Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 Spurningin Stundarðu einhverja íþrótt? Steinar Árnason framkvæmda- stjóri: Nei, það geri ég ekki. Hreggviður Jónsson bílstjóri: Nei. Ingvar Ölver Sigurðsson, nemi í Rimaskóla: Nei. Björgvin Austmann Þorbjörns- son, nemi í Rimaskóla: Nei. Guðrún Ragna Yngvadóttir nemi í Þinghólsskóla: Já, ég æfi körfu- bolta hjá Breiöabliki. Lesendur__________ Áhrifamáttur fjölmiðla Sorgarviðbrögð þeirra milljóna manna sem syrgðu Díönu prinsessu voru eðlileg vegna þess hve oft og náið fólk hafði orðið vitni að einkalrfi hennar, segir bréfritari. Konráð Friðfinnsson skrifar: Fjölmiölarnir hafa áhrif á skoðan- ir manna. Sterkasti miðillinn í þess- um geira er sjónvarpið. Margir hafa líka orðið heimsfrægir í gegnum skjáinn. Díana prinsessa af Wales var ein úr þeirri átt. Frá þeim degi er hún gekk að eiga Karl, ríkisarfa Breta, varð hún „eign“ fjöldans. Síðan gerðist það síðsmnars 1997 að Díana fórst í bílslysi í Frakklandi ásamt tveimur öðrum. Við þá fregn ríkti sorg um heimsbyggð alla og sáust tár renna úr hvörmum millj- óna manna sem syrgðu konuna. Þetta fannst mörgum jaðra við hræsni. Þegar betur er að gáð þá er svörun fjöldans fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður og ofur mannleg í sjálfu sér. Munum að flest byggö ból veraldar höföu haft þessa konu heima í stofu hjá sér i áraraðir. Vart leið sá dagur þar sem ekki var verið að fjalla um lif, hjónaband og síðar ergelsið sem kom upp á milli þessara einstaklinga. Og hvaða maður kemst hjá því, undir svona kringumstæð- um, að mynda sér skoðun um máliö, jafnvel að hleypa fólkinu inn á sig á einhvem máta? Hið gríðarlega umstang kringum prinsessima í lifenda lífi sýnir vel hvílíkur ofurmáttur fjölmiðlanna er og hve mjög þeir eru færir um aö móta skoðanir fjöldans. Því ljóst er að hefði dauöa Díönu borið að eftir, segjum 10 ára þögn fjölmiðla, þá hefðu viðbrögö umheimsins verið önnur. Sorgarviðbrögð fjöldans em fyrir þær sakir kannski ekki rökrétt en skiljanleg. En fregnin um dauða Díönu er ekki sú eina sem hefur hreyft við fólki. Sviplegt fráfall Johns Lennons framkallaði sambærileg viöbrögð fjölda manna mn allan heim. Sem dæmi hafa um 13 milljón eintök selst af Anthology-safninu sem eftirlifandi Bítlar gáfu út. Hljómsveitin lifir því enn í hjörtum manna. Og hvað gerðist ekki þegar Elvis varð allur? í öllum þessum málum spiluðu fjölmiðlar stóra rullu, um þaö er vart deilt. Þeir halda m.ö.o. vakandi áhuga fólksins á hinu eða þessu efni með fréttum og margs konar umfjöllun. Svipleg burtfor frægs fólks kallar því á sorgina sem framkallar ákveðin viðbrögð manna. Og eðli syrgjenda er að hrópa á huggun, ekki dóm. Það er þar af leið- andi ekki sanngjarnt að kalla þær milljónir hræsnara sem syrgðu Díönu. Verslum við skátana Gunnar hringdi: Öll umræðan undanfarið um slys- in sem urðu um áramótin vegna ónýtra flugelda og blysa fengu mig til umhugsunar um öryggismál þetta varðandi. Að mínu viti er nátt- úrlega nauðsynlegast að fara var- lega í allri meðferð flugeldanna. En það er bara ekki nóg þegar flugeld- arnir hafa fengiö ranga meðferö á leiðinni til landsins eða eftir að þeir komu hingaö. Sú virðist einmitt hafa veriö raunin með mörg tilfelli þar sem slys urðu nú á dögunum. Eina leiðin til að komast hjá því að lenda í slíku er að versla við ábyrga og reynda aðila. Þá koma skátamir strax upp í hugann. Þeir hafa staöið í flugeldasölu í tugi ára og eru þess vegna með mikla reynslu í kaupum og sölum á flug- eldum. Að því er ég best veit eru slys mjög fátíö hjá þeim vegna lé- legrar vöru og því ætti aö vera langöruggast að skipta við þá um áramót. Hins vegar skilst mér að hin lé- legu og skemmdu blys hafi verið seld af mjög óreyndum aðilum. Það hlýtur í raun að hafa hættu í för með sér að kaupa jafn vandmeð- fama og varhugaverða vöm og flug- eldar em af fólki sem hefur ekki reynslu í meðhöndlun og innkaup- um á henni. Þarna eru oft á ferðinni aðilar sem spretta upp fyrir áramót með skúra og gáma en hverfa á brott um leið og „vertíðinni" er lokið. Þetta gera skátamir að sjálfsögðu ekki, þeir eru hérna allt áriö og standa og falla með þeirri vöru sem þeir selja. Ekki má svo gleyma að nefna í hvað fjármunir fólks fara þegar þeir kaupa flugelda því ef verslað er við skátana þá rennur ágóðinn til efling- ar björgunarstarfi. Því er það svo að ef keyptir era flugeldar hjá skátun- um þá er fólk jafnvel að bjarga mannslífum í stað þess að leggja þau í hættu. Gott veður: Aldrei þessu vant? K.A. skrifar: Jæja, enn kemur fólki á óvart hversu gott veðrið er á þessum tíma árs. Ef ég á að segja alveg eins og er þá kemur mér það afskaplega lítið á óvart, þó það hafi reyndar verið nokkuð betra nú fyrri hluta vetrar en oft áður. Málið er nefnilega það að undanfarin ár hafa nær undan- tekningarlaust komið hlýindatíma- bil einhvern hluta vetrar, oft fyrri part janúarmánaðar. Alltaf kemur þetta fólki jafnmikið á óvart „og elstu menn muna ekki aðra eins tíð“. (LlÍifflO/íi þjónusta allan sólarhringinn^ 5000 ^lfíílli kl. 14 og 16 Goif spilað 12. desember 1989 eins og kom fram f fréttum DV það ár. Þá voru myndir birtar af þessum óvenjulega viðburði. Að mati bréfritara er ekkert óvenjulegt þarna á ferð. Sérstaklega man ég eftir þremur vetram í röð þar sem myndir birt- ust í dagblööum af golfleikurum einhvers staðar á landinu. Textinn með myndunum var á þá leið að viökomandi hlýindakast hafi gert mönnum kleift að spila golf á þess- um tíma árs „aldrei þessu vant“. Fólk er fljótt aö gleyma! Nú fyrir áramót var talsvert úr því gert að betra veður væri hér á íslandi en í flestum öðrum löndum Evrópu. Allir aö sjálfsögöu löngu búnir að gleyma því að á nákvæm- lega sama tima fyrir ári var hið sama uppi á teningnum. Þá geisaði fimbulvetur í Evrópu en veður var allt hið skaplegasta hér í norðri. Að sjálfsögðu breyttist þetta siðan eftir áramót eins og gerast mun hér, upp úr miðjum janúar mun vetur kon- ungur heíja innreið sína af fullum krafti, eins og venjulega, liggur mér við að segja. Gildi áróðurs Bjami Valdimarsson skrifar: Nöldrið er þjóðaríþrótt íslend- inga. Víkverji Morgunblaðsins á metið í þeirri grein, honum virö- ist allt ganga andhælis. Um ára- mótin bragðum við blysum á loft og skutum flugeldum. Um leið styrktum við björgunarsveitim- ar í landinu og eitt Vesturbæjar- liö, sem tapar alltaf af því að strákamir nenna ekki að æfa. Einstaklingur getur lært, en þjóð aldrei. Sama hversu miklu er kostað í almenningsfræðslu um bíla, jólaljós, áfengi, vímuefni, umhverfismál, tóbak o.fl. Há- skólaborgarar ofmeta gildi áróð- urs og fræðslu. Hitler og Goebbels enduðu í kjallara í Berlín. Stalin var heppinn, hann þurfti ekki að upplifa endalok marx-sovésks áróðurs 1991 og að ekkert sæti eftir 74 ár! Húrra fyrir frá- bæru skaupi Harpa Karlsdóttir skrifar: Mig langar til að þakka fyrir frábært áramótaskaup. Við vor- um 8 manna hópur á ýmsum aldri sem horfðum á skaupið þetta kvöld og hlógum allan tím- ann. Öfl erum við sammála um að þetta hafi verið besta skaupið hingað til þótt oft hafi þau verið góð. Það er greinilegt að við eig- um mikið af frábærum ungum leikuram sem létu ljós sitt skína þetta kvöld. Ég vil sérstaklega nefna Hjálmar Hjálmarsson leik- ara sem stóð sig hreint út sagt stórkostlega. Húrra fyrir áramótaskaupinu þetta árið. Týnt debetkort Haildór Sölvi Hrafnsson hringdi: Mig langaði til að athuga hvort einhver hefði rekist á debetkortiö mitt síðustu daga. Ég glataði því í miðbæ Reykja- víkur aðfaranótt laugardagsins 27. desember, þ.e. mifli jóla og nýárs. Ef einhver hefur orðið kortsins var er sá hinn sami endilega beðinn að láta mig vita af því svo ég geti sótt það. Síma- númer mitt er 568 9152. Góð jólagjöf Jónas Hálfdánarson, Sauðár- króki, hringdi: Mig langar að þakka Karla- kórnum Heimi sérstaklega vel fyrir góða jólagjöf til okkar á Dvalarheimilinu hér á Sauðár- króki. Á sólstöðudaginn rétt fyr- ir jólin kom allur kórinn hingaö í heimsókn og söng fyrir okkur. Hann lét sér ekki nægja að taka nokkur lög heldur söng fullt pró- gramm. Áður var kórinn að auki búinn að syngja niðri í kaupfé- lagi. Þetta var stórkostleg jóla- gjöf til okkar enda er kórinn frá- bær. Hann hefur á að skipa landsfrægum söngmönnum, þar á meðal Álftagerðisbræðram. Kærar þakkir til Karlakórsins Heimis fyrir frábæra upplyft- ingu í skammdeginu. Leiðinlegar hvalafréttir Halldóra hringdi: Mikið afskaplega leiðist mér allt þetta tal um hvalreka sem tröllríður fjölmiölum um þessar mundir. Það má varla aulast hvalshræ upp í íjöru án þess að því sé slegið upp sem stórfrétt í öflum fjölmiðlum. Þetta þótti kannski markvert í gamla daga þegar fólk gat unnið sér eitthvaö nytsamlegt úr hræinu en í dag kemur þetta varla neinum við. Og síðan tekur við umræðan um hverrar tegundar hin sáluga skepna hafi verið. Gáshnallur var það nú síðast. Mikið er ég ríkari manneskja af því frétta það...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.