Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1998, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 1998 > á k * y Veðurguðirnir mætast í Davíð „Rétt eins og þrjár guðfræði- legar stærðir renna saman og mætast á leyndardómsfullan hátt í einum Guði kristinna manna, þá mætast hér á landi allir veð- urguðirnir i ein- um manni, Davíð Oddssyni." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, í Degi. Sjúbídúbert „Því miður var þriðji kaflinn dálítið groddalegur og poppaður og hljómaði tónlistin þá eins og verk eftir einhvem Sjúbídúbert." Jónas Sen í tónlistargagnrýni, í DV. Mótmælir krónískt öllu „Minnihlutinn hefur mótmælt krónískt öllu sem gert hefur verið. Hann mótmælir bæði hækkun og lækkun gjaldskrár Rafveitunnar." Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi, í Degi. Ummæli Snautt gullgrafara- samfélag „Við búum í andlega örsnauðu guilgrafarasamfélagi, einhverskon- ar háþróuðu velferð- arklondæk, þar sem hugtök á borð við náungakærleik og samhjálp eru klúr- yrði sem eiga eng- an rétt á sér í póli- tískri umræðu." Árni Ibsen rithöf- undur, í DV. Verið þolinmóð „Árangur af megrun kemur ekki í ljós eftir viku eða mánuð heldur þegar kemur að næstu jól- um.“ Anna Elísabet Ólafsdóttir mat- vælafræðingur, í Morgunblað- inu. Trujillo, forseti Dóminíska lýð veldsins, lét reisa yfir 2000 stytt ur af sér. Sjálfsdýrkun einræðisherrans Einræðisherrar eru duglegir við að minna þjóðina á það hver það er sem ræður. Sá sem á heimsmet í að láta reisa myndastyttur af sjálfum sér var forseti Dóminíska lýðveldisins, dr. Rafael Leonidas Blessuð veröldin Trujillo y Molina (1891-1961). í mars árið 1960 voru rúmlega 2000 styttur af honum í landinu. Tru- jillo lét ekki styttur nægja í sjálfs- dýrkuninni. Hæsta íjall landsins var nefnt Pico Trujillo (heitir í dag Pico Duarte), eitt hérað í landinu hét Trjuillo og annað Trujillo Vald- es og meðan hann réð ríkjum lét hann skíra höfuðborgina Trujill- oborg (Ciudad Trujillo). Eftir daga hans var fyrra nafn hennar, Santo Domingo de Guzman, tekið aftur upp. Þann 30. mai 1961 var Trjuillo myrtur úr bílafyrirsátri og er sá dagur nú hátíðisdagur í Dóminíska lýðveldinu og almenn- ur frídagur. Óskar Finnsson matreiðslumeistari: Mikill sprengur „Þetta byrjaði þannig að Hagkaups- menn hringdu í mig um verslunar- mannahelgina þar sem ég var staddur á Seyðisfirði og sögðust vilja fá fund með mér. Ég sagðist verða þama í fá- eina daga og ekki geta hreyft mig. Þeir létu sér það ekki líka og vildu fá fund strax þar sem þeir væru að hugsa um að gefa út matreiðslubók sem ætti að koma á jólamarkaðinn. Þegar ég svo hitti Hagkaupsmenn sögðu þeir mér að þeir vildu gefa út matreiðslubók með vissum skilyrð- um, samt bók sem ég og aðrir mat- reiðslumenn á Argentínu gætu verið stoltir af og bókin þyrfti að fara í prentun í byrjun október. Þannig var nú byrjunin á bókargerðinni og var vinnán við gerð hennar mikill og skemmtilegur sprengur," segir Óskar Finnsson, einn höfunda metsölubók- arinnar Veislubók Hagkaups sem var allar vikur fyrir jól á toppi metsölu- lista DV. Með honum við gerð bókar- innar voru matreiðslumeistaramir Ingvar Sigurðsson, Árni Þór Amórs- son og Kristján Þór Sigfússon, kokk- arnir í eldhúsinu á Argentínu. Óskar segir að þeir félagar hafi ekki beðið með hlutina heldur sest strax niður og lagt línumar: „Það sem við höfðum að leiðarljósi var að bókin átti að notast af venjulegu fólki sem vildi góðan mat. Þetta átti ekki að vera hugarórar matreiðslumeistara sem væri á per- sónulegu trippi, að gera uppskrift- ir fyrir hina 228 matreiðslumeist- arana á Islandi. Við þrnítum að vísu nokkrum sinnum á vinnu- ferlinu að bremsa okkur af og segja hver við annan að við værum að búa til bók sem fólk ætlaði að nota. Við lögðum mikla vinnu í að breyta og laga uppskriftir og stílfæra þær að heimilinu." Óskar og félag- ar luku bókinni á réttum tíma en þurftu að leggja á sig óhemju vinnu til að það tækist: „Það má eiginlega segja að það sem bjargaði þvi að við náðum að klára á réttvun tíma var að við kokkamir vor- um búnir að skipuleggja matarferð til útlanda þannig að við urðum að klára bókina áður en við fórum í þessa ferð. Við byrjuðum því strax á öðmm degi að fara á bókasöfn, náðum okkur í all- ar bækur sem hafa verið gefnar út á íslandi um mat, Gestgjafann frá upphafi og Vikuna og allt sem í raun- inni var tiltækt um mat því við létum okkur ekki nægja bækur og blöð held- ur fóram á Netið þar sem hægt er að finna uppskriftir I milljónatali. Þetta pældum við í gegn- um og heimfærð- um. í heildina má segja að þetta hafi verið miMu meiri vinna heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upp- hafi. Vinnan var um leið mjög skemmtileg og við eram þegar að skoða hvort við get- um gert aðra bók.“ Það má segja að helsta áhugamál Óskars tengist vinnunni: „Ég hef óskaplega gaman af því að borða góð- an mat og veit ekkert betra en að fá mér góðan og digran vindil eftir að vera pakksaddur eftir góða máltíð." Eiginkona Óskars heitir María Hjalta- dóttir og eiga þau tvö böm. -HK Óskar Finnsson. Maður dagsins Myndgátan Stafkrókur. Öll liðin í 1. deild karla verða í eldlínunni f kvöld og þar á með- al Haukar og KA sem eigast við á myndinni. Fjöldi leikja í handboltanum í kvöld Handboltinn fer á fulla ferð í kvöld og er fjöldi leikja á dag- skrá. Heil umferð verður leik- in í 1. deild karla og er það tólfta umferðin af tuttugu og tveimur. Sá leikur sem verður sjálfsagt mest spennandi er íþróttir viðm-eign Fram og Stjömunn- ar i Framhúsinu, sem hefst kl. 20.30. HK-FH leika í Kópavogi, á Akureyri leika KA-Breiða- blik, í Mosfellsbæ Aftureld- ing-Víkingur, ÍR-Valur í Ár- bænum og í Hafnarfirði leika Haukar-ÍBV. Fjórir leikir eru í 1. deild kvenna, kl. 18.30 leika í Kaplakrika FH-Fram, Hauk- ar-Grótta/KR í Hafnarfirði og Vikingur-Valur í Víkinni. í Vestmannaeyjum leika ÍBV- Stjaman og hefst sá leikur kl. 20. Þrír leikir em í 2. deild karla. Á Selfossi leika Sel- foss-ÍH, á Seltjamarnesi Grótta/KR-Fjölnir og að Varmá í Mosfellsbæ leika HM-Ármann þegar leik Aftur- eldingar og Víkings lýkur. Bridge Sveit Roche græddi 18 impa á þessu spili í fyrstu umferð Reykja- vikurmótsins í leik sínum við sveit Eimskips. Sagnir gengu þannig í opnum sal, norður gjafari og AV á hættu: * Á7632 * DG105 * Á10 * 72 norður austur suður vestur ísak María Helgi Steind. 1 * pass 2 4 4-f 5* 5 ♦ 6 * pass pass dobl p/h * AKD1 Tveggja spaða sögn Helga Sig- urðssonar í suður neitaði opnun og var yfirfærsla í lauf. Af þeim sökum átti norður sjálfsagða 5 laufa sögn yfir 4 tíglum vestiu-s og Helgi ákvað einnig að segja 6 lauf við 5 tíglum þó að það væri að vissu leyti skot í myrkri. María þurfti að lyfta spaðaás til að hnekkja þessum samningi en bjóst eðlilega við því að tígulásinn héldi slag í upphafi. Eftir þá byrjun var lítið verk fyrir sagnhafa að fá 12 slagi. NS lentu í sagnmisskilningi í lokuðum sal og dobluðu þrjá tígla hjá AV. Þeim samningi er ekki hægt að hnekkja og NS verða reyndar að taka hjartastungu til að halda sagnhafa í 9 slögum. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.