Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 33 "V ★ K 24 kyijanyndir v / / úúú Tarzan í trjánum Tarzan er á leiðinni niður úr trjánum. Hann hefur haft hægt um sig í tæp 20 ár en nú i sumar eru væntanleg- ar tvær myndir um þessa há- væru ffumskógahetju. í Tarzan and the Lost City (öðru nafni Tarz- an and Jane) leikur Casper Van Dien (úr Starship Troopers) apamanninn í nýrri spennumynd. Tarzan snýr heim til Afríku með eigin- konu sinni, Jane (Jane March), og bjargar hinni týndu borg, Opar, úr höndum málaliða. Nýjasta Disneyteikni- myndin, Tarzan, kemur út á svipuðum tíma og Ijá eftir- taldir leikarar persónunum raddir: Tony Goldwyn (Tarz- an), Alex D. Linz (ungi Tarz- an), Minnie Driver (Jane), Rosie O’Donnell (Terk), Glen Close (Kala), Nigel Haw- thorne (Porter) og Lance Frægastur allra sem leikið hafa Tarzan er Johnny Weissmuller, sem hér er á myndinni ásamt Maureen O’Sullivan sem lék Jane. Henrickson (Kerchak). Nánast ekkert er vitað um söguþráð Disneymyndar- innar en hún á án efa eftir að treysta stöðu Tarzans í Hollywood næstu árin. Vinsældir George of the Jungle á síðasta ári komu flestum á óvart en þó mátti þegar árið 1996 sjá merki þess að frumskógamyndir yrðu nýj- asta æðið í kvikmyndaheiminum. Það ár var heimildamyndinr Tarzan: The Legacy of Edgar Rice Burroughs sýnd í sjónvarpi og á eftir fylgdi sjón- varpsmyndin Tarzan: The Epic Ad- ventures. Fyrsti Tarzanleikarinn var vöðva- búntið Elmo Lincoln sem sveiflaði sér inn á hvíta tjaldið í þöglu myndinni Tarzan of the Apes frá 1918. Frægast- ur Tarzanleikara er þó án efa Johnny Weissmuiler (1904-1984) sem varð margfaldur Ólympíumeistari í sundi á leikunum 1924 og 1928. Hann lék Tarzan í 12 myndum frá 1932 til 1948 en merkastar þeirra eru Tarzan, The Ape Man (1932), Tarzan and his Mate (1934) og Tarzan Finds a Son (1939). Ekkert var sparað í gerð þeirra og all- ir ættu að reyna að sjá fyrstu tvær myndimar en þær eru m.a. helstu fyr- irmyndir George of the Jungle. Maureen O’Sullivan leikur Jane en í fyrstu myndinni er henni rænt af Tarzan og kýs hún að dvelja með hon- um fremur en að snúa til unnusta síns. í þeirri næstu hefúr Jane lagað sig að frumskógalífmu. Sem bresk húsmóðir á blómaskeiði heimsveldis- ins býr hún í tréhúsi og er með gór- illu sem þjón. Þegar Weissmuller var orðinn of gamall til þess að leika Tarz- an sneri hann sér að öðrum frum- skógamyndum og var t.d. vinsæll sem Frumskóga-Jim á sjötta áratugnum. Vinsældir Weissmullers komu á stað skriðu Tarzanmynda og reyndu keppinautamir að velja leikara sem líkt og Weismuller voru íþróttahetjur. Larry „Buster“ Crabbe (1907-1983) var Ólympiumeistari í sundi á leik- unum 1932 þar sem hann sló gamalt met Weissmuliers. Árið 1933 lék hann í kvikmyndinni King of the Jungle sem er stæling á Tarzanmyndum tímabilsins. Sama ár lék hann í Tarz- an the Fearless en Crabbe sneri sér þó fljótt að vestrum og spennumyndum. Annar þekktur íþróttamaður, sem glímdi við Tarzanhlut- verk, var kúlu- varparinn Bruce Bennett (1909-) sem keppti á Ólympíuleik- unum í Los Angeles 1932. Árið 1935 lék hann titilhlut- verkið í The New Adventures of Tarzan og þremur árum síðar aftur í Tarzan and the Green Goddess. Þótt Bennett hafi Gömul auglýsingaplaggöt fyrir Tarzanmyndir. verið ágætur leikari eru flestar mynd- ir hans nú gleymdar. Seinni tíma Tarzan Aðrir eftirminnilegir Tarzanleik- arar eru Lex Barker (1919-1973) og Gordon Scott (1927-) sem voru heistu túlkendur hlutverksins á sjötta ára- tugnum. Baxter lék í fyrstu Tarzan- mynd sinni 1949, Tarzan’s Magic Fo- untain, en á eftir fylgdu fjórar aðrar, m.a. Tarzan and the Slave Girl (1950) og Tarzan and the She-Devil (1953). Barker var um tíma kvæntur leikkonunni Lönu Tumer. Gordon Scott lék í nokkrum ömurlegum Tarzan- myndum; þeirri fyrstu á móti eigin- konu sinni Veru Miles, Tarzan’s Hidden Jungle, 1955. Á eftir fylgdu Tarzan and the Lost Safari (1957) og Tarzan’s Fight for Life (1958). Það var ekki fyrr en í síðustu tveimur myndunum sem Scott sýndi hvað í honum bjó því Tarz- an’s Greatest Adventure (1959) og Tarzan the Magni- flcent (1960) eru báðar afbragðs skemmtun. Scott endaði kvikmynda- feril sinni á Ítalíu þar sem hann lék i sögulegum og fremur lélegum skylm- ingamyndum. Með Barker og Scott lýkur gullöld Tarzanmyndanna sem staðið hafði í tæpa þrjá áratugi. Frá sjöunda ára- tugnum má nefna fótboltastjömuna Mike Henry sem lék titilhlutverkið í Tarzan and the Valley of Gold (1966), Tarzan and the Great River (1967) og Tarzan and the Jungle Boy (1968). Þessar myndir era að engu leyti eftir- minnilegar og það sama má segja um myndir sjónvarpsstjömunnar Rons Elys sem lék Tarzan í tveimur mynd- um árið 1970. Á áttunda áratugnum hvarf Tarzan með öllu af sjónarsvið- inu en 1975 gerðu Belgar og Frakkar teiknimyndina Shame of the Jungle sem er skopstæling af eldri Tarzan- myndum og þótti svo gróf að hún var bönnuð bömum innan 16 ára. Hin raunverulega skömm frumskógarins var þó Tarzan, the Ape Man (1981) með Bo Derek sem Jane og tötrag- hypjunni Miles O’Keeffe í titilhlut- verkinu. Frá sama tíma er hin ágæta Greystoke: The legend of Tarzan, Lord of the Apes (1984) þar sem Chri- stopher Lambert leikur apamanninn. Greystoke er að mörgu leyti ólík fyrri Tarzanmyndum og þótt frumskógar- rómantíkin búi yfir fólsku raunsæi spillir það myndinni á engan hátt. -GE !*■ TOH 2 0 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 25.-28. desember Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur mestu aösókn og ef sami gangur veröur áfram eiga endar eftir aö ná saman en fyr- irfram voru þaö aöeins bjartsýnustu menn sem töldu þaö mögulegt en talið er aö tekjur af aögangseyri aö Titanic þurfi aö vera minnst 350 milljónir dollara til aö kostnaði sé náö. Þær eru þegar komnar yfir 157 milljónir dollara og þaö aöeins í Bandaríkjunum en þessi miida kvikmynd James Camerons er sýnd viö mikla aösókn um allan heim. Engar stórar nýjar mynd- ir sáu dagsins Ijós um síöustu helgi og því er listinn nánast óbreyttur. Kvikmynd Stevens Spielbergs, Amistad, sem margir telja aö veröi aöalkeppinautur Titanics þegar óskarsverölaunaafghendingin fer fram, fer hægt og stgandi upp listann, er sýnd í mun færri kvikmyndhúsum en Titanic.-HK Tekjur Helldartekjur 1. (1) Tltanlc 33.315 157.467 2. (2) Tomorrow never Dies 13.798 - 92.408 3. (3) As Good As It Gets 12.217 40.722 4. (4) Mouse Hunt 8.418 40.021 5. (6) Scream 2 7.284 85.492 6. (5) Jackle Brown 7.264 27.164 7. (11) Amlstad 4.477 26.714 8. (7) An Amerlcan Warewolf in Parls 4.441 20.056 9. (8) Flubber 4.403 83.110 10.(10) Mr. Magoo 4.103 16.616 11.(13) Home Alone 3 3.829 24.251 12.(9) The Postman 3.533 14.327 13.(12) For Rlcher or Poorer 3.126 24.453 14.(15) Good Wlll Huntlng 2.338 7.510 15.(14) Anastasla 2.125 53.042 16.(16) Deconstructlon Harry 2.081 4.904 17.(9 Wag the Dog 1.195 1.417 18.(20) L.A. Confldental 0.577 38.296 19.(17) The Ralnmaker 0.576 44.417 20.(14) Mldnlght In the Garden of Good and Evil 0.493 23.316 p^a Titanic enn á fullri siglingu Þriðju vikuna í röö er Titanic meö lang- Sambíóin - George of the Jungle Með apaskít á tánum Velgengni George of the Jungle kom flestum á óvart. Um síðustu áramót voru tekjumar 105 millj- ónir dala í Bandaríkjunum og 140 milljónir í heiminum öllum og myndin fer án efa yfir 200 mUlj- óna dala markið. Frumskóga-Ge- org er endurgerð af vinsælum teiknimyndaflokki sem bar sama nafn og var sýndur í bandarísku sjónvarpi á síðari hluta sjöunda áratugarins. Þættirnir urðu víst aldrei fleiri en 17 en þeir hafa ver- ið endursýndir það oft að flest börn vestan hafs hafa séð þá oftar en einu sinni. Georg (Brendan Fraser) er fjar- lægur frændi Tarzans og líkt og fyrirmyndin er hann alinn upp í frumskóginum af öpum. Hann gengur undir sama nafni og er ýmist kallaður „stóri hvfti apinn“ eða „konungur frumskógarins”. En ólíkt Tarzan er Georg auli sem aldrei hefur lærst að sveifla sér tré úr tré. Stór hluti grínsins felst í því að sýna Georg lemjast utan í trjástofna og falla hálfrotaðan til jarðar. Söguþráðurinn er skop- stæling á fyrstu Tarzanbókinni. Ursulu Stanhope (Leslie Mann) er bjargað af Georg þegar hún villist í frumskóginum og hann flytur hana í trjáhús sitt þar sem talandi górillan Api (rödd John Cleese) er ráðsmaður. Ursula er skrækróma Jane og sjálfsagður maki fnnn- skógaklaufans Georgs. Blikur eru þó á lofti því unnusti Ursulu, ill- mennið Lyle Van de Groot (Thom- as Haden Church), er staðráðinn í því að bjarga henni úr klóm apa- mannsins og nýtur þar aðstoðar tveggja veiðimanna (Abraham Benrubi og Greg Cruttwell) sem hafa i hyggju að færa Apa til Las Vegas og raka inn peningum með sýningum á talandi górillu. George of the Jungle var mér nokkur vonbrigði. Handritið var stefnulaust og brandaramir sí- felld endurtekning þess sama. í George of the Jungle rifst sögu- maðurinn við persónumar, breyt- ir um skoðun í miðri senu o.s.frv. Hann er þó ekki eins frumlegur og ætla mætti því ágengir sögumenn hafa verið notaðir á svipaðan hátt í eldri grinmyndum, s.s. hjá Mel Brooks. Þaðan koma þó bestu brandarar myndarinnar. Brendan Fraser og Leslie Mann skila hlut- ★★ verkum sínum með sóma. Fraser túlkar Georg sem vitgrannan en hjartahlýjan aula og Mann sýnir að hún er ágæt gamanleikkona. Þótt ég sé ekki á þeirri skoðun að heimskulegar myndir geti verið góðar barnamyndir verður það að viðurkennast að bömin á sýning- unni skemmtu sér konunglega. Sjö ára frænda mínum þótti hún frábær. Mér, sem er svolítið eldri, er velgengni þessarar meðalmynd- ar algjör ráðgáta. Leikstjóri: Sam Weisman. Aðal- hlutverk: Brendan Fraser, Leslie Mann, Thomas Haden Church, Richard Roundtree, John Cleese, Abraham Benrubi og Greg Cruttwell. Guðni Elísson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.