þeim sökum við að semja við Auðun til lengri tíma. Nú vilja Zúrich, sem komst í átta liða úrslitin, og Young Boys og Lugano, sem urðu í tveimur efstu sætum 2. deildar fyrir áramót og spila ásamt Xamax og fimm liðum í viðbót um fjögur sæti í 1. deild, fá Auðun til sín. „Það er mjög spennandi kostur að vera áfram í Sviss. Zúrich væri góður kostur og áhugi þeirra byggist eflaust á því að ég átti minn besta leik með Xamax gegn þeim. Young Boys vann 2. deildina mjög örugglega fyrir ára- mótin og er gamalkurm- ugt 1. deildarlið og Luga- no virðist á uppleið líka. Ég ætla að gefa mér einhvern tíma til að taka ákvörðun um hvað ég geri,“ sagði Auðun við DV í gær- kvöld. Noregur í bakhöndinni Þá vill norska félagið Kongsvinger líka frá varnarmanninn til sín. „Ég á von á formlegu tilboði þaðan en Sviss er þó vænlegri kostur að mínu mati,“ sagði Auðun Helgason. -VS Arsenal og Boro áfram Arsenal vann West Ham, 1-2, í Lundúnaslag í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspymu í gærkvöld. David Seaman, markvörður Arsenal, varði vítaspymu frá John Hartson áður en Ian Wright og Marc Overmars komu Arsenal í 0-2. Samassi Abou minnkaði muninn fyrir West Ham en það dugði ekki til. Middlesbrough vann Reading, 0-1, með marki frá Craig Hignett. Hin- ir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í kvöid. Liverpool mætir Newcastle og Ipswich leikur við Chelsea. -VS Haraldur í Skallagrím Haraldur Hinriksson, knattspymumaður úr ÍA, gekk í gær til liðs við 1. deildarliö SkaUa- gríms. Haraldur, sem hefur leikið 57 leiki með ÍA í efstu deild, hefur leikið með þess- um tveimur félögum til skiptis og spilaði síðast með Borgnesingum árin 1994-1995. -VS Tekur Þorvaldur boðinu frá Öster? - þrjú íslensk liö bíöa spennt ■ ■■ ■ ■■ ■ Minden vi fleiri þýsk félög með landsliðsmanninn hjá Essen i sigtinu Patrekur Jóhannesson, landsliðsmaðurinn sterki sem leikur meö Essen í þýsku 1. deildinni í hand- É knattleik, er kom- inn með tilboð í hendurnar frá 1. deildarliði Minden sem vill fá hann í sínar rað- ir fyrir næsta keppnistímabil. Samningur Patreks við Essen rennur út i vor og DVhefur heimildir fyrir þvi að nokkur þýsk lið séu með hann í sigtinu. Þar má nefna íslendingaliðið Wuppertal og Gummersbach. Essen er lika með í baráttunni en for- ráðamenn liðsins vilja ganga til samninga við Patrek sem fyrst um að hann verði áfram hjá félaginu. Patrekur hefur leikið sérlega vel með Essen í síðustu leikjum. Hann skoraði fyrir skemmstu 12 mörk gegn Gummersbach og skoraði 6 mörk og átti fínan leik þegar Essen gerði jafntefli gegn Massenheim um síðustu helgi. Um næstu helgi mun mæða mikið á Patreki en þá mætir Essen hinu sterku liði Kiel. Minden eöa Essen Samkvæmt heimildum DV þá gengur Patrekur annaöhvort í raðir Minden eða gerir nýjan samning við Essen. Mikill metnaður er hjá forráðamönnum Minden að tefla fram sterku liði á næsta keppnis- tímabili en fyrirhugaðar eru talverðar breytingar á liðinu fyrir næsta timabiL Sænski landsliðsmaðurinn Robert Hedin hættir og tekur við þjálfarastöðunni hjá St. Otmar, liði Júlíusar Jónassonar, og franski landsliðsmaðurinn Stéphane Stoecklin er búinn að semja við félag í Japan. Þá gæti sænski landsliðsmaðurinn Magnus Ander- son verið á forum frá félaginu. í ljósi þessa er Minden í leit að sterkum leikmönnum til að fylla skarð þessara manna og er Patrekur efstur á blaði. -GH Frjálsíþróttamenn hafa oftast hampað styttunni Frjálsíþróttamenn hafa oftast hampað styttunni eftirsóttu sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaður ársins. Frá því Samtök íþróttafréttamanna útnefndu í fyrsta sinn íþróttamann ársins árið 1957 hafa frjálsíþróttamenn 20 sinn- um hlotið þennan eftirsótta titil. Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari hlaut titilinn fimm sinn- um, sonur hans, Einar Vilhjálmsson spjótkastari, þvívegis og sömuleiðis kúluvarparinn Hreinn Halldórsson. Þrjár greinar koma svo jafnar í öðru sæti á eftir frjálsum, handknattleikur, knattspyma og sund, en íþróttamenn úr níu íþróttagreinum hafa hlotið titilinn íþróttamaður ársins. Hér til hliðar sést úr hvaða íþróttagreinum íþróttamaður ársins hefur komið og ár- tölin eru inni í súlunum. -GH 20 '56 '57 '58 '59 '60 '61 '65 '67 '70 '76 '77 '79 '82 '83 '85 '88 '92 '95 '96 Frjálsar íþróttir íþróttamaður ársins - frá 1956 til 1997 - '64 '73 '62 3 '68 '74 '69 '71 '75 . '72 '78 1 1 1 '89 '84 '86 '80 '97 '87 '91 '81 '66 '90 '93 Hand- knattlelkur Knattspyrna Sund Kraft- lyftlngar Körfu- knattlelkur Júdó Hesta- íþróttir '94 Þolfimi ESS9 Patrekur Jóhannesson gæti verið á leið til Minden eftir þetta keppnistímabil. Heimsbikarinn í svigi annaö kvöld: ísland á tvo keppendur í fyrsta skipti - árangur Kristins tryggir Arnóri sæti Kristinn bestur í siðari umferð - og varö Qórði á Evrópubikarmóti Kristinn Björnsson varð fjórði í Evrópubikarnum í gær. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, knattspyrnumaður frá Akureyri, hefur ekki enn svarað tilboði sænska úrvals- deildarliðsins Öster. Þar dvaldi hann við æflngar fyrir jólin eins og áður hef- ur komið fram. „Ég hef ekki ákveðið mig enn og það er erfitt því það eru margir góðir kost- ir í boði,“ sagði Þorvaldur við DV í gærkvöld. Hann varð þriðji marka- hæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í sumar, skoraði 8 mörk fyrir Leiftur. Ólafsfirðingar vilja ólmir halda Þor- valdi. Eyjamenn sækjast eftir því að fá hann til sín og sama er að segja um Valsmenn. Þessi þrjú félög bíða spennt eftir niðurstöðunni varðandi Öster, en líklegast virðist þó að hann fari til Sví- þjóðar. -VS Herra Island á stórmótinu Enn bætast við athyglisverðir keppendur á stórmót ÍR í frjálsum íþróttum þann 24. janúar. Einn kom úr óvæntri átt í gær þvi Herra ísland 1997, Reyn- ir Logi Ólafsson, hefur þegið boð ÍR-inga um að taka þátt. Reynir, sem hefur hlaupið 100 metra á 10,97 sekúndum, tekur þátt í 50 metra hlaupi. -VS Blcntd í polca Deborah Compagnoni frá ítallu varð í gær hlutskörpust í stórsvigi kvenna á heimsbikarmóti í Bormio á Ítalíu. Þetta var níundi sigur hennar i röð. Martina Ertl, Þýskalandi, varð önnur og Alexandra Meissnitzer, Austurriki, þriðja. Herman Maier frá Austurríki sigr- aði í stórsvigi karla á heimsbikar- móti i Austurríki í gær. ítalinn Al- berto Tomba varö annar og Rainer Salzgeber frá Austurríki þriðji. Maier var að vinna sinn fjórða heimsbikarsigur á timabilinu og hann er efstur að stigum í samanlögö- um greinum. Alberto Tomba var í áttunda sæti eftir fyrri umferðina en í þeirri síöari tók hann á öllu sem hann átti og það skilaði honum I annað sætið. Tomba var ánægður með árangur sinn en hann lenti sem kunnugt er upp á kant við forráðamenn alþjóða skíða- sambandsins um síðustu helgi þegar hann neitaði að fara síðari ferðina í svigkeppninni i Slóveníu. Lazio malaði granna sína í Roma, 4-1, i fyrri leik liðanna í 8 liða úrslit- um ítölsku bikarkeppninnar i knatt- spyrnu í gær. Boksic, Jugovic, Man- cini og Fuser skoruðu fyrir Lazio en Balbo fyrir Roma. -GH/VS Island á í fyrsta skipti tvo keppendur á heimsbikarmóti á skíöum annað kvöld. Þá fer fjórða mót vetrarins fram í Schladming í Austurríki og Kristinn Bjömsson og Arnör Gunnarsson verða báðir á meðal keppenda. Árangur Kristins, sem er áttundi í stiga- keppninni í svigi, tryggir Arnóri þetta sæti. Kristinn hefur fengið rásnúmer 30, einu hærra en síðast, og heldur sér því í fyrsta ráshópnum. Þar eru þrjátíu stigahæstu sam- anlagt á þessu tímabili og í fyrra. Arnór verður væntanlega með eitt af hæstu rás- númerunum en búast má við um 70 kepp- endum á mótinu. Tiu efstu rásnúmerin í Schladming annað kvöld hafa eftirtaldir: Thomas Sykora, Thomas Stangassinger, Finn Christian Jag- ge, Sebastian Amiez, Alberto Tomba, Tom Stiansen, Kjetil Andre Aamodt, Kiminobu Kimura, Ole Christian Furuseth og Michael von Grúnigen. -VS Kristinn Björnsson hafnaði i fjórða sæti i Evrópubikarmóti í svigi sem fram fór í Kranjska Gora í Slóveníu í gær. Kristinn var fjórði eftir fyrri ferðina en náði besta tímanum í þeirri siðari, einu sinni sem oftar. Það kom honum þó ekki upp um sæti því efstu menn voru það jafnir. Richard Gravier frá Frakklandi sigraði en hann fékk 70/100 úr sek- úndu betri tima en Kristinn. Andrej Miklavc frá Slóveníu varð annar, Benjamin Reich frá Austurríki þriðji og fimmti varð síðan æfinga- félagi Kristins, Mika Marilla frá Finnlandi. Þess má geta að Miklavc verður með rásnúmer 14 á heimsbikarmót- inu í Schladming annað kvöld og Reich varð heimsmeistari unglinga í fyrra og hefur unnið fjögur Evr- ópubikarmót I vetur. Haukur Arnórsson og Arnór Gunnarsson voru báðir á meðal þátttakenda en féllu báðir í fyrri ferðinni. -VS Arnór Gunnarsson keppir ásamt Kristni í heimsbikarnum annaö kvöld. NBA-körfuboltinn í nótt: Skellur hjá Houston Houston fékk sinn versta skell á tímabilinu þegar liðið steinlá fyrir sprEeku liði develand með 30 stiga mun Indiana-Phoenix .............80-81 Miller 15, Best 13, Mullin 11- Chapman 18, Mcdyess 16, Robinson 15. Cleveland-Houston...........100-70 Anderson 19, Person 15, Kemp 14 - Drexler 18, Willis 12, Ellie 9. Vancouver-LA Lakers ........87-100 Reeves 24, Rahim 21, Mack 11 - Shaq 25, Jones 22, Fox 16. Chicago-Boston ..............90-79 Jordan 19, Kukoc 19, Rodman 9 - Mercer 20, Walker 18, Mccarty 11. Dallas-Denver ...............109-90 Scott 28, Finley 20, Davis 20 - Jackson 17, L.Ellis 15, Washington 15. Utah-Philadelphia.............98-95 Malone 21, Hornacek 21, Stockton 16 - Iverson 27, Coleman 16, Weatherspoon 14. Seattle-Charlotte............102-81 Williams 20, Payton 18, Ellis 12 - Divac 25, Rice 19, Armstrong 9. Sacramento-LA Clippers .... 105-89 C. Williamson 29, Richmond 19, Dehere 10 - Rogers 18, Murray 17. Barry 12. Dallas tókst loks að innbyrða sigur eftir 15 leiki í röð án sigurs en Denver hefur nú tapað 14 leikjum í röð. Shaquille O’Neal var sterkur í liði LA Lakers I sínum þriðja leik eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Shaq skoraði 25 stig og tók 14 fráköst. Tony Kukoc skoraði 17 af 19 stigum í siðari hálfleik gegn Boston sem lengi vel hélt í við meistara Chicago sem unnu sinn 11. sigur í síðustu 12 leikjum. -GH Ásgeir Sigurvinsson, frægasti knatt- spymumaður landsins, er kominn í United. Þó ekki í Manchester United heldur í hið landsfræga félag Lunch United. Ásgeir hefur mætt á nokkrar æfmgar hjá Lunch og þar hefur hann sýnt gamla góða takta líkt og hann gerði með landsliðinu og Stuttgart. Ottmar Hitzfeldt, sem gerði Dort- mund að Evrópumeisturum í knatt- spymu í vor, hefur kveðið niður þær sögusagnir að hann sé aö gerast tæknilegur ráðgjafl hjá spænska stór- liðinu Barcelona. Michel Platini, fyrrum landsliös- maður Frakka í knattspymu og for- seti skipulagsnefndar fyrir HM í Frakklandi i sumar, spáir Brasilíu- mönnum heimsmeistaratitlinum. Platini nefnir aö auki flmm aðrar þjóðir sem möguleika eiga á að vinna titilinn. Það em Frakkar, Argentinu- menn, ítalir, Þjóðvejar og Englend- ingar. Basile Boli, fyrmm landsliðsmaöur Frakka, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna, 31 árs gamall. Boli hefur ekki jafnað sig eftir að hann rakst á samherja í leik með Mónakó gegn Leeds árið 1995 og þjáist stöðugt af höfuðverkjum. -GH/VS $ NBA-DEILDIN Scottie Pippen, leikmaður Chicago Bulls, er væntanlegur i liö meistara Bulls eftir tvær vikur ef allt gengur upp. Endurkomu Pippens kann þó að seinka. Hann hefur ekki enn getaö hafið æfingar á fullu með liöinu eftir uppskurð sem hann gekkst undir í nóvember. Vernon Maxwell, sá kunni bakvörð- ur, er kominn á fullt í NBA, eftir nokkra fjarvem. Maxwell leikur með Orlando en hann gerði garðinn frægastan hjá Houston Rockets. Maxwell verður þó væntanlega ekki lengi hjá Orlando. Hann skrifaði und- ir 10 daga samning hjá Orlando á dög- unum. Áður var hann hjá SA Spurs en félagið endurnýjaði ekki samning við hann fyrir yfirstandandi leiktið. Mikil meiösli lykilmanna htjá nú lið Orlando. Bakverðimir Penny Hard- away og Nick Anderson em til að mynda báðir meiddir og eiga enn nokkuð í land. -SK Bland * i P oka Gústaf Bjarna- son, landsliðsmað- ur í handknattleik, var á gamlársdag útnefndur íþrótta- maður Hauka fyrir árið 1997. Rúnar Alexand- ersson, fimleika- maður úr Gerplu, var útnefndur íþróttamaður Kópavogs 1997 á uppskeruhátíð íþróttaráðs bæjar- ins laust fyrir ára- mótin. Þórður Emil Ólafsson, kylfing- ur úr Golfklúbbn- um Leyni, var í gærkvöld kjörinn íþróttamaður árs- ins 1997 á Akra- nesi. Þórður varð Islandsmeistari karla og var út- nefndur kylfingur ársins 1997. Leik KA og Breiöabliks í 1. deild karla í handknattleik, sem fram átti að fara annað kvöld, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Mótanefnd HSÍ frestaði öllum leikj- um umferðarinnar nema leik KA og Breiðabliks vegna þátttöku KA- manna í Evrópukeppninni. Þegar ís- lenska landsliðið var valið um ára- mótin fór stjóm Breiöabliks fram á það við mótanefnd að félagið sæti við sama borð þar sem Elvar Guðmunds- son, markvörður Blika, var valinn i landsliðið. Nœsta umferö í 1. deild karla verður leikin miðvikudaginn 14. janúar en þá spila Breiðablik-ÍR, iBV-Viking- ur, Fram-Afturelding, Stjarnan-HK, FH-KA og Valur-Haukar. 8-liða úrslitin í bikarkeppni HSÍ 1 karlaílokki heflast í kvöld með leik Fylkis og HK. Á laugardag leika Grótta/KR-Valur og Afturelding-ÍBV og á sunnudag er leikur Fram og Hauka. í kvennaflokki eru þrir leikir í bik- arkeppninni á laugardaginn. Stjarn- an-Valur, FH-Víkingur og Hauk- ar-ÍBV og á sunnudaginn leika Grótta/KR og Fram. Bikarkeppnin í blaki hefst á föstu- dagskvöldið. Þá leika í 8-liða úrslitum karla KA-b gegn KA-a og lið Nató á Keflavikurflugvelli mætir Stjöm- unni. Sindri og Þróttur N. leika síðan á laugardag en Þróttur R. og Is mæt- ast 21. janúar. Bikarkeppni kvenna í blaki hefst á laugardag með leik Sindra og Þróttar N. á Hornafirði. Víkingur mætir Þrótti R. á þriðjudag, Nató og ÍS leika fóstudaginn 16. janúar og loks Völs- ungur og KA sunnudaginn 18. janúar. Jón Þór Andrésson, markahæsti leikmaður Leifturs 1995, hefur tekið knattspyrnuskóna fram á ný og æflr á fullu með Ólafsfiröingum. Jón Þór hefur ekkert getað spilað í tvö ár vegna meiðsla. Björn Jakobsson knattspyrnumaður er genginn til liðs við KR á ný eftir að hafa leikið með ÍBV í tvö ár. Björn er 19 ára varnarmaður og fékk fá tæki- færi með ÍBV í sumar. -GH/DVÓ/VS t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.